Dagur - 18.05.1928, Blaðsíða 3

Dagur - 18.05.1928, Blaðsíða 3
22. tbl. DAGUR 87 •- § • « • « • UPPBOÐ verður haldið á Möðruvöllum í Hörgárdal Þriðjudaginn 29. Maí. Verður þar selt: Sófi, stólar, borð, skrifborð, skatol, skápur, hvorttveggja úr eik, ýmsar myndir, bækur og ýmislegt fleira. Uppboðið byrjar á hádegi. Uppboðsskilmálar verða birtir á staðnum. Möðruvöllum 15. Maí 1928. Jón Þorsteinsson. •••••••••• í fáum orðum sagt, þá lít eg svo á, að bók þessi sé þess virði, að efni hennar sé rækilegur gaumur gef- inn. Um það munu menn best sann- færast við yfirlestur hennar. Þýðing og annar frágangur bókar-' innar er í besta lagi. Þeir sem bókina vilja eignast, geta snúið sér, annaðhvort til Ingimars Oskarssonar, Oddeyrargötu 19 eða til Lesstofu Ouðspekinema í Brekkugötu 7. I. Ó. —------o------ Bæjarstjórakosningin fór fram í Samkomuhúsi bæjarins lö. þ. m. — Úrslitin urðu þau að Jón Sveinsson bæjarstjóri var end- urkosinn með 804 atkv. Jón Stein- grímsson hlaut 393 atkv., en 21 at- kv.seðlar voru ógildir. — Þessi nið- ur§taða kosningarinnar er að öllu leyti einkennileg og athugaverð fyr- ir verkamannaflokkinn hér í bænum. Þegar litið er á þátttöku flokkanna í þessari kosningu, sem yfirleitt var sótt .af talsverðu kappi, þá er það augljóst að íhaldsflokkurinn hefir nálega óskiftur kosið JónSveinsson og það er mjög vel skiljanlegt, því hann var einkum þeirra fulltrúi, enda þótt þeir hafi opin augu fyrir göllum hans sem bæjarstjóra; í- haldsmenn tóku af kappi þátt í kosningunni og hafa greitt Jóni Sveinssyni yfir 500 atkvæði. Aftifr á móti hafa verkamenn klofnað hast- arlega og fullur helmingur þeirra, eða um 250, kosið Jón Sv., en hinn hlutinn ca. '220—30 hefir kosið Jón Steingrímsson. — Um afstöðu sam- vinnumanna í bænum við þessa kosningu má geta þess eftir ná- kvæmum upplýsingum frá kunnug- um mönnum, að þeir hafa venjulega á að skipa yfir 200 atkvæðum og af þeim hafa nú ca. 150—60 kosið Jón Steingrímsson. Einstöku Framsókn- armenn kusu Jón Sv., sem kunnugt er um. Jón Steingr. mun hafa hlotiö 10—15 atkv., sem venjulega hafa fylgt íhaldsmönnuin við kosningar. Þessar upplýsingar sýna að íhalds- menn og Samvinnumenn hafa hald- ið sínum samtökum nokkurnveginn hver fyrir sig í andstöðu eins og áður; aftur á móti hafa verkamenn veitt Jóni Sv. meirihlutann af liði sínu, en brugðist fulltrúa flokksins og þó hafði flokkurinn forgöngu að frainboði Jóns Steingrímssonar. Virðist svo sem undirskriftasmölun- inni í vetur hafi verið vel framfylgt. Ennfremur er álitið að atvinnuleys- ingjum og fátækum mönnum í bæn- um, þyki sá Jón miklú betri, sem telur sig hafa ráð á að lofa þeim bæjarvinnu og riflegum fátækra- styrk, heldur en hinn Jóninn, sem krefur um skattgjöldin og útsvör þau, sem erfið^st er að innheimta, en bæjarstjórinn á úr að spila tiL þurfalinga bæjarfélagsins. Samvinnumenn geta fyrir sitt leyti sætt sig vel við að þeir bera enga ábyrgð á kjöri Jóns Sveins- sonar eða starfsemi hans fyrir bæ- inn næsta kjörtímabil. Hann hefir aldrei stutt samvinnustefnuna og engar líkur eru til að hann breytist neitt að starfhæfni né staðfestu, þó hann hafi hlotið þenna atkvæða- fjölda við kosninguna. Hvort sem hann verður starfandi eða starflaus í þjónustu bæjarins, þá verður hann það á ábyrgð ' íhaldsmanna og tvístraðra verkamanna. -------o-------- Athugasemd. 