Dagur - 22.12.1927, Side 1

Dagur - 22.12.1927, Side 1
DAGUR kamur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlL Irmheimtuna annast Jónai Sveinason bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhsöðir), A f g r e i ðs lan •r hjá J6m Þ. Mr, Norðurgötu S. Talalad 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanna fyrir 1. das. X. ár. Akureyri, 22. Desember 1927. 53. tbl. Hffflfflfii •m VEGNA VÖRUKÖNNUNAR og reikningsskila verður sölubúð okkar á Akureyri lokuð 1.—22. Janúar 1928, að báðum dögum meðtöldum. Á sama tíma verða engir peningar látnir úti úr reikn- ingum eða Innlánsdeild. — Aðvarast því viðskiftamenn okkar, sem innstæður eiga og peninga þurfa að nota á þessum tíma, að hafa tekið þá fyrir 31. Des. n. k. Kaupfélag Eyfirdinga. Íiiiiliiililiftliiilllli® Iðnskólar. Vélgengi og stóriðja draga stöð- ugt reipið úr greipum heimilisiðju og liandverksmanna. Með hverjum degi týna þeir tölu, sem smáiðju reka at eigin ramleik, en þorri þeirra verður að ganga á hönd stóriðju- höldunum og hverfa í múg þann, er þjónar og þrælkar í verksmiðjuver- unum. Þungir straumar hverfa nú í þetta horf, og mun að svo komnu lítii von þess, að ráða megi straum- hvörfum. Þó kemur flestum uppalendum og sálarfræðingum saman um, að mik- illar varúðar þurfi að gæta, svo þroski og siðferði verkalýðsins bíði ekki af þessum sökum hnekki mikla. Verkalýður erlendra stórbæja er ömurlegt dæmi þess, hve ill áhrif vélamenningin getur haft á mann- sálir: Margt er þar mannbrota og mannhraka. Einhæf og fábreytt störf skapa einhæfar og þröngar sálir; flestum er varnað útsýnis; ýms frumleg og sterk einstaklingsein- kenni hverfa og afmást; vélavinnan breytir mönnum, sem búnir eru öll- um möguleikum til þroska og frels- is, í stritandi, andlaus verkfæri. Sé nokkurt víxlspor stigið — ef þeir t. d. missa atvinnu sína, sem oft skeð- ur — þá er þeim tæpast unt að fitja upp á nýju: Vélarnar hafa heimskað þá; þeiin er synjað allra bjargráða. Nú á tímum soga stórbæirnir þúsundir tápmikilla, frjálsra og dugandi æskumanna úr sveitum niður í svelg sinn; lífi þeirra og þroska tekur þegar að hraka: Reynslan sannar að niðjar þeirra í 3. og 4. lið eru oftast nær orðnir að mannabrotum, grómi og sora á botni inannféiagsins. Öllum mannvinum er þetta hið mesta áhyggjuefni, vilja þeir hefjast handa, en verður flestuin ráðafátt. Vér íslendingar erum að ýmsu ut- anveltumenn. En fátækt vor og fjar- lægð frá öðrum þjóðlöndum hefir enn haldið vágesti þessum frá bæj- ar dyrum vorum. En — nú er svo komið, að vél- gengi og stóriðja halda innreið sína í landið. Mætti það sem flestum að gagni koma! Munu þær og mörgum aufúsugestir. En vér verðum þegar að búa svo um hnútana, að þær skilji förunaut sinn, skrílinn, eftir fyrir handan haf. Flestum mannfræðingum kemur saman um, að hnekkja mætti vexti og viðgangi sálnadrepsins, ef unt væri að veita öllum verkalýð stór- bæjanna fræðslu og aðgang að góð- um skólum, Á Islandi er fátt um skríl — a. m. k. hefir enginn skríll skapast hér af völduin stóriðju. Flestir iðnaðar- menn vorir eru þjóðinni til gagns og sóma. En íslenzkur iðnaður er ennþá reifabarn, og á, að ætla má, vöxt og viðgang fyrir höndum — á eftir að móta og skapa marga. Tæk- ist þá giftusamlega, ef engin manna- lnot eða andlegir kryplingar fynd- ust í hópi íslenzkra iðnaðarmanna á komandi árum. Ýmsir ágætir menn hafa komið auga á hættu þá, sem auknum iðnaði fylgir og ógnar oss nú, og hafa þegar hafist handa til bjargráða: Þeir vilja menta iðn- nema og veita þeim útsýn; þeir vilja þroska manninn jafnhliða iðnaðar- manninum. Þeir vita að fræddur og þroskaður maður muni aldrei verða svo þægur ljár í þúfu fyrir stóriðju- hölda og pólitíska sálnabraskara, eins og einhæfur, þröngsýnn og ó- mentaður iðnaðarmaður, sem ekkert þekkir, nema iðn sína eina. Menn þessir hafa með ærnu erfiði reist iðnskóla, er veita skulu iðn- nemum almenna mentun og einnig reynt að kippa iðnaðarlöggjög þjóð- arinnar í heillavænlegra horf. Reykvíkingar hafa fyrir alllöngu reist iðnskóla þar; hefir hann