Dagur - 10.01.1929, Page 2
6
DAGUR
2, tbl.
• • •-•••«••
> • • •--• • ••••••»•••••••
k
Sölubúð
okkar verður opnuð 15. janúar
næstkomandi.
Kaupfél. Eyfirðinga.
Akureyri.
Myndastofan
Oránufélagsgðtu 21 er opin alia daga
frá kli 10-6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
Þar af leiðandi er þeim skylt að
vinna að útrýmingu tóbaks. En
Róm var ekki bygð á sjö dögum
og tóbakinu verður ekki rutt út
úr landinu með einu átaki. Fram-
leiðendurnir eru köllun sinni trú-
ir. Eitrið er farið að hrífa. Gaml-
ir neytendur mega ekki án tóbaks
vera. útrýming þess kynni að
stytta þeim aldur, og fáir munu
vilja verða til þess. En sigarett-
una á að hindra. Hún er hættu-
legasti lykill tóbaksnautnarinnar,
sem enn er notaður, og hennar
neyta konurnar og unglingar, sem
síst mega nota tóbak. Hitt er
einnig almannarómur, að sigar-
ettan seilist dýpst í pyngjuna.
En brýningar og bindindi virðast
ekki koma að haldi, og ekki held-
ur smásamtök. f fyrra hóf Kaup-
félag Þingeyinga máls á því, að
hætt yrði að flytja sigarettur til
Húsavíkur. Málið virtist vænlegt
til sigurs, enda blés byrlega í
fyrstu. En að síðustu strandaði á
einum manni. Svo mun víðar
fara. Hér dugar ekkert annað en
að grípa á kýlinu, og mun það
læknislegast gert með því, að
banna aðflutning og neyzlu sigar-
ettna með lögwm.
Eg er sannfærður um, að tó-
baksneyzla mundi stórum þverra,
ef sigaretturnar hættu að kinka
kolli til manna úr búðargluggun-
um. Ekkert er enn til, sem mundi
geta komið í þeirra stað. Smá-
vindlamir eru dýrari og sterkari,
og aðrar tóbakstegundir erfiðari
viðfangs. Enda sýnir hin geysi-
lega útbreiðsla sigarettna, að þar
er eitthvað á ferð, sem tekur. öllu
öðru fram.
En væri alt látið reka á reiðan-
um, mætti búast hér við svipaðri
útkomu og annarstaðar. Veikari
lyfin brjóta ísinn fyrir sterkari
lyf. ópíum og kóakaín er næsta
skrefið.
En þannig má okkar unga ríki
ekki farnast. Oddvitar þjóðarinn-
ar verða að reynast hér dugandi
menn eins og annarstaðar. Þeir
verða að láta sér skiljast, að sé
réttmætt að flæma burtu togara,
sem stelur úr landhelgi, þá er rétt
að reka af höndum sér hvem
þann gest, sem læðist upp að
ströndum landsins til þess að
ræna þjóðina starfsmætti og
þroska. A. G.
------o------
Good-Templarreglan á
íslandi 45 ára í dag.
Tíunda dag Janúarmánaðar árið
1884 stofnuðu tólf menn hér á Ak-
ureyri fyrstu Qood Templarastúku
á Islandi. Aðalstofnandinn var norsk-
ur iðnaðarmaður, Ole Lied. Hann
skrifaði grein í »Fróða« 22. Nóvbr.
1883 og hvatti menn til að gerast
Qood-Templara. Ritgerð fylgdi:
»Hversvegna eg gerðist Musteris-
rnaður*. Ole Lied hafði umboð frá
formanni Reglunnar í Noregi til
þess að stofna hér stúku, og það
hepnaðist.
Stúkan var stofnuð í stofu uppi
á lofti hjá Friðbirni Steinssyni bók-
sala. Eg held, að Ásgeir Sigurðsson,
sem nú er kaupmaður og konsúll
í Reykjavík, hafi verið einn stofn-
endanna.
