Dagur - 23.12.1927, Page 1
*
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Innheimtuna annast Jónas
Sveinsson bóksali, Eyrar-
landsveg 3 (Sigurhæöir),
A f g r e i ðs Ian
er hjá Jóni Þ. Wr,
Norðurgötu 3. Talaími 11*-
Uppsögn, bundin við &ra-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
X. ár.
Akureyri, 23. Desember 1927.
54. tbl.
wiwiu
Vígsluræða
Kristneshælis 1. Nóv. 1927
eftir
séra Gunnar Benediktsson.
»Þá mun konungurinn segja við
þá til hægri handar: Komið, þér
hinir blessuðu föður míns, og takið
að erfð ríkið, sem yður var fyrir
búið frá grundvöllun heims; því að
hungraður var eg, og þér gáfuð
mér að eta; þyrstur var eg, og þér
gáfuð mér að-drekka; gestur var eg,
og þér hýstuð mig; nakinn, og þér
klædduð mig; sjúkur var eg, og þér
vitjuðuð mín; í fangelsi var eg, og
þér komuð til mín. Þá munu hinir
réttlátu svara honuin og segja:
Herra, hve nær sáum vér þig hungr-
aðan, og fæddum þig, eða þyrstan
og gáfuin þér að drekka? Og hve
nær sáum vér þig gest, hýstum
þig, eða nakinn, og klæddum þig?
Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða
í fangelsi, og komum til þín? Og
konungurinn mun svara og segja
við þá: Sannlega segi eg yður; svo
framarlega, sem þér hafið gjort
þetta einum þessara minni minstu
bræðra, þá hafið þér gjört mér það
(Afatth. 25. 34,—40.).
Það er í frásögur fært, að eitt
sinn var spámaðurinn mikli, Jesús
frá Nazaret á ferð um Samaríu í
Gyðingalandi. Þá kom hann að
brunni einum, hitti þar fyrir sér
konu og bað hana að gefa sér að
drekka. Þau ræddust við og barst
tal þeirra að andlegum málum og
færði konan í tal ágreining þann er
var milli Samverja og Gyðinga,
livar ætti að tilbiðja guð: í Jerúsa-
lem eða á fjallinu Garasun. Spá-
maðurinn gaf svohljóðandi svar:
Trú þú mér, kona, sú stund kemur,
er þér hvorki munuð tilbiðja föður-
inn á þessu fjalli né í Jerúsalem. En
sú stund kemur, já er þegar komin,
er hinir sömu tilbiðjendur skulu til-
biðja föðurinn i anda og sannleika,
því að faðirinn leitar einmitt slíkra
tilbiðjenda. Guð er andi, og þeir
sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja
hann í anda og sannleika«.
Hvar sem spor okkar liggja um
mannabygðir, jafnvel þar sem
lægstu mannflokkar hafa aðsetur, —
í smáþorpum og stórborgum, til
instu afdala og í víðáttumiklum
þéttbygðum héruðum, —þar getur
hvervetna, að heita má, að lííta hús,
eitt eða fleiri, sem helgað er þjón-
ustugerð mannanna við guð. Þau
hús bera víðast af öðrum húsum að
allri viðhöfn. Snjöllustu meisturuin í
byggingalist er falin umsjón með
þeim. Frægustu málarar hafa lagt
sig alla fram um að skreyta þær
með hinum glæsilegustu litum og
fegursta Iistasamræmi. í þeim hús-
um mun með flestum menningar-
þjóðum að finna tilkomuinestu og
fjölbreyttustu hljóðfæri og frægustu
tónsnillingarnir fengnir til að knýja
og laða fram tónana af strengjum
þeirra. Hvervetna, að heita má, bera
þau hús það með sér, að fátt er til
þeirra sparað af þeim gáfum guð-
legs anda og mammons máttar, sem
'völ er á.
