Dagur - 08.12.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 08.12.1927, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhœðir). Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þðr, Norfturgötu S. Talsimi 111. Uppsögn, bundin við &ra- mót, só komin til of- greiðslumanns fyrir 1. das. X. ár. Akureyri, 8. Desember 1927. — r- |-L- j-j—^i- - -r - - ■»- » ■ ^ ■ ðráðabirgðakvittun. Síðasti »íslendingur« þykist gera full »reikningsskil« fyrir þrotabúi í- haldsflokksins, eins og frá því var gengið síðastl. sumar. Auðvitað ger- ir hann það ekki með glöðu geði, því hann segir, að »hjá því verði ekki komist«. Ritstjóranum verður ekki láð það. Engin von til þess að hann hafi ánægju af því að rifja upp þann sorgarleik þeirra félaga, eða fara með hálfsagðar sögur og blekkingar eftir formanni íhalds- flokksins. — Það er venjulegur rit- háttur Jóns Þorlákssonar, að segja aðeins hálfan sannleikann, og rök- styðja þann helming með tölum úr landsreikningum og hagskýrslum. Frá þessu gengur hann mjög senni- lega og ísmeygilega. Að öðru leyti er honum tamt, að segja lesendum það, sem hann getur ekki sannað, á þann hátt að varpa fram um það fullyrð- ingum og hógværum ályktunum. Fiokksmenn J. Þ. og aðrir, sem eru ókunnugir inálunum, gera venjulega ráð fyrir að þessar fullyrðingar hans séu bygðar á réttum rökutn, af því að hann flytur þær gætilega, eins og brotin egg, án stóryrða og æsinga. Honum er líka einkar vel lagið að styðja rangan málstað með tilbún- um röksemdakeðjum. Þessa bar- dagaaðferð J. Þ. hefir einn andstæð- ingur hans á Alþingi, Magnús Krist- jánsson ráðherra, kallað »hið hóg- væra blygðunarleysk. Hér er á þetta minst af þeirri á- stæðu, að í síðasta »íslendingi« er, íyrir munn ritstjórans, farið með kafla úr seinustu blaðagrein Jóns Þorlákss. i »Verði«, sem hefir þessi ritháttareinkenni hans. En »ísl.« flytur þau undir »yfirskini guð- hræðslunnar«, sem trúverðugan sannleika. Það ' er herfilegur misskilningur að »Dagur« hafi nokkuð »grobbað« af kosningasigri Framsóknarflokks- ins; en hins er ekki að dyljast, að f- haldsmenn þola ekki að heyra skýrt frá því opinberlega hvaða öfl það eru í þjóðfélaginu, sem styðja Framsóknarflokkinn og auka gengi hans árlega. Þroski og samvinnu-hneigð hinna yngri kjósenda í landinu nr þeim sár þyrnir í augum. Og fátæk- leg huggun er það, sem »ísl.« býð- ur sínum mönnum, þegar hann er að benda á atkvæðatölu flokkanna við kosningarnar og »rangláta kjör- dæmaskipun« — þar eð miðstjórn íhaldsflokksins hefir nýskeð lýst því yfir, að flokkurinn vilji halda núver- andi kjördæmaskipun óbreyttri; þvert ofan í ummæli ritstjóra síns, Kr. A., í því máli síðastl. sumar! Þegar einum er kent, þá er öðrum bent. Svo að »ísl.« lærir sjálfsagt að þagna líka um þetta efni! Þeir sem engum vopnum valda sjálfir ættu sem minst að tala um vopnaburð annara. Það eru verk stjórnmálamannanna, sem ráða mestu um örlög þeirra í kosninga- baráttu. íhaldsflokkurinn féll á sín- um eigin verkuin; og ennfremur vegna þess, að æskan fylkir sér þétt- ar um stefnumál Framsóknarfl. með hverju á'ri sem líður. Fjárhcígsviðreisnin reyndist í- lialdsflokknum 'örðugasti hjallinn í stjórnartíð hans. Flokkurinn hafði í orði kveðnu, látið svo