Dagur - 06.09.1928, Page 2

Dagur - 06.09.1928, Page 2
152 DAGUR 39. tbl. • • • ••••! B 1» S í 1 d a r m é 1. Fyrst um sinn seljum vér síldarmél á kr. 30.00 tunnuna afhent í Krossanesi. Peir, sem óska eftir að fá síldarmélið þar ytra, vitji afhendingarmiða á skrifstofu vora sem fyrst. Eftir að mélið verður flutt hingað, hækkar verðið sem svarar fiutningskostnaði. Kaupfél. Eyfirðinga. Biiiiiiiiiftiiiliiiiiiiiis Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kL 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. um veiðimanni, sem var að stela frá hans eigin kjósendum. Á síð- asta þingi gerði dómsmálaráð- herra ráðstafanir til þess með lög- um um notkun loftskeyta, að skeytin yrði ekki notuð til aðstoð- ar veiðiþjófnaði í landhelgi eins og áður hefir tíðkast (sbr. skeytin: Ömmu líður vel; ömmu líður enn- þá vel; amma er að byrja að verða lasin). En hvaþ skeður þá? Sumir íhaldsmenn, með ólaf Thors í broddi fylkingar, ætla af göflun- um að ganga, og Morkunblaðið eys skömmunum yfir dómsmálaráð- herra og Svein ólafsson, sem gerðist flutningsmaður þessa máls. Hvernig hægt er að sam- rýma þetta við sterkan áhuga fyrir öruggri landhelgisgæslu, er sú ráðgáta, sem flestum mun reyn- ast erfitt úr að leysa. -----o----- Island og Pýzkaland. Norræna kennara- og rithöfunda- þingið í Liibeclc 27. til 29. Júní ’28. Svo var þá þinginu slitið. Alls höfðu setið það 115 menn, frúr og’ meyjar. Þar af vöru 75 Þjóðverj- ar, 5 íslendingar, 1 Finnlendingur, 16 Danir, 7 Norðmenn og 11 Sví- ar. íslendingarnir voru: bókavörð- ur dr. Sigfús Blöndal, dr. Jón Helgason og mag. art. Björn Þór- ólfsson, allir búsettir í Kaup- mannahöfn, Þorkell Jóhannesson mag. art. skólastjóri í Reykjavík og eg. Eftir um kvöldið var þýskt bjórkvöld (der Beirabend) fyrir fundarmenn og fjölda af borgur- um í Lúbeck. Var mjög fróðlegt fyrir okkur félaga að sjá hvernig það fór fram, sem alt á að fylgja föstum reglum og er þjóðsiður. Þar var mikið sungið, og undir lokin sungum við íslendingarnir »ólafur reið með björgum fram«. Þar hélt dr. Blöndal líka uppi sóma íslands, því að hann söng gólóna mjög prýðilega, en við hin- ir höfðum litla söngrödd og góluð- um þó undir. Þegar flestallir voru farnir, hópuðumst við ísl. og dr. Vogt með nemendur sína frá Kiel, út í horn og fórum að kveða á ís- lenska vísu. Söfnuðust þá til okk- ar eitthvað 20 manns og röbbuðum við saman langt fram á nótt. En á milli voru þulin kvæði, fyrst ís- lensk, þá bar próf. Genzmer fram eitt kvæði úr sinni víðfrægu Eddu- þýðingu, en próf. Bröndum-Niel- sen fór með dönsk kvæði, próf. de Bóor sænsk o. s. frv. í dögun næsta dags kvaddist þessi hugreifi hópur, og það voru hlý þinglok. —-------Eg verð að játa, að eg er of ókunnugur og ungur í þess- um sökum til að fella dóm um þetta þing, en eftir því sem ýmsir merkustu menn sögðu í ræðum sínum, og í einkatali við mig, þá er þessi fundur í rauninni afar merkilegur. Hann er roði af nýj- um degi í samúð, samvinnuþrá og bróðernisanda þessara frænd- þjóða. Hann er vottur þess, að einnig hinar bókmentaauðugu stórþjóðir finna, að enginn, nema hinn ófrjói fáfræðingur, er í raun- inni sjálfum sér nógur. Þessir há- mentuðu vísindamenn