Dagur - 24.02.1928, Side 1

Dagur - 24.02.1928, Side 1
DAOUR, kemur út á hverjum föstu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. XI. ár. T • • ••••••••*. Akureyri, 24. Febrúar 1928. A f g r e i ð slan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. 8. tbl. Fréttaburðun frá Alþingi. íhaldsblöðin’ hafa tamið sér fá- ránlegan fréttaburð úr umræðum á Alþingi. »Morgunbl« hefir aldrei verið jafn öf^afult og falskt í þeim efnum og nú. Áður hefir það oft fengið þingskrifara eða aðra utan ritstjórnarinnar til þess að skrifa þingfréttir í blað- ið: en nú skrifar Valtýr St. dag- lega »þingtíðindi« þau er »Morg- unbl.« og »ísafold« flytja og fylgir dyggilega öllum venjum sínum um hlutdrægni og afbökun í fréttaburði. »lslendingiur nýtur svo góðs af þessari fæðu eins og slettur hans og brigslyrði í garð J. J. dómsmálaráðherra í síðasta blaði bera vott um. Þar tínir rit- stj. verstu öfgarnar úr »Mbl.« eins og þær eru þar slitnar úr samhengi og rangfærðar. Það er háttur Valtýs að henda á lofti einstakar setningar úr ræðum þingmanna, og sníða þær til stundum. Og þó að hann skýri oft að nokkru leyti rétt frá efni í ræðum ýmsra þingmanna, þá kemur það varla fyrir þegar hann getur um ræður núverandi for- sætisráðherra og dómsmálaráð- herra. Sérstaklega leggur hann sig fram um að sneiða hjá efnis- atriðum í ræðum J. J. dómsmála- ráðherra eða skýra hlutdrægt frá þeiml. f þingfréttum »Mbl.« er ná- lega ekkert annað um dómsmála- ráðherra, en persónulegar slettur og slúðri blandaðar lýsingar frá V. St. innan sviga. Þetta sjá allir sem líta í »Mbl.« og »ísafold«. Það vita líka flestir að V.-St. er ekki vopnfær í annari bardagaaðferð. En ýmsir hafa þó verið seinir til að trúa því, að hann iðkaði þetta ár eftir ár af einskærri smá- mensku. Nú er það lýðum ljóst og ritstjórasmiámenskan blekkir ekki framar þá af lesendum »Mbl.«, sem eru í meðallagi greindir eða meira en það. Flestir vita að íhaldsblöðin skýra ekki frá efnisatriðum í ræðum J. J. ráðh. af þeirri ástæðu að mótstöðumenn hans í þinginu bíða ávalt lægra hlut í rökræðum við hann, enda hefir það aldrei komið jafn átakanlega í ljós og nú á þessu þingi. Blöðin láta svo sem að íhaldsmenn á þingi, séu hin mestu prúðmenni í orðum og æpa og emja þegar þeim finst J. J. ávarpa þá hvatskeytislega. Ef til vill skýra þau ekki frá orð- bragði ólafs Thors í umræðunum um kosningu J. A. J., af því þau telja það bæði venjulegt og eðli- legt, að hann tali eins og »götu- strákur«._ En hitt er broslegra að »Mbl.« skuli ekki geta um hina löngu skammiarræðu Magnúsar docents í þessu máli, sem hvergi snerti umræðuefnið, og flutt var í fyrri umræðulokin um nóttina, og dró málið á langinn um 4 daga. íhaldsblöðunum þykir sá kostur beztur að þegja um! þá 'ræðu; og þá er ekki von að Framsóknar- blöðin vilji snerta við þeim sora. Ritstj. þessa blaðs hlýddi ekki á umræðurnar um kosningu J. A. J., en hann heyrði < alt sem fór fram í Neðri-d. við 1. umr. um eftirlit með loftskeytum veiði- skipa; og þar skýra »Mbl.« og »ísl.« rangt frá. Dómsmálaráðh. talaði ekkert um að það ætti að banna togurum skeytaskifti; en hann gat þess, að ef að loftskeyta- samfeöndin við íslenzku togarana væru sérstaklega notuð til þess að benda þeim á að varast varðskip- in, og segja þeim hvenær óhætt væri fyrir þá að skjótast í land- helgina, eins og margskonar líkur bentu til, þá væru útgerðarstjór- arnir að brjóta landslögin sam- kvæmt kænlega brugguðum ráð- um, og þessvegna ættu þeir skilið að skip þeirra »fengju kúlu í gegnum belginn«, þegar þau væru að sendast á skeytum um »öðinn« og »Þór«, sem þeim kæmi ekkert við. Og svo segir »fsl.« að »hvergi í neiminum muni sá maður líðast í ráðherrasessi«, »sem hagi sér eins og núverandi dómismálaráð- herra« gagnvart lögbrotum og landhelgisræningjum og forráða- mönnum togarafélaganna á Al- þingi. Það er hverju orði sannara að jafnoki J. J. í þessu efni hefir eigi áður setið í ráðherrastóli á íslandi. En »fsl.