Dagur - 29.03.1928, Side 2

Dagur - 29.03.1928, Side 2
56 DAGUR 14. tbl. ÍLínuverKl tjargað og ótjargað, allar tegundir, Önglar og taumar fyrir mótorbáta W® og árabáta. *** Grenslist um verð áður en þér festið kaup annarstaðar. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. Um víða veröld. Frá Dönum. Á ársfundi danska friðarvinafé- lagsins 1 Kaupmannahöfn í Febr- úar s. 1., flutti dr. Guðmundur í'innbogason tillögu sína um það, að þeir stjórnmálamenn þjóðanna, sem greiddu atkvæði með því að farið yrði í stríð, væru skuld- bundnir til þess að fara sjálfir á vígvöllinn, og berjast þar í fylk- ingarbrjósti. — Annar ræðumað- ur á friðarfundinum bætti þeirri kröfu við uppástungu Guðmund- ar, að ritstjórar þeirra blaða, sem hvettu til styrjalda, ættu að fylgj- ast með stjórnmálamönnunum á vígvöllinn. — Þessar tillögur verða sendar friðarfélögum ann- ara þjóða. Gullfjötrar. Afleiðingar gengis- hækkunarinnar í Danmörku hafa orðið Dönum dýrkeypt reynsla. Landmandsbanken hefir nú á nýj- an leik við síðastliðin áramót lent í botnlausum kröggum. Aðal- bankastjórinn þar sagði af sér starfinu, af því að allar leiðir virt- ust lokaðar fyrir bankann. Og ríkisstjórnin hefir leitað ýmsra bragða síðustu mánuðina. Green, bankastjóri þjóðbankans danska, dvaldi fyrri hluta Febrúar í Eng- landi, til þess að útvega lán handa ríkinu og Landmandsbanken, en það bar engan árangur. Dagblaðið »Börsen«, sem talið er að standi mjög nærri Green bankastjóra, sagði nýskeð um Landsmandsb.málið, að stjórnin væri búin að varpa frá sér allri forgöngu um viðreisn bankans en hefði kvatt útlenda fjármálamenn í flughasti til Khafnar, til þess að gefa ríkisþinginu nauðsynlegar bendingar og nýjan fjármála- grundvöll til að byggja á. En rík- isþingið virðist taka málið mieð meiri ró, og hefir verið ákveðið að skipa þingnefnd til að athuga það. Hinir erlendu fjármálamenn eru farnir heim til sín, en þeir fengu þinginu í hendur skilmála og ákvarðanir, sem það yrði að hlíta til þess að fjármagn stór- þjóðanna yrði leitt inn í landið til lausnar á bankakreppunni. — Það eru skattgreiðendur ríkisins, sem eiga að bindast hinum er- lenda skuldafjötri og vinnulýður- inn í landinu. Og ennfremur hefir það heyrst, að höfuðskilyrði fyrir því, að fjármálaburgeisarnir láti Landmiandsb. fá smálán, sé, að þeim sé jafnframt falið að útvega danska ríkinu 150 milj. kr. ríkis- lán! — Stjórnmálamenn og fjár- málafræðingar Dana hafa stjórn- að bönkum þeirra og gengispóli- tík, síðan 1920, á þann hátt, að lánveitendur og gullkongar stór- veldanna eru nú búnir að setja þeim stólinn fyrir dyrnar, og skipa þeim þau skilyrði á pen- ingamarkaði heimsins, sem kúg- aðar þjóðir verða að lúta. Ýmsir gengishækkunarpostular hér á landi hafa bent á gengis- pólitík Dana og Norðmanna fs- lendingum til eftirbreytni. En gullfjötrinum hefir nú verið rent svo fast að hálsi þeirra, að á- stæðulaust er fyrir íslendinga að öfunda þá. Jarðhiti. í nýlendum Hollendinga á Java og eyjum þar í ki'ing er jarðhiti mikill, eldfjöll "og brennisteins- hverir. Hollendinga hefir langað til að nota þessa neðanjarðarorku til framleiðslu á rafmagni, og hafa þeir því að dæmi ítala borað niður í eitt hverasvæðið. í 66 m. dýpt hittu þeir hveragöng; þar fengu þeir úr holunni, sem var 16—20 cm'. víð, 8000 kg. af gufu á klukkustund, og var þá gufu- þrýstingurinn 2/2 loftþrýstingar. Þetta svarar til 900 kílowatta, eða þar um bil. Ekki er enn farið að nota gufuna til rafmagnsfram- leiðslu; en haldið er áfram að bora fleiri holur, því að þeir vilja taka gufuna dýpra niðri ef hægt er. Ný fólks- og vöruflutningaskip, 18 að tölu, á að byggja og full- gera á næstu mánuðum, til ferða á milli Evrópu og Ameríku. Tvö þessara skipa verða stærri en stærsta skip, sem nú er á floti. Eitt skiþ »White Star«-línunpar verður um 60 þús. tonn; og Cun- aid-línan ætlar að byggja annað af líkri stærð. Hamborgar-Ame- ríku-línan ætlar að láta byggja 8 skip á næstu árum og eru tvö þeirra eingöngu ætluð til farþega- flutninga. Skandinavisku gufu- skipafélögin þrjú, sem hafa skip í förum til Ameríku, eru að und- irbúa skipabyggingar — eitt fyr- ir hvert félag. Sextíu þúsund tonna skipin, sem White Star og Cunard lín- urnar