Dagur - 24.11.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 24.11.1927, Blaðsíða 3
49, fbf. DÁGUB 191 /®J |> Nýtísku dömukjólar. Dömu plydskápur. % Mjög fallegur kvennœrfatnaður. @/ /@5 r©) (©/ (@/ S/7/r/ golftreyjur og jumpur eru nýkomnar til BALDUIN RYEL. m /§) /®) (©/ (®/ /@) /®) /§) /@) (©/ (©/ (©/ ^ ♦ ♦ ♦ •--• • i KARLMANNAFÖTI yfir 200 fötum er nú úr að velja. VERÐIÐ MIKIÐ LÆKKAÐ. Ennfremur: Vetrarstórtreyjur, þykkar og hlýjar. Reiðjakkar, woterproof. Vinnuföt, blá, allar stærðir. Taubuxur, röndóttar frá kr. 9.00. Alklœði, svart. Dömukamgarn, frá kr. 9.50. Morgunkjólar, frá kr. 4.00. Svuntur, hvítar og mislitar frá kr. 2.25. Ndttkjólar, úr lérefti og flóneli frá kr. 5.00. Dívanteppi, stórt úrval, frá kr. 10.00. Braun býður góðar og gagnlegar vörur fyrir lægst verð. Brauns Verzlun. Páll Sigurgeirsson. • •-• • • • •- • • • • •-♦• •-•-•—•-< Heimsóknar tími heilsuhœlisins í Kristnesi er: Á virkum dögum síðd. frá kl. 121/* —2. Á Sunnudögum síðd. frá kl. \2lh—2 og frá kl. 3*/2 — 4lh. . Símtalstímar sjúklinga eru siðd. frá kl. 12'/2—1 og frá kl. — 8 ádegi hverjum. Jónas Rafnar. Iþróttanámskeið verður haldið á Akureyri i vetur að tilhlutun U. M. F. A., ef næg þátt- taka fæst. Hefst það þ. 15. jan. og stendur yfir í 2 — 2lU mánuð. Kendar verða þessar íþróttir: Olímur, fimleikar, Mullersæfingar, hlaup, stökk, köst og knattleikiri Ennfremur verða skautaæfingar ef færi gefst. Bóklegt nám: Ágrip af heilsufræði og íþróttasögu. Pátttakendur innan U. M. F. í. fá ókeypis kenslu, en aðrir greiði 5 krónur kenslugjald á mánuði. Peir sem hugsa til þátttöku verða að senda umsóknir fyrir 1. janúar til aðal kennara námskeiðsins, Ármanns Dalmannssonar, Oróðrarstöð- inni, Akureyri, er gefur einnig nánari upplýsingar ef óskað er. U. M. F. A. Á fundi Rafveitunefndar Akureyr- ar 25. Ágúst 1920 var gerð svo- hljóðandi samþykt: »2.) — Bæjarstjóra var falið að ganga sem röggsamlegast fram í fjársöfnun til rafveitunnar og var honum heimilað að greiða dugleg- um fjársöfnunarmönnum alt að 2% af • söfnuðu fé í ómakslaun. —« Undir þetta rita Rafveitunefndar- mennirnir: Jón Sveinsson, Ragnar Ólafsson, Ottó Tulinius, Sigurður Bjarnason og Erlingur Friðjónsson. — Ályktun þessa samþykkir síðan bæjarstjórnin á næsta fundi sínum, 17. Sept. 1920. Samkvæmt ofangreindum aðgerð- um mínum og í samræmi við ofanritaða samþykt bæjarstjórnar- innar, ritaði eg bæjarstjóranum bréf 11. Jan. 1921 og fór þess á leit, að mér yrðu greidd ómakslaun fyrir það fé, er eg taldi mig hafa átt verulegan þátt í að útvega. Pó taldi eg að 1 °/o af upphæðinni væri, eftir atvikum, nægilegt. Oreiddi hann upphæðina sama dag. Bæjar- stjórinn hafði haft allmikinn kostnað af innheimtu fjárins og gekk því hin greidda upphæð að sumu leyti, til þess að standast þann kostnað. Af framanrituðu verður Ijóst, að gifuryrði hr. Ragnars Ólafssonar, hafa við engin rök að styðjast, Féó var greitt samkvœmt fullrl heimild og ályktun baejarstj rnarinnar og þð aeins helmingur þeirrar upphœöar, sem helmilt var ao greiOa. Er furðulegt, að hann gefur nú í skyn, að fé því, sem hann, með undirskrift sinni, hefir heimilað að greiða, hafi verið stolið úr bæjarsjóði! Ragnar Ólafsson hefir þegar hafið málsókn á hendur mér út af meið- yrðum, er hann telur vera í grein minni »Kyst á vöndinn*. Skal eg geta þess, að mér þykir það betur en ekki, því af vitnaleiðslum í því máli