Dagur - 29.11.1928, Blaðsíða 4
202
DAGUR
51. tbl.
Prjónasaum
tökum við eins og undanfarið, — Þar sem mjög erfitt er með
sölu á þessum varningi á erlendum markaði, en nú sem stendur
þó helzt hægt að selja hálf-sokka og heil-sokka, séu
þeir vel stórir, er rétt að menn tæti sem minst af öðrum
tegundumj
Kaupfélag Eyfirðinga.
Krónustaðir
í Saurbæjarhreppi fást til ábúðar í
næstu fardögum. Tún um 25 dagsl.
Engjar 150 — 170 hestar. Umsóknir
ásamt tilboði um eftirgjaid sendist
1. Febrúar 1929.
M. H. ÁRNASON.
Simskeyti.
(Frá Fréttastofu Islands).
Rvík 27. Nóv.
N
London: Bretakonungur hefir ver-
ið veikur af brjósthimnubóigu síð-
ustu daga; versnaði honum töluvert
í gær. Vegna veikindanna er næst-
um öli konungsfjölskyldan komin
til London.
Oslo: Samkvæmt því sem blaðið
Aftenposten skýrir frá, ætlar skáld-
konan Sígrid Undset að verja
Nobelsverðlaunum sínum til legats-
stofnana. Fyrsta legat, að upphæð
80,000 kr., var stofnað í gær. Rent-
unum verður varið til þess að
hjálpa foreldrum, sem verða að
framfleyta vitgrönnum börnum
heima.
Tromsö: Seather ræðismaður hefir
skorað á ítalastjórn að senda á
næstkomandi sumri ieiðangur til að
leita að loftskipsflokknum.
Berlín: Scheer sjðliðsforingi, sem
stjórnaði þýzka flotanum í Skage-
raksorustunni í Maílok 1910, er
látinn.
Rvík: Safnaðarfundur um kirkju-
byggingu var haldinn hér í gær.
Endursamþykt var gömul tillaga,
sem fer fram á, að ríkisstjórnin af-
hendi söfnuðinnm dómkirkjuna og
leggi fram fjórðung milj. kr. til
nýrrar kirkjubyggingar o. s. frv.
Á fundinum gáfu sig margir fram
til þess að gangast fyrir samskotum
til byggingar nýrrar kirkju á Skóla-
vörðuholti.
Pálmi Pálmason verkstjóri hefir
fengið 800 kr. verðlaun úr hetju-
sjóði Carnegie og auk þess heið-
urspening fyrir að bjarga manni í
fyrra, sem féll í sjóinn milii hafnar-
bakkans og skips. Stökk Pálmi í
sjóinn og náði manninum í kafi.
í ofviðrinu hinn 19. þ. m. urðu
miklar skemdir á símanum á Kjal-
arnesi; brotnuðu þar70 —80 staurar.
Ennfremur bilaði síminn eitthvað
milli Króksfjarðarness og Kinna-
staða.
Látinn er Jón Jónsson beykir.
Minningartafla um Jónas Hall-
grímsson hefir nýlega verið afhjúpuð
í húsi því, sem hann bjó í síðast
í Kaupmannahöfn.
Jólaávexti,
sælgæti og
tóbaksvörur
er bezt að kaupa hjá
Jóni Guðmann.
Sent gegn póstkröfu út um land.
Beztu og vönduðustu
grammófonarnir
fást hjá fóni Guðmann.
F r éttir.
Framsóknarfélag er stofnað á Siglufirði.
Stofnendur sagðir milli 20 og 30 og von
á mörgum í viðbót. Haft er eftir einhverj-
um andstæðingum Framsóknar á Siglufirði
að raunalegt væri til þess að vita, að allir
beztu borgarar bæjarins gengu í Fram-
sóknarfélagið.
Trúlofun: Ungfrú Kristín Pjetursdóttir
frá Skagaströnd og Helgi Pálsson verzl-
unarmaður hér í bæ.
Dánardœgur. Hinn 20. þ. m. andaðist
hér í bæ Árni Indriðason, 76 ára að aldri,
var hann blindur síðustu árin.
Þá er og fyrir nokkru látin ekkjan Quð-
ríður Quðmundsdóttir, hátt á níræðis aldri,
móðir þeirra sniiðanna Kristjáns og Páls
Markússona.