stórþjóð- anna’lifa við svo góð andleg skil- yrði, að okkur, sem heima sitjum, og með alt okkar hugmyndaflug, getur ekki dreymt um. Þessa menn, sem sitja við hina andlegu brunna getur dauðþyrst að bergja af okkar lítilfjörlegu andlegu lind- um síðari tíma, hvað þá fornbók- mentanna. Og af samtali við ýmsa þeirra fullvissaðist eg um náinn og' djúpan skilning og ítarlega þekkingu þeirra á lunderni og andlegum hæfileikum okkar ís- lendinga að fornu og nýju, þó að fieiri þektu það mest gegn um fornsögurnar. En þegar eg sá á- huga þeirra og fann þeirra djúpu þrá til að bergja á andlegum lind- um, hvar sem þær væru hreinastar að fá, þá hugsaði eg til okkar ís- lensku alþýðukennaranna, sem þumbumst áfram í starfi án nokk- urrar samhjálpar eða samvinnu. Hver er sjálfum sér nógur. Ef við náum embættisprófi og krækjum svo í viðunandi stoðu, þá álítum við það nóg, og allur fjöldinn læt- ur þar við sitja. Við hugsum ekki nóg um að halda okkur andlega vakandi og vera frjósamir í starf- ••••••••»»««•«»«»»••••«•»•••••••••••*• inu og í lifandi sambandi við hina andlegu strauma með okkar eigin þjóð, hvað þá alheimsmenningar- iiinar. Við virðumst altof oft gleyma því, að börnin eru sálu gædd, og að það er sál barnsins, sem okkur ber að leiða til þrosk- ans. Þessvegna verða skólar okkar kyxstöðuskólar, ef ekki afturhalds. Við tökum fæstir nýjum andlegum straumum, nýjum kensluaðferðum eða nýrri og fyllri skilningi á barnssálinni eða unglingsþroskan- um með neinum sérstökum fögn- uði. Flestir skoða það fyrst með gleraugum tortrygninnar, þangað til það er orðinn forngripur fyrir þeim og fellur í fljót gleymskunn- ar. — En þetta verður að færast í lag. íslenskir kennarar verða að vera andlegir þorstamenn. Við ís- lensku alþýðukennararnir höfum ekki efni á að kasta frá okkur þeim bestu meðölum, sem gætu auðgað okkur og göfgað í starfinu. Við höfum sannarlega ekki efni á því að láta kennaranámsskeið okk- ar farast fyrir ár eftir ár, vegna þess að engir kennarar eru svo andlega þyrstir, að þeir vilji leggja það á sig að sækja þau. f rauninni ætti hver kennari að vera skyldúr tií að sækja kennaranám- skeið 3ja til 5ta hvert ár. En kyr- staðan hefir smækkað kröfurnar. Eldri kennarar þykjast sjálfum sér nógir, og yngri kennarar, sem margir hafa minni laun, þykjast ekki hafa efni til þess. En hvers- vegna höfum við ekki efni ? Af því að viljann vantar. Enda, ef við sýndum í verkinu að kennarar þorfnuðust námskeiða, þá yrðu þau ríflega styrkt. Við höfum ekki efni á því að drepa fleiri menta- málablöð fyrir áhugaleysi og trassaskap kennarastéttarinnar. Við eigum að skrifa í málgagn okkar og sýna því rækt, svo að allir sjái að þess sé þörf. Tómlæt- ið drepur alt. Og því aðeins vinnur kennarastéttin sér álit, að kennar- arnir vinni af áhuga fyrir göf- ugu málefni, en ekki eingöngu vegna launanna. — ------Á þinginu hófu göngu sína tvö þýzk tímarit, sem ein- göngu eiga að fjalla um þýzk-nor- ræn efni. Anað er gefið út íBraun- schweig og heitir »Nordische Rundschau«, en hitt heitir »Deutsch-Nordische Zeitschrift« og kemur út í Breslau. í báðum þessum ritum eru greinar um ís- land og eru þau hin álitlegustu. En nú e)- komið