sem hún væri aðalstefnuskrármálið. Þegar reynsl- an leiddi það í ljós, að fyrverandi stjórn og íhaldsmönnutn yfirleitt, vanst ekkert á þessu sviði, kom upp almennur uggur um, 'að þessum á- formurn þeirra fylgdi engin alvara; enda gerði íhaldið ekkert til þess, draga úr árlegum útgjöldum ríkis- sjóðs; þvert á móti. Þann ugg sem risið hafði gegn Ihaldsmönnum, vegna athafnaskorts þeirra og mis- taka í fjárhagsmálum þjóðarinnar, geta þeir aldrei kveðið niður. Þrota- búin, á slóð þeirra í landinu, eru alt of mörg til þess. — Það er þrent, sem Jón ÞorlákSson gengur viljandi framhjá, þegar hann læzt vera að telja fram afrek sín! við fjármála- stjórn þjóðarinnar, og gera saman- burð á fjárhagnum 1923 og 1926, með tölum samkvæmt landsreikn- ingum og hagskýrslum. — / fyrsta lagi, að hinn árlegu föstu útgjöld ríkjssjóðs, til reksturs og opin- berra starfa þjóðfélagsins, hafa hækkað en ekki lækkað í stjórnartíð hans. I öðru lagi, að innstæður einstakra manna í verzlunarstofnunum, bönkum og utanlands hafa minkað. Um síðasta atriðið er erfitt að fá ábyggilegan samanburð. / þriðja iagi, að varasjóðir bank- anna eru nú nálega horfnir upp í tðp á atvinnurekstri íhaldsmanna. Og ýms stærstu atvinnufyrirtækin í landinu eru að þrotum komin, vegna skulda og skorts á handbæru og ódýru veltufé. |^_Þrátt fyrir þetta fullyrðir Jón Þor- láksson að alt sé í góðu lagi og betra en áður! Trúi þeir sem trúa vilja. Það sannar ekkert um fjármála- mensku Jóns Þorlákssonar og Ihalds- ins, þó að skuldir ríkissjóðs hafi lækk- að, að nafnverði íslenzkra króna, og samkvæmt föstum árlegum afborgun- um síðan 1923. »Dagur« ber ekki á móti því; og það er vandalaust fyrir J. Þ. og »fsl.« að prenta tölur úr landsr. til samanburðar í þessu atriði. Þó að árferðið 1924 og tekjulöggjöf þingsins það ár, hjálpaði til að greiða lausaskuldir ríkissjóðs, þá gerðist það án tilverknaðar íhaldsstj., og það hefir J. Þ. viðurkent. — En mistök J. Þ. þá, voru þau, að í stað þess að nota gróða atvinnuveganna 1924, til þess að tryggja atvinnufyrirtækin í landinu og afstöðu þeirra gagnvart bönkunum, þá bregður hann sér til og hækkar krónuna til hnekkis atvinnurekstrinum. Þetta var hin stærsta pólitíska dauða- synd hans; en syndirnar eru miklu fleiri. Og ekkert lýsir betur hinu »hógværa blygðunarleysi«, heldur en þegar J, Þ. endar síðustu blaðagrein sína í »Verði« og »Mbl.« með köldu glotti, á þá leið, að horfur atvinnuveg- anna í landinu séu sæmilega góðar, og enginn »skuggi« þar á nema slæmt heilsufar í búpeningi bænda!! Ein sönnun þess að sparnaðar- og viðreisnarhjal íhaldsmanna, hefir verið reykur einn og vaðall, er að kostnað- ur við rekstur þjóðarbúsins hefir auk- ist og nálega engin tilraun verið gerð til takmörkunar á kostnaði ríkissjóðs á þvi sviði í stjórnartíð íhaldsins. v Og ennfremur að þrátt fyrir hið góða árferði fór efnahagur þjóðarbúsins stór versnandi árið 1926, þegar afleið- ingin af mistökum íhstj.-gengishækkunin o. fl. fór að sýna sig; og viðurkennir »ísl.