Dagur - 23.12.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 23.12.1927, Blaðsíða 2
208 D A G U R 54. tbl. VEGNA VORUKONNUNAR og reikningsskila verður sölubúð okkar á Akureyri lokuð 1. —22. Janúar 1928, að báðum dögum meðtöldum. Á sama tíma verða engir peningar látnir úti úr reikn- ingum eða Innlánsdeild. — Aðvarast því viðskiftamenn okkar, sem innstæður eiga og peninga þurfa að nota á þessum tíma, að hafa tekið þá fyrir 31. Des. n. k. Kaupfélag Eyfirðinga. eiilliliiilllliliiiiilil þvi engu, hvort sá er ríkur eða fá- tækur, er til þín leitar. Fyrir þér hefir öreiginn og auðkýfingurinn sama rétt. Þú ert fyrsta húsið á ís- landi, sem á vígsludegi býður til þín öllum þeim, sem þjáðir eru sjúk- dómi þeim, er þú herjar. Þú spyrð engan, hvort hann geti borgað brauð sitt eða þægindi þau og hjálp er þú býður. Þvi að öreiginn hefir sanra rétt til að njóta alls þess er þú veitir og hinn, sem ekki veit aura sinna tal. Þú ert fyrsta stofnunin, senr á vjgsludegi ert látin flytja þann ’ boðskap frá íslenzka ríkinu, að það telji sér skylt að sjá hinunr sjúka fyrir iækningu, og fátæktin geti ekki rænt neinn þeim rjetti. Þú ert líka reist á þeim stað sem heit- inn var til nafns Jesú Krists. Sá fyrsti, er kom á þennan stað, helg- aði hann Kristi. Grunnurinn, sem þú stendur á, er helgaður Kristi. Þú ert vígt til að líkna líðendum. Þú ert vígt til að lina þjáningar. Þú ert vígt til að standa með hinunr sttíðanda, og draga hinn banvæna úr greipum dauðans. Þú ert vígt til að endurvekja fagrar vonir, horfinn æskuroða og dána lífsgleði. Þú ert vígt til að berjast nreð móðurinni fyrir lífi einkabarnsins og reisa einkason ekkjunnar af líkbörunum. Innan veggja þinna verður öreigan- um veitt fæði og hinunr þyrsta rétt- ur svaladrykkur. Hér eignast ein- stæðingurinn heinrili og aðstoð i baráttu sinni. Það sem þú gerir ein- um hinna minsta bræðra það gerir þú einnig konungi hiniins og jarðar. Honum ert þú í hendur falið. þlann biðjum við að blessa starf þitt og alla þá, sem hönd leggja að verki innan veggja þinna til að lækna og sefa sársauka. Hans kær- leika sértu helgað og alt þitt starf. A m e n. Ritfregnir. »Dropar.« Reykjavík 1927. Prentsmiðjan Gutenberg. Svo nefnist bók, sem ýmsar skáldkonur hér á landi, hafa sent á bókamarkaðinn fyrir Jólin. Eigi er sérstaklega getið um útgefendur bókarinnar, en frú Guðrún Erlings- son í Reykjavík mun hafa staðið fyrir því verki og safnað efni til hennar. Bókin flytur kvæði og smá- sögur eftir 15 konur, eldri og yngri. Margar þefrra eru áður kunnir rit- Höfundar, en aðrar ungar og óþekt- ar, birta þar fyrstu vísur sínar og æfintýri. Af þektum skáldkonum má nefna systurnar ólínu og Herdísi Andrésdætur, Kristínu Sigfúsdóttur, Huldu og ólöfu frá Hlöðuin. — ó- lína birtir þar kvæði um Krist og annaö, sem heitir »Draumur vetrar- rjúpunnar«, viðkvæmt og fallegt. Þá kemur fyrsta sagan frá henni: »Fyrstu jóhn mín«. Minnist hún jól- anna þegar hún var 9 ára gömul. Bregður þar fyrir einkennilegum og fornum myndum, um leið og Ijósi er varpað yfir æsku skáldkonunnar. Frá Herdísi er langt kvæði um »Strandakirkju« og annað sem hún nefnir »Á efri árum«. Minnist hún gamallar sögu um skip er bjargaðist úr sjávarháska í víkinni, þar sem Strandakirkja stendur nú, og leiddi tii þess að hún var bygð. »Ein í skugga« heitir smásaga frá Krjstínu Sigfúsdóttur, næm lýs- ing á örlögum og draumum væng- brotinnar lóu. — Líkur eru til að lesendur þessarar bókar sneiði hjá fuglaketi á jólaborðin sín„ eftir þessar fögru hugvekjur skáldkon- arma um íslenzku fuglana. — Hulda birtir efnisnrikið, siðnæmt og örvandi kvæði, sem nefnist »Söngur starfsins«. Ólöf frá Hlöð- uin segir brot úr smásögu: »Hjálp- in«; er það mynd í fáum dráttum af sambúð hjóna. Þá koma hinar óþektari