Dagur - 29.11.1928, Blaðsíða 3

Dagur - 29.11.1928, Blaðsíða 3
I 51. tbl. DAGUR i 201 H É R M E Ð tilkynnist vin- um og vandamönnum, að móðir okkar Jóhanna Jónasdóttir lézt að heimili sínu þ. 27. þ. m. Jarðarförin síðar ákveðin. Kristján Þo'rvaldsson. Dtwíð Þovvaldsson. Nýkomið: Vatnssalerni. Vaskar. Vatnspípur. Skolpípur. Tómas Björnsson. ur látinn óátalinn, en það er flokkur sá, er endar bókina og nefnist »Afmælissöngvar Lauga- skóla«. Slíkum »tækifæriskveð- skap« er óþarfi að halda á lofti, hann er þess eðlis, að vísurnar eru gerðar til að gleymast, þegar þær eru sungnar — og væri þá í raun og veru vel — að minsta kosti hefði þá átt að halda vísun- um aðeins innan fjögra veggja skólans — út til almennings eiga þær ekkert erindi. Að lokum vil eg óska þess af heilum hug, að þessi bók mætti verða til þess að vekja og glæða alþýðusönginn meðal þjóðaririnar bæði í skólum og heimahúsum, hefði hún þá náð tilgangi sínum. F. Á. B. Hér í blaðinu mun bráðlega birtast grein um Leo Tolstoj — það eru 100 ár síðan þetta andans mikilmenni fæddist. Tolsloj var fremur nokkrum öðrum stríðs- tákn sinna tíma, en viðburðir heimsins hafa gert það að verkum, að það hefir verið hljótt um hann og kenningar hans síðan hann dó. Til bökunar fæst Citronolía. Vanilludropar. Möndludropar. Kúmendropar. Kardimommur. Kóhósmjöl. Vanillusykur. Sætar möndlur. Sucat. Saccharín Eggjapúlver. Oérpúlver. Hjartarsalt. Kremotartar. Natron. í Lyfjabúð Akureyrar, og Nýja Söluturninum. Auglýsendur, sem ætla sér að auglýsa í »Nýjum Kvöldvökumc Jólaheftinu, eru vin- samlegast beðnír að koma auglýsingum sínum í Prentsmiðju Björns Jónssonar eða til undirritaðs, helzt ékki seinna enn 1. Desember næstkomandi. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Jólin nálgast, og því er sjálfsagt að athuga, hvar bezt er að kaupa JÓLAOJAF- IRNAR, og þar sem úrvalið hjá RYEL er stærra nú en nokkurn tíma hefir sést hér áður, ættu menn að athuga verð og vörugæði hjá Ryel, áður en þeir festa kaup annarstaðar. Lítið einnig inn í Ryels »B deild« og þið munuð leikandi finna hentugar, fallegar og ódýrar jólagjafir, jafnt fyrir börn sem fullorðna. Orammofónar fást frá kr. 675 og afarstórt úrval af ágætum plötum, bæði ísl. og út- lendum söngplötum, nýjustu dans- og mússikplötur og ótal margt fl. BAIÆ>VIN RYEL. Hakkað kjöt fæstá Midviku-og Laugardögum. Einnig á öðrum tímum séu tekin 5 kgr. eða meira. Pá munum vér á næstunni hafa á boðstólum kjöt- og fiskifars. Kjötbúðin. Alþýðudeild Iðnskólans hefir verið vel sótt, þar eru nú 20 nemendur — piltar og stúlkur — í tveim deildum. — Sýnir þetta þörfina fyrir alþýðufræðslu hér sem annarsstaðar. Auglýsið i DEGI. gleði M. Steph.). Svo koma hvert af öðru: Norðanfari (1862—1885), Pjóðólfur (1848 — 1912 með eftir- hreytunum 1917), Lanztíðindi, Ak- ureyrarpósturinn, Norðri, Lögrétta, Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Tím- inn, Kvennablaðið, Eimreiðin, Óðinn, F*róttur, Merki krossins, Ægir, Bún- aðarritið, Samvinnan, Skákrit, Birki- beinar (með byrjunarþýðingu á Faust Goethes), Rauði fáninn, Hag- skýrslurnar o. fl. Sýnt var og fyrsta kortið, sem gert var af íslandi (eftir Ouðbrand biskup Porláksson), og rit um prent og prentara á íslandi. Pessi handrita-, bóka-, blaða- og myndasýning gaf ágæta hugmynd um landið og þjóðina. Lesendur blaðsins spyrja senni- lega um það, hver hafi verið hér að verki. Einhverjum kann að detta í hug, að stórfé hafi verið varið úr ríkissjóði til sýningarinnar o. s. frv. Eg efast um, að íslenzka ríkinu hafi verið boðið að taka þátt