Dagur - 10.01.1929, Page 1
DAOUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfélagi Eyfirft-
inga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þ6r,
Norfturgötu S. Talsími 112.
Uppsögn, bundin vift ára-
mót, sé komin til af-
greiöslumanns fyrir 1. des.
• • •
XII
• • • ♦-•• -•- •-■•-• - •-•-•-• • •-•-♦- •-• ••••••••• • • • •••••••••••••••••• •-•-•-
. ár. I Akureyri, 10. Janúar 1929.
2. tbl.
Bæjarstjórnar-
kosningarnar.
Blöðin hér í bænum hafa þeg-
ar rætt um lista þá, er fram hafa
komið til bæjarstjórnarkosning-
anna. Vér höfum þó eigi látið
málið til vor taka, svo teljandi sé.
Auðvitað mæla málgögn flokk-
anna hvert með sínum lista, og út
á það er ekkert að setja, sérstak-
]ega þar sem ekki er hægt að
segja annað, en að hver listi fyr-
ír sig sé skipaður sæmilegum
rnönnum.
Það sem h.elzt er athugavert \ið
það, er blöðin hafa sagt um þetta
mál, eru ummæli »Verkamauns-
ins« (laugard. 5. þ. m.) um, að
nokkur skoðanamunur hafi komið
fram mnan Framsóknar um skip-
un A-listans. Þau ummæli eru ai-
gerlega gripin úr lausu lof'i.
Enda mun vera alveg óliætt. að
fullyrða, að Framsóknarmenn —
og jafnvel aðrir, sem ekki telja
sig til flokksins — séu fyllilega
ánægðir með mannval það, sem í
boði er á A listanum. Ef þeir, sem
að •■•>Veii;amanninum« standa
halda ->0 fréttir, sem eigi hafa við
meira að styðjast en þessar séu
vænlegastar til sigurS fyrir lista
þeirra, þá — þeir um það — en
vér viljum ekki öfunda þá af
heimildunum.
Með þessu, sem hér er sagt, er
einnig sannað, að »hin íhaldssam-
ari öfl«, sem »Verkam.« álítur að
»standi við stýrið í Framsókn«,
eru jafn loftkend og hin fyrri um-
mæli. Vér þekkjum engin slík öfl.
Hinir tveir menn, sem efstir
standa á A-lista, eru báðir hrein-
ir Framsóknarmenn — eins og
reyndar allir, sem á listanum
standa. — Skoðanamunar þeirra
gætir ekki. Allir vita, að hver
þeirra sem er mundi styðja allar
heilbrigðar framfarir þessa bæj-
ar alveg hlutdrægnislaust og án
þess að gjóta hornauga til neinn-
ar vissrar stéttar eða sér-hags-
muna. Allir aðrir en öfgamenn
til beggja hliða mundu því geta
fylkt sér um þá og lista þann, er
þeir skipa, með fullu trausti.
Annað mál er það, að þeir hvorki
falli svæsnum íhaldsmönnum eða
Kommúnistum, sem í Jafnaðar-
mannaflokknum standa, í geð,
enda mun enginn hafa gengið að
því gruflandi þegar frá upphafi.
En ekki er ólíklegt, að hinir gætn-
ari meðal verkamanna líti nokkuð
öðrum augum til A-listans.
Af ummælum íhaldsblaðanna
mætti ætla, að nokkurt hik sé á
um fylgi við C-listann. »íslending-
ur« kveður það skifta litlu máli,
livort fhaldsmenn, Framsóknar-
menn eða »frjálslyndir« (?) skipi
meirihluta í bæjarstjórn heldur
sé aðalatriðið, að þeir séu and-
stæðingar Jafnaðarmanna og þá
auðvitað sérstaklega Kommúnista.
