Dagur - 24.11.1927, Blaðsíða 2
190
DÁGUB
49. bl.
w w mm 98® W w N [ýi komið •m •m •m •m •m
w < W ' w ski 3 pi n u fo ð u r: •m •m •m
w w Maismjöl. Mais blandaður. •m
w w Hesta-haffar. Kúa-fóðurblanda. •m •m
w w w Kaupfélag Eyfirðinga. •m •m •m
mmmmmmmmmmmmm
Myndastoían
Oránufélagsgötu 21 er opin alia daga
frá kh 10-6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
verða að takmarka mjög nemenda-
tölu í lærdómsdeild Reykjavíkur-
skólans, og norðlenzki skólinn ætti
aðeins að veita viðtöku fámennum
hóp hinna hæfustu og bezt gefnu
stúdentaefna, og mundi því taka
mjög lítið húsrúm frá Gagnfræða-
skólanum. Oagnfræðaskólinn ætti
vitanlega að starfa áfram, og breyta
hlutverki sínu meira í þá átt, að
nemendur hans væru vel hæfir til
að hverfa frá gagnfræðaprófborðinu
beint út í lífið. — Á Akureyri væri
miklu ódýrara fyrir fátæka nemendur
að Ijúka stúdentsnámi. Yfirleitt
myndi samkvæmt ráðstöfunum sín-
um verða stefnt mjög að stúdenta-
fækkun í landinu, en stúdentaefn-
unum hinsvegar veitt sem hollust
og ódýrust aðstaða til náms.
Pá fluttu fjórir skólapiltar vel
hugsaðar og snotrar ræður, og tveir
af kennurum skólans, Árni Por-
valdsson og Lárus Rist. — Árni
flutti ráðherranum sérstaklega þakk-
læti fyrir málverk Ásgrfms Jónssonar
af Baulu, sem hann færði skólanum
að gjöf, og geymt er í samkomu-
salnum. Arni var í æsku í Hvammi
í Norðurárdal í grend við Baulu.
Lýsti hann fjallinu á ýmsa vegu,
og taldi að svo göfugt málverk
sem þetta væri mjög mentandi fyrir
nemendur. í fjallinu væru reglulegir
stallar hver upp af öðrum sem
svöruðu til bekkja í skólanum, og
hlyti það tákn að hvetja nemendur
til þess að lyítast stig af sigi, hærra
og hærra í skólanum. Fjallstöppur-
inn væri tákn úrslitaburtfarar-prófsins
í skólanum, en þangað ætti hver
nemandi að keppa. Ennfremur lýsti
hann litbrigðum Baulu, að hún
væri altaf rauðleit eða sólbjört, þó
að dökt væri yfir landinu umhverf-
is; á svipaðann hátt vonaði hann
að bjattsýnin væri ríkjandi í skól-
anum, á meðan hið fagra málverk
Baulu skipaði þar öndvegi.
Lárus Rist kvaðst vilja þakka ráð-
herranum fyrir bátinn. Á það að
vera kappróðrarbátur með ensku
ULLARKAMBAR
grófir og fínir fást í
H A M B 0 R G.
lagi, sem ráðherrann ætlaði að út-
vega skólanum, og gaf til þess fé
það, sem kom inn fyrir fyrirlestur-
inn, er hann flutti í samkomuhús-
inu. Pótti Lárusi mikils um það
vert, að nýtt líf og fjör yrði fært
inn í leikfimis- og líkams-mentun
skólafólksins; henni væri jafnan af-
markaður alt of lítill tfmi.
