Dagur - 24.02.1928, Blaðsíða 3

Dagur - 24.02.1928, Blaðsíða 3
8. tbl, DA6UB 31 Frá Alþingi. Ingvar Pálmason flytur frumvarp um að aðstoðarlæknisembættin á ísafirði og Akureyri verði lögð niður. Ingvar Pálmason og Jón Bald. flytja frumvarp um gjaldþrotaskifti, í þá átt að herða á gjaldþrotalögunum, svo að svik eigi sér síður stað. — Hákon Kristófersson flytur frumvarp um sauðfjárbaðanir. í Neðri-deild flytja 9 þingmenn þings- ál.till. um ríkisforlag er hafi aðalbóka- lítgáfu í landinu. Har. G., Ásg. Ásg. og Gunnar flytja þingsál.till. um rannsókn á stofnun rík- isprentsmiðju. Sigurjón Ólafss. flytur frumvarp um að hlutafélög skuli skyld til að birta reikninga sína. — Jón Bald. og Erl. Friðj. flytja frumvarp um atvinnuleys- i'stryggingar. — Erl. Fr. flytur 2 frumvörp um útflutningsgj ald af síld. Samkv. öðru frv. á síldartollurinn að lækka niður í 75 au. af tunnu; en sam- kvæmt hinu á tollur á síldarlýsi og fóðurmjöli að hækka svo að samsvari 75 aura tolli á tunnu af hráefni. Nokkrir þingmenn flytja frumvarp um Fiskiveiðasjóð fslands. Jón Þorl. flytur þingsál.till. um hag- skýrslur. Héðinn Vald. flytur frumv. um að ríkið taki einkasölu á tóbaki. Har. Guðm. flytur þingsál.till. um að skora á stjórnina, að hún noti heimildarlögin frá 1917, til þess að láta ríkið taka einkasölu á olíu. — , Jón Bald. flytur frumvarp um nýbýli. í N.-d. er flutt þingsál.till. um að skora á stjórnina að endurskoða fá- tækralögin. Meirihluti fjárhagsnefndar í Efri- deild flytur frumvarp um breytingu á landsbankalögunum fyrir beiðni lands- stjórnarinnar. Helztu breytingamar eru þær, að ríkissjóður á að bera ábyrgð á öllum skuldbindingum bankans innan- lands, en á nýjum erlendum lánum því aðeins, að lagaheimild sé veitt til þess í hvert sinn. Samkvæmt frumvarpinu á sameinað Alþingi að kjósa 15 manna Landsbankanefnd til 6 ára í senn með hiutfallskosningu; þessi nefnd kýs svo bankaráð, nema formann þess, sem er skipaður af landstjórninni. Þessar breytingar eru samkvæmt tillögum milliþinganefndarinnar í bankamálinu; en Efri-deild feldi þær úr frv. í fyrra. Verður ennfremur numið úr Lands- bankalögunum ýmislegt af því, sem B. Kr. fleygaði inn í þau í fyrra; og fer þá aftur fram kosning á bankaráðinu, ef frumvarp þetta verður að lögum. Síld.areinkasöluf'rumvarpið var sam- þykt í Efri-deild og afgreitt til Neðri- deildar. Frumvarp um einkasölu á saltfislci var mikið rætt við 1. umræðu í Neðri-d. í gær og sent til nefndar og 2. umræðu. Frv. um bygginga/r- og landnámssjóð var samþykt til 3ju umræðu í Efri-d. í gær, eftir nokkrar hnippingar milli Jóns Þorl. og dómsmálaráðh. um ein- stök atriði í því. B. Kr. greiddi atkvæði á móti 5S milj. króna lántökuheimild fyrir sjóðinn. Tvö ný tekjufrumvörp eru fram kom- in; annað frá stjórninni um 10% stimp- ilgjald á farseðla með skipum. Skulu þeir stimplaðir á afgreiðslum skipanna. Farseðlar með strandferðaskipinu »Esju« eru undanþegnir stimpilgjaldi Jörðin Slétta í Fljótum fæst til kaups eða ábúðar frá næstu fardögum. Ágæt heyskaparjörð. Semja má við Hermann Jónsson, kaúpfélagsstjóra í Haganesvík eða undirritaðann. Böðvar Bjarkan. • • •»«»»»>»»«»»«»» þessu. Með þessu frumvarpi eru sér- staklega skattlagðir farþegaflutningar með skipum milli landa og í hraðferð- um milli stærstu hafna hér við land. En eins og kunnugt er hafa dönsku og norsku eimskipafélögin borið hlutfalls- lega miklu meira úr býtum í