Dagur - 19.07.1928, Síða 2

Dagur - 19.07.1928, Síða 2
122 DAGUR 31. tbl. § • 9 •-• K Strigaskór ~ með gúmmíbotnum, nýtegund, afar sterk en þó ódýr: w Barna-skór kr. 3.50. Unglinga-skór — 3.75. Kven-skór — 4.20. Karla-skór — 4.60. •m •iÉ •m •m •m Nýkomið. Kaupfél. Eyfirðinga. 2* Éíliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh lO-ó. Guðr, Funch-Rasmussen. Hugheilar þakkir vottum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför litla drengsins okkar. Guðrún Bjarnadóttir. Magnús Pétursson. iná benda á það, að blað miðstjórn- ar íhaldsflokksins hefir áðtir mjög varað við óþarflega niikilli stúdcnta- framleiðslu og talið hana skaðlega, þó að nú ærist sama blað og ætli aí göflum að ganga yfir því að tak- mörkuð er tala þeirra, er inngöngu fá í Mentaskólann. Sést af öllu þessu heilindi íhaldsmanna í menta- málum þjóðarinnar. í næsta kafla bréfsins stígur þungt andvarp frá brjósti miðstjórn- arinnar yfir þeirri stjórnmálaspill- ingu, að landsstjórnin skuli h-afa leyft sér að kaupa bíl fyrir ríkisins hönd »handa ráðherrunuin til skemtiferða og í snatt«, eins og það er orðað. Mánni verður að spyrja: Settust ráðherrar ihaldsins aldrci svo í bíl, að þeir væru að reka þarf- leg erindi, heldur annaðhvort að skemta sér eða þá í snatt? Hvílíkt ódæði, að ríkið skuli eiga eitt eða tvö farartæki til nota fyrir starfs- menn sína í stað þess að kaupa þau dýrum dómum af öðrum í hvert skifti, sem á þeim þarf að halda! Annars lýsir þetta bílaskraf mæta vel hugsanalággengi þeirra manna, sem sitja í miðstjórn íhaldsflokks- ins og er ekki fleiri orðum að því 'eyðandi. / Þá skýrir miðstjórnin frá því, að Olafur læknir Thorlacius hafi verið setur eftirlitsmaður með berkfa- Jækningum. Ekki er.með einu orði á það minst,' hvort starf þetta sé nauðsynlegt eður eigi, aðeins tekið fram, að hlutaðeigandi læknir sé - »sérstakur vinur og skoðanabróðir dómsmálaráðherra«, ennfremur að laun hans muni »naúmast mjög lág«. Af þessu má draga þá álykt- un, að miðstjórnin hefði steínþagað yfir þessu, ef launin fyrir þetta eft- |r!itsstarf hefðu fallið í skaut ein- hverjum úr íhaldsflokknum. Pening- ar í vasa sinna manna eru henni of- ar í huga en bætt skipulag lieil- brigðismála. Þá kemur að því atriðinu, að stjórnin hafi beðiö foringja danska vaiðskipsins að halda uppi risnu fyrir landsins hönd í fjarveru ráð- herranna í sumar, og kallar mið- stjórnin það »þjóðarminkun«, »að láta danska varðskipið koma fram gagnvart erlenduin gestum eins og húsbónda á heimili hinnar íslensku þjóðar«. Við þetta er nú það að at- huga, að hér er aðeins um að ræða íhaldssannindi, eða nreð öðrum orð- uin hrein og bein ósannindi. Er ekki hægt'að vita, hvort þau eru sprottin upp af ásettu ráði miðstjórnar í- haldsflokksins, eða aö einhver hefir haft hana að ginningarfífli; er þó hið síðara trúlegra. En hvað sem um það er, þá er það sannarleg þjóöarminkun, aö forráðamenn heils síjórnmálaflokks gerist slefberar og sögusmettur um landið þvert og endilangt. Næsti kapítuli fjallar um það, að »Einar Olgeir.sson sósíalistaleiðtogi á Akureyri og Ingvar Guðjónsson hafi í utanför sinni falið Gyöinga- firma í Kaupmannahöfn (Bræðurn- ir Levy) einkaumboð til sölu á allri íslenskri síld fyrir Danmörku og Svíþjóð«. Þó er ekki fullyrt að þetta sé satt, en reynist það svo, »munu ýmsir telja það nýjan vott um það, að leiðtogar Alþýöuflokksins eigi húsbændur yfir sér í Kaupmanna- höfn«. Það var líka vissara fyrir miðstjórnina að fullyrða ekki að þetta væri satt, en þvi þá að vera að hlaupa með það áður en vissan fékst? Nú mun miðstjórnirt hafa fengið þá vissu, og hana á þann veg, að'hún mun sjá þann kost vænstan sjálfrar sín vegna að minn- ast ekki á þetta mál í framhalds- bréfum sínum. ' Svo klykkja bréfritararnir út með þeirri tilkynningu, að olíugeymar Shellfélagsins við Skerjafjörð muni reynast of litlir. Mun sú tilkynning eiga að vekja samúð með einum manni í miðstjórn Ihaldsflokksins, Magnúsi Guðmundssyni. Allra-síðast er svo yfirlit um þær miklu framfarir, sem verði, ef þjóð- in yrði svo náðug að lofa íhaldinu að koinast í meiri hluta. Eitt ineðal þeirra framfara er að drepa einka- sölu á síld! ■ • •• • • • ••• • • ••••••*• Hér að framan, hafa nú verið rak- in aðalatriðin úr þessu upplýsinga- skjali miðstjórnar íhaldsflokksins, en aukaatriðum slept. Gefst nú al- menningi á að líta veiðiaðferðir