Dagur - 13.09.1928, Page 2
156
D AOUR
40. tVL
- •-• •• •-•• • • «
-•■■• •••••••-
mfffffiffffffiifiifiife
B Æ N D U R !
Athugið verð það, er við gáfum síðastliðið ár fyrir framleiðsiu-
vörur ykkar, og þið sannfærist um, að hvergi fáið þið betra verð
fyrir þær.
Uppbætur hafa nú verið færðar á þessar vörur:
Hvít vorull I og II . . 40 aurar á kíló.
Oærur....................12 — - —
Kjöt, alla flokka ... 4 — - —
Endanlegt verð á vörum þessum hefir því orðið:
Hvit vorull nr. I ... kr. 3.60 kílóið.
->- - II ... 2.90 —
Dilkakjöt, >príma< . . . — 1.04 —
— nr. I. a. . . . — 0.89 —
— - I. b. . . . — 0.74 —
Kjöt nr. II — 0.64 —
- - III - 0.54 -
Gaerur . • .... — 2.27 -
Kaupfélag Eyfirðinga.
BtHHtmMHMttHHMa
Myndastofan
Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga
frá kl, 10-6.
Guðr, Funch-Rasmussen.
komandi ári verður þó þörf fyrir
enn meiri fjáröflun en nokkru
sinni fyr, ef vel á að ganga.
Stjórninni hefir fundist margir
bæjarbúar taka altof daufan þátt
í að styrkja félagið. Hún treyst-
ir því, þar sem hún nú hefir færst
í fang að reyna að vinna bæjar-
búurn enn meira .gagn en hingað
til, þá muni þeir líka verða vilj-
ugri til að sýna örlæti sitt og að-
stoð.
En það er auðskilið mál, að
þetta fyrirtæki getur því aðeins
blessast, að Rauða-Kross deildin
mæti góðri þátttöku og velvild
bæjarbúa.
Steingrímur Matthíasson.
p. t. form. R.-K. deildarinnar.
Árbœkur.
i Reykjavík var á öndverðum
síðasta vetri stofnað félag, sem
nefnist Feröafélag Islands. Er til-
gangur þess að stuðla að ferðalög-
um á íslandi og greiða fyrir þeim.
Einkum vill það greiða fyrir ferð-
um innlendra manna um landið
og kynna þeim náttúru landsins
og fegurð þess. En að öðrum
þræði ætlar félagið einnig að vera
til leiðbeiningar og aðstoðar út-
lendum ferðamönnum.
Stjórn Ferðafélags íslands hef-
ir nú gefið út rit, er nefnist Ár-
bók. Er ætlast til, að slíkt rit komi
út árlega framvegis og að í hverju
þeirra verði lýsing á einni ferða-
mannaleið að minsta kosti, og auk
þess ýmiskönar fróðleikur, sem
ferðamönnum má verða til gagns
og ánægju. -
Meginritgerðin í Árbókinni fyr-
ir árið 1928 er lýsing á Þjórsár-
dal, eftir Jón ófeigsson. Er lýsing
þessi mjög ítarleg og fylgir henni
»fjöldi af fögrum myndum af
fossum, skógum, gjám og tind-
um«. Er dalur þessi einn af hinum
einkennilegustu og fegurstu stöð-
um landsins og mun margan fýsa
j\ð ferðast um þessar slóðir, eftir
að hafa lesið lýsinguna og athug-
að myndirnar.
