Dagur - 03.12.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 03.12.1927, Blaðsíða 2
104 DAGUR 50. bl, £ ÁYEITIR. 3 ÞURKAÐIR: Apricosur kr. 2.50 kilo. Epli — 2.00 — Blandaðir ávextir — 2.25 — Sveskjur — 1.30 — Rúsínur steinlausar — 1.60 — og með steinum — 1.40 — Döðlur — 1.00 — Fíkjur — 0.75 — Kúrennur — 1.80 — •m •m •m •m Alt nýkomnir ávextir af beztu tegund. Kaupfélag Eyfirðlnga. JJg mmmmmáímmmmm / »Islendingi«, 50. tölubl. þ. á., er smágrein, þar sem talað er um söluverðið á frysta ketinu í Englandi. Er þar farið með fleipur og ágizkanir. Söluverðið á fyrri farminum var ekki eins hátt og þar er til getið. Kostnaður og önnur áföll á þess- um ketfarmi mun reynast nokkru meiri en um er talað í gr., en það hefir ekki verið gert upp að fullu. f þriðja lagi er þess að gæta að síðari farmurinn af frysta ketinu er enn öseldur. Hann var látinn í umboðssölu í Englandi, og eru litlar líkur til að hann verði að fullu seldur fyr en um, og eftir nýár, og þá að sjálfsögðu fyrir lægra verð en fyrri farmurinn. Þessvegna er nú ómögulegt að á- kveða hvert fullnaðarverð verður á frysta ketinu þetta ár. ----0---- Galdra-Loftur. Þetta leyndardómsfulla, ástríðu- þunga og hádramatiska verk Jóhanns Sigurjónssonar birtist annað kvöld í fyrsta sinn á norðlenzku leiksviði, og má það kallast mikill viðburður, — ekki aðeins í sögu Leikfél. Akur- eyrar, heldur er og einnig hægt að telja það merkisatburð fyrir alla leikvini, og aðra áhorfendur hér í bæ og umhverfi, að fá tækifæri til þess að sjá á leiksv. það rit besta leikritaskálds íslands, sem af mörgum er talið mest listaverk af öllum hans verkum. Því hefir ver- ið snúið á 9 tungumál og það leik- ið víðsvegar í stórborgum heims- ins, og alstaðar tekið hugi manna föstum tökum með sinni djúpu speki og stórfelda dramatiska krafti. Eins og vera ber, er það Leikfél. Ak. sem stendur á bak við leik- sýningu þessa. Har. Björnsson — sem þó hafði ákveðið að vera í Þýskal. í vetur við framhaldsnám — var kallaður heim til þess að standa fyrir sýningunni. — Það er æft af kappi, tekið upp einu- sinni, tvisvár — tíusinnum. Það er saumað, teiknað smíðað, málað og »modellerað«. Margs þarf sýning þessi við. — Mörgum mun leika forvitni á að sjá og heyra.------ Gamla þjóðsagan um Loft er í stuttu máli þannig: Ungur skólapiltur á Hólum grúskar í galdrafræðum. Stúlka þar'á staðnum sem hann elskar ekki verður þunguð af hans völd- um. Hann notar sér kunnáttu sína og lætur vegg einn opnast, og gleypa stúlkuna. Loftur fær sam- viskubit. Hann les galdrabókma Gráskinnu. Skólabi'æður hans verða hræddir við hann, en þora þó ekki annað en að hlýða honum. Hann ákveður, eitt kvöld, að særa fiam Gottskálk biskup grimma, og neyða hann til þess að láta af hendi við sig, hina miklu vísdóms- og galdrabók »Rauðskinnu«. »Hver sem veit alt sem í henni stendur verður voldugasti maður jarðar- innar«. Og nær svo mikilli þekk- ingu, að hið illa verður að hlýða honum. Hann segir einum skólabr. sínum frá áformi sínu og neyðir hann til að hjálpa sér. Á meðan Loftur særir Gottskálk fram, á fé- lagi hans að standa uppi í kirkju- tuminum albúinn þess að hringja þegar L. hefir náð bókinni af Gottskálk. Félagi hans fer upp í turninn. Loftur stígur í prédikunarstólinn, og byrjar