Dagur - 17.02.1928, Page 1

Dagur - 17.02.1928, Page 1
DAGUR kemur út á hverjum föstu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Afgreiðslan er hjá J6ni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. d«s. • • -• • « • • • ♦ • • • • * •-• •-• •••••• XI. ar. Akureyri, 17. Febrúar 1928. 7. tbl. • • •• • • • • • > • • ••• • Stjórnarskrárbreytingin. »Dagur« hefir áður skýrt frá orlögum stjórnarskrárfrumvarps- ins og atkvœðagreiðslunni um það í Efri-deild Alþingis. Það verður ekki sagt að fall þess hafi valdið miklum gný í landinu; enda munu flestir hafa búist við því fyrirfram. Eins og kunnugt er, var frumvarp þetta varla nefnt á nafn á kosningafundunum síðast- liðið sunxar; svo var áhuginn lítill fyrir því. Og samkvæmt þeim þingmálafundargerðum, sem voru til sýnis á lestrarsal Alþingis, nú þegar frumvarpið var til umræðu í þinginu, var í meirihluta þeirra lýst andstöðu við stjórnarskrár- breytinguna. Hinir nýju þing- menn, sem komu inn við síðustu kosningar, voru og móthverfir henni. Niðurstaða málsins er því í fullu samræmi við það, sem komið hefir fram um það síðan í þinglokin 1927. En þegar litið er á feril þessa máls frá síðastl. kjörtímabili, verður eigi annað sagt með sanni, en að báðir aðalflokkar þingsins hafi mjsnotað það, og teflt því fr^rn meira af yfirvarpi en al- vöru. Virðist rétt að ræða um það af fullri hreinskilni; því að 1- haldsflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn eiga þar nokkurnvegin jafnan hlut að máli; og ætti hvor- ugur að metast um, þann hálf- leik. í stjórnarskrárfrumvörpum frá Framsóknarmönnum á þingunum 1924 og 1927, var aðeins eitt á- kvæði um þinghald annað hvort ár; en þessa kröfu hefir þó aldrei verið unt að gera að hreinu flokksmáli í Framsóknarflokkn- um; enda var þess engin von því að henni fylgja svo miklir agnú- ar. Og fyrst að þingflokkurinn gat ekki verið einhuga um þessa kröfu, þá var ekki von að hann vildi kaupa hana svo dýru verði, að samþykkja önnur breytinga-á- kvæði á stjórnarskránni, sem flokkurinn taldi óheppilegar, og aðeins gerðar til þess að auka sig- urvonir íhaldsins við landskjör. i stj órnarskrárbrey tingarf rum- vörpum frá, íhaldsstjórninni 1924 og 1927, hafa verið ýms önnur á- kvæði en þingafækkunin, sem sú stjórn lagði meiri áherzlu á, enda var það frumvörpunum jafnan til tafar og falls. Og síðasta þing skyldi eftir eitt atriði í frum- varpinu, sem sérstaklega leiddi það til dauða nú; en það var sú á- kvörðun að landskjörnir þing- menn skyldu kosnir í einu lagi fjórða hvert ár. Jóni Þorlákss. tókst með undirhyggju að halda þessu ákvæði í frumvarpinu og mun hafa vænst meiri árangurs af því en þingafækkuninni — því að eins og nú standa sakir eru miklar líkur til þess að fjölmenn- asti kjósendaflokkur landsins — íhaldsflokkurinn — ge1i hlotið þrjá landskjörna þingmenn af sex, ef þeir væru allir kosnir í einu; — en sýnilegt er að hann mundi aðeins fá einn þingmann a.f þremur, ef haldið er áfram að kjósa landskjörna þingmenn í tvennu lagi. Þetta áKvæði olli nú mestura deilum í umræðunum um málið í Efri-deild og va?3 því þar að fótakefli. Síðasti »íslendingur;< er mjög gleiður yfir því að Framsóknar- fiokkurinn hafi felt stjórnar- skrárbreytinguna, og i’anghermir eins og hann er vanur hin sögu- legu drög þessa máls og hefir 'hér verið bent á eitt atriði frumvarps- ins frá síðasta þingi, sern altaf hefir verið mótmælt af Fram- sóknarmönnum. Eins og áður er fram tekið, hafa íhaldið og Fram- sóknin enga ástæðu til að metast um skollaleikinn í þessu máli. — Því að það voru einkum íhalds- menn í Efri-deild, sem feldu stjórnarskrárfrumvarpið 1924, og Jón Magnússon greiddi þá atkv. á móti sínu eigin frumvarpi, vegna ýmsra atriða, sem inn í það voru komin frá deildarmönn- um. »íslendingur« skýrir því al- gerlega rangt frá þeim úrslitum. Jónas,Jónsson ráðherra hefír altaf verið á móti öllum öðrum breytingum, en þinghaldi annað- hvort ár; og í þinglokin 1927 greiddi hann ekki atkvæði gegn frumv. að lokum, af því hann vildi lofa kjósendum að segja um það álit sitt. Þá tók hann ekki þátt í atkvæðagr. Hann hefir aldrei viljað kaupa þingafækkunina því verði, að önnur óheppileg atriði flytu með inn í stjórnarskrána og þessvegna greiddi hann nú at- kvæði gegn frumyarpinu. — Þeg- ar ástæða þykir til að breyta stjórnarskránni í verulegum at- riðum, þá mun Framsóknar- flokksstjórnin vilja undirbúa þá breytingu sjálf, en