því efni heldur en Eimskipafél. Islands. Hitt frumvarpið flytur • Héðinn Valdi- marsson, um 25% fuelckun á tekju- og eignaskatti. F’járveitinganefnd Neðri-d. hefir nú lokið undirbúningi fjárlagafrumvarps- ins og er verið að prenta nefndarálitið. Nefndin hefir hækkað nokkuð bæði tekju- og gjaldahliðar frv., þannig að jafnvægi er á; en einstakar fjárbeiðnir hefir hún mjög lítið tekið til greina. Úrslit mála: í Neðri-deild hefir ver- ið samþykt þingsál.till. um að endur- skoða siglingalöfjgjöfina. Æa/corafrumvarpið er orðið að lögum, og frv. um friðun skóga, og kjarrs. Frv. J. Bald. um rýmkun kosningarréttar í málum sveita og kaupstaða var felt í E.-d. með 7 : 5 atkv. Frumv. um launabætwr til yfirsetu- kvenna, sem flutt var af Halld. Steinssi í Efri-deild og samþykt þar, féll við 1. umræðu í Neðri-deild í gær með 12 : 12 atkvæðum. -----o----- Simskeyti. Rvík 8. Febr. Innfluttar vörur í Janúar námu kr. 2.566.782,00; þar af til Rvík- ur 1.485.394,00. Berlín: Vatnsflóð eru víða í Mið-Evrópu og valda töluverðum skaða. Stjórnin í Þýzkalandi er klofin vegna deilu um skólalögin. Stjórnin reynir þó að fá fjárlögin samþykt í þinginu, en ætlar svo að rjúfa þing og er búist við nýj- um þingkosningum í Maí n. k. Rvík 19. Febr. Wiashington: Fjórar miljónir verkamanna eru atvinnulausir í Bandaríkjunum. Montreal: McGill-háskólinn til- kynnir að örtel læknir hafi sami- að að taugar finnist í krabba- meinum. Krabbameinin eru því ekki sjálfstæð cellumyndun eins og áður var ætlað. Oslo: Movinckel foringi vinstri- manna hefir mjyndað stjórn í Noregi. Ráðherrann telur aðaltil- gang stjórnarinnar að efla fjár- hag ríkisins. -----Q----- G j a 1 d s k r á íyrir nokkur algengustu læknisstörf. Þegar lík er krufið, skal þó ekkert greiða sér í lagi fyrir slíka rannsókn. Ef meira en 5 stundir ganga til starfs- ins, skal greiða tvöfalt gjald. 17. Tilraun til að lífga mann úr dauða- dái, kr. 2.00. 18. Fyrir rannsókn á matvöru, lyfj- um, húsum, vatnsbólum og því um líku, ásamt skýrslu um málið, kr. 3.00. 19. Að sjá um bað á sjúklingi, kr. 1.00. 20. Að svæfa sjúkling, kr. 3.00. 21. Nuddaðgerð, kr. 1.00. 22. Vatnslækningaaðgerð, kr, 1.00. 23. Rafmagnsaðgerð með jöfnum (konstant) straumi, kr. 2.00. 24. Rafmagnsaðgerð með hvikuium (induktion) straumi, kr. 1.00. 25. Dæling lyfja í holdið (auk lyfja- verðsins), dæling í þvaggang eða þarfagang, kr. 1.00. ■ 26. Þinill (bougie) settur inn eða þvagleggur (katheter) eða þarfagangs- leggur, með ídælingu eða án, og svip- uð verk, kr. 1.00. 27. Settur inn magakanni eða kok- legg'ur, kr. 1.00. Ef þrengsli eru í væl- indinu eða skola þarf magann eða rannsaka innihald hans eftir máltíð, slial gjalda kr. 2.00. 28. Skylt er að leggja lækni til eða gjalda honum fullu verði verkfæri og umbúöir, er eig'i verða notuð nema einu sinni, eða nauðsyn ber til af ein- hverjum ástæðum að ónýtt séu, eða sjúklingur heldur þeim til afnota fram- vegis. 29. Ef þau verk, sem getur um í 22. —27. lið, eru gerð margsinnis fyrir sama sjúkling, þá er ekki fult gjaldið, nema þrjú fyrstu skiftin, en hálft úr því. 30. Blóðtaka, kr. 1.00. B. Sérstök læknisverk: Handlækningaaðgerðir. 31. Að skera í grunna ígerð eða víkka sár kr. 1.00. 32. Að skera í djúpa ígerð kr. 5.00. 33. Sár skafið með beittum skefli, án þess að skorið sé til kr. 1.00. 34. Að binda um lítið sár í fyrsta sinn: a) án saums kr. 1.00, b) sárið 4 . ■saumað kr. 2.00. 