Dagur - 06.09.1928, Síða 4

Dagur - 06.09.1928, Síða 4
154 DAGUR 39. tbl, • • ♦ • < • •••••••• I • • • • • • •• • I Kolafarm, D. C. B. húsakol, fáum við næstu daga. Verðið er ákveðið ekki yfir KR. 35.00 TONNIÐ við skipshlið. Pöntunum verður veitt móttaka í síma 228. — Jafnframt viljum vér vekja athygli á hinum ágætu »Yorkshire- hard«-koIum, sem vér höfum nú liggjandi hér og seljum á kr. 38.00 tonnið, úr byng. — Kol þessi eru mjög hentug fyrir stærri eldstæði og miðstöðvar, eru hitamikil, en sóta ekki. Kaupfélag Eyfirðinga. Verzlun Kristjáns Sigurðssonar, Akureyri. Auk allskonar kom- og nýlenduvara hefir verzlunin á boðstóium: Leirtau og Glervörur. Járnpotta. Steikarapönnur. Vöfflujárn. Eplaskívu- pönnur. Kaffikönnur. Katla. Herbergisfötur. Mjólkurfötur. Pvottaborð. Pvottaföt. Vatnskðnnur. Náttpotta. Galv. Bala. Vatnsfötur. Bollaparabakka. Bursta. Kústa. Hakkavélar. Kaffikvarnir. Gasvélar. Lampa. Lampaglös. Kveiki o. fl. lampadót. Lugtir og Lugtaglös og fjölda margt fleira. — Ennfremur talsvert af smíðatólum og mikið af öðrum járnvörum. Vefnaðarvörur: Ýms fatatau. Molskinn og vinnufataefni. Boldang. Sæng- urveraefni. Lakaléreft, Hvít Léreft, bleguð og óbl. Flónel. Tvistdúkar 30 teg. Kjólatau 20 teg. Skyrtuefni 10 teg. Stúfasirz. Gardínutau. Voxdúk. Silkibönd. Tvinna. Blúndur. Borðteppi. Borðdúka. Rúmteppi. Svuntur. Sokka. Sokkabandabelti. Hanska. Vinnuföt. Nærföt. Manchettskyrtur. Axlabönd. Hálsbindi. Höfuðföt. Stormtreyjur. Olíufatnað og fleira. Verzlunin tekur ísl. afurðir, svo sem: Vorull og Haustull. Gærur, nýjar, hertar og saltaðar. Kálfskinn. Folaldaskinn. Lambskinn. Glæran Sund- maga og fleira. Fréttir. Dánardægur. Hinn 29. f. m. andaðist Halldór Jónasson kaupm. á Siglufirði. Hinn 31. sama mán. andaðist hér á sjúkrahúsinu Tómas Baldvinsson, ætt- aður úr Svarfaðardal. Hann var aðeins rúmlega tvítugur að aldri. Tómas sál. var mjög sönghneigður og hafði einkar fagra söngrödd, er hann skemti sér og öðrum með í hinum langvarandi berkla- sjúkdómi sínum. Þá er og látin að heimili sínu, Upp- sölum í Öngulsstaðahreppi Ingibjörg Jónsdóttir, kona Jóns Jónssonar bónda þar. Hún var orðin háöldruð kona. And- lát hennar bar að 2. þ. m. Heiðursborga/ri Aknrcyrar, Á síð- asta bæjarstjórnarfundi las bæjarstjóri upp þakkar- og árnaðarúvarp 'til Akur- eyrarbæjar frá Finni Jónssyni prófes- sor fyrir þann heiður, er bærinn hefði sýnt honum, þegar hann varð sjötugur að aldri. Jafnframt sendi F. J. bæjar- stjórninni að gjöf hamar, til notkunar á fundum hennar. Er hamar sá hinn mesti forlátagripur, gerður í líkingu við hinn forna Þórshamar Víkingaaldarinn- ar, og mun mikill máttur fylgja honum. Slys. Nýlega beið maður suður á Kjalarnesi bana af byssuskoti. Var hann norðlenzkur, Matthías lsleifsson að nafni,'frá Ytra-Kambhóli í Arnar- neshreppi. Lánveiting. Á síðasta bæjarstjórnar- fundi var frá því skýrt að fengið væri tilboö um lán til barnaskólabyggingar, að upphæð 100 þús. kr. Lánið veitist til 25 ára, með 5% vöxtum og útborgast með 95%. Bæjarstjórnin