Dagur - 29.11.1928, Blaðsíða 2

Dagur - 29.11.1928, Blaðsíða 2
200 DAGUR 51. tbk - • ♦ # # # • • i Síldarmjöl I g$# er nú komið og verður selt hér úr |g|® húsi, fyrst um sinn á kr. 31.00 tunnan. «$| g® Afgreitt í timburpakkhúsinu. $i| gj Kaupfél. Eyfirðinga. ^ Myndastofan Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl; 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. þeirra, sem birtast í bókinni, er ekki annað hægt að segja, en að það hafi tekist mæta vel, slíkt vandaverk, sem hér þó er um að ræða, þó hefði mér fundist, þegar tillit er tekið til kenslu í bók- mentasögu, að með hefði mátt taka dálítið meira eftir suma höf- unda og þá heldur minna eftir aðra — það er t. d. aðeins eitt kvæði eftir Pál ólafsson, og er það of lítið. Eiginlega getur það ekki talist galli, að eigi er getið um nöfn þeirra, er frumort hafa hin þýddu kvæði, nema einstöku, slíkt hefir ekki tíðkast hér í líkum bókum, en óneitanlega hefði það verið viðkunnanlegra, og fyrir bók- mentaþekkinguna hefði það eng- anveginn veríð þýðingai’laust, því að bæði er hér oft um meirihátt- ar skáld erlend — ei.nkum nor- ræn — að ræða, og svo mundi það bregða birtu yfir þekkingu og smekkvísi íslenzku skáldanna, sem hafa þýtt. Vegna þess, að eg get ímyndað mér, að almenningi geti þótt gam- an að vita eftir hvern ýmsir sálm- ar og söngvar eru, sem í bókinni eru og ættu að verða þjóðareign, ætla eg að geta um nokkra þeirra í því, sem hér fer á eftir. Sálmarnir nr. 5 »Fögur er fold- in«, 11 »í austri rennur signuð sól«, 12 »Sjáið engil ljóssins lands« og 40, »Hve sæl, ó hve sæl« e'ru eftir danska skáldið B. S. Ingemann. Hann var »róman- tískt« skáld frá fyrri hluta 19. aldar, varð einkum frægur fyrir hinar alþýðlegu og skemtilega sögðu skáldsögur sínar frá mið- öldum Danmerkur; en það, sem r.ú einkum geymir nafn hans í manna minnum, eru hinir hljóð- látu, þýðu og innilegu sálmar hans og kvæði andlegs efnis. Morgun- og kvöldsálmar hans eru mjög útbreiddir á Norðurlöndum, og ennþá læra mörg börn í Dan- mörku þá utanbókar. Nr. 9 »Þann signaða dag«, er einhver frægasti sálmur á Norð- urlöndum. Það er upphaflega sænskt alþýðukvæði frá miðöldun- um — »Dagvísan« kallað. Var það sungið fyrir dyrum jóladags- morgun. Var tekið í sálmabæk- urnar bæði í Svíþjóð og Dan- mörku stuttu eftir siðabótina. Nú er það sungið í Danmörku með breytingum Grundtvigs, í Svíþjóð með breytingum J. O. Wallins biskups. Hér er kvæðið óþarflega mikið stytt. Nr. 13 »Sá Ijósi dagur liðinn er«, er eftir danskt skáld frá fyrri hluta 17. aldar, Hans Christensön Sthen. Upphaflega er hér að ræða um alþýðukvæði andlegs efnis, en ekki sálm, Það hefir fyrst verið prentað 1659. Hér er það mikið stytt. Nr. 14 »Nú fjöll og bygðir blunda« og 15, »Nú legg ég aug- u n aftur«, eru eftir hið fræga þýzka sálmaskáld Paul Gerhard, og munu vera bæði úr einum og sama sálmi. — Nr. 16, »Nú geng- ur sól til sængur« og 30, »Kenn mér stilta stjarna«, eru eftir danska skáldið Christian Richard. — Nr. 21, »ó, þá náð að eiga Jesúm«, mun vera eftir enskt trú- arskáld, Sankey að nafni. — Nr. 22, »Á hendur fel þú honum«, er eftir Jóhann Olof Wallin biskup, eitt hið mesta sálmaskáld í Sví- þjóð. — Sálmurinn