Dagur - 18.05.1928, Blaðsíða 2
86
DAGUR
22. tbl.
•»•••••»••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••♦«»»»»»
Nýkominn
farmur af
sænsku timbri.
JWikil verðlæKKui).
KAUPFEL. EYFIRÐINGrA
Myndastofan
Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga
frá klt 10—6.
öuðr. Funch-Rasmussen.
________________________
Sigríður Árnadóttir.
Aðfaranótt s. 1. Sunnudags (13.
Maí), andaðist að heimili sínu
Stóru-Breiðuvík í Borgarfjarðar-
hreppi húsfrú Sigríður Árnadóttir,
inóðir Jóns Sveinssonar bæjarstjóra
á Akureyri.
Hún var fædd 8. Marz 1859 að
Árnastöðum i Loðmundarfirði.
Bjuggu foreldrar hennar þar og ólst
hún upp hjá þeim, þar til hún giftist
Sveini Bjarnasyni frá Heykollsstöð-
uin í Hróarstungu árið 1884. Bjuggu
þau hjón fyrst nokkur ár á Árna-
stöðum og síðan lengst af í Húsavík
í Borgarfjarðarhreppi. Börn þeirra
Sveins og Sigríðar, sem upp kom-
ust, eru: Bjarni verkstjóri á Bakka-
gerði i Borgarfirði, Páll bóndi í
Stóru-Breiðuvík, Jon Sveinsson
bæjarstjóri á Akureyri, Þórhildur,
kona Steins Ármannssonar bónda á
I
Bakkagerði og Arnbjörg kona Guð-
mundar Jónssonar bónda á Mýrar-
lóni.
Sigríður Sál. var meðalkona að
vexti, tápmikil og atorkusöm, með
fríðustu konum sýnum, jafnan glað-
leg og alúðleg í viðmóti og svo jafn-
lynd, að sjaldan sást henni bregða.
Hún var gestrisin með afbrigðum og
svo greiðvikin, að hún vildi öllum
gott gera.
Svo varkár var hún í orðum, að
þeir, sem voru henni kunnugastir,
segjast aldrei hafa heyrt hana
leggja nokkrum manni misjafnt til.
Hún var mjög vel greind, skrifaði á-
gæt bréf óg þrátt fyrir það, þótt
hún fengi aldrei neina skólamentun,
þá finnast vart stafafeil í bréfum
hennar. Hún las mikið og var því
fróð og vel að sér. Vinsæl var hún
af öllum, sem þektu hana, og mun
hennar því mjög saknað í sveit
hennar. En mest er þó eftirsjá að
henni börnum hennar og þó sérstak-
lega manni hennar, sem nú er nær
því sjónum þrotinn.
Móðir Sigríðar sál hét Þorbjörg,
alþekt merkisY og gáfukona. Var
hún dóttir Páls Guttormssonar,
Guttormssonar, Guðmundssonar
prests Ingjaldssonar að Hofteigi;
var kona hans Elísabet dóttir Hans
Wíum sýslumanns. Páll Guttorms-
son, afi Sigríðar, var kominn af
hinni alkunnu Melaætt. i aðra ætt-
liöi var Sigríður sál. komin af góð-
uni bændaættum á Fljótsdalshéraði.
Þorsteinn M. Jónsson.
-------o--------
„lðunn“ XII. 1. h.
Þetta hefti er fjölbreytt og að
ýmsu leyti frumlegt að efni og ber
af þessa árs heftum allra annara
ársfjórðungsrita hér á landi. Full-
komnasta hlutverk slíkra tímarita
ei að vekja lesendur sína til að
hugsa um þau verkefni og kenning-
ar, sem efst eru á baugi í þjóðlífinu,
og flytja þeim merkustu nýjungar
um erlendar og innlendar bókment-
ir og menningarmál. Þó að þar
kenni ólíkra skoðana og ágreinings
meðal mentamanna þjóðarinnar, þá
skýrir það málin og skerpir athygli
fjöldans. »Iðunnar«-heftið er efnis-
ríkt og hugmyndafrjótt á þessu
sviði. í »Vöku« er of mikið af þurr-
um fræðigreinum, en minna um nýj-
ungar; í Eimreiðinni ber mest á
fróðleikssamtíningi og sögum.
