Dagur


Dagur - 28.06.1928, Qupperneq 2

Dagur - 28.06.1928, Qupperneq 2
DAGUR 28. tbl. ' 110 > • • • • • • >••••*• ••••-••••* •-• • • -• • • • • • • • •• GLERVARÁ: Skálar, diskar, föt. Postu I i nsvara: m Matarstell, kaffistell, fjöibr. úrval, brauð- föt, diskar, bollapör o. fl. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, sem auðsýndu samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Benedikts sál. Einarssonar hreppsjóra á Hálsi. Aðstandendur. fjH Kaupfél. Eyfirðinga. tm Myndastofan Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-6. Guðr, Funch-Rasmussen. gróðurs, bæði innlendra og út- lendra, náð ágætum þroska í stöð félagsins, og er félagið orðið þekt um land alt fyrir uppeldi sitt á trjáa- og runnaplöntum. Hefir fé- lagið árlega sent frá sér mörg hundruð ungplöntur, og er nú svo komið, að það getur hvergi nærri fullriægt eftirspurninni. Hefir Rækt- unarfélagið með starfsemi sinni á þenna hátt lagt stóran skerf til rannsóknar og útbreiðslu íslenskrar skógræktar. Um þessar greinar starfseminnar og margar aðrar geta menn fræðst við lestur Ársritsins. Félagið hefir verið að færast í aukana að þreki og framkvæmdum á síðustu árum. Mun þar ekki valda minstu um hæfileikar, dugnaður og framsýni þess manns, sem nú er fiamkvæmdarstjóri félagsins. Árið 1926 var viðskiftavelta félagsins nieðtöku og gjaldamegin á hvorum stað nokkuð yfir 200 þús kr., og efnahagsreikningur félagsins sama ár sýnir hreina eign þess full 60500 kr. Á síðustu fjórum árum hefir skuldlaus eign félagsins aukist um nálega 16\þús. kr., og hafa þó eign- ir félagsins á sama tíma verið af- skrifaðar um rúmar 9 þús. kr. Ræktunarfélag Norðurlands hélt þessa árs aðalfund sinn hér á Ak- ureyri, dagana 22. og 23. þ. m. Á fundinum og í sambandi við hann var 25 ára starfsenii félagsins minst á ýmsan hátt. Fundinum bárust heiilaóskaskeyti í tilefni afmælisins. Á fundinum voru haldnir tveir fyr- irlestrar, annar af framkvæmda- stjóra félagsins, ólafi Jónssyni, hinn fyrirlesturinn hélt Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastj. Skýrsl- ur yfir störf félagsins og niðurstöð- ur reikninganna, svo og áætlanir fyrir framtíðina, báru vott um vax- andi þróun og gengi félagsins og bjartar vonir um framtíð þess. Cr stjórn félagsins gekk Stefán Stefánsson á Varðgjá, en var end- urkosinn, sömuleiðis voru endur- skoðendur reikninga félagsins, þeir Davíð Jónsson á Kroppi og Hólm- geir Þorsteinsson á Grund endur- kosnir. Til þess að mæta sem full- trúar félagsins á næsta búnaðar- þingi voru kosnir ólafur Jónsson framkvæmdarstjóri og form. fél. Sig. Hlíðar, en til vara Jakob Karls- son kaupmaður og Stefán á Varð- tíðinni á þessum aldarfjórðungs- tímamótum í æfi þess. Það gerir Dagur hér með fyrir sitt leyti. ------o----- Simskeyti. Rvík 24. Júní. Samningar um kaupgreiðslu á síldveiðum fyrir togara og línubáta voru undirskrifaðir í morgun. Lág- markskaup á togurum er 211.50 kr. á mánuði og preinía 4 aurar á mál- ið af fyrstu 2000 málum í bræðslu, 5 au. af næstu tveimur þús. mála, og 6 au. af niáli úr því. Á línuveið- um er sama kaupgjald og í fyrra. Rvík 27. Júní. Þorgeir Jónsson frá Varmadal vann bæði Stefnishornið og íslands- beltið. Hörmulegt bifreiðarslys vildi til seinnipartinn 25. þ. m. Bifreið, eign Hallgrínis Tulinius, steyptist yfir sig, að því er haldið er, á veginum utan við bæinn, og hentist fólkið út úr henni. í bifreiðinni voru H. Tul- inius, kona hans og börn þeirra, ein stúlka að auk og bifreiðarstjórinn. Frúin slasaðist svo gífurlega, að hún dó á Landakotsspítala um kvöldið. Engum er vel ljóst, hvernig slysið vildi til, en bílstjórinn mun hafa ekiö utan við veginn á kafla, og slysið orðið, er hann ók upp á veginn aftur. Hallgrímur og börn hans meiddust nokkuð, en ekki hættulega. Lundborg, sænskur flugmaður, flaug til Nobile og lenti á ísnum; flaug hann með Nobile til Quest, sænsks hjálparskips; flaug síðan aftur til Nobilemanna, en þá brotn- aði vélin, og situr, hann þar nú. París: Verðfestingarlögin eru gengin í gildi. Frankaseðlar eru innleysanlegir með gulli. 