Dagur - 08.11.1928, Side 2
188
DAGUR
48. tbl.
»»•••••• ■•-• »-•■• • •»•-
► •-• • • •^ •-• •• # • •-•-
HNETUKOL
fengum við fyrir nokkru síðan. Kol þessi þykja afbragð
annara húskola að dómi þeirra er reynt hafa, þau sóta
ekki og brenna upp til síðustu agnar.
Pær húsmæður sem ekki hafa enn fengið af koiateg-
und þessari, ættu að panta af þeim NÚ STRAX, því
birgðir eru litlar.
D. C. B. EIMKOL
seljum við frá skipi þessa daga, kosta 35 kr. smálestin
meðan á uppskipun stendur. Kolin heim flutt ef óskað er.
Hringið í Síma 228.
Kaupfélag Eyfirdinga.
ammiiniiiiiiiiiiiiia
Myndastofan
Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga
frá kh lO-ö.
Guðr. Funch-Rasmussen.
féð ?« segja menn, og svarið er
venjulega' á þá leið, að það muni
hafa lent í fjárrekstrana. — Ekki fer
féð í hættur í hausti sem þessu, og
þó það drepist út um hagann, ætti
að gangast fram á hræin eða hrafn-
inn að vísa á þau; hér er ekki um
mikla víðáttu að ræða.
Það verður auðvitað sjaldnast
sannað með þessa kindina eða hina,
sem hverfur þannig kringum túnið
og á rekstrarleiðinni, aó rekstar-
menn séu valdir að, en dæmi þess
að kindur slæðast í sláturfjárhópana,
eru alt of mörg til þess, að það sé
nokkurt undrunarefni þó menn séu
tortryggnir í þessum sökum. Væri
hægt að tína ýmislegt til, af því
tagi, ef þörf krefði.
Eg hefi margsinnis verið sjónar-
vottur þess, hve ógætilega rekstrar-
menn fara, t. d. láta þeir þrásinnis
hópinn renna á undan sér, þó um
mishæðótt land sé, þar sem gil og
hæðir skyggja á og kindur geti
þar hæglega leynst, án þess þeir
sjái. Svipað er hirðuleysið þegar
áð er, eða náttað.
Pað er iit að þola hrakning á fé
sínu, eða láta drepa það fyrir sér,
þó aó verð komi fyrir, en þó tekur
fyrst út yfir allan þjófabálk, þegar
kindur sem í rekstrana lenda, tap-
ast eigandanum þar með fyrir fult
og alt, því það þarf enginn að
hugsa að allar þær kindur sern í
rekstrana slæðast, komi til skila.
Pað hefir svo oft munað mjóu með
þessi svo kölluðu misgrip, að þau
komust ekki upp, svo sem eins og
þegar sviðin verða til að vitna um
hvað af hinum týndu skepnum er
orðið, þegar öllu öðru hefir verið
gerð skil. Hér mun þykja hart að
orði kveðið, en dæmin eru til, fleiri
en eitt.
Pessu veldur fyrst og fremst gá-
leysi, þegar slátrað er. Petta hirðu-
leysi getur leitt annað ilt af sér,
ög gerir það sennilega. — Óhlut-
vandir vondir menn geta haft þetta
sleifarlag, sem er á rekstrum og
slátrun, sér að skálkaskjóli, vera
ekkert að prútta þó lambangi slæð-
ist í hópinn. Hættan er engin, þó
einhver rekist á lambið, þá er það
bara ógát og sé farið að nöldra um
það að þetta sé ólöglégt, þá er
svarið á reiðum höndum: »Petta
hefir margan hent, gætinn mann
og heiðarlegan*, og svo er útrætt
um þessa smámuni.
Pegar fé úr Pingeyjarsýslu er
hrakið yfir sýslutakmörkin, og þó
einkanlega ef það fer vestur yfir
Eyjafjarðará, er því venjulega flækt
fram og aftur svo skömm er að,
veldur þar miklu að markaskrá
Pingeyjars.ýslu fyrirfinst þar í ótrú-
lega fám höndum og iæpast nema
hjá fjallskilastjórum og er auðvelt
að sjá hve miklum þvælingi það
veldur á fénu.