35. Að sauma saman stórt sár og binda um í fyrsta sinn kr. 5.00. 36. að 3%tja á meiri háttar fastar umbúðir, eða teygingarumbúðir í hvert sinn kr. 3.00. 37. Að binda fyrir meiriháttar æð, citt um sig, eða gera við útæðai'hnút (aneurisma) kr. 8.00. 38. Að skera sundur sin kr. 3.00. 39. Að sauma saman sin kr. 5.00. 40. Taug losuð, eða skorin sundur, eða beygð, eða saumuð saman kr. 6.00. 41. Að ná út aðskotahlutum (corp- aliena): a) úr opum líkamans, án skurðar kr. 2.00, b) úr barkakýli eða vælinda án skurðar kr. 4.00, c) úr holdi með skurði kr. 1.00—5.00. 42. Að ná aðskotahlutum eða bein- flísum úr skotsári kr. 3,00. 43. Að ná út vökva með ástungu: a) úr vatnshaulvi (hydrocoele) kr. 2.00, b) úr brjóstholi, kviðarholi, blöðru eða eggjastokk kr. 3.00. 44. Tekin af lítil, auðveld æxli, eða sullir, sem eru utan á líkamanum kr. 2.00. 45. Að taka af stór og erfið æxli eða sulli, er vaxið ■ hafa utan á líkamanum kr. 8.00. 46. Að setja legg í nefgang eyrans (tuba Eustachii) og blása inn lofti eða þrýsta inn vökva kr. 1.00. Ef alt er gert, þá fult gjald þrjú fyrstu skiftin, en hálft úr þvi. 47. Að stífla nefið kr. 1.00. 48. Að brenna innan nefið eða taka Jörð til sölu. Þeir, sem vilja fá sér góða bújörð í vor, ættu að tala við undirritaðann í Kristneshæli. Sigurbjörn Pétursson, frá þverá í Dalsmynni. innan úr því með galvanbrennara kr. 3.00. 49. Smáaðgerðir á hljóðhimnu og hljóðholu kr. 2.00. 50. Erfið aðgerð á miðeyranu, inn inn hlustina kr. 6.00. 51. Að bora inn í klettbeinið (proc. mastoideus) eða meitla kr. 7.00. 52. Að taka burt: a) tungukirtil kr. 2.00, b) beræxli (polyp) úr nefi eða koki kr. 4.00, c) kirtilauka úr baki kr. 4.00. 53. Smáaðgerðir á barkakýlinu, lyf sett inn í það o. þ. h. kr. 2.00. 54. Stórar aðgerðir innan í barka- kýli, æxli tekin úr því kr. 15.00. 55. Að laga beinbrot og binda um: a) einn eða fleiri fingur eða tær, brotið andlitsbein eða viðbein eða herðablað, eða rifj eitt eða fleiri; brotið bein í mj aðmagrind, í úlflið, þar með talinn úlfliðsendi geisíabeinsins (fractura Collesii), eða ristarkrók, í handarbaki eða rist kr. 2.00, b) upphandleggur, framhandleggur, fótleggur kr. 3.00, c) lærleggur, lærbeinsháls kr. 6.00, d) hné- skel kr. 3.00, e) hnéskel saumuð sam- an kr. 8.00. < 56. Ef bein er brotið og standa brot- in út úr húðinni, hækka gjöldin í 55. lió um kr. 1.00—5.00. 57. Að taka af limi um liðamót, eða millum þeirra: a) lærleggur, upphandleggur kr. 10.00, b) fótleggur, framhandleggur kr. 8.00, c) fótur eða hönd kr. 6.00. d) fingur eða tá eða einstakir kögglar kr. 2.00. 58. Að taka nögl af fingri eða tá kr. 2.00. Ef 2 eða fleiri neglur eru teknar í senn, þá er fult gjald fyrir þá fyrstu, en hálft gjald fyrir hverja hinna. 59. Að skilja samvaxna fingur eða tær kr. 4.00. 60. Að miðhluta leggi (resectio) kr. 10.00. 61. Að miðhluta liði eða efrikjálka, eða neðrikjálka kr. 15.00. 62. Að miðhluta rif kr. 5.00. 63. Höfuðskelin opnuð kr. 10.00. 64. Opnuð kjálkaholan kr. 4.00. 65. Að þrautrétta ki-eptan lim eða brjóta upp aftur ranggróið bein kr. 6.00. 66. Að opna lið til útræslu eða til að ná út aðskotahlut kr. 6.00. 67. Bein meitlað til mergjar kr. 8.00. 68. Bein skorið sundur (osteatomi) kr. 7.00. 69. Ef það er í mjöðminni kr. 10.00. 70. Aðgerð á njórafæti (pes varae- quinus) kr. 8.00. ------o------- Annað blað kemur út af »Degi« um helgina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.