særinguna. Góðir fram- liðnir biskupar koma fram, þeir þola ekki að heyra slíkt í guðs- húsi. Síðast kemur Gottskálk með Rauðskinnu. »Fagurt galar þú sonur sæll«, segir Gottskálk, »þó færðu ekki mína rauðu bók«. Kirkjan skelfur og hristist, fé- lagi Lofts í turninum titrar af hræðslu, þrífur í ofboði í klukkna- strenginn — áður en Loftur hafði náð í bókina, — og allir biskup- arnir hverfa. — Þjóðsagan segir ennfremur, að Loftur hafi orðið sinnisveikur og örvænt um sálar- heill sína. Honum var komið til prests nokkurs, sem var mjög guðhræddur. En einu sinni þegar presturinn var að heiman, að þjónusta deyjandi mann, réri Jarðarför Hermanns Sigurbjörnssonar á Varðgjá, er ákveðin að Kaup- angi Mánudaginn 12. þ. m. og hefst með húskveðju frá Ytri-Varðgjá kl. 11 formiðdag. Petta tilkynnist vinum og vandamönnum hins látna. Aðstandendur. Loftur aleinn út á haf. Fiskim. einn sem af tilviljun réri framhjá, þóttist hafa séð, hvernig stór loðin hönd dró bátinn ásamt Lofti niður í djúpið. — Þetta seg- ir þjóðtrúin. Skáldið víkur þessu við, og fléttar hin fegurstu ástar- æfintýri inn í söguna. Óþarfi er að lýsa leikritinu — allir þekkja það — og ef einhverj- ir eru því ekki kunnugir — lesa þeir það nú. M. -----0----- Ritfregn. Krislín Sigfúsdóttir: Gömul saga. Gefín út á kostnað , höf.Prsm.Bj.Jónss. Akureyri 1927. Þessi bók er fyrri hluti skáldsögu, sem skáldkonan hefir í smíðum. Pessi fyrri- hluti heitir: »í meinum<, og skiftist í 13 kafla, samtals 143 blaðsíður.—Sagan á að hafa gerst fyrir nokkrum mannsöldrum i afdal eíns héraðs á Norðurlandi, og er hann nefndur Skuggadalur. Hnjúkur er insti bærinn í dalnum, og skýrir sagan frá örlögum heimilisfólksins þar. f inngangi að sögunni bregður skáld- konan fyrir, í skuggsjá, dálítilli mynd af þjóðlifsbreytingum hér á landi á síðustu mannsöldrum.—Hin bygðu ból afdalanna eru að leggjast í auðn; selin, þar sem bú- smalinn var áður á sumrin, eru nú grasi grónar rústir. í stað afdalabæjanna koma upp smákofar við næsta sjóþorp, eða kaup- stáð. Á sumrin koma svo terðamannahópar inn í afdalinn á Sunnudögum, sleppa hestum sínum í tún eyðibýlanna, og hita sér kaffi við spitnarusl úr bæjarrústunum. Efnisþráður sögunnar er i fáum orðum þessi: — Hjómn á Hnjúki, Bjarni og Rannveig, áttu tvo syni, Jón og Helga; þeir voru tvíburar. Mikill kærleikur var með þeim bræðrum í uppvexl num, þó þeir væru ólíkir. Jón var liðlegur meðal- maður á vöxt, fáskiftinn hversdagslega, en minnugur á mótgerðir og búmannsefni. Helgi var stór og sterkur, glaðvær, söng- maður og félagsmaður. Frá tvítugsaldri bjuggu þeir bræður með móður sinni eftir lát föður síns. Rannveig var rausnarkona, harðlynd uokkuð, og réði ávalt mestu á heimilinu. Hún hafði tekið til fósturs stúlku af fátækum foreldrum, Signýju, er var á aldri við þá bræður. Hún var sel- ráðskona á sumrum þegar sagan gerist. Einn dag snemma sumars, bjuggust þau mæðginin Jón og Rannveig að heim- an, öllum óvænt, og úr þeirri för kom Jón aftur með konuefnið sitt, Aslaugu, frænku þeirra bræðra. Á unglingsárum sínum hafði hún dvalið með móður sinni nokkra daga á Hnjúki, og áttu bræðurnir æfmtýralegar endurminningar frá þeim dögum. — Við fyrstu endurfundi mættust nú hugir þeirra Áslaugar og Helga í hrifningu. Urðu