Nokkrar fleiri ritgerðir eru í
Árbók Ferðamannafélagsins, þar
á meðal ein eftir Sigurð Nordal,
sem nefnist »Gestrisni bygða og ó-
bygða«. Hvetur S. N. íslendinga
mjög til ferðalaga upp í óbygðir
landsins, einkum þó Reykjavíkur-
búa. Um það atriði farast honum
svo orð:
»Reykjavík er að verða stór
bær. Þar eru orðin mikil þægindi
hversdagslega, talsverður þys, er-
ill og órói. Það fólk, sem ekki
vinnur líkamlega vinnu og helst
fer í sumarferðalög, býr við litla
útivist og fullkomið hóglífi. Því
getur á sumrin orðið til mestrar
hressingar að koma í kyrð og ein-
veru, reyna á sig og lifa einföldu
og harðgerðu lífi. Þessu fólki
hentar ekki best ferðalög, þar sem
það er dúðað í gestrisni og hagar
sér eins og keipakrakkar, fer úr
gististað eftir hádegi, vekur upp
eftir miðnætti, treður sig út á mat
og kaffi, fitjar upp á nefið yfir
veitingunum, kvartar undan stutt-
um rúmum og fiðurhnútum í und-
irsængunum, gefur sveitafólkinu
rangar hugmyndir um daglega líf-
ið í bænum og kemur sjálft heim
dáðminna en það fór heiman að.
Veglegastá hlutverk ferðafélags-
ins er að opna óbygðirnar fyrir
bæjarbúum, sjálfum þeim til sálu-
bótar og sveitunum til friðunar«.
.... »Öræfin ieiga líka sína gest-
risni, svipmikla og stórfelda, blá-
fjallageim og heiðjöklahring, sem
enn þá betra er að kynnast sjálf-
ur, en lesa um hjá skáldunum, því
að orðin ná skamt til þess að lýsa
hátign óbygðanna og friði. Ein
dagleið um öræfi er að hressingu
á við margar í bygðum«.
Þessa kenningu hefðu efalaust
margir gott af að athuga.
II.
Árbók Dansk-íslenzka félagsins
er fyrir nokkru út komin. Byrjar
hún á kvæði um Áge Meyer Bene-
diktsen, og þar á eftir koma tvær
ritgerðir um þenna látna merkis-
mann; er önnur þeirra eftir Arne
Möller, en hin eftir Sigfús Blönd-
al. Marius Kristensen ritar hlý-
lega grein um Finn Jónsson sjö-
tugan, og Sigfús Blöndal skrifar
um Stephan G. Stephansson og
skáldskap hans. Ritstjóri Árbók-
arinnar, Friðrik Ásmundsson
Brekkan, á, auk bókafregna, þrjár
ritgerðir í henni. Fjallar ein
þeirra um H. F. Feilberg og starf
hans undir æfilokin. önnur nefn-
ist »ísland 1927« og skýrir hún
frá stjórnmálalegri þróun meðal
íslendinga og atvinnuháttum
þeirra. Hafa íhaldsblöðin, Morg-
unblaðið og Vörður, þykst við þá
ritgerð. í þriðja. lagi skrifar
Brekkan um Egil Skallagrímsson,
til leiðbeiningar þeim, er lesa vilja
sögu hans með skilningi.
Þá á Oddur Rafnar gagnorða og
fræðandi grein um samvinnu-
hreýfinguna á íslandi í Árbókinni,
og skáldkonan Margrethe L. Jör-
gensen ritar um einokunarverzl-
un Dana á íslandi. Enn er í bók-
inni grein eftir Björn K. Þórólfs-
son og eitthvað fleira smávegis.
Af því, sem hér er sagt, má sjá
að Árbók Dansk-íslenska félagsins
er fjölbreytt að efni og er margt
af því vel ritað, ekki sízt það, sem
ritstjórinn sjálfur hefir lagt til
bókarinnar. Ber það þess merki,
að hann er fjölhæfur gáfumaður
og prýðilega vel ritfær á danska
tungu.
Hlíðarnámurnar.
Eftirfylgjandi línur eiga að
vekja athygli lesenda á verðmæti
brennisteinsnámanna í ^rend við
Mývatn; jeg meina íslenzka les-
endur, útlendingar þurfa ekki
upplýsinga við frá höf. þessara
lína. Norðmaðurinn, sem um var
getið í síðasta blaði, geyði sér
ferð til Reykjahlíðar, til þess að
sjá námurnar með eigin augum og
taka sýnishorn þaðan. I hittifyrra
hafði Japani verið þar nokkra
daga til að heyra fuglasönginn, og
síðastl. sumar fór merkur þýzkur
maður þann veg, til að sjá Detti-
foss. Ungir íslendingar leggja
ekki leið sína þangað nærri eins
mikið og útlendir. Englendingar
hafa farið þar um og verið þar
vikum saman fyrir mörgum árum
síðan og hafa að sögn náð leigu-
x’étti á námunum frá Reykjahlíð
fyrir gjafverð. Hvernig þeim
samningum er varið veit eg ekki.