Iðunnar- svstur. í Ijóðuin þeirra flestra eru hugnæm tök og ófalskur braghreim- ur. Má sérstaklega benda á leikandi léttar »Stökur« eftir Erlu; »Hvert fórstu sveinn« eftir Margrétu Jóns- dóttur og kvæðið »Mundu« eftir Guðrúnu Stefánsdóttur; þar er seið- ur sunginn. I Ijóðum hinna lýsir og vermir mildi og friður. Af þeim má nefna: »Við dagsetur« eftir Fríðu, »FarfugIar« eftir Ingveldi Einars- dóttur, »Myndin« eftir Ingibjörgu Benediktsdóttur, »Brot úr bréfi« eftir Elínu Sigurðardóttur og »Ein- tal Unu gömlu« eftir Höllu Lofts- dóttur. Þá er eitt ótalið: »Kóngsdóttirin kveður«, æfintýri eftir Svanhildi Þorsteinsdóttur. Það er fjórði hluti bókarinnar að blaðsíðutali og ný- stárlegt að formi og efni. Þar er kröfum tildurs, metnaðar og nautna, sem sýkja sál einstaklingsins, hik- laust varpað fyrir borð; en sakleys- inu og náttúrleguin lífskröfuin allra lifandi vera sunginn óður lífsins. Æfintýrið er skemtilega skrifað á fögru riiáli. Þetta mun vera það fyrsta, sem konrið hefir á prent frá höf. og spáir það góðu um framtíð- ina. Það er ánægjulegt, að höf. meðal yngstu kynslóðarinnar í land- inu, andmæli svo ákveðið yfirborðs- prjáli lífsins og stundarunaði tízk- unnar. Bókin endar á hugljúfu »Móður- kvæði«. Að ytra formi og búningi er bók- in óvenjulega vönduð, hún er öll skrautprentuð á litgrunn og einstak- ur hátíðablær yfir efni hennar og sniði. Sex myndir eru i bókinni: »Fyrsti landnámsmaður íslands« (Papinn, sem biður guð að blessa landið) eftir Einar Jónsson mynd- höggvara. Ljósmynd af Stranda- kirkju, fjársafni sem rekið er niður Þjórsárdal, haustkveldi í Reykjavík og »Þórsmörk« (útsýni úr Langa- dal). Draumur vetrarrjúpunr.ar er teikning éftir Jóh. Kjarval. Nafn bókarinnar virðist vel valið, hún flytur ekkert úrval úr skáldskap kvenna, eri sýnir lesendum neista af því sem þær eiga í fórum sínunr, sem venjulega liggur geymt og grafið. Og útgefanda er vel lagið að grafa það góða úr djúpinu. Bókin er mjög skemtileg jólagjöf. Hún kostar aðeins 5 kr., og fæst hjá bóksölum. Brennumenn. Guðmundur Gíslason Hugalín. Saga úr nútíðarlífinu. Ak- ureyri Bókav. Þorst. M. Jónssonar. Hér gefur að líta skáldsögu, sem vafalaust verður lesin með áhuga og dæind á ýmsa vegu. Höf. er áð- ur þektur af sögum sínum, sem að vísu eru siriásögur, en bera þó tví- mælalaust vott um skáldgáfu og snjalla frásagnarlist. Þetta _er hans lengsta saga, fullar 300 bls. Bókin fjallar um þau efni, sem nú eru efst í' hugum flestra hér á landi — átök- in á nrilli stéttanna í atvinnu- og þjóðmálalífinu. Það er verkefni fyrir listamennina til þess að lýsa og leysa úr gátunuin. En hætt er við að þá skorti flesta félagsmálaþekk- irigu til þess. Höf. þessarar sögu tekst ekki að Iáta þjóðmálastefn- urnar vegast — eða fulltrúa þeirra í sögunni — þannig að kostir og gallar stefnanna ráði úrslitum, sigri þeirra eða falli. Aðal-sögupersón- urnar eru ekki heilir fulltrúar sinn- ai stefnu. Einstaklingseinkenni þeirra, uppeldi og ástamál, virðist alt ráða mestu um úrslit atburðanna í sögunni. Þetta er ókostur, þegar miðað er við aðalviðfangsefni sög- unnar, því að það er alt annað en lýsing á sálarlífsbaráttu einstak- linga. Persónunum er flestum teflt fram vegna hinna ólíku lífsstefna og þá áttu kostir kenninganna og galiar að fá að sýna sig að mestu óhindraðir af öðru. Annars er það bæði xljarft og þarft af höf. að gagnrýna þjóðlífið, eins og það er nú. Sagan fer fram I kauptúni og útvegsstöð á Vestur- landi. Aðalpersónurnar eru Einar Fredriksen konsúll, Álfheiður dóttir hans og Þórður læknir. Konsúllinn er fulltrúi samkepnisstefnunnar og læknirinn jafnaðarstefnunnar. Sag- an fjallar að mestu um deilur þeirra. Konsúllinn hefir kúgað flesta.