skjótt fáleikar með þeim bræðrum svO að þeim fór ekki orð á milli daglega, og öll atvik um sumarið urðu til þess að Áslaug varð Jóni fráhverf, en heilluð af Helga. Pá kom það og í ljós að Signýju varð hverft við trúlofun Jóns, þó að hún leyndi því vendilega. Heimilið umhverfðist og útreiknuð forsjá húsmóður- innar kom að litlu liði; en þó tókst henni Molskinn góð og sérlega ódýr fást í Brauns Verzlun. Pdll Sigurgeirsson. J að halda svo um örlagaþræði sona sinna að stýrt varð hjá ytri vandræðum. — Þær Áslaug og Signý skýldu strax hvor aðra, og fyrir milligöngu Signýjar skipaðiet hið innra líf á heimilinu. Hún vissi altaf hvað varaðgerast; kvennlegur næmleikur henn- ar og tórnfýsi var og meira á varðbergi, af þvi að hún vonaðist til, að bjarga ein- hverju úr eldinum fyrir sjálfa sig. Hún hjúitraði Áslaugu í veikindum hennar um sumarið og flutii henni eftirgjöf Jóns á heitorðinu, þegar tvísýnt þóttí um að As- laug mundi ætla að na lullri heilsu aftur.— Fólkió á Hnjúki haöi ólísa baráttu um vetur- inn. í öðrum baðstoluendanum tefldu heind- in og móðurástin um beyskju vonbrigðanna í sai Jóns. Ea i hinum endanum ólguðu þrar, sem væntu frelsis og Bvölunar. — Rannveig, sem hingað til hafði aðeins verið virt og vel metin húsfreyja á Hnjúki, hlaut nú ait i einu að taka ,á skapgerð sona sinna með móðurumhyggju og and- legum skilnmgi. Og iyrst að hún hafði ekki áður tekið börnin sín þeim tökum, til hlýtar; þá var sktljanlegt að hún hafði ekki kunnað að geta öðrum nærri. En raunirnar skýrðu sál hennar og þroskuðu. Nú saði hún líistrjóvum í sarin, og hélt í skefjum andstæðum hvötum í sálum bræðranna. — í kyrþey útvegaði hún Helga og Áslaugu aðra bújörð í sveitinni; og þangað fluttu þau um vorið, með beygðum hug og brostnu innra öryggi, af því að hata brotið at sér samúð æs*u- heimtlistns og losnað við þau bond, sem áður hömluðu samdrættinum. En dómar almenningsalitstns klingdu í eyrum þeirra. Pað er sorgarblær yttr sögunni, skald- konan hettr þar hnýtt ýmsa huúta, sem hún á ettir að leysa og genr væntanlega t síð- ari hlutanurn. Pessvegria verða engir dómar uppkveðnir að svo stöddu. Stgný og Rannvetg eru skýrar og eðltlegar personur, sama má segja um Jón, en slundum vtrðtst að höf. sníðt Áslaugu og Hclga um ot eitlr atvikum. Áslaug virðtst óeolilega tljót ttl að láta sig í Ijóst vtó biguýju, þegar þær hittast fyrst í selinu, og er það etgi háttur sveitarstúlkna, síst frá fyrrt tímum. Aslaug og Signý eru gerðar mjög ólikar, eins og sjá má a þessum setningum. — Áslaug segir: »Er ástin þá eins og Ijós, sem menn geta kveikt og slökt eítir vtld? Geta menn sagt henni að koma eða fara eftir eigin geðþótta? Oetur nokkur stöðvað sólina vtð heiðarbrúnina, eða bannað henni að koma upp fyrir sjóndeildarhringinn að morgni ?................... Eg get ekki verið öðruvísi en eg er.*| En Signý segir aftur á móti, að vísu á stoltustu stund æfinnar, og þá er hún ósvikin sveitarstúlka: »Eg á engar vonir. Eg sætti mig ekki við að vera gustuka- barn — í hjónabandl, Eg veit hver munur er á þeim og efúrlætísbömunum.* Engin vafi er á því, að þessi saga verður lesin með athygli og síðari hlutans beðið með óþreyju. — Skáldkonan hefir svo

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.