starfað í mörg ár, og oftast nær með ágæt- um árangri. Mun óhætt að fullyrða, að reykvískir iðnaðannenn eigi skóla þessum mikið að þakka, hve vel þeir standa nú að vígi í sam- kcpni við aðra iðnaðarmenn ís- lenzka. Margur dugandi iðnaðarmaður — sem ekki hefir hlotið neina almenna mentun — mun, er hann vill hefja sókn sína í lífinu, finna sárt til þess hve framkvæmdum hans er mjög takmörk sett, ef t. d. undirstöðuat- riði i reikningi, bókfærslu og tungu- málum eru honum ókunn eða þoku- kend: Öll erlend viðskiftasambönd eru honum lokuð; hann getur ekki veitt forstöðu neinu umfangsmiklu iðnfyrirtæki, ef reikningsfærsla öll er honum sem hebreska væri. Hann getur naumast skrifað bréf til við- skiftamanna eða vina, án þess að eiga sífelt á hættu, að orð hans verði misskilin eða hlægileg. Norðlendingar hafa jafnan verið taldir stórlátir menn og kappsfullir. En lítið legst fyrir stærilæti þeirra og metnað, ef þeir una því lengur, að iðnaðarmenn þeir, sem upp vaxa á Akureyri, séu eftirbátar stall- bræðra þeirra sunnlenzkra í al- mennri færni, og standi sökum þess höllum fæti í samkepni við þá. Iðnaður á Akureyri mun eiga mikla framtíð fyrir höndum: Þegar vegir opnast í nágrannasýslurnar á báða bóga, stendur enginn norð- lenzkur bær betur að vígi um við- skifti og markað. Veltur því eigi á litlu fyrir bæ, fjórðung og þjóð alla, að iðnaðarstétt Akureyrar megi verða sem bezt að sér gjör um alla hluti. Mættu þessir aðiljar allir því nokkuð á sig leggja, meir en nú er orðið, til þess að svo mætti verða. Málið er þegar reifað, en á þó langt í land: Fyrir atfylgi nokkurra góðra drengja og víðsýnna eiga Ak- ureyrarbúar vísi til iðnskóla. En skólahald alt á erfitt uppdráttar. Er skólanum margt til miska. þarf in. a. að vinda bráðan bug að því að bæta fjárhag hans. En verstur Þrándur í Götu hans er þó tómíæti og andúð sumra iðnaðarmanna. Fylgja þeir skólanum hálfir sumir, en nokkrir ekki. Er það illa farið, að þeir hafa ekki réttari skilning á tilgangi hans og stefnu en það, að þeir telja hann hégómamál og hafa hann að ásteyt- ingarsteini. En þeir gætu þó haft hann að bakþúfu, er þeir vilja stíga á hærri hest og halda' til jafns við sunnlendinga í menningarinálum. Jóhann Frimann. -----o----- Símskeyti. Reykjavík 21. Des. ítölsk blöð eru nú hógværari í garð Frakka, búist er við að sam- komulagstilraun verði gerð af Bret- um, og að samkomulagsgrundvöllur verði sá, að ítalir hætti allri árásar- pólitík á Balkanskaga, en fái Sýr- land. Shanghai: Þjóðernissinnar hafa slitið sambandi við Rússland, vísað fulltrúum Rússa úr landi, lokað rússneskum verzlunarskrifstofum, vegna þess að Rússar hafi verið upphafsmenn Cantonuppreistarinn- ar. Sinoviev* hefir sent stjórn þjóð- ernissinna nótu, neitar hann þver- lega ákærunni um Cantonuppreist- ina. Nokkrir Rússar hafa verið líf- látnir þar á meðal varakonsúllinn. London: Neðri málstofan hefir felt tillögur kirkjuþingsins um nýja kirkjusiðabók, er átti að fullnægja ýmsum kröfum ensk-kaþólsku stefn- unnar. Búist við að sá úrskurður flýti fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju í Englandi. Montreas: Barnahæli brunnið, 37 börn brunnu inni. Helsingfors: Sunila hefir myndað bændastjórn. Boston: Amerískur kafbátur hefir sokkið eftir árekstur, 36 menn hafa sennilega farist. óvenjumikil frost víða í Evrópu; stórhríðarveður í Suður-ítalíu og margir inenn frosið í hel í Frakk- landi. Þverár sem falla í Rín, eru lagðar ísi; í Noregi er víða 42 stiga frost. Kénworthy hefir gert fyrirspurn í enska þinginu um sektir hinna þiiggja togara frá Hull, sem teknir voru nýskeð við Norðurland; hvort stjórnin ætlaði að gera tilraun til að fá sektirnar niður færðar, eða mót- mæla sektunum að öðrum kosti. Chamberlain svaraði því að skip- stjórarnir hefðu kannast við brot sín; annars gæti hann ekki svarað spurningunni nánar fyrri en hann hefði kynt sér málsskjölin. * Mun vera misheimi hjá Fréttastof- unni fyrir Litvinow. ------O---;— Annað blað kemur út.af *Degi á niorgunn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.