Dagur - 17.11.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 17.11.1927, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsimi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. de«. X. ár. Akureyri, 17. Nóvember 1927. 48. tbl. Viðskiftaárferði, Úrlausnir. Frystihús. Tvent er það, sem mestu veldur um afkomu þeirra manna, er vinna að framleiðslu, hvort heldur á sjó eða landi — það er tiðarfarið og viðskiftin. Hvar sem farið er um sveitirnar og hvar sem starfandi menn á þessum sviðum hittast, eru þetta aðalumtalsefni þeirra. Frá öndverðu hefir hagur fram- leiðenda hér á landi, að mestu oltið á tíðarfarinu. Aflaleysisár við sjóinn eða harðindavor og grasrýr óþurka- sumur í sveitum — hafa löngum krept að lífi og láni almennings hér á landi. Á þeim tímum, er fólkið lifði að mestu leyti á innlendri framleiðslu, mátti heita, að sultur og fellir á búfé og fólki, stæði næstum árlega fyrir dyrum einhver- staðar á landinu. Nú er þetta breytt að því leyti, að fyrir auknar sigl- ingar og viðskifti við útlönd á síðari áratugum, hefir þjóðinni tekist að komast hjá sulti, í bili, þegar ótið og ilt árferði steðjaði að- Má þakka það svokallaðri menning nútímans, eða ytri framförum, að komist verður að mestu fram hjá þessum skerjum núorðið. Engu að síður veltur afkoma almennings enn fyrst og íremst á tíðarfarinu. En svo er annars að gæta. Pó að aukin viðskifti við útlönd og hraðari verzlun hafi forðað mönnum frá sulti, og oft einnig fjárfelli, þá er það gert á þann hátt, að flutt eru áföll harðindaáranna yfir á ókomin ár. Venjulega með erlendum verzl- unarlánum. Samhliða þessu hefir stórum aukist innflutningur á er- lendum vörum — bæði nauðsynja- vörum og skrani — til venjulegs lífsviðurhalds og óhófs; en að sama skapi þorrið neytsla á innlend- um afurðum meðal landsmanna. Þessir breyttu lifnaðarhættir nú- tfmans hafa gert þjóðina miklum mun háðari heimsmarkaðinum en áður var; þannig að afkoma þjóð- arinnar veltur núorðið, næstum eins mikið á öldugangi vöruverðs erlendis eins og tíðarfarinu heima fyrir. Verðsveiflur og kreppur er- lendis ná nú orðið til íslendinga, eins og hafísinn, aflaleysið og grasbresturinn. — Árferði í viðskifta- Jífinu er þessvegna, af réttmætum ástæðum, jafnan merkasta viðfangs- efnið, af þvi að með hyggjuviti manna og viljakrafti, er hægt að orka breytingum á því til batnaðar, en það veiður ekki sagt um nátt- úrufarið. Pegar að áföllum og lántökum frá hörðu árunum, er skotið yfir á síðari tíma til greiðslu, getur afleið- ingin orðið sú, að viðskiftaárferði sé í versta lagi, einmitt þegar afla- föng eru hvað mest og árgæzka til lands og sjávar. Ýmiskonar verðsveiflur á heimsmarkaðinum valda því og, að gott viðskiftaár og aflaár falla oft alls ekki saman. — Nú er ástandið þannig víðast- hvar í sveitunum, að þrátt fyrir dágott náttúrufar, góð heyaflasumur og meðalvetra, þá vantar mikið til, að búskapurinn og framleiðslan haldist í réttu horfi, eða beri sig (svari tilkostnaði). Reksturshalli bænda, á búunum, er tilfinnanlegur síðustu missirin og mjög ískyggi- legur fyrir framtíð landbúnaðar- ins. Skuldugu mennirnir auka viðskiftaskuldir sínar, innieigna- mennirnir eyða af innstæðum sín- um; flestir tapa meira og minna. — Þetta ástand, þetta hrap aftur á bak niður brekkuna, er langstærsta málið og viðfangs- efnið, sem nú liggur fyrir til um- ræðu og úrlausnar. Flestir hugsandi menn, sem nokkuð fylgjast með um afkomu atvinnuveganna sjá hvað við ligg- ur. Hinir, sem ekkert hugsa um þessi efni — meiri hluti þeirra, sem vinna fyrir launum frá rík- inu eða öðrum opinberum stofn- unum og fjöldinn, sem eyðir tíma sínum og peningum í gjálífi kaup- staðanna — hafa það sameigin- legt að auka á þrýstinginn niður brekkuna. — Orsakir þessa öfug- streymis og harðæris í viðskifta- lífinu, eru að vísu nokkuð marg- þættar. Fyrst má nefna hina þungu skuldabyrði, frá harðinda- og fjárkreppuárunum 1920—1921, sem þá var athugunarlítið varpað á eftirkomandi tírna. Hún hefir yfirleitt átt sinn þátt í hækkun al- mennra peninga- og skuldavaxta, gert landsmönnum erfiðara fyrir um hagkvæm viðskiftalán erlendis og lamað viðskiftatraustið út á