er þó að lík- indum ekki þýddur eftir frum- textanum. — Nr. 23, »Eg heyrði Jesú himneskt oVð«, er eftir ensk- an höfund, H. Bonar. — Nr. 24, »Hærra minn Guð til þín«, er líka úr ensku og eftir skáldkonuna, mrs. Adams. — Nr. 34, »Lýs milda ljós«, er eftir J. H. New- mann, enskan höfund. — Nr. 35, Allra heilagramessu-sálmurinn, »Sjá þann hinn mikla flokk«, er eftir danska trúarskáldið Hans • t»« • « « « » • • » • • ■ Adolf Brorson biskup. — Nr. 42, »Æðstur drottinn hárra heima«, er eftir C. V. A. Strandberg, og er mikið sungið við ýms hátíðleg tækifæri í Svíþjóð. Þegar hina andlegu söngva líð- ur, fer að fækka um þýðingar. Skal hér aðeins getið nokkurra þeirra helztu: Af tveim kvæðum Gríms Thomsens, nr. 50, »Heyrið vella á heiðum hveri« og nr. 151, »Táp og fjör«, er hið fyrra stæl- ing eftir finsku ættjarðarkvæði (Suomis sáng) eftir E. v. Qvan- ten, og hið síðara er þýtt úr sænsku, hét höfundur þess R. Dy- beck. — Nr. 118 er eitt vers úr kvæði eftir sænskan höfund, C. F. Dahlgren (ekki alþýðuskáldið,sem gekk undir nafninu Fredrek á Ransátt). Nr. 182, »Eg hauður veit«, er sænski »Dalkarlasöngur- inn« eftir Nyblæus. — Nr. 187, »Þótt leið liggi um borgir«, er eft- ir amerískan leikara og leikrita- höfund, J. H. Payne að nafni. — Nr. 188, »Til sólar eg lít«, er eft- ir Norðmanninn Jörgen Moe. — Nr. 189, »Nú svífur hinn ljúfasti sumarblær«, er eftir norska skáld- ið og fræðimanninn A. Munch — og nr. 211, »Fjær er hann ennþá«, er finskt þjoðkvæði. — Þá má geta þess að nr. 59, »Eg vil elska mitt land«, verður að teljast stæl- ing (léleg) eftir Björnstjerne Björnsons þekta, »Jeg vil værge mit Land«. Þetta, sem viðvíkur þýðingun- um, verður auðvitað ekki rakið til hlýtar í stuttu máli, en ofanritað getur ef til vill orðið til skemtun- ar og fróðleiks einhverjum, sem eignast bókina. Eiginlega galla verður naum- ast bent á aðra en þá, sem þegar hafa verið nefndir viðvíkjandi úr- valinu — en það er þó fremur smekksatriði. — Þó er sá einn ljóður á bókinni, sem varla verð- Ferðapistlar. Upp úr hádeginu lagði eg af stað á sýninguna. Köln liggur á vesturbakka hins söguríka Rínar- fljóts, en í seinni tíð hefir risið upp nýbygð austan megin, óg þar voru sýningarhallirnar. Prjár brýr eru á Rín þarna, og heita þaer suðurbrú, dómkirkju — eða Hohenzollernbrú (eftir prússnesku konungsættinni) og hlekkjabrú. Áin er 394 metrar á breidd við Köln og rúmir 4 metrar á dýpt. Eg labbaði yfír Hohenzollern- brúna, keypti mér aðgöngumiða að sýningunni, og kostaði hann hálft annað mark (ca. 1 kr. 63 a. ísl.). Var eg svo að skoða sýninguna, þangað til lokað var um kveldið, um miðaftan. Aðgöngumiðinn gilti aðeins fyrir einn dag. — Lang fjöl- breyttust og stórfenglegust var þýzka sýningin. Þarna gat að líta prentsmiðju Gutenbergs, sem fann upp prentlistina, nákvæma eftirstæl- ingu. Prentararnir í samskonar bún- ingum og tíðkaðist um miðja 15. öld. Peir prentuðu, og keypti eg nokkur blöð að gamni mínu. Parna sá maður þróunarsögu prentlistar- innar og blaðanna. Sérstök stórblöð höfðu sýningu útaf fyrir sig í þýzku deildinni, t. d. Kölnische Zeitung. Ameríska stórblaðið, The Christian Science Monitor, var sýnt í sérstöku húsi, enda