Pá rakti hann nokkuð kynni sín
af ráðherranum. Og gat þess, að
þegar hann hefði komið heim frá
námi sínu í Danmörku, þá hefðu
þrír ungir skólapiltar hitt sig hér
á Akureyri og spurt sig spjörunum
úr. Hvort hann hefði verið í Askov,
og hvernig þar væri. Kvaðst hann
síðar hafa spurt Jón A. Hjaltalín
skólastj. eftir þessum piltum, og
hann látið vel yfir þeim, þeir væru
Pingeyingar: Björn Jakobsson (nú
leikfimiskennari) og Konráð Erlends-
son (nú kennari) væru vel gefnir,
en Jónas Jónsson frá Hriflu »væri
sá þyngsti lax sem komið hefði á
sína vog«»
Pótti Lárusi það jafnan hafa
komið fram síðar, að mest hefði
munað um liðveitslu Jónasar í
hverju því máli, sem hann legði
hönd að.
Voru enn fluttar margar ræður
og mælt fyrir ýmsum minnum, sem
oflangt yrði að skýra frá. Land-
læknir O. B. mælti fyrir minni
Norölendinga af mikilli mælsku og
flutti hið alkunna kvæði sitt, »Hóla-
mannahögg*, snildar vel. Ingimar
Eydal mintist Arnljóts Ólafssonar,
Steingrímur bæjarfógeti lýsti hlýjum
hugsunum til hins endurreista
mentaskóla, sem hann hefði altaf
verið hlyntur; Erlingur Friðjónsson
flutti núverandi skólameistara þakk-
læti fyrir bæjarins hönd; Einar
Árnason alþm. mintist nemendanna,
og svo mætti lengi telja. Peir ráö-
herra og skólameistari töluðu oft.
Fór samkoman yfirleitt hið bezta
fram og var hin ánægjulegasta
fyrir Oagnfræðaskólann og gestina.
------------------o-------
Kveðja.
(Plutt í heiðurssamsæti Jónasar Jóns-
sonar ráðherra, á Akureyri 29. Okt. s.l.)
Heilsum glaðir gesti frjálsum,
góða kynning vini bjóðum.
Lengi hug og hjörtu tengi,
handtak þétt í köldu landi.
Heill sé þeim, sem heldur velli,
horfir á lífið augum djöffum.
»Stærri sál og hugsjón hærri«,
hefir fyrir kjörorð skrifað.
»Góðir eru silfursjóðir,
»sauðir margir, korn í hlöðu.
»Æska vaxin viti og þroska,
»vorri þjóð er gulli dýrri«.
Ennþá finnur íslenzk menning
óðal sitt við ljós og gróður.
Komið er hér hverjum framar
kjarnamesta sveitabarnið.
Gustar um þann, sem gengur
fyrstur,
geystur og stæltum vöðvum
treystir.
Fer sinn veg, þó fólskuærir
féndur högl og örfar sendi.
Sækir brattann framafrækinn,
festir sjón við markið hæsta.
Hikar ei, en heldur striki,
hirðir lítt um glamuryrði.
Merki garps í góðu verki
gnæfir hæst úr tímans sævi.
Gunnreifir nieð gleði finnum
gott er að fylgja máli réttu.
Fána drögum fast að húnum.
Foringjans, með dáð og þori
lii'erki fylgjum fast í verki
fram, og þokum liði saman.
Vættir íslands, við þig sáttar,
vald þitt styðji og blessun haldi
yfir þér, svo lengi lifi
ljómi af þínum höfðingdómi.
Pétur Jónsson.
------o-----
Njáluleikritið »Mörður Valgarðsson«,
er hið síðasta af þeim ritum Jóh. Sigur-
jónssonar er komið hafa út á prenti.
Var það leikið á kgl. leikhúsinu í Kaup-
mannahöfn, veturinn 1917. — Haraldur
Björnsson les forleikinn að þessum stóf-
felda og merkilega leik í Samkomuhús-
inu, Föstudaginn 25. þ. m., þar sem þeir
feðgarnir Valgarður grái og Mörður
leggja fyrstu drögin að vígi Höskuldar,
Njálsbrennu, og öðrum örlagaþrungn-
um atburðum er Njálssaga greinir frá.
