Dagur - 29.03.1928, Page 1
DAGUR
kemur út á hverjum fÖBtu-
degj. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
A f g r e i ð slan
er hjá Jóni Þ. Þ6r,
Norðurgötu S. Talaími 112.
Uppsögn, bundin við ár»-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. das.
XI. ár
'T
- + -# #-#-#-• +-
Akureyri, 29. Marz 1928.
14. tbl.
Haraldur Níelsson
prófessor.
F. 30. Okt. 1868. — D. 11. Nlarz 1928.
Þjóðhöfðinginn:
íslendingar hafa aldrei lotið í
auðmýkt krýndum konungum, né
kyst á veldissprota harðstjóra og
auðvaldsherra, sem markað hafa
spor sín á skjöld sögunnar, frem-
ur til viðvörunar en menningar.
En ýmsir af ágætustu mönnum
þjóðarinnar, og þar á meðal
hinir bestu biskupar, hafa á
ölium öldum verið dáðir og elsk-
aðir af landslýðnum. Um þá mátti
jafnan segja hið fornkveðna: »að
öllum komu þeir til nokkurs
þroska«. Þessvegna voru þeir
þjóðhöfðingjar án gullkórónu;
en með sigurljóma lífssann-
inda og sálaryls á brún og
brá. Hjörtu landsmanna hafa
gljúpnað fyr og síðar, þegar
klukknahljómar úr Líkaböng
bergmáluðu um landið og boðuðu
lát þessara íslenzku höfðingja.
-----Enginn íslendingur hefir
á síðari árum valdið jafn miklum
áhrifum og straumhvörfum í and-
legu lífi hér á landi og Haraldur
Níelsson prófessor. Á sviði hinna
andlegu leiðtoga hefir stafað af
honum ljómi þjóðhöfðingjans í
fylkingarbrjósti. Orð hans, kenn-
ingar og hjartaslög hafa vakið
athygli, lotningu og samúð í
hreysum fátæklinganna og höllum
borgaranna. Við andlátsfregn
hans er sem bresti bönd og blikni
kyndlar þeir, sem tengja sálir
einstaklinganna við lífsheildina
og vísa þeim veginn yfir móðu
dauðans.
-----Um nálega mannsaldurs-
bil hafði síra Haraldur beitt öllum
sálarkröftum sínum til að ráða
rúnir lífs og dauða; og rista sátt-
mála sinn, uml trúar- og eilífðar-
málin, á minnisspjöld lærisveina
sinna og samtíðarmanna. Nú
kemur smám saman í ljós, hvem-
ig þessu lífsstarfi hans hefir
farnast. — Samkennarar hans og
nemendur við háskólann, og sam-
herjar hans á vissum sérfræði-
sviðum' hinna andlegu mála,
sakna brmtryðjandans. Þeir
minnast með þökkum hins hjarta-
hlýja og frjálshuga ritskýranda,
sem greiddi myrkustu torfærurn-
ar í trúfræðibókunum, og lét sjálf-
an dauðann votta um framhald
lífsins.
Söfnuðir hans í Reykjavík og
fjöldi annara áheyrenda um land
alt sakna kennimannsins og fræð-
arans, sem opnaði þeim ný sjón-
arsvið og snéri harmsefnum
þeirra í leit eftir meira ljósi. —
í þessum hlutverkum hefir síra
Haraldur haft víðtækari og göf-
ugri áhrif á þjóðlífið, en nokkur
af samtíðarmönnum hans. Og að
lokum verða þeir taldir fullkomn-
ustu og æðstu menn sinnar þjóðar
sem gefa henni mest af andlegum
verðmætum.
K ennimaðurmn.
í prédikunarstarfi sínu mátti
síra Haraldur tileinka sér þessi
orð postulans: »Silfur og gull á eg
ekki, en það sem eg á, það gef eg
þér«; enda hefir hann lagt vel út
al' þeim í stólræðu. í nærri hálfan
rpannsaldur (1914—1928) prédik-
aði hann í Fríkirkjunnni í Rvík;
venjulega á hálfsmánaðar fresti.
