Dagur - 08.12.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 08.12.1927, Blaðsíða 2
198 DAGUR 51. bl. w ÁVEITIR. PURKAÐiR: Apricosur kr. 2.50 kílo. Epli - 2.00 - Blandaðir ávextir — 2.25 — Sveskjur — 1.30 — Rúsínur steinlausar — 1.60 — og með steinum — 1.40 — Döðlur — 1.00 — Fíkjur — 0.75 — Kúrennur — i 1.80 — Alt nýkomnir ávextir af beztu tegund. Kaupfélag Eyfirðinga. •m Hjartans þakklæti okkar vottum við öllum þeim, sem sýndu samúð og hluttekningu við dauða og greftrun okkar ástkæra eiginmanns og sonar, cand. phil. Brynjólfs Arnasonar. Akureyri 8. Desember 1927. Valborg: Árnason. Lilja ólafsdöttlr. Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. Skal þá í stuttu máli vikið að ein- stökum viðfangsefnum í leiknum: Aðalhlutverkið — Galdra-Loft — leikur Haraldur Björnsson. Hlut- verkið er geysilega erfitt. Auðséð er að H. B. er enginn viðvaningur á leiksviði, enda er enginn liðleskju- bragur á leik hans. Munu fáir geta gert sér í hugarlund þá miklu undir- búningsyinnu, líkamlega og and- lega, sem liggur á bak við hinn til- þrifamikla leik hans. Líklegt er, að æfðir listdómarar gætu einhvers- staðar fundið eitthvað að leik H. B., því hlutverkið er svo örðugt, að á fárra, jafnvel þaulæfðra leikara, færi mun það að leysa það af hendi hrukku- og lýtalaust. Steinunni, annað aðalhlutverkið, leikur frú Svafa Jónsdóttir. Hún hefir áður getið sér góðan orðstír á leiksviðinu og sýnt mikla leikhæfi- leika. Virðist henni takast heldur rniður með þetta hlutverk, en þar sem hún hefir komigt lengst áður. Málrómur hennar er t. d. ekki við- feldinn í þessu hlutverki, og svo hugsar maður sér Steinunni ung- legri en frúin á kost á að sýna hana; sumstaðar er ekki nægur þungi í orðum hennar. Prátt fyrir þetta seg- ir hún rnargt prýðilega vel og yfir- leitt virðist hún hafa góðan skilning á hlutverkinu, þótt henni t^ik'ist ekki að leysa það af hendi svo sem æski- lcgast væri. — Dísu biskupsdóttur sýnir ungfrú Sigríður Stefánsdóttir. Hefir hún víst ekki leikið fyr svo teljandi sé. Hún leikur Dísu svo vel, að líkast er að hún hafi þegið leikhæfileika að vöggugjöf; er hún ung og falleg svo Sem vera ber, röddin hreimfögur og hreyfingar mjúkar og eðlilegar. ólaf leikur Steinþór Guðmunds- son Idæðskeri. Það sýrtist ekki vera hægt að gera mikið úr því hlutverki og í höndurn meðalmanna mundi það verða sáraleiðinlegt, en Stein- þór notar það upp til agna og tekst að smíða úr því góðan grip. Einn af kostum þessa leikanda er skír og viðfeldinn málrómur. Ráðsmaðurinn er ekki stórt hlut- verk. Jöhann Þ. Kroyer fer mjög eðlilega með það, Þá eru allmörg smáhlutverk, sem minni þýðingu hafa, en veltur' þó talsvert á að sæmilega séu leyst af hendi. Um þau í heild sinni má segja, að þau skemrna ekki heildar- mynd leiksins. Sérstaklega er biindi maðurinn vel og eðlilega leikinn af Páli Vatnsdal. Að lokum skal þess getið, að lítil hljómsveit, undir stjórn Benedikts Elfars, lætur til sín heyra áður en Ieikur hefst og síðan á milli þátta. Leikur hljómsveit þessi vönduð við- fangsefni af ágætri smekkvísi; er slíkt óvanalegt hér á leiksýningum, en er mjög vel viðeigandi og til rnik- lis ánægjuauka fyrir leikhúsgesti. E KVEÐJA tn gagnfræðinga frá Möðruvöllum og Akureyri. Mér barst í hendur í dag skóla- skýrsla Gagnfræðaskólans á Ak- ureyri, ef til vill hin síðasta, sem ber það nafn. Vonandi verða holl- vættir skólans þess megnugar að að gera hann mentaskóla þegar á næsta ári. Alt virðist benda til þess, að Norðlendingar fái Hóla- skóla sinn aftur eftir rúmrar ald- ar bið. Það fer altaf hlýr blær um huga minn, þegar skólaskýrslan frá Akureyri kemur mér í hendur. Það andar frá henni svo miklu lífi, svo mikilli hlýju, að mjer þykir næstum leiðinlegt að hún skuli skýrslunafn bera, því að við nafn það er altaf tengd hugmynd- in um talnadálka og aðra andlitla hluti. Allmiklu veldur og, að gamlar minningar vakna, um liðnar ánægjustundir innan skóla- veggjanna og samvistir við kenn- arana og gamla skólabræður. Skólabræðurnir og systurnar eru tvístruð í allar áttir, en kennar- arnir eru enn flestir hinir sömu og húsið hið sama. Við komu skýrslunnar lifi eg enn í anda skólavist mína á Akureyri, og þá getur ekki hjá því farið, að mér hlýni um hjartaræturnar. En til hvers er eg að segja frá þessu. Hvern varðar um