ganga eigi nauðug að sérhagsmunaatriðum, sem fhaldsflokkurinn vill koma inn í stjórnarskrána. Úrskurðurinn um kosninguna i Norður-Isafjarðarsýslu. Eins og áður hefir verið um getið hér í blaðinu varð á því nokkur dráttur, að Alþingi úr- skurðaði um kjörbrjef Jóns Auð- uns Jónssonar. Meirihluta þings þótti til þess nauðsyn bera að af- greiða með gætni það mál vegna hinna óvenjulega alvarlegu at- burða, er gerst höfðu við kosning- una í Norður-ísafjarðarsýslu. í þinginu komu aðallega fram þrenskonar skoðanir um gildi kosningarinnar. Nokkrir þing- menn vildu umsvifalaust taka kosningu J. A. J. gilda af því ein- ungis að kjörstaðargreidd atkvæði lmns væru langt um fleiri en at- kvæði mótframbjóðandans að við- bættum öllum heimagreiddum at- kvæðum og því væri augljóst að hann væri fulltrúi meirihlutans í kjördæminu. Aðrir töldu þingið, með þeim kunnugleika, er það hefði á málinu, eigi geta án um- hugsunar ' og athugasemda úr- skurðað kosninguna gilda, þar sem glæpsamleg svik hefðu verið framin í sámbandi við kosning- Una, sem þingið væri knúð til að taka þá afstöðu til, er gilt gæti sem fordæmi. Og enn aðrir voru þeir þingmenn, er töldu atkvæða- fölsunina, sem kend er við Hnífs- dal, þann blett á kosningunni í Norður-ísafjarðarsýslu, að eigi gæti komið til mála að taka hana til greina, heldur bæri þinginu að úrskurða kosninguna þegar ógilda og fela stjórninni að láta fara fram að nýju kosningu í kjör- dæminu. — Eftir að hafa haft kosningarmálið til meðferðar í 11 daga, tók þingið kosningu J. A. J. gilda 1. þ. m. með 22 atkv. gegn 11. Mál þetta er merkilegt og eitt af þeim þingmálum, er síðar mun oftlega til vitnað. Fyrst vegna þess fordæmis, sem gefið er með úrskurði þingsins. Þó að þingið ef til vill telji í þetta sinn liggja ljóst fyrir hve fölsunin sé víðtæk, og að J. A. J. hafi fengið augljós- an meirihluta heiðarlega greiddra atkvæða í N.-ísafjarðarsýslu, og telji eigi ástæðu til þess að ætla, að mútum hafi verið beitt við kosninguna, þótt tilraun virðisf hafa verið til þess gerð eftir skjölum Hnífsdalsmálsins að dæma. Og þó að þingið telji held- uv ekki miklar líkur til, að fleiri kjósendur hafi kosið í Hnífsdal, fyrir hinn almenna kjördag, en sannað er eða að atkvæði þeirra hafi verið eyðilögð; þá virðist ekkert hafa verið gert til að rann- saka þessa möguleika, svo séð verði. En þó að þingið geri lítið úr því, verður þess eigi dulist, að ef trúnaðarmenn þjóðarinnar við kosningar síðar meir, einn eða fleiri, skyldu leggja í það að reyna að falsa eða hafa óleyfileg áhrif á kosningar til Alþingis, þá er mjög sennilegt, að sá eða þeir, í því trausti að gefnu fordæmi yrði fylgt, mundu haga verkum á þá leið, að örðugra gæti orðið en nú, að vita með vissu hve áhrifin eða fölsunin væri víðtæk. Ef í slíku tilfelli þar við bættist að fram- bjóðendur hefðu líka tölu meintra heiðarlegra atkvæða, annar kan- ske örfáum fleiri, gœti svo farið að fordæmið frá úrskurðinum um kosninguna í N.-ísafjarðarsýslu 1927 setti þingið í vanda svo um munaði. Önnur hlið úrskurðarins snertir alþingiskjósendur yfir- leitt. Væri um að ræða almennar hvatir meðal þjóðarinnar til að svíkja eða falsa kosningar tíl Al- þingis, er það bert að þingið með þessum úrskurði beitir ekki valdi sínu til að lægja slíkar hvatir heldur þvert á móti, þar sem það samþykkir kosningu þess manns, sem meðal annara, hinir grunuðu glæpamenn hafa kosið. Að því verður ekki fundið að þingið hafi tekið of hörðum tökum hina ó- lánssömu menn er standa að at- kvæðafölsuninni í Hnífsdal. Er helst að sjá sem þingið leggi blessun sína yfir atkvæði þeirra, er þeir hafa greitt eftir að hafa framið banatilræði við grundvall- arskipulag þjóðfélagsins, hinn al- menna kosningarrétt. Aftur á móti verður þess ekki vart að þingið beiti valdi sínu til þess að veita uppreist þeim kjósendum er rangindum voru beittir og sviftir atkvæðisréttinum. f skjölum Hnífsdalsmálsins er það áberandi að samflokksmenn hins nýúrskurðaða þingmanns í N.-ísafjarðarsýslu og á ísafirði tóku margir mjög óviðeigandi ef eliki tortryggilega afstöðu til rannsóknar á Hnífsdalsmálinu. Hverjar sém; verið hafa raunveru- legar ástæður fyrir framkomu í- haldsmanna þar í því máli, og hvaða skoðanir sem þjóðin kann að hafa á afstöðu þeirra til kosn- ingarinnar og rannsóknarinnar þá hefir þingið nú lýst yfir sinni vel- þóknun á framkomu þeirra.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.