Dagur - 10.01.1929, Blaðsíða 3

Dagur - 10.01.1929, Blaðsíða 3
2. tbl. DAGUR 7 ingar eða völtunar, ef um sjálf- græðslu er að ræða, þegar vélin skilur við það og ýmislegt fleira. Að lokum vil eg taka það fram, að ef þessi grein mín ekki ber þann tilætlaða árangur, að fram komi fyrir almennings sjónir ít- arleg og rökstudd skýrsla um .starfsemi dráttarvélar Svalbarðs- ströndunga, þá vil eg eindregið ráðieggja þeim búnaðarfélögum, er kunna að hafa dráttarvélakaup í hyggju, vegna hinnar glæsilegu reynslu Búnaðarfélags Svalbarðs- strandar, að rannsaka málið til hlýtar og afla sér ítarlegri og ná- kvæmari upplýsinga, heldur en er að fá í grein hr. J. B., áður en þau ráða ráðum sínum. Akureyri 10. janúar 1929. Ólafur Jónsson. —o------- S ims key í i. (Frá Fréttastofu íslands). Rvík 3. Jan. 1929. Oslo: Samningur undirskrifað- ur milli vinnuveitenda og verka- manna í járniðnaði um að launa- kjör haldist óbreitt næstu tvö ár- in. Hafa þessi málalok vakið al- menna ánægju og gefið vonir um, að í höndfarandi samningatil- raunir í öðrum iðnaðargreinum fari friðsamlega fram. Betri iðn- aðarhorfur hafa haft örfandi á- hrif í atvinnulífinu, einkum skipasmíðaiðnaðinum. New York: Gerðardómur á að útkljá þrætuna milli Bolivíu og Paraguay. Berlín: Parker, formaður skaðabótanefndarinnar, hefir birt ársskýrslu sína um skaðabóta- greiðslu Þjóðvérja, er sýnir að þeir hafa staðið vel í skilum. Þýsk blöð eru óánægð yfir því, hve mikillar bjartsýni gæti í skýrsl- unni; óttast að ekki takist að fá skaðabætumar lækkaðar; haf i Parker eigi tekið tillit til þess, að atvinnuleysi sé í landinu og landbúnaðurinn eigi erfitt upp- dráttar. Hins vegar krefjast blöð Frakka að skaðabæturnar verði ekki lækkaðar. Khöfn: Inflúensa breiðist mjög út í Englandi og Svíþjóð og hafa all-margir fengið lungnabólgu. Erfitt um hjúkrun vegna sjúkl- ingafjölda. Læknar telja veikina fremur væga. Friedrichshaven: Dr. Eckner segir að »Graf Zeppelin« fari hringflug kringum hnöttinn á næstkomandi sumri, um Siberíu, Japan og Bandaríkin. Jón Árnason framkvæmdar- stjóri S. í. S. settur formaður bankaráðs Landsbankans. Rvík 9. Jan. 1929. Belgrad (VJ : Alexander Jugo- slavakonungur gaf út í gær til- kynningu til þjóðarinnar. Kvað hann þingræðið vera misnotað af blindum pólitískum ofsa. Þing- ræðið hefði því hindrað nytsam- lega starfsemi í ríkinu, og valdið klofningj meðal þjóðarinnar. Skylda konungsins sé sú, að vernda rétt og samlyndi meðal þjóðarinnar. Það sé því nauðsyn- legt nú að finna nýjar leiðir. Kon- ungurinn hafi þess vegna í gær numið stjórnarskrána úr gildi, rofið þingið og falið Sivkovitch hershöfðingja að mynda nýja stjórn. Konungurinn hefir gefið út ný lög um vald konungsins, eru þau þegar gengin í gildi. Þessi lög ákveða konungi ótak- markað vald til að gefa út ný lög. Hann útnefnir ráðherrana og em- bættismennina. En ráðherrarnir hafa ábyrgð gagnvart konungi. Dómsvaldið skal framkvæmt í nafni konungs. Lög um verndun ríkisins hafa samtímis verið gef- in út, þau fyrirskipa að uppleysa skuli alla flokka, sem stofnaðir eru á trúarbragða- eða þjóðern- islegum grundvelli, undir vissum kringumstæðum heimila þau út- komu blaða; þau fyrirskipa