það, þótt skólaskýrslan færi sólargeisla inn í herbergi eins stúdents suður í Kaupmannahöfn? Ástæða mín er þessi: Þeir eru nú orðnir býsna marg- ir sem nám hafa stundað við skólann á Akureyri og Möðruvöll- um. Eg efast ekki um að þeir flestir, sennilega allir, eigi fjöl- margar ánægjulegar minningar frá skólavist sinni þar. Og þeir eiga meira. Þeir eiga hlýjan hug og vinarþel til gamla skólans síns. Þess verður bara ekki vart dag- lega, því að störfin, sem lífið krefst af þeim, svæfir slíkar hugðartilfinningar hversdagslega. En ef eitthvert ytra afl ýtir við þeim, gægjast minningarnár fram og vinarþelið vaknar á sama hátt, og skólaskýrslan síðasta færði hlýju í tilveru mína hér. En eg vil að skólinn njóti góðs af þessu, 'Og því rita eg grein þessa. Tvenn merkileg tímamót eru í vændum í sögu skólans. í fyrsta lagi breyting sú hin mikla, er hann verður mentaskóli og í öðru lagi á hann 50 ára afmæli árið 1930. Það er tíska um þessar mundir að ræða og rita um hvern- ig íslenzka þjóðin eigi að fagna árinu 1930. út í þá sálma skal eigi farið hér. Heldur skal um það rætt, hvað við, gamlir nem- endur Gagnfræðaskólans á Akur- eyri, eigum að gera þá á fagnað- arári hans. Skólinn er í fjárþröng. Þótt svo vilji til nú, að stjórn sú er með völd fer í landinu sé skólanum holl og muni vart láta nokkurs óspar- að, er honum má til heilla verða, þá má óttast að eigi verði allar stjórnir honum jafn hollar. Er ilt til að vita, ef svo skyldi fara að hann yrði að kreppast í bónda- beygju vegna fjárskorts. Fram- tíðardraumur þeirra manna, sem velunnarar skólans eru, hlýtur að vera sá, að hann yrði sem mest efnalega sjálfstœður. Það má aldrei koma fyrir, að fresta verði kaupi á góðri bók eða þörfu kenslutœki vegna fjárskorts skól- ans eða þröngsýni fjárveitinga- valds ríkisins. Og aðeins eitt ráð er til að tryggja, að slíkt komi ekki fyrir. Og það er: að sjóðir skólans séu þess megnugir að veita féð. Það er kunnugt að tveir eru að- alsjóðir skólans, Skólasjóður og Nemendasj óður. Sá fyrri nemur nú 8200 kr., en hinn síðari 9400 kr., og hefir hann aukist um næst- um 900 kr. á árinu og er allmikið af því fé skuldbindingargjöld gamalla nemenda. Aftur á móti eykst Skólasjóður lítið, en honum er ætlað í framtíðinni að standa straum af ýmsum kostnaði við skólahaldið. Báðir eru sjóðirnir nauðsynlegir, og ætti hverjum gömlum nemanda að vera ánægja að styrkja þá. Tilmæli mín qru því þessi: að allir gamlir nemend- ur bregði nú við og sendi skólan- um fégjöf nokkra og haldi því á- fram um þau hin næstu árin. Mér blandast ekki hugur um að all- flestir geta sér að meinalausu lát- ið eitthvað af mörkum og margir eru, sem betur fer, vel efnum búnir. Það á að vera metnaðarmál okkar allra, sem í Möðruvalla eða Akureyrarskóla hafa gengið, að færa skólanum eða sjóðunum svo myndarlega afmælisgjöf á fimt- ugsafmæli hans,. að framvegis geti sjóðir skólans starfað, svo að gagn sé í. Það þarf ekki svo ýkja- míkið frá hverjum einstökum, við, erum til alrar hamingju mörg. Aðalatriðið er: minnumst skólans okkar gamla, sem altaf er ungur, leggjum öll saman krafta okkar honum til stuðnings, hvort sem við erum nær eða f jær eða hver ágreiningsefni, sem annars kunn- um að hafa. Með kærri kveðju til ykkar allra. Kaupmannahöfn 26. Okt. 1927. St. Steindórsson. frá Hlöðum. ------O------ Til frú Lizzie d Halldórsstöðum. Þó viti’ eg, að þegja sé viðtekið gull og varasamt nokkuð að segja. En þegar að sálin af fögnuði’ er full, þá flestum mun ofraun að þegja. Frú Lizzie, eg bið þig! Að lesa mitt blað, þó lítinn það ávinning bjóði. Þú söngst eins og engill! Og það er nú það, sem þakka eg vildi’ í ljóði. í »sweet home«, þar tónana tókstu svo blítt þeir titrandi’ um sál mína fóru. Eg fann, að eg hlustaði’ á fagurt og nýtt og fyrirleit heimskuna stóru: Hinn hlakkandi, ákefðar, óyndis söng, sem eltendur tízkunnar bjóða. Þá skild’ eg að fullu hve skákin er löng, sem skilur hið vonda og góða. Haf þökk fyrir sönginn! mín hátt- virta frú, um hann skal eg minningu geyma. Qg allar þær kendir, sem uppvaktir þú þær ennþá um sál mína streyma. Og gagntekið fleiri, þar, fékstu en mig, sá faraldur leyndi sér ekki. Því aðdáun fólksins, hún átti við ✓ þíg- sem ómaði’ um leikhússins bekki. Jóhannes Davlðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.