á annan tug ára síðan rit eitt hóf göngu sína, sem heitir »Mittleiung der Islands- freunde« (Málgagn fslandsvina). Bak við rit þetta stendur félag, sem kallar sig »fslandsvinafélag- ið«, og hefir ritið komið út við- stöðulaust frá byrjun og gert mjög mikið að því p,ð kynna ís- land að nýju og fornu fyrir Þjóð- verjum. Sumir hafa lagt á sig erfið ferðalög til íslands, til þess að safna fornminjum eða eftir- myndum og lýsingum á þeim. Þar hefir engin orðið stórvirkari en dr. Kuhn, sem flestir íslendingar hafa heyrt um eða kynst, því að hann hefir nú farið um nálega alt island, fjöll og bygðir. Þá er félagi lians kand phil. Reinhard Prinz, þessi þýzki ástmögur íslendinga, ekki smávirkur. Hver ritgerð hans um ísland rekur aðra. Hann tekur á sig löng ferðalög, um Þýzkaland þvert og endilangt, og sýnir skuggamyndir frá íslandi eða heldur fyrirlestra um fslendinga, og notar hvert tækifæri til að vinna okkur gagn og heiður. Enda leita allir íslendingar til Prinz, sem einhverju ætla að koma í framkvæmd í Þýzkalandi. Prinz er vökumaður fyrir ísland heima í sínu föðurlandi. Þrátt fyrir sitt stranga nám hefir hann altaf tíma fyrir ísland eða íslendinga. Hann vakir á næturnar við að þýða gim- steinana úr nútíðarbókmentum okkar. En eitt þjáir hann, og það er, að hann hefir ekki efni á að afla sér íslenzkra bóka. Mér finst að allir íslenzkir höfundar eða bókaútgefendur ættu að gera sér að skyldu að senda slíkum manni eitt eintak af hverri bók, sem út kemur og einhvers er verð. Það er þeirra mestur hagur sjálfra, að fá það samstundis kynt með stói’þjóð og það bezta þýtt á tungu hennar af slíkri snild, sem hér er unnið. Af þýðingum hans á smásögum, get eg nefnt »Heimþrá« eftir Þor- gils Gjallanda, »Gamla heyið« eft- ir Guðmund Friðjónsson og nú er hann að þýða sérkennilegustu sög- urnar úr »Gráskinnu« þeirra Nor- dals og Þorbergs. Ekki hefir hann ennþá þýtt ljóð svo að eg viti, en maðurinn er skáld gott og til alls góðs líklegur. Okkur heima dreymir ekki um þann andlega fjársjóð, sem við eigum í slíkum fslandsvinum, en við megum ekki við að fyrta þá með tómlæti. Holzburg í Hessen, 25. Júlí 1928. Jón Sigurðsson. -----o------ • Á viðavangi. Fyrir hönd þjóðar sinnar. Ritstjórum íhaldsblaðanna hér í bænum hefir orðið heldur hverft við, er þeir sáu dóm gáfaðs dansks íhaldsmanns um Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, meðal annars það, að J. J. væri maður, sem kynni að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar á réttan og viðeig- andi hátt. Þeim Gunnl. Tryggva og Jóni Björnssyni — þessum brauð-keppinautum — kemur saman um það, að dómur þessa út-lénda flokksbróður þeirra sé að engu hafandi, þar sem hann stingi algerlega í stúf við lýsingar þeirra sjálfra á J. J. Benda má á aðstöðumun þessara manna, til þess að fella réttlátan dóm. »Glögf er gestsaugað«, segir gamalt spak- mæli. útlendi íhaldsmaðurinn kemur sem gestur og getur ekki hafa haft nokkra tilhneigingu til að hlaða oflofi á dómsmálaráð- herra, þvert á móti hefði verið á- stæða til að ætla, að hann hefði orðið fyrir áhrifum frá flokks- bræðrum sínum í Rvík, sem ekki

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.