samþykti láns- tilboð þetta. Jarðarför Sveins Sigurjónssonar kaupm. fór fram í fyrradag. Starfs- bræður hans í bæjarstjórninni báru kistuna í og úr kirkjunni. Nýja simalínu á að leggja á næsta sumri frá Víðimýri, um Öxnadalsheiði, til Akureyrar. Síðasti bæjarstjórnar- fundur samþykti að taka að þriðjungi þátt í kostnaði við flutning á símaefn- inu frá Bægisá að Bakkaseli. Goðafoss kom á Þriðjudagskvöldið að vestan og var orðinn .4 dögum á eftir áætlun; hafði skipið tafist við að taka síldarmjöl á Önundarfirði. Meðal far- þega voru Þorkell Þorkellsson magister og Jón Guðlaugsson bæjargjaldkeri. Er hinn fyrnefndi sendur af ríkisstjórn- inni, til þess að rannsaka laugavatnið S Glerárgili, Gummí-lím og gummílappar til aðgerða fæst hjá J. M. Jónatanssynl skósmið. HROSSAKET MlOvikudaginn 12. þ. m. kl. 8 e. h. verður fundur haldinn i Samkomuhúsi bæjarins, til að ræða um stofnun hestamannafélags. Allir hestaeigendur á Akureyri velkomnir á fundinn. Akureyri 4. September 1928. Jón Geirsson. Þorsteinn Porsteinss. Sigfús Elíasson. Sig. Ein. Hliðar. Björn Ásgeirsson. T rékassar í ýmsum stærðum, góðir tii uppkveikju, kolageymslu o. fl. Seljast með tækifærisverði í Skóverzlun Ftvannbergsbrœdra. Kú nú i haust. snemmbæra eða tímabæra, óska eg 9 eftir að fá leigða Svar óskast hið fyrsta. Akureyri 5. September 1928. Jón Friðfinnsson. Dökkrauður hestur, gráleitur á tagl og fax, mark: sneitt og fjöður framan vinstra, hefir tap- ast hér úr högunum. Sá, sem finn- ur hest þennan, er beðinn að koma honum til Sigtryggs Benediktsson- ar, Hótel Akureyrí, eða gera hon- um viðvart. Silfurbrúðkaup áttu hjónin, Baldvin Jónsson verzlunarmaður og frú Svafa Jónsdóttir leikkona, 29. f. m. »Fáséður fugU. Sunnanblöðin skýra fiá því, að nýlega hafi sést fáséður fugl í Rvík. Kom 'mönnum ekki saman um h\ aða fugl þetta væri, töldu sujnir það vera uglu, aðrir dúfu, en þriðji flokk- urinn sagði, að þetta væri fálki. Eftir mikinn eltingarleik tókst að handsama þenna fiðurgest höfuðstaðarins. Eftir nákvæma rannsókn á fuglinum var kveðinn upp sá úrskurður, að hann væri hvorki ug'la, dúfa eða fálki, hejdur smýrill. ------0------- seljum við í dag og á morgun. Ketbúðin. Brent og malað Kaff' framleiðum við úr beztu vöru og með nákvæmustu aðferðum. Styðjið það, sem íslenzkt er. Fæst hjá Brynjólfsson & Kvaran, Akureyri* Kaffibrensla Reykjavíkur. Sœnsk handverkfæri Skóflur allskonar, gaflar, undirristuspaðar, höggkvíslar, rákajárn, gref, garðhrífur o. fl. o. fl. ^ss Sæsntk stál er bezt. SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAGA. M U N D L O S-s aumavélar ERU 'BEZTAR. Fást í verzluninni. NORÐURLAND. Elephanf CIGARETTUR (FíIIinn) eru ljúffengar og kaldar. Mest reyktu cigarettur hér á landi. Jarðepli nýkomin. Verð lœgra en áður. Ketbúðin. FJÁRMARK undirritaðs er: Stúf- rifað hægra, blaðstýft framan vinstra. Bjðrn Jónsson Hóli, Svarfaðardalshrepp. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 6. Sfmi 182. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.