láta byggja, munu kosta um 15 ntiljónir dollara hvort, full- gerð. Þessi skip eiga að hafa 26 hnúta hraða og geta farið á 4—5 sólarhringum milli Evrópu og Ameríku. Hraðskreiðustu far- þegaskipin hafa nú 28. hnúta hraða. -----o----- Axel /ónsson frá Ási. Sungið við útför hans í Garðs- kirkju 18. Október 1927. Lag: Fyrst boðar guðs, o. s. frv. Alt líf í heim skal lúta drottins vilja, en lögmál guðs er okkur vandi’ að skilja. Hann gefur, og hans gjafir eru dýrar, hann grætir svo þær verði okkur skýrar. Vor móðurjörð, vor eyjan hvíta heiða, þjer hefir, Axel, þakkarskuld að greiða, því hreinni trú á framtíð lands og ' lýða er leitun á, og mætti fara víða. í augum þínum eyjan var sú drotning, er átti þína dýpstu þrá og lotning. í faðmi hennar ykkar ást nam skarta. Þið áttuð paradís við landsins hjarta. Sá blómareitur var þinn allur auðui'. Þó ei þar flyti málmur dýr"og rauður var starf þitt göfug-t gleði himin- borin svo gæfa þín varð ei við neglur skorin. Þó haustsins kuldi hafi líf þitt tekið, þinn hjartans mátt hann ei á braut fær rekið; slíkt kærleiksbál ei grefur moldar- mökkur það megnar upp að lýsa dauðans rökkur. Að vísu er stirnuð höndin sú er hlúði f svo heljarstormur jafnan burtlu flúði, en vernd þín ei er vikin burt, hún lifir — þú vakir kæra blómareitnum yfir. Þín minning verður vori jafnan bundin, þín verður minst er sólin roðar lundinn, því hugur þinn var á því sviði allur, og alt þitt starf ber vorsins fórn- arstallur. Bjöm Haraldsson. -------o------ Ritfregn. Theódór Friðriksson; »Líf og blóðc. Bókaverzlun Þorst. M. Jónssonar. Ak- ureyri MCMXXVlíi. Saga þessi hefir til frásagnar einn þátt þeirra hjaðninga víga er altaf eru háð á vígvelli hverrar kynslóðar. Andstæðurnar eru: Auður og örbirgð. Þarna er enn einu sinni sögð saga hins ríka og fátæka. Það efni sýnist altaf jafn nýtt, og veita gnótt efna til sagnagerðar og annara rita. Á síðustu tímum er um þetta ritað af fjölda manna. Væri ósann- girni að segja að þeir menn þykist ekki hafa fundið lausn þessa vandamáls. Þó virðist sem sú lausn sé ennþá meiri f orði en á borði. Ekki sýnist það tilgangur höf. að sýna hvernig leysa skuli úr vanda- málum þeim er auður og örbirgð skapa, manna á milli. En hann lýsir átökunum, sem verða milli ágengs og drotnunargjarns kaupmanns, og sérstaks verkamanns, er öðrum fremur hefir kent til undan ánauð- aroki kaupmannsins. Lýsingin er skýr. Gegnum sjón- auka söguskáldsins, sér lesandinn vaxtarlag og andlitsfall persónanna. En það er einn af höfuðkostum hveirar sögu. Sögufólkið verður að líða fyrir innri augu lesandans, »eins og sýning skuggamynda á tjaldic. Höf. virðist hafa lifað sögu sína. Hún er sögð af hugkvæmni og skilningi þess manns, er verið hefir meira en áhorfandi á vígvelli lífsins. Ein aðalpersóna sögunnar er Vestur-íslendingur — Stevenson. — Hann er auðvitað flugríkur — milljóner — eins og íslendingar hugsa sér alla sem frá Ameríku koma! Erindi hans er að hefna sín á manni, er eyðilagt hefir foreldri hans og systur. Sá maðurer kaup- maðurinn. Ófyrirsjáanlegir 'leikir örlaganna, á taflborði orsaka og afleiðinga, deyfa hefndarhug Stevenson’s. En hann er , barn sinnar tíðar. Hann er fóstursonur þess hefndarofsa og fyrirgefningarleysis, er heims- ófriðurinn mikli skapaði, Stevenson hafði gengið undir jarðarmen þeirrar hörku og fjandskapar er vestur- vígstöðvarnar ólu á stríðsárunum miklu. Þessvegna getur hann ekki unnið bug á sjálfum sér, og rétt deyjandi fjandmanni hönd sína til sátta, þrátt fyrir rólegar og spak- legar fortölur hinnar göfugustu konu — — konu sem hann elskar, en vill ekki í metnaði sínum viður- kenna fyrir sjálfum sér, að sé sér kær. Kona þessi er Þrúður dóttir kaupmannsins. Hún kemur til Stevenson’s, að kvöldi til og biður hann ganga með sér heim til föður síns, og veita bonum fyrirgefningu sína. Stevenson synjar henni þessa. Nóttina eftir er norðangarður, Stevenson fer ekki af fötum þá nótt. »Hann er órólegur, og augu hans blika sem stál«. Þegar morgnar, sjást um-merki brimsins, það hefir grafið undan gömlurn skúr er kaupmanni tilheyrði. og dreift viðum hans um fjöruna. Fánar blakta f hálfa stöng: Brandur kaupmaður er dáinn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.