Dagur - 19.01.1928, Side 3

Dagur - 19.01.1928, Side 3
3. tbl. DAGUR 11 B Æ N D U R. Þið, sem hafið í huga að kaupa bíl í vor, ættuð sjálfs ykkar vegna að bíða eftir hinum nýja F O R D. — Jeg fer til út- landa í næsta mánuði og kem aftur í Apríl með f:>ann margum- talaða nýja FORD til sýnis og sölu. Kr. Kristjánsson. Það liggur ekkert á A Ð KLÆÐAST því „R IN S 0“ sér um þvottinn. »R I N S 0« vinnur algerlega sjálft, hvort heldur i köldu, heitu eða sjóðandi vatni. Rað er bezta og ódýrasta sjálfvinnandi þvottaefni, sem framleitt er í heiminum. Reynið einn pakkaídag. »R I N S 0« fæst alstaðar. DAUÐI NATANS KETILSSONAR hið merka leikrit frú ELINE HOFFMANN er komið út í Bókaverzlun Þorsteins M. Jónssonar. Kjartan ólafsson steinsmiður og Sigurjón Ólafsson alþm. Frá ísafirði: Félagar Samvinnu- félags ísaf. eru nú orðnir á annað hundrað. Frá Washington: Bandaríkin ætla að auka flota sinn geypilega svo að hann verði langsamlega öflugasti floti heimsins. Frá London: Þar er nú háð iðn- aðarráðstefna verkamanna og vinnuveitenda Nýjar olíulindir eru fundnar í Mosul. Áætlað er, að þær muni framleiða 3y2 miljón smálesta ár- lega. -------o-------- »Ge?/sir« söng síðastl. Sunnudag, fyr- ir sjúklinga á Kristneshæli kl. 5 s. d. Kristján Kristjánsson, eigandi B. S. A., keyrði fiokkinn fram eftir í 5 bílum fyrir enga borgun; og gerði þannig sjúklingunum kleyft að fá »Geysir« fram eftir. — Um kvöldið söng flokk- urinn í Samkomuhúsi bæjarins við góða aðsókn. Leikritið: »Dauði Natans Ketilsson- ar«, er nýkomið út og er það auglýst á öðrum stað í blaðinu. Frú Helga Þór Kristinsdóttir, kona Jónasar Þór verksmiðjustjóra andaðist á sjúkrahúsinu 18. þ. m., Hún var ætt- uð úr Eyjafirði og hin mesta myndar- kona. Þau hjón eiga 4 ungböm og er heimili þeirra mikill harmur kveðinn. Jarðarförin er ákveðin Laugard. 28. þ.m. -------0-------- Fyrir 100 árum. Aðfararnótt 14. Mars 1828 gerðust þeir atburðir vestur á Illugastöðum í Húnavatnssýslu, að bóndinn þar Natan Ketilsson, og maður sá er Pétur hét, kallaður f járdráps-Pétur, voru báðir myrtir. Var Pétur rotaður en Natan stunginn hnífum til bana. Morðingjarn- ir smurðu síðan líkin hvalfeiti og kveiktu síðan í þeim og bænum. Þetta ódáðaverk frömdu kona sú er Agnes hét, vinnukona Natans og piltur, 18 ára að aldri, er Friðrik hét. í vitoi'ði með þoim var móðir Friðriks, Þorbjörg að r.afni, ráðskona Natans, er Sigríður hét, 16 ára gömul og vinnumaður Nat- ans, er Daníel hét. Þegar bærinn stóð í loga, fór Agnes til næsta bæjar og sagði þau tíðindi, að Illugastaðir væru að brenná, og að Nat- an og Pétur væru báðir dauðir, taldi hún að þetta hefði orsakast af meðala- suðu Natans. Líkin fundust lítið bmnn- in í öskunni; sáust á þeim verksum- merki, að mennirnir hefðu verið myrt- ir, og komst því hið sanna upp. Þetta er síðasta morðið, sem framið hefir ver- ið hér á landi, þar sem dauðadómi befir verið framfylgt yfir morðingjunum. Af- taka þeirra Friðriks og Ag-nesar fór fram 12. Febrúar 1830. Natan var að mörgu leyti morkilegur maður. Hann var hæfileikamaður mik- ill, skáldmæltur og læknir góöur, þótt ólærður væri. En brellinn var hann í ýmsum greinum og fjöllyndur í ásta- málum, enda varð það honum að bana. Skáld-Rósa var ein af konunr þeim, sem hann lenti í ástabralli við, gáfuð kona og glæsileg, en óheppin í lífiuu. Agnes var einnig hæfileika kona, skáldmælt og álitleg að sjá, en skaphörð og grimm- lynd. Átti hún Natan grátt að gjalda. Hann hafði tekið ástum hennae. en orð- H—O—O—D Gúmmístígvél eru lang-sterkust allra tegunda, sem hér eru fáanlegar. Verð er sem hér segir: Fyrir börn kr. 14.50-15.00 parið. — unglinga kr 18.75 — — karlmenn kr. 22.00 — Glanssiígvél barna kr. 8.75—9.75 parið, unglinga kr. 12 50 — kvenna kr 14.50—15.50 — Hvergi eru slík vildarkjör, nema hjá HVANNBERGS- B R Æ Ð R U M, Skóverzlun. Skóljlifar með brúnum botnum, hinar marg-eftirspurðu, fást nú í öll- um stærðum fyrir börn og unglinga. Kosta aðeins kf\ 6.75—7.50 og fyrir karlmenn, parið kr. 8.00-8.75. Glansskóhlífar ávalt fyrirliggjandi, handa fólki á öllum aldri. Beztu tegundir með lægsta verði. j-Jvannbergs