Jafnan var þá troðfull kirkjan af
fólki; auk fasta safnaðarins sótti
þangað fjöldi ferðafólks utan af
landi, sem dvaldi í Rvík lengri eða
skemri tíma. Mun engin íslenzkur
prestur hafa hlotið svo fjölmenn-
an söfnuð og víða að kominn. Síð-
ustu missirin var mjög um það
talað eftir að útvarpstækin voru
komin í Rvík, að þau mundu
flytja stólræður hans um land alt.
En lífi hans lauk áður en útvarps-
stöðin yrði þess megnug. Áheyr-
endur þeir, sem áður eru nefndir,
fluttu ræður og kenningar síra
Haraldar út um land og munu af
því hafa sprottið varanlegri
straumhvörf í skoðunum almenn-
ings, um andleg efni, heldur en
hljóðöldur útvarpsins fá orkað
fyrst um sinn. Þessir áheyrendur
senda sínar hljóðu þakkir til
kennimannsins, sem horfinn er nú
inn. um »fögru dyr«.
Síra Haraldur ferðaðist oft um
landið og flutti þá prédikanir í
kirkjunum, en fólkið safnaðist
þangað unnvörpum og hlýddi á
hann. Var það honum hin mesta
nautn að ferðast um fegurstu
sveitir landsins þegar þær klædd-
ust sumarskrúða sínum, og flytja
fólkinu boðskap lífsins. Náttúru-
fegurðin, mannlífið og eilífðar-
íjóminn mótuðu grunnmyndirnar
í ræðum hans. Við lok þessa lífs-
þáttar hans sendir þjóðin öll
klökkar kveðjur og þakkir hinum
ágætasta og andríkasta kenni-
manni, sem hún hefir átt á síðustu
mannsöldrum.
Leiðtoginn.
í biblíufræðum, trúarefnum og
sálarrannsóknum var síra Harald-
víðfróðasti og frumlegasti leiðtogi
hér á landi. í prédikunum sírnnn
braut hann til mergjar forn og ný
viðfangsefni mannsándans á þess-
um sviðum, og skýrði þau fyrir
áheyrendum sínum í ljósi hinna
nýjustii vísinda. Skorti þá hvorki
einurð né frjálslyndi til þess að
tileinka sér það er hann áleit
sannast, þó að það bryti í bág við
játningar og kenningar kirkjimn-
ar. Nemendur hans í háskólanum
notuðu jafnan hvert tækifæri til
þess að hlýða á prédikanir hans,
því að þær voru einn þáttur kensl-
unnar og oft trúfræði- eða sálar-
fræðifyrirlestrar, skreyttir bún-
ingi mælsku og andríkis. Flestir
hinna yngri kennimanna þjóðar-
innar hafa því mótast af honum
um frjálslyndi í • skoðunum og
ræðugerð. Er þeim það mikilsvert
mál að láta hin djúpu áhrif leið-
togans eigi dvína, heldur varð-
veita þau eins og brennandi eld á
arni kirkjunnar.
Andstöðumenn síra Haraldar í
trúarefnum og jafnvel fremstu
menn þjóðkirkjunnar, sneiddu sig
fremur hjá déilum við hann, þó
að á milli bæri í s^oðunum, vegna
þess að hann var þeim öllum fróð-
ari um ritskýringar, og hafði
jafnan rök á hverjum fingri.
Þessvegna má segja að hann hafi
allra manna mest haldið þröng-
sýnis- og fhaldsmönnmn andlegra
mála hér á landi í skák, um sína
daga. Nú er viti hans sloknaður
við Háskóla íslands og hætt er við
að þar verði aðeins hálfbjart á
eftir, ef enginn nýr leiðtogi rís
upp til þess að gæta að skákinni á
taflborði trúar- og kirkjumála.