« að það tap sé á 11. millj. kr. En það er vitanlega miklu meira, þegar tekið er tillit til þess, senr J. Þ. hefr gengið frarn hjá í yfirliti sínu og í skýrslum hagstofunnar; eins og áður er franr tekið; og verð- ur síðar gerð ítarlegri grein fyrir því hér í blaðinu. Þegar litið er til atvinnuveganna, bendir útkoman á siðasta stjórnar- ári íhaldsins til þess, að stefnt hafi verið að því að gera þjóðarbúið að þrotabúi. Þetta fundu kjósendur hver fyrir sig af eigin reynslu, og þessvegna snéru þeir baki við íhald- inu við síðustu kosningar. (Frh.) Gin- og Klaufnaveikin hefir blossað upp á mörgum stöðum í Danmörku. Hefir hún komið upp á Sjálandi, Fjóni, og Jótlandi nálega samtímis. Er hætt við að hér sé um að ræða nýjan farald- ur, en ekki hafa dýralæknar kveðið upp álit sitt um það. Sámkvæmt auglýsingu stjórnarráðsins, sem birt hefir verið í blöðunum, ættu fslendingar að fylgja stranglega öllum varnarráðstöfunum sem settar eru gegn veikinni. Auglýsing stjórnarr. hefir nú verið endumýjuð, þannig að innflutningsbann á greindum vörutegundinn er einnig látið ná til Hol- lands, Belgíu, Sviss, Frakklands, Þýzka- lands, Póllands og Tjekkóslóvatíu. 51. tbl. Leikhúsið. Leikfélag Akureyrar hefir færst rnikið í fang, er það ákvað að sýna Galdra-Loft Jóhanns Sigurjónssonar hér í leikhúsinu. Leikritið er stór- felt, tilkomumikið og snildarlega samið, margar setningar í því eru hin fegurstu og þróttmestu málblóm, sem birzt hafa á íslenzkri tungu og þótt víðar sé leitað. Ekkert íslenzkt leikrit stendur því jafnfætis að þróttmiklum hugsunum og frumlegri fegurðarlist. Að þessu leyti svipar því til hinna beztu leikrita Ibsens og annara erlendra stórskálda. En þessum miklu kostum ritsins fylgir, að það er afarörðugt í meðförum á leiksviðinu, því hver handvömm, sem nokkuð kveður að í meðferð hinna stærri hlutverka, slær fölskva á þann eld, sem kyntur er í skáld- verkinu. Þessa erfiðleika og aðra fleiri hefir Leikfél. Akureyrar eigi látið vaxa sér í augum. Það hefir nú sýnt Galdra-Loft tvisvar (á Laug- ardags- og Sunnudagskvöld síðastl) við sæinilega aðsókn, enda er þess að vænta að fóík, bæði til sjávar og sveita, Iáti ekki það tækifæri ónotað að sjá þetta meistarastykki íslenzkr- ar leikritagerðar á leiksviði. Það má teljast stór viðburður í leiklistarsögu Akureyrar, að leikfé- lagið skuli hafa orkað því að koma umræddum leiksýnirígum á fót, þrátt fyrir fjárhagsörðugleika og illa aðstöðu á margan hátt, og leysa þær af hendi með fullri sæmd. Útbúnaður leiksýninganna er svo fullkominn sem frekast eru föng á, búningar leikenda ágætir, gerfi góð og sum þeirra afbragð. Aðdáunar- vert er hvað tekist hefir að gera kirkjuna vel úr garði á jafnlitlu leiksviði og hér er; liggur þar mik- ið hugvit á bak við. Að öllu samanlögðu verður ekki um það deilt, að sýning Galdra- Lofts gnæfir hátt yfir alt það, sem venjulega er á boðstólum hér á leik- sviðinu. Greinagóðir menn, er sáu Galdra-Loft leikinn í Rvík fyrir all- mörgum árum, telja heildarsvip leiksins engu síðri hér en þar. Óefað má að miklu leyti þakka fram- kvæmdastjóranum, Haraldi Björns- syni, hvað vel hefir tekist; hann hef- ir sýnt frábæran dugnað og smekk- vísi í starfi sínu við undirbúning leiksýninganna. Góð regla er það, sem nú er upp tekin, að loka dyrum áhorfendasals- ins um leið og sýning byrjar og hleypa engum inn eftir það. Ætti ekki að bregða út af þeirri reglu framvegis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.