Petta síðasta er ef til vill útúrdúr
frá aðalefninu og skal eg nú víkja
að þvi.
Pað skal viðurkent, að á langri
rekstrarleið þarf mikla athygli og
árvekni til þess að aldrei lendi ó-
kunnug kind í hópnum, en sé hann
lítill, verður hver aðgætinn maður
þess strax var. — Pegar eigandi fjár-
ins eða einhver heimilismaður hans
fylgir fénu að státurborðinu, þar
sem ait er dregið sundur eftir mörk-
um, á það að koma í Ijós ef kind
hefir lent í rekstrinum, svo fram-
arlega að mennirnir séu frómir, og
ekki því meiri ratar.
Langmest er hættan með hið
svonefnda markaðsfé, þegar tínt er
saman í fleiri hundruð úr mörgum
stöðum og einn er eigandi síðan
að öllu saman. Rekstrarmerkin eru
ekki ætíð svo glögg eða þeirra svo
nákæmlega gætt við slátrun fjárins,
að það sé alt trygt. Oft týnist fé
úr rekstrunum, og ef þá kemur fé
í skarðið, er mikil hætta á að alt
sé talið í lagi.
Pað er síður en svo að það sé
aðeins eg og mínir grannar, sem
þykjast verða fyrir barðinu á þess-
um rekstrum. Kvartanir heyrast úr
öllum áttum. Mér hefir verið sagt,
af sýslunefndarmanni úr Eyjafjarð-
arsýslu, að fyrir síðasta sýslufundi
Eyfirðinga hafi legið erindi úr
Olæsibæjarhreppi, þar sem kvartað
hafi verið yfir skaða þeim, er rekst-
rarnir yllu, og óskað aðgerða nefnd-
arinnar. Lítið mun þó hafa verið
gert málinu til framgangs, ekki fyr-
ir það að bornar væru brigður á
réttmæti kröfunnar, heldur hitt að
nefndin sá, að ekkert sem verulegt
gagn var að, yrði gert, nema með
talsverðum kostnaðj, en nefndin
taldi sig eigi hafa það fé til umráða.
Líka hefir mér verið sagt af
greinagóðum manni, að um nokk-
ur ár hafi á Sauoárkróki verið fyrir-
skipuð skoðun á öllu sláturfé áður
en því sé lógað. — Einhvers hafa
þeir orðið varir þar vestra.
Skoðun mín er sú, að við þurfum
að láta fram fara skoðun á slátur-
fénu eins og þá, sem getið er hér
að framan, á Sauðárkróki, og hvort
sem greinarkorn þetta megnar að
flýta fyrir aðgerðum i þá átt, eða
eigi, þá er eg þess fuilviss, að ekki
verður langt að bíða þess, að ein-
hverjar skorður verði reistar. —Rök-
in eru óhrekjandi, og þær raddír
munu verða svo margar, sem krefj-
ast þess, að þær verða ekki þagg-
aðar, fyr en málið verður leyst á
viðunandi hátt.
Með löggiltum samþyktum verð-
ur að skapa rekstrarmönnunum aó-
hald. Fyrst þarf að gera þeim að
skyldu að haga þannig rekstri, að
þeir sjái jafnan yfir hópinn. Sé um
stóra rekstra að ræða, skal altaf
vera einn maður á undan til að
vikja fé frá veginum, »víkja« segi
eg, því hitt er ósiður að æra skepn-
ur burt með hundum, eins og sum-
ir rekstrarmenn gera. Einnig þarf
að skylda rekstrarmenn til að skila
þeim kindum, sem þeir taka í heima-
högum manna, heim til eigendanna,
þeim að kostnaðarlausu, en láta
þeim ekki líðast að sleppa þeim,
hvar sem er. Og enn þarf að hafa
1 — 2 menn á hverju sláturhúsi, sem
athugi nákvæmlega alt fé áður en
slátraó er. Skulu rekstrarmenn skyld-
ir til að gera þessum eftirlitsmönn-
um grein fyrir tölu, merkjum og
fjármörkum á kindum þeim, er þeir
eiga aö hafa umsjón með, en eftir-
litsmenn rannsaki síöan hvort þessu
þrennu beri saman við það, er
rekstrarmenn töldu að vera ætti.