Þeim semj höfðu nánust kynni
af séra Haraldi; virtist stundum
líkt og hann stæði á mótum
tveggja heima. Svo var honum
hugleikið og létt að leiða menn úr
myrkri harma og hugarangurs yf-
ir í sólskinslönd samúðar og ei-
lífrar gleði.
Sá er þetta ritar hefir séð feg-
ursta og tignarlegasta sumamótt
á dimmasta fjallgarði Norður-
lands í Júlílok. Loftið var heið-
skýrt en húm í bláhvolfinu,
Vatnajökull breiddi úr sér í há-
sæti í suðri, miðnætursólin varp-
aði geislum sínum á hafflötinn
við nyrsta tanga landsins. — Meg-
inhluti landsins hvíldi í blámóðu
næturinnar — en glampar sólar-
innar slóu bleikfölum bjarma á
jökulinn.
Göfugustu sálir mannanna varpa
eilífðargeislum á jökulhrannir
mannlífsins.
Útför Haraldar Níelssonar.
fór fram í Rvík 19. þ. m. með
mjög mikilli viðhöfn og að við-
stöddu fjölmenni. Fylking stú-
denta gekk í fararbroddi lík-
fylgdarinnar undir íslenzkum
fána niður í bæinn kl. 1 e. hád.,
en 12 bifreiðar fylgdu líkvagnin-
um. Fyrir framan Háskólann var
staðnæmst og báfu guðfræðingar
kistuna inn í fordyrið. Fór þar
fram minningar og kveðjuathöfn.
Talaði Sig. prófessor Sivertsen,
en stúdentakór söng tvenn ljóð.
Út úr Háskólanum báru kistuna
prófessorar Háskólans. — Þá var
líkið flutt suður í Fríkirkju og
var það samkvæmt ósk hins látna,
að síðasta kveðjuathöfnin fór þar
fram. Stórstúkufélagar báru kist-
una í kirkju. Stúdentakórið söng.
Einar Kvaran flutti ræðu — sam-
kv. ósk hins framliðna — og aðra
ræðu flutti séra Friðrik Hall-
grímsson, fóstbróðir, frændi og
vinur hins látna. Kirkjan var
tjölduð hvítu og skreytt lifandi
blómum. út úr kirkjunni báru
kistuna prófessorar Háskólans.
Frímúrar gengu í heiðursfylkingu
fremstir í líkfylgdinni suður í
ldrkjugarð, þá stúdentar; en fjöl-
menn líkfylgd á eftir kistunni.
Stúdentaráðið bar kistuna inn í
kirkjugarðinn. en þar tóku Frí-
múrar við og báru hana út að
gröfinni. Séra Friðrik Hallgríms-
son kastaði rekunum.
------o------
Styrk skálda og listamanna hefir nú
verið úthlutað. Þessir fá skáldastyrk:
Jakob Thorarensen 1000 kr.; Stefán frá
Ilvítadal 1000 kr.; Páll J. Árdal 1000
kr.; Guðm. G. Hagalín 700 kr.; Theo-
dór Friðriksson 500 kr.; Sigurjón Jóns-
son 500 kr. — Tónlistarfólk: Hermína
Sigurgeirsdóttir 700 kr. námsstyrk,
Sigvaldi Kaldalóns 600 kr.; Þórður
Kristleifsson 500 kr.; Málarar: Jóhann-
es Kjarval 1000 kr.; Þorvaldur Skúla-
soi: 500 kr.
Meistaramót í Iþróttum ætlar íþrótta-
samband íslands að heyja á Akureyri
í Júlímánuði n. k., eftir því sem »í-
þróttablaðið« skýrir frá. — Verða á
allsherjarmóti 1. S. 1., er hefst 17. Júní
í Rvík, valdir menn til þess að keppa á
meistaramótinu, fyrir þau félög er taka
þátt í allsherjarmóti 1. S. 1.