124,21 frankar jafngilda sterlingspundi. Ýms skip og fiugvélar eru að leita að Amundsen, en leitin engan árangur borið enn. Changstolin er dauður. Sundurlyndið eykst milli Kroata og Serba út af morðunuin á þingi Jugoslafa. Átta útlend ferðamannaskip koma hingað; af þeim fara sennilega þrjú til dagsviðdvalar á Akureyri. Frú Astrid Kaaber, kona L. Kaabers bankastjóra, er látin er- lendis af völdum krabbameiris. ------o----- Á víðavangi. Engin nýlunda. hans um bæjarstjórakjörið hér á Akureyri. Valtýr Morgunblaðsmað- ur heldur því fram, að ástæðan hafi verið alt önnur. Hún hafi verið sú, að blaðstjórninni liafi ekki geðjast að skrifum Þórólfs um verzlunar- málin. Það er engin nýlunda, að LJÚG- VITNUM beri ekki saman. Nógu svartur. ÖII svertukaup getur G. Tr. rit- stjóri sparað sér. Svertan kemur af sjálfu sér, þegar ritstj. er að »hag- ræða sannleikanum«. Ekki samvinnuþýður.' Gunnl. Tr. lætur lítið yfir sam- vinnuþýðleik Þórólfs Sigurðssonar. Þetta mun rétt vera í vissum skiln- ingi. Þ. S. hefir aldrei verið lipur til samvinnu um illan málstað G. Tr. og hans nóta. Gulur af öfund er ísl.-ritstj. út af því, að stjórn Útgáfufél. Dags hefir farið hlýleg- um orðum um ritstjórn Þórólfs Sig- urðssonar. Svo er gremjan rík út af þessu, aö ritstj. sýnist vera far- inn að gleyina aðalstarfi íhaldsblað- anna, að rægja ]. ]. dómsmálaráð- herra. Ritstjórinn gerir sér víst ekki há- ar vonir um glæsilegan vitnisburð, þegar hans pólitíska útför frá is- lendingi fer fram. Suðurlandsskólinn. Eins og kunnugt er, hefir lengi verið togstreita um það meðal Sunnlendinga, hvar hinn fyrirhug- aði skóli þeirra ætti að standa. Hefir sú togstreita tafið fyrir því, að skólinn væri reistur. Loks end- aði þessi reipdráttur um skólastað- inn á þann veg, að nokkrir hreppar í Árnessýslu vestanverðri sóttu um ríkisstyrk, til þess að reisa aiþýðu- skóla á Laugarvatni, og varð rikis- stjórnin við þeirri málaleitan. Er sá mikli kostur við þann stað, að þar er nægur jarðhiti fyrir hendi til þarfa skólans. Er nú fyrir nokkru byrjað á byggingu á Laugarvatni. Síðan þessi ályktun var tekin og séð var fyrir endann á því, að skól- ’inn yrði reistur í sumar, hefir Morg- unblaðið ekki náð upp í nef sér fyrir reiði, Er blaðið með sífeldan illindaaustur út af þessari ráðstöf- un, og reynir eftir megni að sá fræ- um sundrungar austur um Árnes- sýslu, auðsæilega í þeirri von, að upp af þeim kynni að spretta það illgresi ófélagslyndisins meðal Ár- nesinga, sem gæti orðið skólabygg- ingunni að falli. Árnesingar hafa svarað þessari iðju Morgunblaðsins á viðeigandi hátt. Ungt fólk úr Árriessýslu, bæði karlar og konur, hefir þyrpst að skólastaðnum og unnið þar sem sjálfboðaliðar. Hafa þessir sjálfboðaiiðar verið úr ung- mennafélögunum. Sannast það enn, að íhaldið hefir æskuna á móti sér og er því á vegi til grafar. Umsóknir um vist á skólanum næsta vetur eru nú farnar að ber- ast bæði úr Árnessýslu og Rangár- vallasýslu. Húsaleiguokur. Byggingarfulltrúi Akureyrar, Hall- dór Halldórsson, hefir skrifað at- hylgisverða grein í »Verkamann- inn«, er út koin 23. þ. m. Vegna að- stöðu sinnar og að gefnu tilefni, hefir H. H. tekið sjer fyrir hendur að rannsaka húsaleigu hér í bæ í sambandi við leiguíbúðir. Honum reiknast svo til, að hæfileg leiga í vönduðu húsi sé 5 kr. á hvern rúm- metra innan veggja yfir árið. En við rannsókn sína hefir hann komist að þeirri . niðurstöðu, að á þessa hæfilegu leigu sé alloftast lagt 100% og stundum jafnvel 400%, 500% og alt upp í 1000%, og það á þann hátt, að lélegustu og óvönd- uðustu íbúðirnar séu hlutfallslega langdýrast leigðar. Þykir honuni þetta ástand óþolandi og telur þaö þurfi tafarlaust enn ítarlegri rann- sóknar við og lagfæringar. Leggur hann til, að þegar næg rannsókn og undirstaða sé fengin, þá sé of háa húsaleigan tekin með leiguskatti, bæði í þeim tilgangi að þrýsta nið- ur húsaleiguokri og til þess að veita þeim, sem byggja, betri lánskjör. Hér skal engin fullnaðardómur á það lagður, að hve miklu leyti byggingarfulltrúinn hefií rétt fyrir sér eða ekki. Hitt ætti öllum að vera Ijóst, að húsaleiguokur í kaupstöð- um styður drjúgum að viðhaldi þeirrar bölvunar, sem nefnist dýrtíð i landinu. Að því leyti er mál þetta alþjóðarmál. Hitt mun og litlum vafa bundið, að mest er okrað á sumum þeim íbúðum, sem naumast geta talist mannabústaðir. Hér er því um mikilvægt mál að ræða, og ættu þeir, er bezt skyn bera á þessa hluti, að taka það til opinberrar umræðu. • - gjá- Allir þeir, sem framför landbú- skapar unna og fegurð íslenzkra sveita, munu óska Ræktunarfélagi Norðurlands gæfu og gengis í fram- Ritstjóri ísl. segir, aö Þórólfur Sigurðsson hafi verið látinn hætta við ritstjórn Dags, vegna skrifa

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.