Dagur - 28.06.1928, Síða 3
28. tbl,
DAGUB
111
Fréítir.
U. M. F. A. fer skemtiför út á Möðru-
vallamela n. k. Sunnudag. Lagt'verður
af stað frá Söluturninum á Oddeyri kl.
10 V2 f. h. — Farið verður á vörubif-
reiðum og kostar farið fram og aftur
kr. 1.25. — Farmiða sé vitjað í sölubúð
K. E. A. fyrir ‘hádegi á Laugardag.
Löfjjafnaóarnefndin hefir að undan-
förnu setið að störfum í Reykjavík; er
þeim störfum lokið að þessu sinni.
Hafði nefndin margt til meðferðar;
snerust nefndarstörfin einkum að land-
helgi og fiskivéiðum og um gerðadóm
milli íslands og Danmerkur. Enn frem-
ur hafði nefndin til meðferðar atriði, er
við koma framkvæmdum síldareinkasöl-
unnar.
Fiðluleikari, P. 0. Bernburg, er hér
í bænum með hljómsveit sína. Hefir
hann tvisvar skemt bæjarbúum með
hljómleik, á Föstudags- og Sunnudags-
kvöldið. 1 gærkvöld hafði hann ókeypis
hljómleik fyrir börn, og' annað kvöld
(Föstud.) hefir hann kveðjuhljómleika
í Akureyrar-bíó.
Mokfiski hefir verið og er enn héf
við fjörðinn.
Gímseyingar komu hingað til bæjar-
ins með Unni í síðustu viku, þar á
meðal prestur þeirra Grímseyinga, síra
Matthías Eggertsson. Voru þeir í
eggjasöluferð. Láta þeir illa af varp-
inu í vor.
Esja kom hér á vesturleið 22. þ. m.
og fór aftur sama dag.
Gestkvæmt er hér í bænum um þess-
ar mundir. -Fyrir og um síðustu helgi
voru það einkum fulltrúar á aðalfundi
Ræktunarfél. Nl., sem hér voru aðkom-
andi; ennfremur Jón Þorbergsson bóndi
á Laxamýri og Hallgrímur Þorbergs-
son bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal.
Fulltrúar á kennaraþing'ið koma nú
m^ð Goðafossi.
Fulltrúar af aðalfundi Sís, þeir Ein-
ar á Eyrarlandi, Ingólfur í Fjósatungu
og Stefán á Varðgjá, komu landveg
að sunnan fyrir síðustu helgi.
Horfur með grassprettu hér norðan-
lands eru í lakasta lag'i. Valda því
langdregnir fmrrakuldar.
. Fimtugur varð Valdemar Steffénsen
læknir 25. þ. m. og' Guðbjörn Björnsson
\ '
kaupm. degi fyr.
Leiðarþing var haldið í Borgarnesi
um síðustu helgi og' talsvert sögulegt
að því er fréttir herma. Voru mættir á
þinginu Jónas Jónsson dómsmálaráð-
herra og Jón Þorláksson. Kastaðist all-
verulega í kekki á milli þeirra og fleiri
fundarmanna, og' lauk svo að Jón
Þorláksson lagði á flótta og flýði af
fundinum.
Frú’Astrid Kaaber, kona L. Kaaber
bankastjóra, er nýönduð í Reykjavík.
Krabbi varð henni að bana. Var hún
hin merkasta og ágætasta kona.
Trúlofun sína hafa oþinberað: Ung-
frú Þorbjörg Stefánsdóttir frá Skógum
á Þelamörk og Jóhann Haraldsson frá
Rauðalæk. Ennfremur ungfrú Frey-
gerður Júlíusdóttir frá Hvassafelli og
Hólmgeir Pálmason í Kálfagerði.
Hood gúmmístígvél,
fullhá — hálfhá — hnéhá. Einnig ofanálímd sjóstígvél,
framúr-skarandi sterk.
Gúmmískór, allar stærðir, ávalt fyrirliggjandi.
Hvannbergsbrœður
Skóverzlun.
U. M. S. E.
heldur héraðsmót á Möðruvallamelum Sunnudaginn 1. Júlí n. k. og hefst
á hádegi. — Þar fer fram: Söngur, guðþjónusta, upplestur, bændaglíma,
hlaup og kappreiðar. — Aðgangur kostar 1 krónu. — Veitingar seldar
i staðnum, Stjórnin.