í sýningunni. Mér er óhætt að segja, að hvorki ríkið né nokkur íslend- ingur lagði eyrisvirði til íslenzku deildarinnar á sýningunni i Köln. Og þó var henni mjög smekklega og vel fyrir komið. Hver er maður inn, sem hér vann að? Pað er dr. Heinrich Erkes, háskólabókavörður í Köln. Hann er mörgum hér kunnur. f heilan mannsaldur hefir hann safnað bókum um ísland, á íslenzku og öðrum málum. Er þetta safn orðið hið prýðilegasta, og hefir hann nú gefið það háskólabóka- safninu í Köln. Dr. Erkes á mikið safn mynda héðan, og alt þetta lagði hann fram, fékk rúm undir sýninguna (sérstaka deild) hjá borg- arstjórninni í Köln, sá um smiði á sýningarkössunum og var einn um alt þetta. Pessi gáfaði lærdómsmað- ur ann náttúru íslands, bókmentum og þjóð. íslendingar mega fagna því, að eiga dr. Erkes að. Myndin, sem hann sýndi af íslandi á alþjóðasýn- ingunni í Köln, er vel tekin. Hún er sönn og okkur til sóma. Pegar eg kom aftur til Kölnar, úr leiðangri mínum til Belgíu, dvaldi eg fjóra daga í borginni. Var eg þá að minsta kosti hálftima á hverjum degi í íslenzku deildinni, og gafst mér tækifæri að sjá, hve margir gestir veittu okkur athygli. Létu þeir margir í Ijós aðdáun sína á landi voru og þjóð. Taldi eg ekki eftir mér að leiðbeina þeim og fræða þá um okkar hagi. Eg varð þess víða var, bæði nú og áður, að Þjóðverjar telja ísland hof forngermanskra fræða, nokkurs- konar Hellas Oermana, og er það mála sannast. Pað verður aldrei af okkur skafið, að við höfum ritað, ort og samið alt hið bezta, sem til er í þjóðlegum bókmentum frá fornöld Norðurlanda. Norðmenn hafa gerst til þess að reyna að svifta okkur þessum heiðri. Pað er leiðinlegur og óþriflegur þjóðar- metningur, sem kemur fram í því. Mér er ekki Ijúft að deila á Norð- menn, því að eg á góða vini í Noregi, og því ber sízt að neita, að þessir frændur vorir hafa getið sér góðan orðstír lengstum í sögu Norður- landa, en »sannleikurinn er sagna beztur«. Eg varð bæði hryggur og reiður, þegar eg sá Snorra Sturlu- son talinn meðal norskra rithöfunda í norsku sýningardeildinni í Köln og Heimskringlu á norsku (!) þar í skáp meðal norskra ritverka, rétt eins og Snorri hefði ritað á því máli, sem nú kallast norska. Eg hreytti úr mér ónotum við Norð- manninn, sem hafði umsjón með deildinni. Spurði eg hann, hvort hann vissi ekki, að Snorri hefði verið íslendingur. Fékk eg svo skrá yfir norsku deildina og sá af henni, að forseti nefndar þeirrar, sem ann- ast hafði um deildina, var Jakob Vidnes; veitir hann forstöðu frétta- stofu utanrikisráðuneytisins norska í Osló. Hann ætti að Iæra betur. Við fslendingar getum ekki þolað þessa ásælni Norðmanna á bók- mentasviðinu lengur. Norðmenn verða að skilja það, að það sem íslenzkir ríkisþegnar hafa samið og skrifað á sínu máli, bæði fyrr og síðar, eru íslenzk ritverk, og sömu- leiðis ber þeim að viðurkenna, að ísland var sjálfstætt ríki frá 930 og að jafnvel landnámsmennirnir voru aldrei undir stjórn ríkisvaldsins norska, eftir það að þeir höfðu reist sér bygðir og bú á ís- iandi. Pér sjáið auðvitað Snorra Sturluson talinn íslending í alfræði- orðabókum allra stórþjóða, ítala, Englendinga, Pjóðverja, Frakka, Bandaríkjamanna o. s. frv., enda leikur ekki minsti vafi á því. Norræn samvinna verður að byggjast á gagnkvæmum skilningi og virðingu þjóðanna á Norður- löndum. Ef Norðmenn ýfast við, þegar þeir eru mintir á þetta, verður að taka því. Munum sannmælið: »Vinn það ei fyrir vinskap manns — að vikja af götu sannleikans*. (Frh.),

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.