1 18. tbl. Dags þ. á. er grein með yf- irskriftinni: »Til þingeyskra kvenna og karla«, eftir einhverja stúlku er nefnir sig G. Vil eg leyfa mér að gera svolitlar athugasemdir við greinina, sérstaklega þó eitt atriði í henni, vegna þess að þar er bæði rangt og óvingjarnlega til orða tekið í garð Laugaskóla, og er þar af leiðandi höfundinum til lítils sóma. Þetta atriði, sem eg á hér við, eru orðin um búninga kvenfólksins á al- þýðuskólanum á Laugum. Eg víl leyfa mér að spyrja þessa hátt- virtu G., hvort hún sé svo kunnug hin- um daglega klæðnaði kvenfólksins á Laugaskóla, að hún geti sagt frá eigin brjósti það sem hún segir, eða hvort hún hafi farið eftir misjöfnum fréttum annara, því ekki get eg að óreyndu ætl- að henni, að hafa sagt þetta í neinum illum tilgangi. Höf. segir, að mikið hafi borið á hvötum til þess, að apa eftir erlendum búningum kvenna með stuttum kjólum þunnum sokkum og peysum, prjónuðum úr silki. Þó að þessi setning- sé ákaf- lega grunntæk, er hún þó nóg til þess að gefa ranga hugmynd um klæðaburð- inn, þeim, er ekkert þekkja málavöxtu, en grípa á lofti hverja þá flugu, er orð- ið gæti Laugaskóla fremur til minkun- ar, mundu þeir, sem vel kunna að fara með efnið, ekki vera lengi að laga þetta til, og kalla Laugaskóla tískubæli, ef ekki öðrum ennþá verri nöfnum. Eg get bcrið um það af eigin sjón og reynd, að klæðaburður kvenfólksins i Lauga- skóla er alls ekki lakari en alment ger- ist upp til sveita og jafnvel betri ef nokkur munur er. Annars er það alleinkennilegt að vera að tala um eftiröpun kvenfólksins á Laugaskóla í klæðaburði, því það er vit- anlegt, að það kemur með búninga sina með sér að mestu eða öll.u leyti, og er því alls ekki hægt að saka skólann sjálf- an um jiað, þó einhver kjóllinn þyki fullstuttuy eða sokkar fullþunnir á eir.hverri stúlkunni. Við því er tæplega unt að sporna, þó að þangað komi ein- hver stúlka sem eltir tískuna i »líf og blóð«, því að »misjafn sauður er í mörgu fé«. Eg hefi séð margar stúlkur á Lauga- skóla í prjónapeysum úr íslenzkri ull, en eigi minnist eg þess að hafa séð þar neina kápu prjónaða úr silki, eins og G. ev að tala um. Eigi fæ eg séð, hvernig á, í Laugaskóla, að »stemma á að ósi með þessa »tiskubúninga«. Ætli það þætti ekki einkennileg inntökuskilyrði við skólann, að kjólar kvenna væru með vissu lagi, sokkamir nógu þykkir, peysur ekki úr silki o. s. frv.? Hitt er ekki nema rétt og þarft, að víta tískutildur kvenfólksins nú á tím- um, en það er ekki rétt, að blanda Laugaskója inn í þær umræður á þann veg, sem G. gerir. Því það munu fáir eða jafnvel engir skólar hér á landi vera þjóðræknari en einmitt Lauga- skóli þegar á alt er litiö. Þá var það annað atriði, sem mig langaði til að minnast örlítið á. Það eru orð G. um það, að nú tigni karlmenn sína eigin mynd illa apaða hjá kven- fólkinu. Eg hugsa að það séu ekki margii' karlmenn, sem þykir fallegra, að stúlkurnar gangi á »buxum« með »snoðkoll«. Eg er sannfærður um, að alt þetta »búningstildur« kvenþjóðar- innar, svo sem »reiðbuxur«, »snoðkoll- ar«, þunnir gegnsæir sokkar, stuttir kjólar og ermalitlir, háir stígvélahælar o. s. frv., er lítilsvirt af flestum karl- mönnum, sem maklegt er. J. Búcli. -----0------ I A viðavangi. »Borgaralcg samtök« kallar »ísl.