Dagur - 22.12.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 22.12.1927, Blaðsíða 2
206 DAGUR 53. tbl. Falleg bók. STEFANÍA MELSTEÐ.% Æfi- minning og bréf með sjö ljós- prentuðum myndum. Bogi Th. Melsteð setti saman og gaf út. Séra Þórður Tómasson hefir ritað einstaklega fallegan 'ritdóm 'Um bók þessa í tímarit það, sem hann gefur út, »Dansk-islansk Kirkesag«. Hann segir þar, að Stefanía Melsteð geti enn eflaust orðið afarmörgum til blessunar, þeim sem lesi þessa fögru bók. Hún var óvenjulega gáfuð og góð stúlka, og öllum til gleði, sem kyntust henni. Hún var glaðlynd og skemtileg, þótt hún ætti við langvinn og þung veikindi að berjast, enda var trú hennar óbif- andi. Margir, sem hafa lesið bók þessa, telja hana einhverja hina fegurstu æfiminningu, sem út hef- ir komið á íslenzku. Mun óhætt að fullyrða, að aldrei hefir neinni ungri íslenzkri stúlku verið lýst eins vel og rækilega, eins og Ste- faníu Melsteð er lýst í bók þessari. Höfúndurinn tilfærir margt úr bréfum hennar, og þau lýsa í raun réttri bezt hver hún var. Bókin fæst hér á Akureyri hjá þeim Bjarna Jónssyni banka- stjóra og Þorsteini M. Jónssyni bóksala. Allur ytri frágangur bók- arinnar er hinn vandaðasti. Alt það, sem kemur inn fyrir hana, gengur ’til að prýða leiði Stefaníu. * * ------0------- Ritfregnir. B ARNABOKASAFNIÐ. 1. flokkur, 5. og 7. bók 1927. Æfintýri með mynd- um. Bókaverzlun Þórsteins M.| Jónssonar á Akureyri gefur þetta safn út. I 5. bók, er sagan af .BOROINNI fyrir austan tungl og sunnan sól;« í 6. bók er sagan af »KISU KÓNGSDÓTTURc en í 7. bók er saga »STJÖRNUSPEKINOSINS.« Baekur þær, sem áður hafa komið út í þessu safni hafa náð miklum vinsældum og eru meðal beztu barna- og unglingabóka, semgefnar hafa verið út hér á iandi. Á æfintýrum þessum er skemtilegur frásagnarstíli — einkum í 5. bók — og málið gott. Mynd- irnar og ytri frágangur bókanna er í góðu lagi. — Barnabækur þessar fást hjá öllum bóksölum í landinu. „Eg lofa" . . < .! er nýútkomin skátasaga eftir Vilh. Bjerregaard. Pýtt hefir Eiríkur J. Eiriksson, 16 ára gamall piltur á Eyrarbakka. Kostnaðarmaður er Aðal- steinn Sigmundsson skólastjóri. Sagan gerist á upphafstímum skátahreyfingarinnar f Danmörku. Hún er fjörlega rituð og siðbætandi fyrir unglinga. Sagan er 156 bls. á stærð og prýdd myndum. Pýðingin ér vel og liðlega af hendi leyst. Útgefand- inn er einn af fyrystumönnum skátahreyf- ingarinnar hér á landi og formaður í félaginu »Birkibeinar« á Eyrarbakka. Verk- efni þessarar hreyfingar er að kenna börnum og unglingum að nota frístundir sínar sér til likams- og sálarþroska. Reglan heldur uppi skipulegum félagsskap unglínga með ákveðnum æfingum. Börnum og unglingum er innrætt, með starfi og reynslu, ýmiskonar dygðir: sannsögli, orðheldni, trygð, háttprýði í orðum og verkum, hjýðni, glaðværð, hjálpsemi, drengileg framkoma, sparsemi, dýravinátta og félags- lund. Er