Benedikt Elfar heldur hljómleika i sam-
komuhúsi Önguistaðahrepps, að Þverá ytri,
á Laugardaginn kemur (26. Nóv.), kl. 8
e. h. Ætlar hann að syngja íslenzka,
sænska og finska söngva og þjóðvísur, auk
þess nokkra tvísöngva, með aðstoð Sig-
urðar Oddssonar, en Þórunn Elfar aðstoðar
á orgel-harmonium. — Eftir hljómleikana
verður dansað nokkra tíma. — Má búast
við, að þetta verði hin bezta ánægjustund
fyrir þá, sem þangað leita. — Inngöngu-
eyrir I króna — hálft gjald fyrir börn.
Molskinn
góð og sérlega ódýr
$ fást í
1 Brautis Verzlun.
#
Pdll Sigurgeirsson.
I
^^l|||Þ,0,^M|||hl|||l^,l||l|l"l|||]|l"^|l“l||l|,|l||ll‘l|i||l“íli|!lí“l||l"4^^^'^$H|l,,l>||ll'‘l||l|,l|llli'l',|l||l' ’llM
Frumhlaup
Ragnars Ólafssonar.
Útgáfustjórn Dags hefir talið rétt,
að birta skammagrein Ragnars
Ólafssonar til mín í 42. tbl. Dags
þ. á. Hinsvegar hefir útgáfustjórnin,
af umhyggjusemi fyrir Ragnari Ólafs-
syni, eftir því sem fram kemur í
athugasemd Á. J. í 45. tbl. sama
blaðs, felt úr greininni kafla. En
þegar feldur er kafli úr óvalinni
skammagrein, gefur það grun um
að meira en lítið alvarlegt sé þar á
ferðinni. Og þar sem téð grein R.
Ól. hefir nú birzt í heilu lagi í öðru
blaði, vil eg leyfa mér að biðja
Dag að flytja eftirfarandi leiðréttingu.
Herra Ragnar Ólafsson segir í
nefndri grein, að eg hafi árið 1920,
er mér var falið að gegna störfum
bæjarstjórans á Akureyri í fjarveru
hans, gerzt fingralangur gagnvarl
bœnum;
að eg hafi óðaranotað tækifærið,
eina skiftið sem eg komst að ráðs-
mensku fyiir bæjarfélag mitt, til
þess að auðga sjálfan mig eins og
mér hafi verið frekast untákostnað
bœjarfélagsins;
að samvizka mín muni vera
„mórauð“ fyrirþessar sakir. Ummæli
þessi verða ekki af ókunnugurn,
skilin á annan veg en þann, að eg
hafi blátt áfram stolið fé bœjarsjóðs
þann tíma, sem mér var trúað fyrir
málefnum hans. Tel eg ummæli
þessi svo fieklega meiðandi, að eg
vil ekki láta undir höfuð leggjast
að hnekkja þeim á þeim vettvangi
þar sem þau eru borin fram.
Rétt samhengi málsins er á þessa
leið: Snemma sumars 1920 átti eg
oftar en einu sinni tal við Magnús
Sígurðsson bónda á Orund um
það, hvort hann sæi sér ekki fært
að leggja fram og útvega hja öðr-
um rífleg fjárframiög til kaupa á
skuldabréfum kaupstaðarins til raf-
orkuveitu fyrir bæinn. Var mér
kunnugt um að hann sjálfur, tengda-
dóttir hans og sonarsonur myndu
öll vera þess megnug, að leggja
fram fé til þessara skuldabréfakaupa.
Hafði Magnús Sigurðsson um þetta
þau úmmæli, að eg taldi vís fjár-
framlög úr þessari átt. Kom það
og á daginn. Pann 3. Júlí 1920
kaupir Magnús Sigurðsson fyrir
hönd sonarsonar síns, Magnúsár
Aðalsteinssonar, skuldabréf fyrir 25
þús. kr. — Og 6. Jan. 1921, kaupir
tengdadóttir hans, frú Rósa Páls-
dóttir, skuidabréf fyrir 30 þús. kr.
Taldi eg að fé þetta hefði fengist
að miklu leyti fyrir mínar aðgerðir.