Jakob Thorarensen birtir þrjú
kvæði í »Iðunni«, að efni og formi
samstæð öðrum kvæðum sínurn, og
er kvæðið »Klerkurinn« þeirra bezt:
hin kvæðin eru: »Herðubreið« og
»Boðflennan«, sem svipar til kvæð-
isins urn »Hrefnu á Heiði« en er
bragðdaufara og með reyfarablæ.
Fyrsta ritgerðin i heftinu er eftir
séra Ragnar E. Kvaran; og fjallar
hún um »Flóttann« frá menningunni.
Minnist hann þar á kafla úr ræðum
eftir Guðni. Finnbogason, Guðm.
Friðjónsson og Sigurð Norðdal, þar
sem mest er gert úr þeim menning-
arverðmætum, sem einangrun ís-
lendinga hefir varðveitt, t. d. ritgerð
S. N . um »öræfi og Öræfinga«.
Grein þessi gefur lesendum margs-
konar efni til athugunar og deilu.
Önnur ritgerðin heitir »Samúð,
vanúð, andúð« eftir Björgu C. Þor-
láksson, um sálarfræðisleg efm;
þessi grein hvetur einnig til athug-
unar; nokkuð er þar af óvenjulegum
og nýjum orðum sem virðast frem-
ur vel valin.
I þriðja lagi má nefna ritgerð eft-
ir Jón Signrðsson í Yztafelli: »A1-
þýðan og bækurnar«. Er það þörf
hugvekja með margskonar athug-
unum og nýjum tillögum unr frá-
gang nýrra bóka, bókaútgáfu og
bókaverzlun; síðari hluti þessarar
gfeinar kemur vætanlega í næsta
hefti.
Fjórða ritgerðin er líka fyrrihluti
greinar eftir Steingrím Arason kenn-
ara, undir fyrirsögninni »Frádrátt-
ur«, er það svar við ritgerðinni
»Samlagning« eftir Sig. Nordal, sein
birtist í »Vöku« í fyrra; ennfremur
gerir Steingrímur all ýtarlega grein
fyrir gáfnamælingum og hinum nýju
prófaðferðum , Ameríkumanna við
skólana. Grein þessi er vel og rösk-
lega rituð; virðist' svo sem nokkuð
megi »draga frá« uinmælum Nor-
dals um þessi efni, en annars er hér
um víötæk ágreiningsefni að ræða,
þai sem vænta má að hvor þeirra
Steingríms haldi fast við sínar
matsreglur fyrir lærdómi og þroska
manna.
• í heftinu er og smásaga eftir
Einar Þorkelsson og er lítið í hana
varið, og góður ritdómur um »Hels-
ingja« Stefáns frá Hvítadal eftir
Sigurð Skúlason. Annars er of lítið
uin ritdóma; en heftið er yfirleitt
hið bezta.
Tólfti árgangur »Iðunnar« byrj-
ar glæsilega og ættu nýir kaupend-
ur að gerast áskrifendur. Eldri ár-
gangar fást með gjafverði.
-------o-------
R i t f r e g n.
Vaknið I Börn Ijóssins
134 bls. 8vo. Reykjavík
1928. Verö kr. 3.00 í
bandi.
Téð bók, sem nýlega er komin á
bókamarkaðinn, er þýdd úr ensku máli
af frú Svöfu Þórhallsdóttur.
Bókin er upphaflega færð í letur af
2 ónefndum starfsmönnum vestur í
Kaliforniu, og eftir því sem þeir sjálfir
segja í formála bókarinnar, n. k. inn-
blástur æðri vitundar, en ekki þeirra
eigipn samsetningur.
Við yfirlestur bókarinnar, verður
manni líka ósjálfrátt að hyggja, að
hér séu hinir heilögu Meistarar að tala
til okkar mannanna í ljósi óendanlegs
kærleika og samúðar.
Bókinni er skift í 3 aðalkafla, er
hver um sig skiftist aftur í marga
smákafla. Fyrsti aðal kaflinn heitir
Kallið. Er hann einkum um komu
andlegs fræðara og þá nauðsyn, sem
knýr okkur til að gefa þeirri komu
gaum og undirbúa hana. í sambandi
við þenna kafla er nauðsynlegt að
geta þess, að hér hefir mikil breyting
á orðið síðan hann var færður í letur.