mikil þörf þessa félagsskapar, einkum í bæjum og sjávarþorpum, þar sem börnin eru þvi nær eftirlitslaus. Pessvegna ætti að styðja þessa hreyfingu og greiða götu hennar sem mest. Ættu sem ftestir foreldrar og unglingar að kynna sér hana, á þann hátt, að kaupa og lesa áðurnefndu skátasögu; enda er það aðal tilgangurinn með útgáfu bókarinnar. Góðir Islendingar. Sú króna sem greidd er út úr landinu er kvödd i siðasta sinn, segja merkir menn. Finst ykkur þá ekki réttara að kaupa innlenda viru en útlenda, ef sú íslenska er fyllilega eins góð eða betri. Svarið verður »jú« hjá öllum góðum íslendinguin. Biðjið £ví um íslenska kaffibæt- irinn FÁLKANN, þar sem þér versl- ið, og þá munið þið verða ánægð með bragðið á Jólakaffinu, auk þess sem þér styðjið íslenskan iðnað. Brjóstnæla úr gulli tapaðist á veginum frá Rverá fil Akureyrar. Skilist til Arna Jóhanns- sonar í Kaupfélagi Eyfirðinga gegn fundarlaunum. SKYRSLA Oagnfræöaskólans á Akureyri 1926-27. í þremur bekkjum skólans voru rúmlega 120 nemendur. Oagnfræðapróf tóku 44 nemendur og 2 utanskóla. Kennaraskifti urðu við skólann í byrjun skólaársins, Quðmundur Bárðarson, náttúrufræðiskenn- ari, fluttist að Mentaskólanum, en við starfi hans hér tók Pálmi Hannesson, sem lokið hafði náttúrufræðisprófi við Khatnar- háskóla vorið 1926. — Allur heimavistar- kostnaður nemenda varð 500 kr. á mann, eða kringum 2 kr. á dag. Skuldbindingargjöld brottfarinna nem- enda, greidd á árinu, voru kr. 471.50. Nemendasjóðurinn hafði vaxið.á árinu nm nærri 900 kr.; er gaman að lesa nafna- skrá eldri nemenda og athuga trygð þeirra við sjóðinn og skólann. Á 50 ára afmceli skólans œttu allir nemendur hans, sem þá lifa, að minnast nemendasjóðsins með framlögum. — Skólalífið var fjölbreytt Og fjörugt og voru fluttir allmargir fyrirlestr- ar af ýmsum gestum og svo kennurum skólans. Merkasti kaflinn í þessu ársriti er þó gkýrslan um framhaldsnámið; er skýrt frá tildrögum þess, skólaárið 1923—24, að ýmsir álitlegir þriðjabekkjar-nemendur það ár vildu halda áfratn námi, að loknu gagn- fræðaprófi, en skorti fé til suðurfarar. Réð- ust kennararnir þá í að hefja kenslu í námsgreinum lærdómsdeildar. Pá kom Einar Olgeirsson heim frá námi í Pýzka- landi, við Berlínarháskóla, og réðist til þessarar kenslu. Fylgismenn norðlenzka mentaskólamálsins á Alþingi, og þó ein- kum Jónas Jónsson, núverandi kenslumála- ráðherra, hvöttu fastlega til þessarar kenslu. — Af framhaldsnemendum skólans tóku 6 stúdentspróf i Mentaskólanum í Reykjavík. Stóðust þeirprófið með heiðri, Stúdentaefnunum var haldið fjölment kveðjugildi kveldið áður en þeir fóru suð- ur; voru fluttar þar margar ræður. Birtist í skýrslunni kafli úr ræðu skólameistara, sem er kveðja og heilræði til stúdenta- efnanna. — Oetur hann þess þar, meðal annars; »að þrír prófessorar háskólans hafi, að því er ráða má af »Morg.bl.