Dagur - 22.11.1928, Blaðsíða 1

Dagur - 22.11.1928, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí.. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. A f g r e iðs la n er hjá J&ni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • ••••• • • XI. ár. • ••••• •• • #-#H Akureyri, 22. Nóvember 1928. 50. tbl. „Lögbrotið“. íhaldið hamast á móti Jónasi dóms- og mentamálaráðherra fyr- ir afskifti hans af Laugarvatns- skólanwm. »Morgunblaðið« segir m. a. að síðasta »lögbrot« Jónasar ráðherra hafi verið vígt 1. nóv. Þetta er eitt af örþrifaráðum í- haldsins, sem sýnir átakanlegar en nokkuð annað stefnu þess og afstöðu til helztu þjóðþrifa- og menningarmála þessa lands. í þrjátíu ár er búið að ræða um nauðsyn alþýðuskólastofnunar fyr- ir Suðurland — í þrjátíu ár hafa Sunnlendingar sjálfir fundið þörfina fyrir slíkan skóla og allan þann tíma hafa beztu og merkustu menn þeirra barist fyrir, að hann yrði stofnaður. Þegar svo núver- andi mentamálaráðherra tekur af skarið og lætur koma skólanum á f ót, er það »lögbrot«! Þetta er stefna — eða réttara sagt stefnuleysi — íhaldsflokks- ins gagnvart menningarmálefnum alþýðunnar, því að auðvitað er þetta sagt á móti betri vitund. Vér viljum ekki trúa því fyr en í fulla hnefana, að allir þeir, er telja sig til íhaldsflokksins, séu málgagni sínu samdóma um, aö það sé lögbrot, þegar einu af helztu framfara- og áhugamálum eins landsfjórðungsins er hrundið í framkvæmd. En um þá verður þá eigi annað sagt, en að þeir hafa látið blekkjast og eru á villigöt- um, þeir hafa aldrei átt neitt er- indi í flokk þann, er opinberlega berst á móti framförum og menn- ingu í landinu. Væri þá vel, ef þeir sæju sjálfir, að þeir mundu eiga annarstaðar betur heima en meðal graftóla þjóðmenningarinn- ar. — — Hvernig Sunnlendingar sjálfir líta á »lögbrotið« sýnir eft- irfarandi fréttagrein um Ung- lingaskólann á Laugarvatni, sem Ragnar Ásgeirsson ráðunautur hefir sent »Degi«. Unglingaskólinn d Laugarvatni. Hinn 1. nóvember síðastliðinn var skólinn á Laugarvatni vígður. f tilefni af vígslunni hafði dóms- málaráðherra boðið nokkrum mönnum þangað austur til þess að vera við vígsluhátíðina og hugðu þeir allir gott til þeirrar farar, því að auk þess að Laugarvatn er hið prýðilegasta skólasetur, er Laugardalurinn ein af fegurstu sveitum þessá lands og kemur víða við sögu þess. — En um morguninn 1. nóv. brá þeim, sem boðnir voru austur, í brún, því þá var skollið á austan óveður svo mikið að gætnari mönnum þótti fyrirsjáanlegt að ómögulegt yrði að komast alla leið þann dag, svo ákveðið var að ekki yrði farið og þótti sumum súrt í brotið að kom- ast ekki austur þennan dag. En þar eystra var veðrið minna en hér syðra, kom því allmargt fólk að Laugarvatni og var skól- inn vígður þennan dag af for- manni skólanefndar Böðvari Magnússyni bónda, og skólastjóra séra Jakob ó. Lárussyni. Enn- fremur töluðu þar þingmenn Ár- nesinga, Magnús Torfason sýslu- maður og Jörundur Brynjólfsson bóndi í Skálholti. — Þann 6. nóv. um kvöldið söfn- uðust gestir stjórnarinnar saman við stjórnaráðshúsið, því þá var gott veður og veðurstofan hafði »lofað« að láta það haldast til há- degis næsta dag — að minsta kosti. Var síðan haldið af stað í 5 bílum og voru rúml. 20 manns í förinni. Meðal þeirra voru Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, Guð- mundur Björnsson landlæknir, Páll Eggert ólason prófessor, Ás- geir Ásgeirsson fræðslumálastjóri, Þorsteinn Gíslason skáld, Bene- dikt Sveinsson forseti og Guð- mundur Finnbogason landsbóka- vörður. Færð var hin bezta og gekk greiðlega nema síðasta spöl- inn, því vegálman heim að Laug- arvatni er enn ekki fullgerð. Var komið í hlað um miðnætti og feng- um við hlýjar viðtökur, sem bæði voru skólastjóranum og Laugar- vatnshverunum að þakka. Að lok- inni máltíð var gengið til hvílu í skólastofunni og var þar útbúin heljarmikil flatsæng á miðju gólfi. Þykir mér líklegt, að enginn okk- ar hafi séð aðra stærri — nema þá, er reidd var á Þingvöllum 1919 á almennum fundi Fram- sóknarmanna. Sváfu allir vel í hinum hlýju og loftgóðu húsa- kynnum. Morguninn eftir, er menn voru búnir að snyrta sig og drekka morgundrykkinn, var tekið til að skoða skólahúsið og umhverfi þess. Náttúrufegurð Laugardals hefir verið sungið mikið og mak- legt