Þeim, sem taka þessi ummæli góð
og gild, mætti benda á, að mestu
skiftir þá að fá menn í bæjar-
stjórn, sem hleypidómalaust líta
á málin. Og hugsast getur að ekki
sé öllu minni ástæða til að standa
á verði gagnvart öfgunum til
hægri hliðar en til vinstri.
Vér höfum frétt, að »Norðling-
ur« telji lista íhaldsmanna það
helzt til gildis, að hann sé ekki
íhaldsmönnum skipaður! Skárra
er það nú sjálfstraustið og
tyrkjatrúin á stefnu og málefnum
flokksins!
Satt að segja er A-íisti þannig
mönnum skipaður, að óþarft er að
eyða orðum í að mæla með þeim
við þá borgara bæjarins, sem
sanngjarnlega og öfgalaust líta á
öll málefni. Mun og flestum öðr-
um, en svæsnustu Kommúnistum
og þröngsýnustu íhaldsmönnum,
finnast svo sem bera megi traust
til þeirra, að þeir mundu vera
manna líklegastir til _að stjóma
málefnum bæjarins þannig, að til
sannra framfara stefni. Það veri
sagt að ólöstuðum öllum þeim
mönnum, sem á báðum hinum list-
unum standa.
— o...—
Nokkur orð.
Þrent er það, sem foringjum
þjóðanna ber að kosta kapps um
á þrengingatímum. í fyrsta lagi,
að leita að hentugum markaði
fyrir söluafurðir landsmanna. í
öðru lagi, að ýta undir aukna
framleiðslu. Og í þriðja lagi, að
hvetja menn til að spara.
Núverandi stjórn hefir sýnt og
sannað, að hún hefir fullan skiln-
ing á þessum höfuð atriðum. Hún
hefir látið hendur standa fram úr
ermum á öllum sviðum, svo að
jafn öflugra taka munu fá dæmi
á síðari árum. En þrátt fyrir það
skyldi enginn halda, að foringj-
arnir einir megni að reisa rönd
við óáran. Þjóðinni verður að
skiljast hvert stefnir og hvert ber
að stefna. Auðsætt er, að bændur
hafa skilið, að aukin ræktun og
aukin framleiðsla er einn veiga-
mesti þátturinn í viðreisn þjóðar-
innar, því aldrei hefir verið jafn
almennur áhugi manna á því sviði
sem nú. Sjómennirnir eru nú
einnig farnir að rumskast. Þeir
bindast nú meiri samtökum en
áður, og senda menn sína út í
heim í markaðsleit. En um sparn-
aðinn er öðru máli að gegna. Því
á meðan þúsundum og miljónum
er hent í sjóinn, hent út fyrir fá-
nýtar nautnir og hégóma, þá
verður ekki sagt að þjóðin spari.
Vínið fer að vísu þverrandi, og
mun það einkum að þakka öflugri
tollgæzlu en verið hefir. En tó-
bakið stígur skrefið fram á við.
Ekkert skal fullyrt um það hér,
hvort notkun hinna gömlu, al-
gengu tóbakstegunda hefir aukist
að mun síðustu árin, en hitt sjá
allir heilvita menn, að 'bréfvindl-
arnir — sigaretturnar — fara nú
eins og eldur í sinu um landið.
Fram að þessu, hefir sá vágestur
haldið sig einkum í kaupstöðun-
um, en nú er hann einnig farinn
að leggja »lappar skarnið« inn
fyrir dyrnar hjá bændum.
Hörmuleg má þessi útl^oma.
kallast, því fáir munu þeir, sem
ganga þess duldir, að tóbakið ger-
ir ekkert annað en eyða starfs-
lcröftum og þroskamöguleikum
einstaklings og þjóðar. Það er
gersneytt öllum næringarefnum,
en inniheldur sterkt eitur, niko-
tin, sem læsist um líkamann og
heimtar stöðugt meira og meira
af eitri. Hægt og hljóðlega vinnur
það svo verk sitt: að veikla líkam-
ann, og því meir og fljótar, sem
maðurinn er yngri og veikbygð-
ari. Flestum þykir tóbakið vont á
bragðið í fyrsta sinn, og suma
hefir sú kynning leikið svo grátt,
að þeir hafa minst þess með við-
bjóði alla æfi. En tóbaksframleið-
endurnir* eru köllun sinni trúir.