í fyrradag andaðist að heimili sínu
á Oddeyri, frú Jóhanna Jónasdóttir frá
Þrastarhóli, ekkja Þorvalds heitins Davíðs-
sonar bankastjóra. Hún var búinn að vera
heilsuveil í mörg ár. Hún var talin ein
mesta myndarkona hér um sveitir á yngri
árum.
Skip. Nova kom frá Rvík á Föstudaginn
var og fór héðan austur um á Sunnudag.
Lagarfoss kom hingað á Laugardaginn að
austan og frá útlöndum.
Varðskipið Óðínn var hér inni um og
eftir síðustu hslgi; fór héðan á Þriðjudag.
Skipið er nýlega komið frá Khöfq, þar
sem gert var við ketil þess Iandinu að
kostnaðarlausu, eins og áður hefir verið
frá skýrt hér í blaðinu.
Andarnefju rak niður af bænum Veiga-
stöðum í síðustu viku.
Dfrtiðaruppbót embættis- og starfsmanna
ríkisfns lækkar á næsta ári úr 40% niður
í 34%.
Munkarnir á Möðruvöllum verða Ieiknir
næstkomandi Sunnudag kl. 8% en ekki á
Laugardaginn.
Páll J. Árdal skáld biður oss geta
þess, að í kvæði hans »í skóginum«, sem
birtist í Nýjum-Kvöldvökum, 11. hefti
þ. á., hefir síðasta lína misprentast:
vor sumar og dreyma, fyrir: vor og
sumar dreyma. Þetta eru lesendur N.-
K. vinsamlega beðnir að leiðrétta.
Radioverzluq íslands.
Pósthólf 233 Reykjavík.
Utvegum með verksmiðjuverði radio-viðtæki frá beztu verksmiðjum í
Pýzkalandi og Ameríku. — Priggja lampa tæki, með hátalara og öllu tii-
heyrandi, til að heyra Akureyrarstöðina, hvar sem er í Eyjafirði, kostar
aðeins kr. 130. — Tæki fyrir aðrar sveitir nyðra, til að heyra Akureyri og
útlönd, kostar meó hátalara og öllu tilheyrandi kr. 250. — 5 lampa tæki
kr. 350. — Kaupið ekki radio-tæki fyr en þér hafið fengið myndaverð-
lista okkar. — Sendist gegn 20 aura frímerki. Sjónarhæðarstöðin heyrist
á þessi tæki eins vel og aðrar stöðvar.
Herkúles
HEYVINNTJVÉLAR
Sláttuvélar, Rakstrarvélar, Snúningsvélar.
Sænskt efni — sænskt smíði.
Útbúnar með nýtisku stangastilli og fullkomnum
dragtœkjum.
Samband ísl. samvinnufélaga.
PÓSTKORT
mjög falleg, í miklu úrvali hjá
Jóni Guðmann.
Jörðin Glerá
í Olæsibæjarhreppi er til sölu og
laus úr ábúð i næstu fardögum.
Upplýsingar um verð og greiðslu-
skilmála gefur kaupfélagsstjóri Vil-
hjálmur Pór og undirritaður eigandi
Jóhannes Bjarnason.
Hross drepast. í fyrradag fundust þrjú
dauð hrosS frammi í firði, í nánd við
Saurbæ. Dýralæknirinn kom á vettvang1
og gaf þann úrskurð, að hrossin hefðu
drepist af eitrun frá skenidri síld, er þau
hefðu náð í og étið. Ætti þetta að verða
til þess, að menn vöruðust að hafa skemda
síid á glámbekk fyrir skepnum.
Ritstjórar:
Ingimar Eydal.
Gilsbakkaveg 6.
Friðrik Ásmundsson Brekkan.
Aðalstræti 16.
Prentsmiðja Odds Bjömssonar.
Elephanf
SIGARETTUR
(Fíllinn)
eru ljúffengar
og kaldar.
Mest reyktu cigarettur
hér á landi.
M U N D L O S-sautnavélar
eru BEZTAR. fást í
Verzluninni NORÐURLAND.
Fantasie
vindillinn er léttur og
þægilegur. Mest reykti
vindillinn hér á landi.