Ressi stúka, sem stofnuð var
fyrir 45 árum uppi á lofti hjá Frið-
birni Steinssyni, lifir enn: Isafold
nr. 1. — Móðir Reglunnar á íslandi
horfir yfir farinn veg í kveid. Á
2Ví ári þandi hún net sitt út yfir
land alt, og þegar Stórstúkan var
stofnuð vorið 1886 og tók við for-
stððu Reglunnar af st. ísafold, var
félagafjöldinn í stúkunum nærri því
hálft sjötta hundrað.
Bjarni Hjaltalín, fiskimatsmaður
hér í bænum, gekk inn í »ísafoid«
19. Oktbr. 1884. Hann hefir aldrei
brugðist né bognað. Er hann nú
umboðsmaður stórtemplars í stúku
sinni og í Umdæmisstúku Norður-
lands og heiðursfélagi Stórstúkunnar.
Annar félagi stúkunnar, Lilja Krist-
jánsdóttir, er líka heiðursfélagi Stór-
stúkunnar.
80 undirstúkur og 52 unglinga-
stúkur með alls 11374 félögum eru
nú starfandi á íslandi.
Stúkan »ísafold« er brautryðjandi
merkilegrar hreyfingar í þjóðlífi
voru.
Ákvörðun tólf borgara á Akureyri
fyrir 45 árum er sögulegur atburður.
Pað sem gerðist þá undir forustu
Norðmannsins og Friðbjarnar Steins-
sonar er eitt hið bezta og mesta,
sem annálar þessa bæjar skýra frá.
Vöxtur Reglunnar hér á landi
upp af rót <ísafoldar< er eitthvert
fegursta æfintýrið, sem gerst hefir
nokkurntíma með þjóð vorri.
Eg hygg, að Good-Templarreglan
sé bezti gesturinn, sem komið hefir
til Akureyrar. Minnist þess, góðir
menn og bræður, að víkka hringinn,
fela ykkur Reglunnar vernd og
varðveizlu. Br. T.
------o
Jarðrœkt og dráttarvélar.
í 55. tbl. »Dags« f. á., er grein
eftir hr. Jónatan Benediktsson á
Breiðabóli um dráttarvélina
»Fordson«, sem Búnaðarfélag
Svalbarðsstrandar keypti síðastl.
vor.
Eg skal viðurkenna það, að eg
var dálítið vantrúaður þegar eg
las þessa grein, en hinsvegar var
mér það fyllilega ljóst, að ef rétt
væri frá skýrt, þá væri hér um
nýung að ræða, sem hver sann-
trúaður jarðræktarmaður hlyti að
gleðjast yfir, og sem hafa mundi
mjög róttæk áhrif, ekki einungis
á jarðræktarframkvæmdir þessa
héraðs, heldur og alls landsins.
Upplýsingar, sem eg hefi aflað
mér hér að lútandi, síðan eg las
áðurnefnda grein, virðast mér þó
skjóta nokkuð skökku við það,
sem þar er haldið fram, og hefir
það gefið mér tilefni til þess að
rita greinarstúf þennan. Eg mun
þó eigi að svo komnu máli hreyfa
þeim upplýsingum, er eg hefi
fengið um vinnu áðurnefndrar
vélar á Svalbarðsströnd, vegna
þess, að eg hefi ekki haft tök á
því að rannsaka málið sjálfur, en
eg vil hér með gefa þeim, er hlut-
deild eiga að dráttarvél þessari,
tækifæri til að endurtaka og rök-
styðja frekar ummæli hr. J. B.,
eða leiðrétta þau ummæli hans, ei‘
valdið geta röngum skilningi á
þessum málum, ef um slíkt er að
ræða.
Ef skýrsla hr. J. B. er rétt í öll-
um atriðum, þá verða slíkar ný-
ungar aldrei of oft endurteknar;
séu þau aftur á móti röng eða
villandi, að einhverju leyti, þá má
slíkt ekki liggja í láginni og
liggja til þess ástæður, sem hér
skulu greindar:
1. Eg hygg að grein hr. J. B.
hafi þegar vakið allvíða mikinn
áhuga fyrir dráttarvélakaupum.