Þeir hafa séð, að hentugt er að
hafa smáskamta handa ungling-
um og konum, til þess að venja
þau við, og þá hugkvæmdist þeim
það snjallræði, að búa til sigarett-
ur. Þar fæst lítill skamtur fyrir
— að því er virðist í fljótu bragði
— lítið fé, og flestir geta reykt
eina sigarettu án þess að verða
flökurt. En framleiðendurnir eru
köllun sinni trúir. Þeir hafa mun-
að eftir því, að láta ofurlítið af
opíum í sigarettuna. Það borgar
sig, því ópíum og nikotín taka
höndum saman og heimta meira.
Og svo endurtekur leikurinn sig.
En sumir segja, að bréfreykurinn
sé ekki hollur.
Nú er svo komið að leitun mun
á þeim unglingspilti í kaupstað,
sem ekki reykir sigarettur. Og
kvenfólkið reykir líka! Hvítir og
þunnir vappa unglingarnir eftir
gö.tu sinni með sigarettu í munn-
inum, búnir að eyða spariskild-
ingunum og á góðum vegi með að
binda sér æfilangt hlekki um háls
í óþörfum útgjöldum og heilsu-
tjóni. Læknarnir hafa látið það
ótvírætt í ljósi, að öll tóbaks-
nautn mundi vera skaðleg og und-
irbúa jarðveginn fyrir tæringuxog
margskonar illgresi, en sigarett-
urnar hafa þeir talið skaðlegast-
ar. Þó fer tóbakið, og einkum
sigaretturnar, sigurför um landið.
Ekki þarf að kvarta yfir því,
að tóbak sé sjaldan nefnt í blöð-
unum, því oft eru hálfar og heil-
ar síður þaktar tóbaksauglýsing-
um. En hitt er sjaldnar, að ympr-
að sé í þá átt, að tóbak eigi ekki
að nota. Það er eins og tóbakið sé
svo smávægilegt atriði, að óþarfi
sé að eyða orðum um það. En
skiftir það þá engu hvort íslend-
ingar eru fjárhagslega sjálfstæð
þjóð eða ekki? Því verður þó tæp-
lega neitað, að mörg hundruð þús-
und krónur eru árlega greiddar
út úr landiwu fyrir tóbak. Það fé
gefur enga vexti, ekkert verðmæti
í staðinn, er með öðrum orðum
tapað fé. Og skiftir það engu,
hvort íslendingar eru andlega og
líkamlega heilbrigð þjóð eða ekki?
Því verður tæpast mótmælt, að
tóbak spillir heilsu manna, eink-
um unglinganna. Og sterkar líkur
eru til þess, að það hafi stytt
mönnum aldur. Hitt er einnig at-
hyglisvert, að það lamar siðferð-
isþrek manna, að vera sí og æ að
láta undan því,sem þeir vita að
er ósatt, því siðferðið er eins óg
stíflugarður. Sé komið skarð, er
öllum garðinum hgétt.
Nei, fslendingar eru ekki af
því bergi brotnir, að þeir eigi að
láta sér sæma að aðhyllast sorp-
hyggju stórborganna. Þeir eiga
ekki að láta sér sæma, að ala á sér
sníkjudýr, sem krefur árlega
stærri fórnar en nokkrar nauð-
synlegar brýr, sem ekki urðu
reistar sökum fjárskorts. Þeir
eiga sökum ættar sinnar, að sækja
fram, og vera á verði um leið,
gegn öllu því, sem lamar krafta
þeirra og heftir eðlilegan þroska.