Heimsfræðarinn er þegar
kominn og tekinn til starfa. Boð-
skapurinn um Drottinn kærleikans hefir
þegar rætst. Þýðanda bókarinnar hefir
láðst að geta þessarar stórfeldu breyt-
ingar; en á því var þó fuli þörf.
Annar aðal kaflinn nefnist: Að
verða hæfur. Hann tekur yfir meiri
hluta bókarinnar og fjallar um það,
hvað okkur beri að gera til þess að
ávinna okkur fuilkomna heilbrigði, and-
lega og líkamlega og geta þannig
orðið forvegur æðri vitundar og orku,
þjáðum heimi til blessunar. Sér í lagi
í þessum kafla er margt svo dásam-
lega fallega sagt, að það mun vera
eitt af því allra fegursta sem eg hefi
séð á íslenzku. Það er ómenguð og
sígild lífsspeki sem birt er hér — lífs-
speki sem nær til allra, hverrar trúar
og stéttar sem þeir eru.
Eg get ekki látið hjá líða að til-
færa fáeina staði úr þessum hluta bók-
arinnar. Hvað er fegurra en þessi boð-
skapur um undramátt kærleikans:
»Kærleikur er máttuga aflið í al-
heiminum, sem öll tilvera er háð.
Kærleikur er hljóðfall hverrar frum-
eindar. Kærleikur er sláttur hvers hjarta,
því að kærleikur er hróp sálarinnar.
Kærleikur er alvaldur. Elskaðu meir
— og þú munt brátt öðlast valdið,
skapað af kærleika.
Hagnýt þér mátt hans og þróttur
alheimsins mun verða auðskilinn.
Kærleikur er hið guðdómlega í öllu
— og í hvert sinn, er þú lifir kær-
leika opinberast hið guðdómlega í þér,
og getur, um þig, snert aðra, Engin
lög eru kærleikanum æðri. Kærleikur
er valdið, sem stjórnar heiminum, alt
sem fyrir hann er gert, hefir mátt al-
heimslögmálsins að baki sér.
Tak ekki viðkvæmni fyrir kærleika
— kærleikur er vilji tii þess að
hjálpa.
Aðeins kærleikur getur sigrað hið
illa. Kærleikur er töfraorðið að frelsi,
valdi og veruleik.
Kærleikurinn einn getur sigrað erfið-
leikana á braut þinni.
An máttar kærleika gæti sköpun
ekki átt sér stað — og menn þurfa
að vakna til meðvitundar um það, að
kærleikur er eini mátturinn, sem getur
endurleyst heiminn og veitt sálunni
frelsi. Ef enginn kærleikur væri til,
hvernig gæti heimurinn haldist við?
Fyrir kærleika fékk hann tílveru sína
— af kærleika verður hann endurleyst-
ur (Bls. 38—40).«
Á bls. 78—80 er sagt:
»Sérhver gagnslaus hugsun er mikil
eyðsla á starfsorku; þú ættir ekki að
eyða til einskis neinni hugsun.
Lærðu að geyma krafta þína. Eyddu
ekki jafnvel hinrii minstu orku í gagns-
Iausar hugsanir og smámuni. —---------
%
Einungis hjálpandi sveiflur mega
koma frá huga þínum.
Ger þér að vana að útiloka allar
gagnslausar hugsanir, og lát þær aldrei
aftur móta sig í orð eða orðatiltækL
1 hvert sinn er þú hugsar gagns-
lausar hugsanir, fer tækifærið til að
hjálpa fram hjá þér. Gagnslausar
hugsanir hindra allan þroska.«
Á bls. 84 stendur þessi gullvæga
setning:
»Talaðu aldrei það um neinn, sem
þú óskar ekki að berist honum til
eyrna.«
Og á bls. 86:
»Alt sem sameinar er sannleikur —
alt sem aðskilur er ósannindi.«
Þar sem nefndur kafli ræðir um
tamningu líkamanna og réttu hegðun
þeirra, þá felst í síðasta kaflanum sterk
undiralda hvatningar og leiðbeininga
til allra sem áfram vilja stefna að tak-
marki fullkominnar hamingju — til
þeirra sem ekki vilja gefast upp, fyr
en þeir hafa s é ð og s k i 1 i ð.
Og til hvers? Til þess að hjálpa
þeim sem þjást — til þess að gera
aðra hamingjusama.