Dagur - 19.01.1928, Page 1

Dagur - 19.01.1928, Page 1
DAGUR kemur út á hvei'jum föstu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. XI. ár. A f g r e i ð slan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 19. Janúar 1928. 3. tbl. Ihaldsrök. Undanhald hefði hún átt að heita, en ekki »Árétting«, rökleysa ritstj. »lsl.« í síðasta blaði hans f. árs. Þar reynir hann ekki að verja ákúr- uv sínar og öfugmæli um athafnir núverandi stjórnar; enda var honum sá kostur beztur. Eina taugin, sem hann lafir enn á, eru ályktanir Jóns Þorlákssonar um fjárhaginn, og alt sem snertir einstök mál í greininni, eru að mestu endurtekningar á því, sem áður stóð í blaðinu, en þó auk- ið við það nýjum vitleysum. Stafa sumar þeirra líklega fremur af þekkingarleysi ritstj. en skrökhneigð hans. Að öðru leyti virðist hann skrifa grein þessa til að breiða yíir og afsaka hinn óheiðarlega rithátt sinn og fautalegt orðbragð, sem hann reynir ekki að forsvara, og afsökun »ísl.« á þá að vera sú, að »orðaval« ritstj. »Dags« skipi hon- um í »lægsta flokk blaðamenskunn- ar«, á einhvern »bekk», sem ritstj. »fsl.« virðist sérstaklega kunnugt urii. Dómar Gunnláugs Tryggva um rithátt »Dags« verða áreiðaniega að engu hafðir. Það eru ósannindi G. Tr., að orðið »leiguþý« hafi sést í dálkum »Dags« í vetur; slík slcrök- saga afsakar ekki orðfæri hans sjálfs. Orðin »andlegar afætur« geta ekki talist klúryrði, enda hefir þeim ekki verið stefnt að neinum persónu- lega. En þó að »Dagur« kalli ói.ök- studd gífuryrði ritstj. »fsl.« »ó- magaorð« og tilbúið fleipur hans um rekstur þingmála, »óvitahjal« — þá er það síst of fast að orði kveðið, þegar jafnframt er bent á missagn- ir hans; enda skal það enn verða gert. — Hvort blað það, sem hann heiðrar með rithætti sínum, getur talist »garmur«, er álitamál, sem eigendum þess er skyldast að at- huga. Þeim mun vera kunnast um gengi blaðsins. Mun »Dagur« fylli- lega forsvara »orðavak sitt og eigi bregðast áformum sínum uni rithátt, þó að við óvalda andstæðinga sé að etja. »fslendingur« lætur mikið yfir því, að ályktanir Jóns Þorl. um fjár- hag þjóðarinnar í árslok 1926 séu bygðar á skýrslum í Hagtíðindun- um. En J. Þ. hefir misnotað þær heimildir. Það er að vísu sagt í Hagtíðindunum að skuldaaukning landsmanna 1926 sé að minsta kosti á 11 mílj. króna, en á sama stað er það einnig tekið fram, að skulda- aukningin muni vera nokkru meiri á því ári. Þetta forðast »ísl.« að geta um. Enda ér það augljóst heilskygn- um mönnum, að Hagstofan gat ekki haft, snemma á síðastl. sumri, tæm- andi skýrslur um skuldasöfnun landsmanna 1926. Jón Þorl. á því eftir að bíta i það súra epli, að þeg- ar öll kurl koma til grafar, reynist fjárhagsútkoman í stjórnartíð hans miklu verri heldur en tölur hans nú benda til. Þjóðinni er nú að verða þetta ljóst. Bændur, og aðrir at- vinnurekendur, finna bezt sjálfir hvað rekstursreikningum þeirra líð- ur síðastl. tvö ár. Þeir vita að skuld- ir þeirra hafa aukist og innstæðui minkað. Hagur