er það eitt af voldugustu blöðum veraldar og útbreitt um allan heim. Sýningarhús flestra ríkjanna, sem tóku þátt í sýningunni, lágu í boga, hvert við annars hlið. Yzt í öðrum arminum var sýning rússnesku ráð- stjórnarríkjanna og yzt hinum megin voru Bandaríki Norður-Ameríku (pólarnir!). Fyrir framan húsin var fánaröð. Sá eg fljótt íslenzka fán- ann, og skundaði eg þangað þegar í stað, en hvaða deild var þarna bak við? Eg leit á hurðina á deild- inni, og þar stóð letrað: Danmark! Mér þótti þetta skrítið, og fór að gæta að, hvernig þetta væri annar- staðar. Sá eg þá, að fánarnir voru ekki að jafnaði framan við hús þeirra ríkja, sem þeir áttu við, held- ur á ruglingi, en það hafði hitst svona einkennilega á, að íslenzki fáninn lenti framan við dönsku sýninguna, alveg eins og Danmörk væri íslenzk nýlenda! Sýning Dana var myndarleg. Eg leitaði íslands og fann það loks. Var okkar deild í húsi með Grikklandi, Rúméníu og Tjekkoslovakíu, fremst til hægri, þegar inn var gengið. Eg varð frá mér numinn af fögnuði. Yfir inn- ganginum í deildina héngu tveir stórir, íslenzkir fánar. Á veggjun- um voru 2 kort af landinu, annað jarðfræðikort og hitt með héraða- afmörkun og bæja. Andspænis inn- ganginum blasti við á veggnum áletrun um stærð landsins, íbúa- fjölda, legu, stjórnarskipun, fjölda blaða og tímarita, útgefinna á ís>- lenzku (60). Ennfremur^ var gerð grein fyrir, hve mikill hluti lands- ins væri byggilegur, hulinn jökli, hraun o. s. frv. — Mynd var þar af Öskju og frásögn um Pjóðverjana, sem fórust þar um árið. Enn voru myndir Frakkans Poul Gaimard, allar í römmum, en hann ferðaðist um ísland á fyrrahluta 19. aldar. Loks voru allmargar myndir aðrar af fossum (t. d. Dettifoss og Gull- foss) og íslenzkum konum í þjóð- búningum, safnhúsinu í Reykjavík, safni Einars Jóssonar listamanns og kirkjunni í Saurbæ í Eyjafirði. Handrit, blöð, tímarit og bækur voru í átta skápum, með gleri yfir. Af handritum var þar blað úr Codex Regius (Konungsbók), ann- að úr handritinu 748 í safni Árna Magnússonar (Edduhandrit einnig), Flateyjarbók (opin, þar sem segir frá för íslendingsins Leifs hepna til Vínlands), Codex Runicus (rúna- skrá) og Stjórn. Vík eg nú að prentuðum bók- um og blöðum. Ritstunga (Faksi- mile) var þar af þeim tveimur blöð- um, sem til eru af Breviarium Holense, er prentað var á Hólum árið 1534. Pað er elzta rit, sem til er prentað á íslenzku. Ennfrem- ur gat þar að líta sálmabók, prent- aða á Hólum 1589 og útgáfuna frá 1619, Faðir vor, útg. 1606, Guð- brandsbiblía, prentuð á Hólum 15- 84, Grallari 1594, Hugarins rósémi, prentuð í Skálholti 1694, Vísnabók Guðbrands biskups, 2. útg. 1748, Passíusálmarnir, 1. útg., 1666, Jóns lagabók, elzta lögbók prentuð á ísl., á árunum 1578 —’80. — Land- náma, Kristnisaga, fslendingabók, Grænlandssaga 1688, Ólafssaga 16- 89, Lögþingisbækur, prentaðar á Hólum o. fl., voru einnig sýndar. Pá koma blöð og tímarit. Elzt þeirra er Islands Maaneds Tidender (1773-1776), á dönsku! Pví næst kemur elzta blað á íslenzku, Minn- isverð tíðindi, sem Magnús Stephen- sen gaf út, og Klausturpósturinn, Ármann á Alþingi, Skírnir (og Vina-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.