við. Ennfremur taka skuldirnar árlega í vöxtum og afborgunum, mikinn hluta af árstekjum skuldu- nautanna. — / ööru hgi má nefna óhagstæð verðlagshlutföll, á milli söluverðs á innlendum afurðum annarsvegar, en verði útlendra vara, tilkostnaði við framleiðsl- una, kaupgjaldi o. fl. hinsvegar. Og það sem verst hefir flekað bændur í þessu efni, er, að síðustu árin hefir þetta hlutfall reynst miklu óhagstæðara í lok hvers árs heldur en útlit var fyrir í ársbyrj- un. Verð innlendra vara hefir reynst. minna, en vonir stóðu til, þegar rekstursáætlanir bænda og kaupgjald var ákveðið, snemma á árinu. — Að því er verðlagshlutföllin snertir, nægir að benda á, að t. d. verð á saltketi er nú lítið eða ekk- ert hærra en í byrjun stríðsins, útlend nauðsynjavara er nálega helmingi dýrari en þá og kaupið einnig meira en helmingi hærra. í byrjun stríðsins var vikukaup karlmanns, um sláttinn, 18 krón- ur, en síðastl. sumar var það alt að 40 kr. — Loks má geta þess, að stjórn peningamálanna hér á landi, undanfarin missiri (gengis- pólitík íhaldsstjórnarinnar) eða hækkunin á gengi íslenzkrar krónu, hefir átt sinn stóra þátt í því að auka þetta misræmi, raska verðhlutföllunum eða jafnvæginu og kippa þannig fótunum undan atvinnurekstri bænda og sökkva þeim í skuldir. Verðið á útlendum vörum og kaupgjaldið innanlands, hefir alls ekki lœkkað í hlutfalli við liækkun íslenzku krónunnar síðan 1924. — Síðustu árin hafa bændur fengið minna verð og færri íslenzkar krónur fyrir ketið erlendis, eins og áður er getið — að nokkru leyti stafar það af versnandi markaði, en að öðru leyti af því að nú fá þeir greiddar 80 gullaura íslenzkar krónur í staðinn fyrir t. d. 60 gullaura kr. áður og þessvegna verða þær auð- vitað færri. En svo þurfa þeir aft- ur á móti, að láta jafnmargar 80 aura kr. fyrir vikuvinnu nú, eins og 60 au. kr. áður, o. s. frv. — Sú röskun, sem atvinnulífið í landinu hefir orðið fyrir af þess- um orsökum, er hér hafa verið nefndar, þarf langan tíma til þess að ná aftur fullu jafnvægi. Það fyrsta, sem löggjafarvaldið verð- ur að gera í því efni, er að festa verðgildi íslenzku króminnar ná- Isegt því, sem það nú er og stuðla að hlutfallsjöf'Miði á verðlagi inn- anlands. í öðru lagi gæti komið til mála, að létta, að ákveðnum hluta, shuldabyrðinni af þeim skuldni- nautmon í landinu, sem engan skuldaafslátt hafa áður hlotið t. d. hjá bönkunum, en hafa hinsvegar orðið fyrir ranglátri gengishækk- un á sínum gömlu skuldum frá lággengisárunum. — Verður síðar minst nánar á þessa úrlausn hér í blaðinu. Hér að framan hafa verið nefndar tvennskonar orsakir til þess, að hið óhagstæða verzlunar- árferði, er að verða óbært böl fyr- ir þjóðina, þ. e. skuldirnar frá harðinda- og lággengisárunum, og síðar, verðlagsröskunin innan- lands og gengishækkun krónunn. ar. Eigi verður skilið við þetta mál án þess að nefna þriðju orsökina. En hún er sú, að landbúnaðaraf- urðir íslendinga, hafa eigi enn náð því stigi í meðferð, að þær geti talist fyrsta flokks vörur á heimsmarkaðinum. Hingað til hefir ekki einu sinni verið hægt að bjóða þær á þeim markaði (t. d. í Englandi), þar sem kept hefir verið með samskonar vörur frá öðrum löndum og heimsálfum. Og um mikinn hluta af sjávarafurð- unum, er það að segja, að þær eru fluttar út sem hráefni til iðnaðar erlendis, fyrir tiltölulega lítið verð. — Þegar svo er komið, eins og reynslan hefir sýnt á síðastl. áratug, að íslendingar þurfa að fá stór vörulán erlendis, eigi aðeins til þess að forða fólkinu frá sulti, í harðindum, heldur til þess að halda lífinu í nokkrum þúsundum atvinnulausra manna í kaupstöð- unum, 6-8 mánuði af árinu; og loks til þess, að bjarga búpeningi sín- um í harðindum og jafnvel fóðra hann í meðalárum, - þá virðist full þörf til þess, að íslenzkar vörur reynist gjaldgengar á bezta mark- aði erlendis. Með hverju ári sem líður, hefir verið farið lengra og lengra út í öfgarnar þær, að sækja þarfar og óþarfar vörur til út- landa, en látnar ónotaðar auðlind- ir í landinu sjálfu. Það var ómetanlegt tjón fyrir bændur, að þeir skyldu verða svo háðir útlendum vörukaupum, eins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.