« 25. mars, lagt eindregið á móti, að leyft værí að útskrifa stúdenta hér í skóla, með því að »engin trygging væri fyrir«, að kensl- an hér »væri fullnægjandi«. Petta ástúð- Iega álit fær skólinn best goldið, ef hon- um auðnast sfðar meir að senda háskólanum stúdenta, er verða þessari æðstu menta- stofnun vorri til hollustu og sæmdar, hlynna þar að hófsemi og reglu góðri, efla þar fagran anda og fríðan félagsskap*. Kvaddi hann svo piitana með nokkrum minnisverðum heilræðum úr kvæðinu »Hólamannahögg«, og óskaði »að það yrði aðal sem flestra Hólasveina hinna nýju, að þeir sættist aldrei við ranglætið«. — Við skólaslit flutti skólameistari erindi um Sighvat skáld og bersöglisvísur hans, sem eigi er birt að sinni. En skýrsl- an endar á ávarpi til gagnfræðinga, sem skólam. flutti í kveðjugildi þeirra. ..■"»» ■" ■ Frá Landsímanum. Peir 'Sem ætla að senda heillaskeyti á jólunum, eru beðnir að afhenda }3au á stöðina á þorláksmessudag, eða í síðasta lagi fyrir hádegi á aðfangadag, svo hægt verði að koma þeim til viðtakanda tímanlega á aðfangadagskvöld. Stöðinni verður lokað kl. 5 e. h á aðfangadag og gamlársdag. Akureyri 22. des. 1927. Símastjórinn. ,Skandia‘- motorar þurfa engin meðmæli. Oreiðsluskilmálar áðgengilegir. Leitið upplýsinga hjá Tómasi Björnssyni, Akureyri (umboðsmanni verksmiðjunnar). -• # • #-#-#-#■ #- • T Lindholms-Harmonium er bezta Jólagj0fin. Þau eru viðurkend um allan heim og nú síðustu ár hér á landi fyrir framúr- skarandi smíði, tónfegurð og tónstyrk. Verða aftur fyrirliggjandi hér um miðjan þ. m. og seld með ákjósanlegustu afborgunarskilmálum. Verðið þó 1 ægra en frá öðrum I. flokks verksmiðjum, Spyrjið notendur hvernig þau Iíkf, og sérfróða um gæði þeirra. ÞORST. í>. THORLACIUS. STRANDGÖTU 33. #-# • #H -# #-#-#•# • • #-# # • Flosgarn til sölu. Porbjörg Stefánsdóttir. Brekkugötu 3. F j á r m a r k. Sýlt, biti aftan hægra. Tvístýft fr. biti aftan vinstra. Ragnar Guðmundsson Neðstalandi Öxnadal. Þingmálafundir verða haldnir í þinghúsi Hrafna- gilshrepps, föstud. 30. des. n. k. og í þinghúsi Glæsibæjarhrepps, mánudaginn 2. jan. n. k. Fundirnir byrja um hádegi. Eyrarlandi 19. des. 1927. Einar Árnason. Ljómandi falleg JÓLATRÉ fást með niðursettu verði í Verzlun Tuliniusar. MUNDLO S-SAUMAVÉLAR eru beztar. Skautaskór karla kren og barna, góðir og ódýrir, fást í Skóverzlun Hvannbergsbrœðra •••••••••••••••••••••%#• :•••••:*•••••;:•••••: ••••••••••••••••••••• ••• & Lakkskór & • • • • :\ fyrir karlmenn, sérstaklega :\ V: fallegir og vandaðir. V: Nýkomnir í sköverzlun •”• ••• ••• \7 Hvannbergsbrœðra. • • • • • • • • ••• ••• •••*••••••*••••••*•••%»•••• ••••••*•••••••••• Jörðin SKÓQAR í Glæsibæjarhreppi er laus til ábúðar á næsta vori. — Semja ber við undirritaða fyrir 1. Febrúar n. k. |Skógum 22. Desember 1927. Svanfriður Bjarnadóttir. Ritstjóri: Þórólfur Sigurðeson. Prwatsjwðja Odd» BjörnaMum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.