« kjósendaflokk Jóns Sveinssonar. Við þetta ér það að at- huga að samvirinumenn hér í bæn- uni mælast undan þeirn heiðri, að vera taldir í þeim samtökum! og að þeir munu ekki taka þátt í slíkum samtökum framvegis til þess að styðja til valda stefnulaus verkfæri »al!ra flokka«, sem íhaldsmenn hér í bænum kunna að uppgötva og gylla hræsnisblæju flokksleysingj- ans í augum kjósenda. »Vasaútgáfa«: Engum er það ljósara en ritstj. »ísl.«, hversu það er létt verk og löðurmannlegt að gefa út vasaút- gáfu af öðrurn blöðum. Enda er það öllum lesendum »ísl.« ljóst, að hann skrifar engan leiðara eða blaðagrein um landsmál, öðruvísi en eftir »Verði« og- »Morgunbl.«. Þessvegna er honum, meðal annars, greitt fremur lágt kaup. Danir kjósa »sjálfstæðismann« fyrir bæjarstjóra. íhaldsmenn sóttu bæjarstjóra- kosningúna af miklu kappi, og á- hugi þeirra náði einnig til danskra borgara hér í bænum. Harald Vest- ergaard umboðsmaður eigenda Hinna sameinuðu ísl. versl. kom á kjörþingið og mun hafa kosið Jón Sveinsson. Hann hefir sennilega orðið mjög snortinn af harðfylgi bæjarstjórans í Oddeyrarkaupamál- inu um árið! Afstaða Framsóknarmanna. »ísl.« er að blaðra um að félag Framsóknarmanna hér í bænum hafi ákveðið að taka enga afstöðu til bæjarstjórakosningarinnar. Það nægir að lýsa því yfir að þetta eru tilliæfulaus ósannindi. Félagið hefir aldrei rætt eða samþykt neina á- kvörðun i þá átt. Simskeyti. Rvík 18. Maí. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að senda dr. Björn Þórðarson utan viðvíkjandi umsókn um upptöku ís- lands í Þjóðabandalagið. Ráðgert er að íslenzk leiksýning fari fram í Khöfn fyrir forgöngu Soffíu Kvaran, sem er hingað komin ti! undirbúnings. Rosenberg hefir keypt »Hotel ís- Iand«. Helsingfors var skreytt íslenzk- um og dönskum fánum þegar kon- ungur og forsætisráðherra íslands stigu á land og leiknir voru þjóð- söngvarnir: »Kong Kristian« og »Ó Guð vors lands«. Finsk blöð minn- ast íslands hlýlega í tilefni af heim- sókninni. Svalviðri sunnanlands. Afli á botnvörpunga sæmilegur. Berlín: Lithauen hefir felt tillögu Fóllands um öryggissamning á milli Póllands og Lithauen. Mikill mann- fjöldi safnaðist saman í Kovno dag- inn, er þetta skeði og lét í ljós and- úð gegn fulltrúum Póllands, sem sömdu við Lithauen. Lögreglan neyddist til þess að skerast í leikinn. Khöfn: Finnur Jónsson prófessor hélt síðasta fyrirlestur sinn við Hafnarháskóla á Föstudaginn var. Var hann kvaddur af kennurum og stúdentuin með viðhöfn og virktum. -----o----- Fr éttir. Áskell Snorrason söngkennari heldur söngskemtun á Simnudaginn í Akur- eyrar-Bió; syngur hann þar meðal annars lög eftir Steingrím K. Hall í Winnipeg', sem ér viðurkendur tónlist- armaður þar vestra. Ennfremur syng- ur hann nokkur lög eftir sjálfan sig. Áskell hefir hin beztu meðmæli frá Þjóðverjanum Kurt Haeser, sem Akur- eyrarbúum er að góðu kunnur. Hafði Haeser kynt sér ýmsar tónsmíðar hans og gefið þeim þann vitnisburð, að þær sýndu ágæta tónlistargáfu og hljómlist- arþekkingu á háu stigi hjá höfundin- um. Má vænta þess að bæjarbúar fjöl- menni á svo frumlega íslenzka söng- skemtun. Kristjáni Karlssyni bókara við útbú íslandsbanka á Akureyri, hefir verið veitt bankastjórastaðan yið aðalbank- ann í Reykjavík. Jens B. Waage lét af því starfi sökum veikinda. Hjúslcapur: Ungfrú Jakobína Tulin- is frá Akureyri og Sigurður Thorodd- sen úr Rvík, voru nýlega gefin saman í hjónaband á Breiðumýri í Reykjadal. Bjami Bjamason læknir frá Geita- berg'i og frú hans komu með »lslandi« í gser og setjast hér að.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.