Tilkynning.
Eg undirritaður hefi opnað verzlun í Strandgötu 49 hér í bæ (fyrv.
sölubúð Sam. ísl. verzl.) og hefi eg þar á boðstólum ýmiskonar matvör-
ur, nýlenduvörur o. m. fl. Vinnuföt, nærfatnaður, tóbaks- og sælgætis-
vörur o. fl.
Verð og vörugæði mun þola samanburð við verzlanir í bænum.
Skipum og skipverjum, sem koma á Oddeyrartanga, og sömuleiðis verka-
fólki, sem sækir atvinnu þangað, er hentugt að verzla hjá mér, enda
munu þar vera margir af mínum viðskiftavinum frá fyrri tíð.
Gjörið svo vel að líta á vörurnar. Allir velkomnir.
EINAR GUNNARSSON.
Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, ekkja
Haralds prófessors Níelssonar, kemur
hingað til Akureyrar með Lagarfoss
næsta Miðvikudag' og fer aftur með
Esju 10. næsta mánaðar. Á meðan hún
dvelur hér, flytur hún tvo fyrirlestra,
og' verður efni þeirra sem hér segir:
1. Krishtnamurti og kenningar hans.
2 Konan, sem hefir tvær vitundir.
Nýtt félug kvað vera stofnað á Sauð-
árkrók fyrir forgöngu Jóns alþm. á
Reynistað, og nefnir það sig »Þjóð-
ræknisfélag«. Tlgangur þjóðræknisfé-
lags þessa er sagður sá, að lokka kaup-
féiagsmenn í Skagafirði frá félagsskap
sínum og fá þá til aö stofna pöntunar-
félag. Það fylgir og sögunni, að Magn-
ús Guðmundsson, 1. þingmaður Skag-
firðinga, muni fáanlegur til að taka að
sér pöntun á erlendum vörum fyrir þá,
er hallist að þessari pöntunarhugsjón
Þjóðræknisfélagsins, og' leg'gja svo lítið
á vörurnar, sem auragirnd hans þolir.
Þetta þjóðræknisstarf íhaldsins í
Skagafirði kvað fara fram með mikilli
leynd.
Gullbrúðkaup áttu 11. þ. m. heiðurs-
hjcnin Ilelgi Helgason og Sigurfljóð
Einarsdóttir, fyrv. ljósmóðir, frá Grund
í Höfðahverfi. Er Helgi ennþá hinn
ernasti og dvelur nú hjá tengdadóttur
sinni, húsfreyjunni á Grund, en kona
lians hefir verið heilsuveil undanfarið
og dvelur hún hjá börnum sínum hér
á Akureyri. Eitt þeirra er Magnús H.
Lyngdal kaupmaður. -
Dánardægur. Hinn 12. þ. m. andað-
ist hér á sjúkrahúsinu Gabríella Helga-
dóttir, unnusta Odds Ólafssonar, sem
andaðist 5 dögum áður á sjúkrahúsinu.
Degi síðar, hinn 13. júní andaðist
einnig' á sjúkrahúsinu ungfrú Þórdís
Maríusdóttir. — Báðar þessar stúlkur
dóu úr tæringu.
Látinn er í Kristneshæli Helg'i Krist-
jánsson skrautritari héðan úr bæ. Hann
dó 20. þ. m. Hefir hann verið veikur af
berklum um mörg ár.
Hinn 21. þ. m. andaðist ekkjan Rósa
Gísladóttir að heimili sínu Ráðhússtíg
8 hér í bæ, móðir Gísla Magnússonar
verzlunarmanns og þeirra systkina.
Þá er og' látin Herdís Jónsdóttir,
gömul kona á Oddeyri.
Á bíl austur yfir Vaðlaheiði, Ljósa-
vatnsskarð og- Fljótsheiði og alla leið
til Húsavíkur fór Kristján Kristjáns-
son bílstjóri í fyrrakvöld. Fór hann á
stað frá Akureyri kl. 6 og kom til
Húsavíkur kl. íVt um nóttina. 1 g»r
keyrði hann bílinn upp að Skútustöðum
og síðan heim til Akureyrar. Er þetta
í fyrsta skifti, sem farið hefir verið á
bíl alla þessa leið.