bankanna fer vitan- Iega eftir því og viðskiftajöfnuðurinn við útlönd. — Og svo er Jón Þorl. að kaldhamra »ágizkanir« unr að efnahagur þjóðarinnar hafi batnað um 30 milj. kr. á þessum árum, en forðast að nefna nokkur rök eða skýrslur því til sönnunar. »Dagur« hefir bent á, að í þessu efni sé auð- velt að blekkja menn með því, að eignir eru færðar til í landinu; þó að verklegar framkvæmdir hafi auk- ist á sumum sviðum, þá hafi inn- eignir landsmanna þorrið heimafyrir og erlendis og varasjóðir bankanna og annara stofnana verið tæmdir að mestu leyti. — Annars er ekki mikil ástæða til að eigna fhaldsstjórninni það, þó að einhver árangur sjáist heima fyrir af vinnu allra lands- manna í þrjú ár. Lang sterkasta sönnun þess að fjármálaathafnir J. Þorl. hafa stór- spilt viðskiftaaðstöðu landsmanna, er einmitt fjárhagsútkoma ársins 1926. Fyrstu tvö stjórnarár íhalds- ins 1924 og ’25, er ágætt árferði og afláföng; 1926 er tæpt meðalaflaár, en náttúrufar þó sæmilegt. »Dagur« Iieldur því fast við þá ályktun, að öll árin séu til jafnaðar góðæri að veðurfari og aflaföngum. Þó reyn- ist útkoman sú, að síðasta árið tap- ast að mestu leyti, það sem ávanst tvö fyrri árin. Ber það vott um góða fjármálastjórn J. Þ.? Nei, það ber gleggstan vott um hina illræmdu ge ngispólitík hans, sem bæði lagði hömlur á atvinnurekstur lands- manna og spilti afurðasölu þeirra á erlendum markaði. — Fjármála- stjórn J. Þ. breytti góðu náttúru-ár- ferði í eitt hið versta atvinnurekst- urs- og viðskiftaárferði, sem þekst hefir hér á landi á síðari áratugum. — Þessvegna urðu bankarnir, í stjórnartíð hans, að afskrifa vara- sjóði sína og gefa upp eldri og yngri skuldir atvinnurekenda við sjóinn. Ef að betur hefði verið búið að at- vinnurekendum, og krónan ekki hækkað, þá hefði sennilega mátt Konan mín, Helga Pór Kristinsdóttir, andaðist á sjúkrahúsinu Miðvikudaginn 18. þessa mánaðar. Jarðarförin er ákveðin Laugardaginn 28. þessa mánaðar og hefst frá heimili okkar kl. 1 e. h. Akureyri 19. Janúar 1928. Jónas Þór. bjarga miklu af hinum tæpu skuld- um. — »fsl.« endar fjármálaskraf sitt með því, að »hagur bankanna hafi batnað til muna á stjórnarárum f haldsins!!« Er þetta heiðarleg blaðarnenska?! »ísl.« er enn með ranghermi um Ræktunarsjóðslögin. Jón Þorl. átti engin upptök að þeim. í nefndaráliti R’æktunarsj.n. er sagt, að »Búnfél. ísl. hafi skipað nefndina 1. Des. 1924 og falið henni að athuga, og koma með tillögur um, hver ráð myndu tiltækilegust til að bæta úr hinni brýnu lánsþörf landbúnaðar- ins.« Fyrir nefndina var lagt, meðal annars, uppkast að frumvarpi til laga um jarðræktarbrjefaflokk við veðdeild Landsb. frá Jóni Þorl.« segir í .nefndarálitinu; en ekki tillög- ur um sérstaka lánsstofnun handa landbúnaðinum, eins og »ísl.« rang- hermir. — Tryggvi Þórhallsson átti frumkvæði að nefndarskipuninni, en Sig. Sig. búnaðarmálastj. var einn í nefndinni. »Dagur« heldur fast við sín fyrri ummæli um Iausn kettollsmálsins. En það er eftirtektarvert, að »ísl.