Það er því eigi aðeins nauðsyn,
heldur blátt áfram siðferðileg
skylda þeirra manna, er standa að
dráttarvél Búnaðarfélags Sval-
barðsstrandar, að gefa . sem ná-
kvæmasta og óhlutdrægasta
skýrslu um vinnubrögð hennar og
reksturskostnað, til þess að þeir,
er á slík kaup hyggja, geti gert
sér sem ljósasta og ábyggilegasta
grein fyrir því, hvers þeir megi
vænta.
2. Ef hægt er að vinna að með-
altali á dag um li/2 dagsl. af ó-
brotnu landi með Fordson drátt-
arvél og herfum einum saman,
eða fyrir kr. 34.33, þá liggur það
í augum uppi, að það má hartnser
fullrækta flest sæmilega ræktun-
arhæft land fyrir þann styrk, sem
nú er veittur til jarðræktar af
opinberu fé. Liggur því í augum
uppi að Búnaðarþing og Alþingi
verða að taka ákveðna afstöðu til
jarðræktarstyrksins með tilliti til
dráttarvélanotkunar.
Virðist þá liggja nær að álykta,
að þegar ræktunin er orðin svo ó-
dýr, sem hér virðist verða, þá
hljóti hinn opinberi jarðræktar-
styrlcur til einstaklinga að lækka
til mikilla muna.
3. Eg býst við að þeir, sem þeg-
ar hafa ráðist í að kaupa dráttar-
vélar til jarðyrkju og eins þeir,
sem hafa slík kaup í undirbún-
ingi, hafi vænst þess að geta
fengið nokkurn styrk til þessara
kaupa frá opinberum sjóðum og
félögum, er að eflingu ræktunar
starfa, en ef dæma skal eftir
skýrslu hr. J. B., þá virðist ár-
angurinn af dráttarvélavinnu
svo glæsilegur og ágóðinn svo
viss, að það væri að bera í barma-
fullan lækinn að veita styrk til
slíkra kaupa, meðan mörg önnur
nauðsynleg málefni á sviði land-
búnaðarins eiga örðugt uppdrátt-
ar og virðast því frekar styrks
þurfandi.
4. Hr. J. B. segir í grein sinni:
»Aftur reyndist hankmóherfið
vel, þar sem eg tætti órudda*
jörð, en þannig vann eg um 6*
dagsláttur og gekk vel þar, sem
ekki var stórþýft og tel eg að
þannig megi vinna næstum því
alt land, sem þúfnabanar geta
unnið, og verður slíkt miklu ó-
dýrara en engu ver unnið; með
góðum herfum, hankmoherfum t.
d. er eg viss um að má tæta V/2
dagsláttu á dag af meðaltali.«
Ef hér er rétt skýrt frá, þá
dylst mér eigi sem gjaldkera
Þúfnabanafélags Akureyrar, að
starfsemi Þúfnabananna hér í
héraði er því sem næst lokið, þar
sem eigi getur komið til mála að
v-inna með þeim öllu ódýrara
heldur en gert var síðastliðið
sumar.
Við þessu er ekkert að segja.
Eg mun með gleði taka á mitt bak
minn skerf af halla þeim, er kann
að verða á vélkaupum Þúfna-
banafélagsins, ef ástæðan til þess,
að það verður að hætta störfum,
er sú, að fengnar eru aðrar eins
góðar og mun ódýrari leiðir til að
rækta jörðina. Sé þessu aftur á
móti eigi til að dreifa, er nauð-
synlegt að það komi fram, svo
jarðræktarframkvæmdir héraðs-
ins eigi tefjist að ástæðulausu.
Eg vil taka það fram, að nauð-
synlegt er að gerður sé glöggur
greinarmunur á kostnaði og
vinnubrögðum dráttai-vélarinnar
eftir því hvort hún hefir unnið
brotið land eða óbrotið, eins þarf
það að koma í ljós, hve stórþýft
land vélin getur unnið, hvort hún
\únnur jöfnum höndum, seigar
mýrar og myldna móa og hve
djúpt hún vinnur, hvort landið
er orðið fullhæft til grasfræsán-
* Á sennilega að vera óbrotna jörð.
ó. J.