Nova kom í gærkvöld frá Rvík. Fór
snemma í morgun austur um til Nor-
egs.
Gefið gaum að auglýsingu hér í blað-
inu um kaup á frímerkjum. Það getur
borgað sig.
Bruni. Föstudaginn 8. júní brann til
kaldra kola lifrarbræðslustöð Kárafél-
agsins í Viðey.
v
Hjónaband. Nýlega voru gefin sam-
an ungfrú Dagmar Helgadóttir og Sig-
urbjörn Friðriksdpn bílstjóri.
Morgunn, fyrra hefti þ. á., er ný-
kominn hingað. Er þetta hefti sérstak-
lega helgað minningu prófessors Har-
alds Níelssonar.
Kosnir prestar. 1 Kálfafellspresta-
kalli hefir verið kosinn sr. Jón Péturs-
son; í Bíldudalsprestakalli síra Helg'i
Konráðsson og í Mosfellsprestakalli í
Grímsnesi síra Guðmundur Einarsson á
Þingvöllum. í hverju þessara presta-
kalla var aðeins einn umsækjandi.
The House of Rank heitir allstórt rit,
sem Degi hefir verið sent. Hefir Snæ-
björn Jónsson þýtt ritið á íslenzku. Er
þar sagt frá hinu fræga hveitiverzlun-
arhúsi Joseph Rank. Þýðandinn hefir
skrifað formála að ritinu, mjög hlýleg-
an í garð Breta. Af riti þessu að
dæma, er þetta verzlunarhús merkilegt
fyrir margra hluta sakir. Rit þetta
prýðir fjöldi mynda af mönnum og
mannvirkjum og að öllu er þaö mjög
veglega úr garði gert.
------o------
Fáein orð
til hr. Páls G. Vatnsdal.
í 18. tbl. Dags liefir hr. Páll G.
Vatnsdal skrifað fljótfsernislegan
dóni um Stuðlamál II. og það án
þcss að sýna nokkur rök fyrir máli
sínu, Hefir það einkent t flesta
Stuðlamála-dóma, að engin rök
hafa verið færð fyrir aðfinslum
þeirra. Sjá allir heilvita menn, að
hægt er að taka hvaða vísu sem er,
og segja að hún sé »hnoð«, »leir-
burður«, »gallagripur« 0. s. frv.
Það cr hægt að segja allskonar
marklausan þvætting um menn og
Kálfskinn
kaupir
Fggert Einarsson.
málefni, en oftast kemur annað
hijóð í strokkinn, þegar krafist er ó-
rækra sannana fyrir því, að um-
sögnin sé rétt. Hr. Páll G. Vatns-
dal skorar á mig »að taka tvær vís-
ur til rannsóknar á ný«. Þó að grein
hr. P. G. V. sé af talsverðum drýg-
indum rituð, skal eg fúslega verða
við áskorun hans, því að umræddar
vísur er auðvelt að verja með rök-
um. En jafnframt skora eg á hr.
Pál G. Vatnsdal að senda úrvals-
vísur eftir sjálfan sig í III. hefti
Stuðlamála, svo að mönnum verði
ljóst á sínum tíma, hvort hann hef-
ir í umræddri grein inælt sér til
sóma eöa vansóma. Skýringar mín-
ar skal eg senda til hr. bóksala Þ.
M. Jónssonar eða beint til hr. P. G.
V. sjálfs, ef hann kýs það heldur,
þegar hann hefir sent vísnasafn sitt,
annað hvort mér eða hr. Þorsteini
M. Jónssyni.
24. Júní 1928.
Margeir Jónsson.
-------0--------
Síldveiði er byrjuð.hér við Eyjafjörð.
M.s Reginn er kominn til Siglufjarðar
með um 600 tunnur síldar og M.s Sjö-
stjarnan er á leið til Krossaness og er
sögð full af síld. Verður ekki annað
sagt en síldveiðin byrji all glæsilega.
Sigurður Sigurðsson búnaðarmála-
stjóri hefir verið hér í bæ að undan-
förnu, fer til Rvíkur með Dr. Alexandr.