þorps- búa til að lúta sér, efnalega og and- Iega. En í /verklýðsfélaginu ráða póstafgreiðslumaðurinn og Geirlaug hjúkrunarkona mestu ásamt lækn- inum. Álfheiður er unnusta læknis- ins; en skortir sjálfstæði til að segja skilið við föður sinn, og getur ekki lifað án kærastans, en segir honum þó upp af misskildri fórnfýsi og er sú persóna mjög í molum; að lokum deyr hún úr tæringu. En sama kveldið og það skeður hóf verk- lýðsfélagið atlögu að húsi konsúls- ins, til þess að hrópa hann niður og auglýsa glæpi hans; því að konsúll- inn hafði áður látið sökkva fiski- skipum útgerðarfélags þorpsbúa. Niöurlag sögunnar er nokkuð fljót- virknislegt og með hálfgerðum reif- aiabrag. Brennumenn þjóðfélagsins telur höf. öfgainennina báðumegin — fulltrúa samkepnis- eða íhalds- manna og hinsvegar æsingamenn verkalýðsins, og markar afstöðu sína gegn hvorumtvéggju. »Lífið er og verður áflog og úlfúð« — telur hann einkunnarorð samkepnis- manna; en hefndarhugur hatursins í brjósti verkalýðsins til kúgaranna séu aðeins »hræfareldar« jafnaðar- menskunnar. Þessvegna beri hvorir elda að annars húsum. En hatrið og hefndin veita aldrei svölun eða sig- ur á neinu sviði. Einn þorpsbúa — Þorsteinn að nafni — bendir Iækn- inuin á þetta og mun höf. vilja telja hann til miðflokksins eða samvinnu- manna — í skoðunum. Sagan er mörgum glæsilegum kostum búin, þó eigi verði sagt að hún veiti nýju lífslofti í sálir les- enda. Stíllinn er fjörugur, atburðirn- ir svo lifandi, eins og þeir væru sýndir á leiksviði. Allar náttúrulýs- ingar snildarve! gerðar og hæfilega langar, t. d. þegar bátarnir eru að farast í briminu. Persónulýsingar eru ágætlega skýrar af Þorsteini, Einar konsúl og Þórði lækni. En höf. tekst ekki eins vel að Iýsa kvenfólkinu, nema þegar bátarnir eru að farast. Málið á bók- inni er yfirleitt gott, en þó smálíti á, sem ekki er rúm til að benda á hér. Höf. er vafalaust einn af efnilegustu sagnaskáldum vorum, en hann er ekki enn orðinn nógu djúpsækinn Ieiðtogi. Brennumenn verða sjálfsagt nrik- ið keyptir og lesnir og eiga það fyllilega skilið. Þorst. M. Jónsson er að verða sá eini starfandi bókaútgefandi hér á landi, enda hepnast honum venju- legast að velja góðar bækur til út- gáfu; þessvegna ættu menn yfirleitt að styðja hann í starfinu, með því að kaupa bækur hans. ------o------ Skagfirðingar hafa undanfarið verið að undirbúa byggingu frystihúss á Sauð- árkróki. Um skeið 'hafði verið gert ráð fyrir þeirri fjárstæðu, að bændur (Kaup- félagið og sláturfél. Skagf.) og kaupmenn á Sauðárkróki mundu stofna sameiginlegt hlutafélag til að byggja og reka frystihúsið. Fundir voru haldnir nýlega um þetta mál á Sauðárkróki, af kaupfélagsmönnum og sýlunefnd Skagfirðlnga; og fregnir hafa borist þaðan á þá leið: Að Kaupfélagið og Sláturfélag Skágfirðinga hafi samþykt að stofna fristihúsfélag og reka það sem samvinnufélag. í stjórn hins nýja félags voru kosnir séra Sigfús Jónsson, Sigurður Pórðarson og Steindór jónsson og sótti það um á- byrgð sýslun. fyrir 60 þús. kr. láni úr Viðlagasjóði. En kaupmenn á Sauðárkróki sóttu einnig út af fyrir sig um ábyrgð sýslun. fyrir 20 þús. kr. láni til þess að reisa frystihús. Og þá skeður það_ ein- kennilega, að sýslunefndin veitir báðum aðilum hina umbeðnu ábyrgð fyrir 80 þús. króna láni samanlagt. — Ábyrgð fyrir lántökubeiðni kaupmanna var veitt með 10 atkv. gegn 5. — Líklegast hefði það hvergi gerst á landinu annarstaðar en í Skagafirði, að erlend selstöðuverzlun fengi ábyrgð sýslunefndar héraðsins, til þess að reisa mannvirki og reka það í samkepni vit framleiðendur í héraðinu! Vonandi'er að skagfirzkum bændum lánist, þegar til úrslita kemur um þetta mál, að fylgjast allir, óskiftir að lausn þess. ------0------ Galdra-Loftur verður leikinn næst á annan í jólum kl. 8% s. d.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.