Þessi hús reisa mennirnir til þcss
að tilbiðja þar guð. I þeim húsum
fara fram athafnir sem nefndar eru
guðsþjónustur og engum öðruin at-
höfnum er valið það nafn. Mennirn-
ir segja: Á þessuni veglega stað á
að tilbiðja guð. Hér er hann að
finna. Hér ber honum að þjóna.
Á öllum tímum hafa verið uppi
menn, er dregið hafa það mjög í
efa, að mennirnir hafi stefnt í rétta
átt með viðleitni sinni til að þjóna
guði og tilbiðja hann. Einn i þeirra
hópi var Jesús frá Nazaret. »Sústund
kemur, er þér hvorki munuð tilbiðja
föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsal-
em«, sagði hann. Jesús horfði til
framtíðarinnar og treysti því að hún
bæri í skauti sínu fullkomnari til-
bciðslu en þá, sem hann sá landa
sína og samtíðarmenn iðka. Það er
ekki frammi fyrir loggyltu og ljós-
um prýddu altari að mennirnir eiga
að tilbiðja guð, ekki í reykefsisang-
an og ekki undir Iistmálaðri must-
erishvelfingu. Hin sanna tilbeiðslaer
ekki hrifni undir fögruin hljóðfæra-
slætti eða hjartnæmum ræðum. Hin
sanna tilbeiðsla verður heldur ekki
iðkuð í hinni djúpu kyrð og tign há-
fjallanna, jafnvel þótt manninum
geti fundist, sem þar fái hann þrótt-
mesta vængi, til að svífa á upp í
hæðirnar til guðs og þar eigi hann
auðveldast að stilla tilfinningar sín-
ar og hugsanir til samræmis við hið
fegursta og fullkomnasta, er sál
hans hefir skynjað.
Nei, hin sanna tilbeiðsla og guðs-
þjónusta er iðkuð niður f skugga-
dölum mannlegrar baráttu og erfið-
leika, — þar sem vegfarandinn ligg-
ur rændur og særður með veginum,
— þar sem lítilmagninn er rændur
bvauði sínu og kveinar hungraður,
— þar sem hinn fáráði stendur
klæðlaus í gaddhríðum vetrarins, —
þar sem hinn veiki kveinar einmana
á sóttarsæng sinni, — þar sem fang-
inn situr í myrkri fyrirlitningarinn-
ar. Þar gefast tækifærin til að iðka
tilbeiðslu og guðrækni í anda og
sannleika.
Á þessum stað er okkur gefið til-
efni til að minnast þeirrar tilbeiðslu.
Hér er guðsþjónustuhús í fleirum en
einum skilningi. Héðan verða send-
ar bænir frá sundurkrömdum hjört-
um. Héðan verða sendar þakkir frá
sálum, er búa í tærðum líkömum, en
hvíla við uppsprettulindir himn-
eskrar gleði. Hér verða í gegnum
þungbæra reynslu lesnar rúnir ei-
lífra sanninda, sem áður voru dulin.
Hér verður glímt við guð, — í ör-
væntingu dauðvona æskumanns, er
þráir hnossir þessa lífs, — í heilagri
.umhyggju rnóður eða föður, sem er
að hverfa frá ósjálfbjarga börnum
á leikvelli dutlungafullra lífskjara.
Og hér verður sigrað. Hér verður
gengið frá hugsýki til friðar, frá
örvæntingu til lifandi vonar.
Hér er líka reist guðsþjónustuhús
í þeim skilningi, að hér verður
gengið um með samúð í brjósti með
hinum Iíðanda og leitað nautna í
því að stilla kvalir og sefa sársauka.
En guðsþjónustuhús er það þó fyrst
og fremst fyrir þá sök, að hyrning-
arsteinarnir, sem það hvílir á, það
er tilbeiðsla í anda og sannleika.