Bræður. SKOVERZLUN. ið henni síðar afhuga, og leitaðist þá við að ná ástum Sigríðar, sem var heit- kona Friðriks Afbrýðisemi þeirra Friðriks og Agn- e.sar kom þeim til að fremja morðið. Friðrik er talinn að hafa verið gáfaður, en ilia uppalinn. Karlmenni var hann mikið. Hann iðraðist illvirkis síns af al- hug' og tók dauða sínum með hugrekki. Þorbjörg móðir hans hefir verið mis- indiskona. Fjárdrápsmáls Pétur fékk auknefni sitt vegna þess, að hann var með Botnastaða-Jóni að drápi á fé Pét- urs Skúlasonar, sem segir í þætti Eyj- ólfs og' Péturs eftir Gísla Konráðsson. Var hann gestkomandi á Illugastöðum, þt'gar hann var drepinn. Daníel vinnu- maður Natans var blendinn mjög. Sig- ríður var efnileg stúlka og vel kynt, enga nauðug í vitorði um morðin. Um þdta má nánar lesa í sögu Natans eft- ir Brynjúlf á Minna-Núpi og sögu Nat- ans eftir Gísla Konráðsson, en sem þó er að ýmsu hlutdræg og óábyggilegri en sú fyrnefnda. Dönsk skáldkona, Eline Hoffmann, Iiefir skrifað leikrit um atburði þessa og tildrög þeirra. Er skáldkonan alin upp hér á landi; hún er gagnkunnug landi og þjóð og hefir sjálf skoðað þá sögustaði, þar sem atburðir þeir gerð- ust, er leikritið ræðir um. Hefir hún \ rannsakað málsskjöl og aðrar heimildir er koma við sögu Natans. Nú er búið að þýða leikritið á íslenzku og lpkið prent- un þess. — Lýsir höf. fólki þvl, sem hér að framan er getið um, og nokkrum fleiri mönnum, er koma við sögu Nat- ans, svo vel, að skilningur manna á þeim hlýtur að vera gleggri en áður; Nýkomnar bœkur: Vitranir frá æðra heimi (eftir Shadu Sundar Sing). Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum (eftir Sigfús M. Johnsen). Prestafélagsritið 1927. Leikur lífsins (leikrit eftir Björgu C. Porláksson). Dropar (Ijóð og æfintýri eftir konur) Porst. M. Jónsson. íslenzkar Ijóðabækur. kaupi eg til Febrúarloka. — Til viðtals kl. 11—12 árdegis og kl. 9—10 síðdegis. Sigurhæðum, Akureyri. Jónas Sveinsson. og sögulegum sannindum breytir hún hvergi. Leikfélag Akureyrar, undir stjórn Haraldar Björnssonar, hefir ráðist í að sýna leikinn. Mun marga fýsa að sjá leik þenna og fá að skygnast inn í sál- arlíf þessa einkennilega fólks, sem þar er leitt á sjónarsviðið. Leikurinn er að vísu sorgarleikur, en þó fléttar höf. mörg gamansöm atriði inn í hann. Útbúnaður við leiksýningar er frem- ur einfaldur og auðvelt að leika liann í sveitum og smáþorpum, því að sýning- arnar, 7 að tölu, fara allar fram í bað- stofu og stofu, nema ein á hlaðý sem eins má sýna í bæjardyrum eða skemmu. íslenzk leiklist er enn í bernsku. lengst af hafa verið sýnd hér, nær ein- göngu, útlend leikrit. Nú virðast vera straumhvörf í þessu efni. Þetta er t. d. annað íslenzka leikritið, er Leikfélag Akureyrar sýnir á þessum vetri. Vel sé öllum þeim, er hlynna að því, sem ís- lenzkt er. Þeir eru landvarnarmennim- ir, sem aftra því að útlend áhrif og bió- menning ríði þjóðerni voru að fullu. * Ritstjóri: Þórólfur Sigurðsson. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. Teikningar af sveitabæjum, nýbýlum og sam- stæðishúsum fyrir verkamenn geri eg ókeypis fyrir þá, sem hugsa sér að byggja á komandi sumri. Til viðtals á Hótel Akureyri dag- lega frá kl. 1—2 e. h. Halldór Halldórsson, byggingarfrœðingur. TAKIÐ EFTIR. Undirritaður hefir til sölu nokkra tugi tunna af sykursaltaðri síld frá síðastliðnu sumri, sem ekki fékk matsvottorð til útflutnings. — Síldin er ágæt til skepnufóðurs og þeir, sem hafa af henni keypt og athugað, segja síldina hæfa til manneldis. — Síldin er í góðum 120 lítra tunn- um, sem eru vel fullar. — Síldina sel eg sem skepnufóðurssíld á 10 krónur tunnuna, með tré. Akureyri 17. Janúar 1927. Bjarni Einarsson, Byggingarmeistari, Strandgötu 17. T Ö Ð U “ 15-20 - hesta vil eg kaupa. PORST. M. JÓNSSON. Músgrár hestur fjögra vetra, mark: Sýlt hægra, biti fr. v., er í óskilum í landi Dagverðareyrar. Eigandi tali við Kristján Sigurðsson, kennara á Akureýri. Hey. Er beðinn að útvega 2 — 3 tonn af vélbundnu úrvals hestaheyi, til afhendinger hér í næstu viku. Óskað eftir tilboðum. Axel Kristjánsspn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.