í- haldsins. Kyndugt er það, aö í sömu andránni og blað miðstjórnar flokksins svívirðir samvinnubændur, skuli hún dirfast að senda nokkruni þeirra þetta andlega fóstur sitt. íslenskir kjósendur. Varið yður á veiöiköttum íhaldsins. -------o------ Finnur /ónsson prófessor kjörinn heidursborgari Akureyrar. Á aukafundi bæjarstjórnar Akur- eyrar, sem haldinn var í vor, og þar sem allir bæjarfulltrúar, sem heima voru í bænum, voru mættir, auk bæjarstjóra, kom fram tillaga um, að Finnur Jónsson prófessor yrði kjörinn heiðursborgari Akureyrar- bæjar, nú er hann líefir fylt 70. ald- ursár sitt. Bæjarstjórnin var öll sammála um, að Finnur Jónsson, sem er fæddur á Akureyri, og óefað að verðleikum langfrægastur allra inn- borinna Akureyringa og allra nú- liíandi íslendinga fyrir vísindaleg afrek í íslenskum fræðum, ætti þenna heiður skilið. Var síðan gert kjörbréf fyrir heiðursborgarann, og sendiherra Sveini Björnssyni falið, að tilkynna honum kjörið á viðeig- andi hátt. Sveinn Björnsson kaus þá leið, að afhenda heiðursborgarabréfið í dálitlu samsæti heima hjá honum Sunnudaginn 1. Júlí. Auk prófes- sors Finns sjálfs og konu hans voru þar viðstödd Klemens Jónsson fyrv. ■ ráðherra og kona hans, landlæknir G. Björnsson, ekkja Júlíusar sál. Havsteens amtmanns, sem lengi bjó á Akureyri, og nokkrir fleiri. Sveinn Björnsson afhenti pró- fessornum bréfið með stuttri ræðu; var svo hrópað íslenskt húrra fyrir heiðursborgaranum og því næst lcikið »Ó, guð vors lands« á flygel og fiðlu: Prófessor Finnur, sem ekk- ert vissi fyrirfram hvað ske ætti, svaraði með innilegri ræðu fyrir minni Akureyrar. Var þessi athöfn óbrotin en þö hátíðleg. -------o------ Prestskosning fór fram á Húsavík 8. þ. m. úrslit: Knútur Arngrímsson lög- lfcga kosinn með 157 atkv. — Jakob Jónsson fékk 104 atkv. og Þormóöur Sigurðsson 16 atkv. Þorsteinn M. Jónsson bóksali og kona bans fóru til Austfjarða með Lagar- fossi fyrir síðustu helgi. A víðavangi. 30 ára sleggjudóniur. Jón Björnsson, ritstjóri »Norö- lings«, vill auösjáanlega þóknast kaupinönnum á einhvern hátt. Helst hyggur hann að geta glatt þá og tinnið hylli þeirra meö því að sparka í kaupfélögin. Hann íer því aö leita í fórum sínum að árásarefni, en finn- ur ekkert og tekur því það ráð að leita 30 ár aftur í tímann og grefur upp óvingjarnleg og órökstudd um- mæli um kaupfélagshreyfinguna eins og hún var fyrir síðustu aldamót. Eru þau tekin úr bók séra Friðriks Bergmanns: »ísland um aldamótin«. Mergurinn í þeim ummælum er á þessa leið: »Nú hafa augu manna opnast, svo að þeir sjá nú flestir og viðurkenna, að þrátt fyrir það, að kaupfélagsskapurinn gerði ofurlítið gott í bili, er nú þetta uppátæki orðið eitt hið mesta átumein og nið- urdrep fyrir velmegun og velferð landsins«.* Hraklega er það gert af Norðlingi að vera að halda á lofti þessum órökstudda og heimskulega sleggjudómi, því hann kastar skugga á minningu hins ágæta, látna manns. Það var að vísu satt, áð ástand kaupfélagsskaparins, á fruinbýlingsárunum fyrir síðustu aldamót, var ekki glæsilegt. Nálega hin eina ' útflutningsvara félags- manna á þeim árum var lifandi sauðir. Var þá kominn afturkippur í þann útflutning, er stafaði frá hömlum Englendinga. Stóð því hag- ur félaganna með litlum blóma, þar sem var að lokast hin eina leið til sölu eigin afurða. En bráðiega fundu forgöngumennirnir ný úrræði sem kunnugt er öllum, er hafa kynt sér þessi mál. En þetta réttlætir þó á engan hátt sleggjudóminn. Það er staðreynd, að munurinn á verði hinna pöntuðu vara félagsmanna og tilsvarandi búðarvarnings kaupnranna var gríð- arlega mikill; reyndist pöntunar- verðið 20—30% lægra en kaup- mannaverðið. Var það nú »eitt hið mcsta átumein og niðurdrep fyrir vtlmegun og velferð landsins«, að félagsmenn fengu vörur sínar að fjórða hluta ódýrari en áður hafði verið? Það þýðir auðvitað ekki að leggja þessa spurningu fyrir Nl., því vitanlega svarar hann ekki af neinu viti eða sanngirni. En henni c-f skotið fram almenningi til athug- unar. Og enn önnur spurning: Var starf þeirra Jakobs Hálfdánarsonar, Ein- ars í Nesi, Jóns í Múla, Péturs á Gautlöndum og Benedikts á Auðn- um, sem á þesum áruni unnu mest Leturbreyting gerð hér. „CEL0TEX“ er einangrunarefni til að klæða innan hús með, svo þau verði hlý. — Fæst hjá Tómasi Björnssyni.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.