kynni að fljóta meiri fróðleikur en áður er fenginn um djarfmann- lega framkomu R, Ól. í kapphlaupi hans við Akureyrarkaupstað um Oddeyrargróðann. Skal eg að lokum geta þess, að eg mun höfða gagn- sóknarmál á hendur Ragnari Ólafs- syni út af þjófnaðaraðdróttunum þeim, er hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Reykjavík 11. Nóvember 1027. vlónas þorbergsson, t Gísli Tómasson siud. art. Einn minna beztu og hugþekk- ustu lærisveina, Gísli Tómasson á Sauðárkróki, andaðist 23. Septbr. s. 1. á heimili sínu úr heilabólgu, eftir stutta legu. Gísli sál. var fæddur 25. Desbr. 1908. Eru foreldrar hans enn á lífi, hjónin Elinborg Jónsdóttir og Tómas Gíslason, verzlunarstjóri á Sauðárkróki. Gísli sál. tók árs- próf 1. bekkjar Gagnfræðaskólans hér vorið 1924 og gagnfræðapróf með góðri 1. einkunn vorið 1926. í fyrravetur sat hann í 4. bekk Mentaskólans og tók próf í vor upp úr bekknum með lofi. Var Gísli sál. gæddur mjög farsæium gáfum, iðinn við nám og prýðilega látinn bæði af kennurum sínum og skólasystkinum. Hann var dreng- lyndur maður og djarfur og lét eigi hlut sinn. Man eg, með hve mikilli festu hann flutti mál sitt á fundi einum, er eg' sat með hon- um eitt sinn, og gilti hann einu, hvort betur líkaði eða ver, þeim er á hlýddu. Sýndi hann þá bezt, að í honum bjó hugrakkur dáða- drengur. Gísli sál. var áhugamikill bind- indismaður. Hann sat á síðasta Stórstúkuþingi sem fulltrúi stúku sinnar, og hafði stúkan sæmd af honum. Það sýnir glögt trygð* hans og vináttu, að skömmu áður en hann dó, sendi hann Nemendasjóði Gagnfræðaskólans hér gjöf með hlýrri vinarkveðju til skólans. Það er mikill harmur foreldrum Gísla sál. og vinum hans f jær og nær, að verða að sjá á bak hon- um svo ungum. En huggun má það vera, að hann kvaddi heiminn hreinn og heill, »integer vitae«. Hann lék aldrei tveim skjöldum, og hafði þrek til þess að fylgja því, sem hann taldi vera rétt. Br. T. -----o---- íþróttanámskeið. Dagur vill vekja athygli lesenda sinna á auglýsingu Ungmennafélags Akureyr- ar á 3. síðu blaðsins. — Gildi íþrótta er viðurkent um allan heim. Það sem mestu varðar, er að þær séu rétt iðkaðar, en það næst aðeins með lærdómi. U. M. F. A. vill nú gera tilraun til að koma upp iþrótta- námskeiði hér á Akureyri. Aðalkennari námskeiðsins, hr. Ármann Dalmanns- son, hefir lokið íþróttanámi við hinn nafnkunna, ágætis íþrótta-háskóla í Ollerup. Hann hefir beztu meðmæli hins þekta íþróttafrömuðs og snildarkennara Niels Bukh. Einnig hefir Ármann feng- ist dálítið við kenslu hér og hlotið hrós nemenda sinna. Eélagið hefir völ á frekari kenslukröftum sem það hygst að nota ef þáttaka verður svo mikil, að námskeiðið komist á. Þess má því vænta að námskeið þetta verði hið full- komnasta, sem hér hefir verið haldið í þessari grein. Vonandi er skilningur manna hér á g'ildi íþrótta orðinn svo góður, að ekki þurfi að hvetja til þátttöku í þessu námskeiði. Það ætti ekki lengur að vera nauðsyn hvatninga á þessu sviði, allra síst þegar merkisberinn er félagsskapur íslenzkrar æsku. Dagur hefir haft þær fréttir víða af landinu, að íþróttaáhugi sé með lang- mesta móti og fari mjög vaxandi. Ekki vill Dagur trúa því, að Norðlendingar séu þar eftirbátar. Sýnið í verkinu að Norðlendingar fylgist með tímanum og fjölmennið á íþróttanámskeið U. M. F. A. Á. j. --------O-------- /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.