« forðast algerlega að ræða um afrek íhaldsfl. gagnvart síldarútveginum! Vizka ritstjórans í Kæliskipsmál- inu er ekki á marga fiska. Hann seg- ii, að meiri hluti kæliskipsnefndar- irinar hafi lagt það til, að »leigt væri kæliskip!« Og að'»þingið félst á til- lögur meiri hlutans!« Hvaða þing var það? Og fyrir hvaða þing voru tillögur meirihlutans lagðar? Þetta á sér engan stað og er sagt alveg út í bláinn. Þá endurtekur ritstj. orð sín um samning Magn. Guðm. við Eimskipafélagið; og endar á þessum orðum: »Þannig er saga þessa máls rétt sögð!« — Getur nú nokkur hneykslast á því, þó að »Dagur« telji að þessi maður fari með »óvita- hjal« um landsmál? Dæmin eru ó- teljandi því til sönnunar. »Dagur« hefir áður skýrt frá hvernig kæli- skipsmálið var leyst samkvæmt und- irbúningi rninni hluta nefnd. — Tr. Þórh. og Jóns Árnasonar. Þó að áðurnefndum þremur mál- um væri ráðið til lykta í stjórnartíð ihaldsins, þá voru þau undirbúin af Framsóknarflokksmönnum; en Ræktunarsjóðslögin voru skemd í þinginu að tilhlutun Jóns Þorláks- sonar. — Til svars við spurningu »fs 1.« skal þess getiö, að »Dagur« hefir ekkert talað um afrek lands- stjórnarinnar 1922 og 1923 í land- búnaðarmáium. Hún var ekki hrein flokksstjórn, því að forsætisráð- herrann, Sig. Eggerz, tilheyrði alls ekki Framsóknarfl. En fhaldsfl. var við síðustu kosningar að hampa störfum sínum fyrir landbúnaðinn, og þessvegna hefir verið um þau deilt í blöðunum. — »ísl.« virðist hafa dofnað í trúnni á hið göfuga markmið (!) fhaldsfl. og forsjá hans fyrir öllum stéttum þjóðfélagsins. Hann spyr í barnslegri einfeldni, »hvenær flokkurinn liafi breytt öðru- vísi«. Af spurningunni mætti helzt ráða, að ritstj. væri nývaknaður af margra ára svefni, svo fávíslega spyr hann til vegar á þjóðmálasvið- inu. — »Dagur« hefir margoft bent á breytni flokksins; enda verða þau mál og atvik seint talin til hlýtar, þar sem fhaldið hefir stutt sérhags- muni og kröfur sinna stétta, en veitt andstöðu málum bænda og verka- manna. Það má aðeins nefna ýms stærstu málin: Mentamálin, þar hefir íhaldið staðið á móti, eða tafið eftir fönguin stofnun alþýðuskóla í sveit- um o. s. frv.; bankamálin, stórút- gerðarmenn og kaupmenn hafa að mestu farið með veltufé bankanna; verzlunarmálin og skattamálin, þar eru merkin skýrust. — Á þinginu 1925 lækkaði íhaldsfl. skattana á síldarútveginuin og togarahlutafé- lögunuin — kola- og salttollinn o. fl. — fyrir stóratvinnurekendur lands- ins og liðsmenn sína; en á síðasta þingi feldi íhaldsstj. og flokksmenn hennar í Efrideild, tillögur um að létta útflutningsgjaldi af landbún- aðarafurðuin að nokkru leyti, þrátt fyrir hið mikla verðfall þeirra á því ári; þannig var þá kærleikur þess til bænda. Og fhaldið mátti ekki heyra nefnt afnám gengisviðauka- tollsins á nauðsynjavörum verka- lýðsins, hvað þá meira. »ísl.« ætti nú að láta sér skiljast af eigin reynslu, að rök íhaldsins verða honum ávalt léttvæg og fölsk í landsmálum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.