lof og hefi eg þar engu við að bæta öðru en því, að vart mun finnast fegurra skólasetur eða betur til þess fallið að opna augu æskunnar fyrir fegurð og göfgi íslenzkrár náttúru, og er það eitt ómetanlegt fyrir slíka stofnun sem þessa. — En á eitt náttúru- fyrirbrigði varð okkur starsýnd- ast, hinn volduga ylgjafa skólans, hverinn við Laugarvatn, sem' nú er beinlínis kominn í þjónustu ríkisins og stendur vel í sinni stöðu. Um hagnýtingu hverahit- ans mætti segja margt og um alla þá möguleika, sem þar eru fyrir hendi; en hér mun eg ekki fara út í þá sálma. En eitt álít eg víst, að þeir sem koma að Laugarvatni og sjá hagnýtingu hverahitans, muni hætta að deila um »heita og kalda« skólastaði. Allir þeir, sem vilja komast að réttri niðurstöðu um þetta atriði, eiga erindi að Laugarvatni. Lítið eitt norðan við hverinn rnikla er laugin, sem fólkið var skírt í eftir kristnitökuna á al- þingi; og sést þar móta óglögt fyrir hleðslu kringum hana. Sögn segir og, að við laug þessa hafi lík Jóns biskups Arasonar og sona hans verið þvegin, er þau voru flutt frá Skálholti heim til Norð- urlands. Við laugina standa stein- ar sjö, og eru það munnmæli, að á þeim hafi líkbörur þeirra tignu feðga staðið, enda hafi steinarnir verið fluttir að lauginni til þess. Laugin og steinarnir sjö éru dýr- mætir minjagripir, helgir dómar þjóðarinnar og skólans. Skólahúsið hefir Guðjón Samú- elsson húsameistari teiknað. Ytra útlit þess er hið prýðilegasta, og er enginn vafi á, að það mun fara vel á þeim fagra stað, sem það er bygt á, þegar byggingin verður ■fullgerð. Nú er aðeins þriðjungur skólahússins fullgerður, en það er von Sunnlendinga, og skólabygg- ingunni verði lokið á næstu tveim- ur árum. Er við höfðum litast um utan og innan húss var sest á skólabekkina og var þá sungið kvæði, er Þorsteinn Gíslason hafði ort í tilefni af vígsluhátíðinni, og er þetta fyrsta erindið: Hér skal boðað, æskan unga, ættjöi’ð þinni frá: Lögð er skyldan þarfa, þunga, þínar herðar á: Reisa býlin, rækta löndin, ryðja ran urðir braut. Sértu viljug, svo mun höndin sigra hverja þraut. Þá tók dómsmálaráðherra til máls og mintist fyrst sögu Laug- ardals í fáum dráttum. Síðan fór hann nokkrum orðum um skóla- mál Sunnlendinga og skólann á Laugarvatni og beindi þakkar- orðum til allra þeirra, ungra og gamalla, sem lagt hefðu hönd að verki og sýnt dug og fórnfýsi við framkvæmd þessarar hugsjónar. Sérstaklega mintist hann bónd- ans á Laugarvatni, Böðvars Magnússonar, og fjölskyldu hans, og lét svo um mælt, að án aðstoð- ar Böðvars mundi skólinn ekki hafa komist á fót eins fljótlega og raun er á orðin. Þá þakkaði hann sunnlenzkum listamönnum er hefðu gefið Laugarvatnsskól- anum stórgjafir, eru það þeir Jó- hannes Kjarval, Ásgrímur Jóns- son og Guðmundur Einarsson frá Miðdal, sem gefiðliafa ágæt verk og stór. Er Laugarvatnsskólinn nú, þótt hann sé yngstur ís- lenzkra skóla, orðinn auðugast- ur þeirra að listaverkum og er það mikill fengur. En þessar gjaf- ir hinna fátæku listamanna, bera ef til vill ljósast vott um, hve Sunnlendingum er hlýtt til hins nýja skóla. Að síðustu talaði ráð- herrann um framtíðarmöguleika skólans og framtíðarvonir og ósk- aði að hin unga skólastofnun mætti verða landi og þjóð til blessunar. Næstur talaði Guðjón Samúels- son húsameistari og útskýrði nán- ara fyrir gestunum fyrirkomulag skólans. Mintist hann síðan á námsgrein nýja, sem taka ætti upp við skólann, steinsteypu og steinlímsiðju, sem hann kvaðst hafa miklar vonir um að verða mætti til mikils gagns. Er hér sennilega um merka nýjung að ræða. Þá kvaddi landlæknir sér hljóðs og flutti snjalla ræðu og þakkaði dómsmálaráðherra fyrir hinar einörðu framkvæmdir í skólamáli Sunnlendinga og kvaðst hann tengja bjartar vonir um framtíð lands og framför þjóðar við Laug- arvatnsskólann. Skólamál eru heilbrigðismál og ræðumaður kvaðst vænta þess, að líkamleg mentun yrði ekki vanrækt síður en hin bóklega, á þessum stað, þar sem skilyrði væru óvenjugóð fyrir allskonar íþróttir. Talaði hann síðan um baðstofur og þjóð- arþrifnað og sagði frá því, þegar böðin lögðust niður og upp rann öld óþrifnaðar og drepsótta. Kvaðst landlæknir ekki geta hugs- að sér indælla og hentugra skóla- setur en þetta og vænti þess, að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.