« er ekki öfunds- verður af að vilja bera blak af landhelgisræningjunum. — ól. Thors bar ekki við að mótmæla því, að ísl. togararnir hefðu sí- feldar gætur á varðskipunum og sætu um| landhelgina, en lét svo sem þetta frumvarp kæmi að litlu haldi, og þóttist vilja verja land- helgina með því að fjölga varð- skipunum. Halld. Steinsson hafði líka getið þess nýlega í þingræðu, að ísl. togararnir vissu um það ' samstundis og stjórnarráðinu væri símað uml yfirgang þeirra í landhelgi. »Kunnugt er, að togara hafa, þrjá daga í röð, verið send svohljóðandi skeyti úr Reykjavík: »Ömmu líður vel«. — •sömmu líð- ur ennþá vel«. — »Amma er að byrja að verða lasin«. Þegar fyrri skeytin voru send, lá varðskipið inni á höfn, en hið þriðja var sent, er það var að fara út úr höfninni«. Þetta stendur í grein- argerð frumv.; þar er þess líka getið, að útlendir togarar séu farnir að læra að haga sér eftir þeim! skeytabendingum sem innl. togarar fá. Það er von að togara- eigendur séu ekki rólegir út af þessu frumv. Samkvæmt því eiga þeir að gefa dómsmálaráðun. lyk- il að dulmálum skeyta sinna og leggja við drengskap sinn, enda verður haft eftirlit á loftskeyta- stöðinni með öllum skeytum. En komist það upp að þeir skifti um dulmál, eða sendi annáð efni en þeir segja í skeytunum, þá varð- ar það sektum frá 15 þús. til 50 þús. kr. Dómsmálaráðh. flutti mjög alvöruþrungnar ræður um þetta mál við 1. umr., enda átti <51. Thors í þröngri vök að verj- ast. — En það situr einstaklega vel á ritstj. »ísl.« að leggja undir flatt og hreyta skætingi í dóms- málaráðh. fyrir röggsemi hans í landhelgismiálinu! Án þess að ritstj. hafi nokkuð annað fyrir sig að bera en rangfærslur úr »Mbl.« -----o---- Mentaskólamál Norðurlands. Undirtektir háskólaráðs. Dómsmálaráðherra hefir gert fyrirspurn til Háskólaráðs um það hvort Háskólinn mlundi veita viðtöku stúdentum, útskrifuðum frá Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri, samkvæmt sömu reglum um próf og nám, sem gilda í því efni við Mentaskólann í Reykjavík. Háskólaráðið hefir nú svarað fyr- irspurn þessari, og hljóðar bréf þess um þetta efni svo: »Háskóli íslands 17. Febr. 1928. Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið hefir með bréfi, dagsettu 11. þ. m., spurst fyrir um það, hvort háskólinn mýndi sjá sér fært að taka við stúdentum, útskrifuðum, frá Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri, ef gefnar yrðu út reglugerð- ir um stúdentanámið og prófið við þann skóla samhljóða reglum þeim, sem gilda í því efni við lær- dómsdeild hins almenna Menta- skóla í Reykjavík. Á fundi sínum í dag samþykti Háskólaráðið að svara fyrirspurninni svo: Háskólaráðið telur ekki unt að neita nokkrum þeim um viðtöku í háskólann, er lokið hefir stúdents- prófi í hverri stofnun sem er, svo fremi að hún fullnægi þeim skil- yrðuro, sem sett eru um nám og próf (sbr. 17. gr. háskólalaganna) í lærdómsdeild hins almenna Mentaskóla- í Reykjavík, ef að settar kunna að verða. Haraldur Níelsson. rektor. Þeð er dálítið gaman að bera þetta svar háskólaráðsins nú sam- an við það svar, sem meiri hluti háskólaráðsins (3 af 5) gáfu þingi og stjórn í fyrravetur, út af til- lögu sem þá var flutt um að stú- dentaefni fengju að taka próf á Akureyri síðastl. vor. Þá var líka vitnað í 17. gr. háskólalaganna og sagt að háskólinn gæti ekki tekið á móti stúdentum, er tekið hefðu próf, hér á landi, annarstaðar en við Mentaskólann í Rvík, eða ann- an skóla honum jafnstæðann. Þá þótti meirihluta háskólaráðsins og íhaldsmönnumj á Alþingi, engin trygging í því, þó að hinu fyrir- hugaða prófi á Akureyri, yrði skipað samkvæmt reglugerð, er ríkisstj. setti í samræmi við próf- reglur mentaskólans . í Rvík. Svona geta skýrir menn þýtt formsatriðin á gagnstæðan hátt, alt eftir þeim anda eða hug, sem þeir bera til málsins. Nú telur háskólaráðið ekki unt að komast hjá því, samkv. 17. gr. háskólalaganna, að háskólinn veiti viðtöku stúdentum frá Akureyrar- skóla, ef að þar sé með reglugerð trygt að nám og próf jafngildi því, sem ■ gerist við mentaskólann í Rvík. Það er líklegt að Magnús docent taki þetta svar háskólaráðsins til greina, enda kvað nú vera að renna af honum móðurinn við að fram- fylgja fyrirspurn og ályktun út af gerðum dómsmálaráðherrans í þessu mláli. Umræðan um það mál dregst á langinn í þinginu, og fullyrt er, að henni muni ljúka með því, að samþykt verði þakk- lætisyfirlýsing frá Bernharð Stef- ánssyni til stjórnarinnar fyrir mentaskóla Norðurlands; og það jafnvel án þess að það valdi nokkrum stormi í þinginu. $ ------o-----

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.