Það eru margar stoðir, sem hafa
runnið undir þetta hús og gert það
að verkum, að það stendur hér í
heimi hins áþreifanlega veruleika
holdi klæddra manna, en svífur ekki
aðeins sem draumsýn í þrám og
v.onuin. Vera iná að einhverjar upp-
hæðirnar hafi runnið til þessarar
byggingar einkum til þess að láta á
sér bera. Nokkur hundruð hafa runn-
ið úr sjóðum tuga og hundraða
þúsunda. Þau skildu ekki eftir sig
stórt skarð en voru stór og vöktu at-
hygli við hliðina á eina eyri ekkj-
unnar, sem rann í sama sjóðinn.
Vera má að einhverjar upphæðirnar
hafi komið fyrir þá sök að ómann-
legt þótti að fylgjast ekki með. Vera
má, að þær upphæðir, sem þannig
eru komnar séu mikjll hluti þess
fjár, sein hælið er bygt fyrir. En
hornsteinar hælisins eru ekki þess-
ar upphæðir. Þær einar hefðu aldrei
verið færar um að koma upp þessu
húsi. Hornsteinar þess eru þær til-
finningar, sem knúðu ekkjuna til að
leggja eina eyririnn sinn 1 gjafa-
kistuna. Það eru næmleiki þeirra
tilfinninga, sem skynjar þjáningar
annara og er það eins mikil þörf að
ráða þeirra bót, eins og að leita
lækninga við eigin böli. Það eru til-
finningar manna fyrir högum
berklasjúklingsins, sem engan á að
og ekkert hefir við að styðjast í bar-
áttu sinni, — tilfinningin fyrir hög-
um þess heimilis, er verður að sjá
eitt barna sinna berjast við hvíta
dauðann og geta ekki lagt því í
hcndur neitt þeirra skilyrða, er
nauðsynlegust eru svo að . sigur
megi vinnast. Óefað verður einhver
mintur á þátttöku sína í því að
koma upp þessari stofnun með svo-
hljóðandi orðum: Berklasjúkur var
eg, og þú lagðir frant gjöf af litlum
sjóði þínum til að likna mér. Vera
má, að þú, fátæki gefandinn, kann-
ist ekki við, að hafa líknað honum,
er þannig ávarpar þig, og sért þér
Jtess ekki meðvitandi, að hafá nokk-
getað gert fyrir hann. »Mennirnir
hafa hugsað svo mikið um guð, að
þeir hafa gleymt náunga sínum,
segir einn af rithöfundum okkar ís-
lendinga. En til eru þeir, sem hugsa
svo mikið um náunga sinn, að þeir
gleyma guði. Svo virðist, sem þeim
hinum sömu skipi Jesús til hægri
handar dómarans mikla, og þeim er
sagt að taka að erfð rikið, sem þeim
var fyrirbúið frá grundvöllun heims.
Veglega, hugumkæra hús! Máttur
þinn nær skamt til að líkna þeim er
líða og lítið verður skarðið er þú
getur höggvið í bölvamúr mannlífs-
ins. Það er aðeins ein tegund mann-
legra þjáninga, er þú býðst til að
lina. Þér eru þeir í hendur færðir,
sem fallnir eru óvígir í valinn í við-
ureign við einn af óvinum hins lík-
amlega lífs. Margir þeirra munu
verða særðir sári ólæknandi, er þeir
koma í þínar hendur og hlutverk þitt
gagnvart þeim verður það eitt, að
lina dauðaþjáningarnar. Þér er það
ekki á neinn hátt i vald gefið að
forða áverka og þú verður að standa
aðgjörðalaust hjá, er fátækt og sæl-
lífi, kæruleysi og menningarskortur
höggva niður heilbrigðisverði æsku-
líkamans og greiða braut óvininum,
sem þér er falið að berjast við. Og
þó lútum við höfði í djúpri lotningu
fyrir göfgi hlutverksins, sem þér er
í hendur falið. Og þú býður til þín
öllum, sem hjálpar þinnar þarfnast,
meðan húsrúm þitt leyfir og skeytir