Vitanlega veróur þetta ekki gert,
nema með nokkrurn kostnaði, en í
það1 má ekki horfa. Pað er óhugs-
andi að menn vilji lengur eiga þessa
rekstra yfir höfði sér, eftirlits- og
tryggingarlaust.
Sjálfsagt geta verið skiftar skoð-
anir um þaö hvernig eigi að fá fé
tii að mæta þeim kostnaði, seni af
þessu leiðir. Sýnist mér réttlátast
að bæjar- og sýslusjóóir leggi það til.
Eg vona, að þeir, sem fluttu þetta
mál fyrir sýslufund Eytirðinga síð-
ast liðinn vetur, uni ekki svefni og
aðgerðaleysi; munu og ileiri koma
og taka í svipaðan streng. Málið
hlýtur aö ganga fram fyr eða síðar.
Veigastöðum 2. Nóvember 1928.
Porlákur Marteinsson.
Nú sem stendur veiðist talsvert af
smokkfiski hér á Pollinum. Kaupfél.
Eyfirðinga hefir keypt eitthvað af afl-
anum til frystingar.
» «••••»••••••««
Jaróarför Unnar Uunnlaugs-
dðttir frá Eyrarbakka sem andað-
ist á Kristneshæli, 29. Október s. I.,
fer fram frá Svalbarói Föstudaginn
9. þ. m. og hefst kl. 1 e. h.
Akureyri 6. Nóvember 1928.
Aðstandendur.
Minning
Jfistthíasar Jochumssonar.
Á sunnudaginn kemur (11.
nóv.) er afmeelisdagur skáldsins
Matthíasar Jochumssonar. Fyrir
forgöngu Stúdentafélagsins hér í
bænum og Ungmennafélags Akur-
eyrar verður sá dagur hátíðlegur
haldinn með samkomu til minn-
ingar um skáldið. Verður vandað
ti! samkomunnar eftir beztu föng-
um. Fara þar fram ræðuhöld,
söngur, upplestur og fleira, er til
mannfagnaðar má verða. Mun
ætlast til að áframhaldandi minn-
ingarhátíðir Matthíasar þenna
dag verði á einhvem hátt arðber-
andi og til stuðnings íslenzkri
menningu og verður með sam-
komunni á Sunnudaginn stigið
fyrsta sporið í þessa átt.
Langdvöl síra Matthíasar á Ak-
ureyri á efri hluta æfi hans er
bjartasta stjarnan yfir þessum
bæ; mun ljómi hennar seint
dvína. Ekki þarf að efa það að
Akureyrarbúar fjölmenna á minn-
ingarsamkomuna, því Matthías
býr í hjörtum þeirra allra.
-----o-----
Simskeyti.
(Frá Fréttastofu Islands).
New York: Við forsetakosning-
arnar í Bandaríkjunum er búist
við sjö miljónum fleiri greiddum
atkvæðum nú en við síðustu for-
setakosningar. Fullnaðarúrslit
verða í fyrsta lagi í kvöld. —
Jafnhliða forsetakosningunni er
kosið í fulltrúadeild þjóðþingsins
cg þriðjung öldungadeildarinnar.
Ríkisstjórakosning fer einnig
fram í 34 ríkjum.
Paris: Radikali flokkurinn hefir
lialdið landsfund. Vinstri hluti
fiokksins, undir forustu Calliaux,
réðist á stefnu Poincaré í skatta-
málum, hermálum og kirkjumál-
um. Herriot varði tillöguna gagn-
vart trúboðsfélögunum og reyndi
að afstýra því, að radikölu ráð-
herrarnir gengju úr stjórn Ppin-
caré. Fundurinn feldi einnig slíka
tillögu, sem kom fram, en sam-
J/liðstöðoarfæki:
ELDAVÉLAR, OFNA, REYKRÖR
er haganlegast að kaupa hjá
Tómasi Bjömssyni
Akureyri.