enn- fremur, að allar bæjarstjórnir og sveitastjórnir skuli uppleysast, en konungur útnefnir nýjar í þeirra stað. Belgrad (í gær) : Þinghúsinu hefir verið lokað, alt samkomu- frelsi takmarkað, bannað að bera vopn, strangt eftirlit með öllum skeytum. Króatar eru mjög á- nægðir með breytinguna. Ætlað er að konungur muni síðar undir- búa nýja stjómarskrá á ríkja- bandalags-grundvelli. Rvík: Kenslumálaráðherrann hefir skipað Sigurð Nordal prófessor og Freystein Gunnars- son kennara í nefnd til að athuga og gera tillögur um löggilta rétt- ritun í landinu. 15 togarar hafa nýlega selt ísfisk fyrir samtals liðlega 16,000 sterlingspund. Skeyti hefir borist um að Nikolajevitch, yfirforingi rússa- hers í heimsstyrjöldinni sé lát- inn. -------o------- Mislingarnir ganga nú víða hér á Norðurlandi og leggjast að sögn all- þungt á sumstaðar. Ferðapistlar. Alls 612 miljónir kristinna manna í veröldinni. En 1140 miljónir eru ekki kristnar, en þar af eru ca: 245 milj. Múhameðstrúar. Hin mikla evangelisk-lutérska kirkja á sýningunni var öll úr stáli, eir og gleri, og úti fyrir var líkneski mikið af Lúter. Þessi kirkja var eitt hið einkennilegasta listaverk, sem eg hefi séð. Ekk- ert skraut eða annar íburður vai- þar. Harðir trébekkir, en að öðru leyti var sjálft húsið alt úr málmi og gleri. Var hún oftast nefnd stálkirkjan. Venjulega var flutt stutt guðsþjónusta þar á hverju kveldi. Var eg viðstaddur eina þeirra. — Það er hvorttveggja, að eg er ekki maður til að skýra tákn þessarar einkennilegukirkju- smíðar, enda mundi »Dagur« ekki hafa rúm til þess. Aðalatriðið var þetta, að stíll- inn átti að vera á áhrifamikinn hátt tákn andans og orðsins. — Evangelisk-lúterska deildin var í 26 herbergjum eða hólfum, Gat Slökkvilið Akureyrar. Slökkviliðsstjóri: Eggert St. Melstað, Oddagðtu 3. Varaslökkviliðsstjóri: Gunnar Guðlaugsson, Lundargötu 10. Flokksstjóri í innbænum: Jón Norðfjörð, Lœkjargötu 3. Flokksforingjar: Gísli R. Magnússon, Strandgötu 15. Aðalsteinn Jónatans- son, Hafnarstræti 107 b. Friðrik Hjaltalín, Grundargötu ó. Tryggvi Jónatansson, Strandgötu 39. Svanberg Sigurgeirsson, Þórunnarstræti. Brunaboðar: í útbænum: Rudolf Brun, Hríseyjargötu 5. Höskuldur Steindórsson, Gilsbakkaveg. í innbænurn: Edvard Sigurgeirsson, Spítalaveg 15' Alfred Jónsson, Aðalstræti 22. Menn eru ámintir um að tiikynna sfmstöðinni og slökkviliðinu strax, ef eldsvoða ber að höndum og festa upp þessa auglýsingu sér til minnis. Slökkviliðsstjórinn á Akureyri, 7. janúar 1929. Eggert St. Melstað. (Sími 115.) Fréttir. Ingimar Eydal kennari liggur á spí- talanum sem stendur, var hann skor- inn upp við botnlangabólgu á Laugar- daginn var. Uppskurðurinn hepnaðist mjög vel, og eru beztu vonir um að Ingimar bráðlega komist á fætur aft- ur heill helsu. Bæjarstjórnarkosningar fóru fram á Norðfirði 2. Jan. Alls voru fjórir listar að velja á milli. Fengu jafnaðarmenn 193 atkv. og komu að fjórum mönnum. íhaldsmenn fengu 93 atkv. og komu að tveimur. Framsóknarfl. 54 atkv. og kom að einum. Sjómannalistinn fékk 49 atkvæði og kom að einum manni. Dánardægur. Nýlega eru látnir Guttormur Vigfússon fyrrum alþingis- maður á Geitagerði í N.