Hitt veit eg, að sé eins mikið af
brennisteini þar eins og mér var
sagt þar eystra að enskur námu-
fræðingur hefði talið vera í Hlíð-
arfjalli af óhreinsuðum brenni-
steini, nl. um 200 þús. smálestir,
eða 10 milj. kr. virði,-hvert kg. á
5 aura., sem ekki er V20 af því
verði, sem óhreinsaður brenni-
steinn selst í smákaupum, þá ætti
Jarðarför dóttur okkar og
systur, Agnesar Sigurgeirsdóttur, sem
andaðist Sunnudaginn 9. Sept., fer
fram frá heimili okkar, Spítalaveg 15,
Priðjudaginn 18. þ. m., kl. 1 e. h.
Foreldrar og systkini.
þingi og þjóð ekki að vera alveg
sama um, hver hreppir þessar
námur, eða hvort útlendir eða inn-
lendir vinna þær.
Það var ekki forvitni ein, sem
tók mig þangað í þetta sinn, held-
ur fann eg mér skylt að finna
íólkið þar eystra, 1 sem eg hafði
talað við sumarið 1918, þá í þeim
erindum að skoða ýmiskonar stein-
tegundir þar í fjallinu og við Mý-
vatn og um leið vita, hvað þeir
sjálfir óskuðu að gera og gætu
gert, til að vinna nefndar námur
og nota orku Laxár, bæði til að
reka verksmiðjuiðnað í grend við
nefndar námur, ekki svo nærri
bæjum, að það eitri andrúmsloft-
ið — og um leið til að hita heimili
sín á vetrum og til annara heim-
ilisþarfa. Sú hugmynd er þegar
til meðal Mývetninga og þarf að-
eins fylgi og forsjá góðra manna,
til að komast í framkvæmd. Rann-
sókn á orku Laxár var mér ó-
möguleg í þetta sinn, enda er nú
engin skortur á vatnsorku-mæl-
ingamönnum, en á hinu er frem-
ur þörf að framtakssamir menn
og stjórn landsins láti ekki fleiri
ár líða, svo að nefndar námur
séu ekki nákvæmar rannsakaðar
en mér hefir enn auðnast. Eg
hygg það vera gott vikuverk fyr-
ir tvo dugandi menn að rannsaka
námurnar" vestanfjalls, til þess
þarf talsverðan útbúnað, ef vel á
að vera.
Þeir, sem eiga ritið Fylkir, geta
séð, hvað eg hefi ritað þar fyrir
10 árum á 15. og 16. bls., 4. árg.,
einnig á 5. bls. 5. árg.
4. Sept. 1928.
F. B. Arngrímssmi.
Bruni. Á mánudagsnóttinu brann
stór, nýbygður, járnklæddur timbur-
skúr frammi við Kristneshæli. Var
hann ætlaður til geymslu fyrir hænsni,
svín og hesta. Hvernig eldurinn hefir
komið upp er ekki uppvíst. Skúrhurð-
in var bundin aftur með snæri, gat
því hver, sem vildi, gengið um húsið,
en fullyrt er, að enginn af Hælísfólk-
inu hafi gengið þar um. Hefir þá ein-
hver aðkomumaður kveikt i honum vilj-
andi eða óviljandi. Öll smíðatól smiðs
þess, er vann að skúrbyggingunni, voru
þarna inni, og brunnu þau auðvitað
líka. Brunamál þetta hefir verið af-
hent lögreglunni til rannsóknar.
MIÐSTOÐ V ARTÆKI
Skol- og Vatnsleiðslur
Vaska etc.
er hagkvæmast að kaupa hjá
Gómasi fBjörnssyni.