-Múlasýslu og Bjarni Bjarnason bóndi á Geitabergi í Borgarfirði, faðir Bjarna læknis hér. Báðir voru þeir merkir bændur og þekt- ir menn. Leikfél. Akureyrar æfir nú franskan gamanleik eftir Moliére, er nefnist »Schapin«. Aðalhlutverkið leikur Har- aldur Björnsson. Verður það að líkind- um það síðasta, sem menn eiga kost á að sjá hann leika hér í vetur. þar að líta m. a. marg't um trú- boð, upplýsingar um ýmiskonar félagsskap í mótmælenda kirkju- deildum, starfsemi meðal æsku- lýðsins, þ. á. m. heimskort, þar sem merkt var á útbreiðsla Kristi- legs félags ungra manna; þar voru og rit frá fjölda landa um kristilega kirkju og aðra kristi- lega starfsemi. Hringsjá þessi gaf gott yfirlit hinnar margháttuðu starfsemi, sem rekin er í heimin- um í anda Lúters, Kalvíns o. fl. mikilmenna á kirkjulegu sviði. Tilraunir þær, er gerðar hafa ver- ið til þess að sameina ýmsar kirkjudeildir, spá góðu. Voru skýrslur þarna frá alþjóðlega vin- semdarstarfinu í Genf, frá kirkjuþinginu mikla í Stokkhólmi árið 1925 og frá Lausanne. Mikið safn blaða og bóka var bæði í rómversk-kaþ. og evang.- lút. deildinni. óskaði eg þess, að klerkar vorir hefðu tækifæri til þess að sjá þessi bókasöfn og blaða. Það er mikil andleg hress- Skattanefndarkosningin. Á næst seinasta bæjarstjórnarfundi átti að kjósa mann í Skattanefnd Akureyrarkaupstaðar í stað Böðvars Bjarkans, sem úr gekk. Munu bæj- arfulltrúar flestir hafa litið svo á, að sjálfsagt væri að hann sæti áfram í nefndinni. En á fundinum kom 'fram tillaga frá Erl. Fr. um að fresta kosningunni til næsta fundar — var hún illu heillu sam- þykt. En á síðasta fundi bæjarstjórn- arinnar notuðu jafnaðarmenn í bæj- arstjórn sér veikindi Ingimars Eydals til þess að bola Bjarkan út úr skattanefnd og koma einum gæðingi sínum að í staðinn. Ef allir fulltrúar hefðu verið viðstaddir mundi Bjark- an hafa náð kosningu því að jafn- aðarmenn komu sínum manni að með hlutkesti. Allir aðrir bæjarfulltr. fylgdu Bjarkan, þrátt fyrir það, að hann í sköðunum hefir staðið þeim fjær, en jafnaðarmönnum. Er þessi framkoma »jafnaðar«-fulltrúanna í bæjarstjórn ærið blandin og gefur ástæðu til að ætla, að .þéir beri eigin flokksmál frekar fyrir brjósti, en heill bæjarins. -----o Boy Holm hefir verið skipaður for- stjóri skátadeildarinnar hér í bænum. ing prestum á þessu afskekta landi að fá sem oftast rit góðra — og helzt beztu — höfunda. Allir kennimenn verða að fylgjast með tímanum, ef þeir kjósa að hafa áhrif. Sérstök deild social-demokra- tiskrar pressu var á sýningunni. Karl Marx og Fr. Engels stofn- uðu blaðið »Neue Rheinische Zei- tung« í Köln árið 1848, en sama ár var það bannað, þá er bylt- ingatilraunirnar höfðu strandað á Þýzkalandi. Urðu þessir menn báðir að flýja land. Foringjar þýzkra socialista, þegar fram liðu stundir, voru þeir Lassalle, Bebel og Liebknecht. — Árið 1871 komust tveir social- istar inn í þýzka ríkisþingið, en sjö árum síðar var socialistum bannað að gefa út blöð, og póli- tískur félagsskapur þeirra einnig leystur sundur. Þessu fór fram um tólf ára skeið. Árið 1890 voru lögin frá 1878 numin úr gildi. Hreyfingin magnaðist, Qg nú eru

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.