Dagur - 17.01.1929, Page 2

Dagur - 17.01.1929, Page 2
10 DliGUB 3. tbl. SlÍfSlfflfflififlffffiflil §j Byggingarvörur 2 W nýkomnar. TIMBURFARMUR allar venjulegar tegundir í furu og greni. BÁTA-EYK frá 1“ upp í 4“ þykt. ÞURKUÐ SMÍÐA-EIK: 3U, 1“ 1V«“. KROSSVIÐUR: Furu, eikar, birki. CEMENT. KALK. ELDHÚS-VASKAR fl. tegundir. SKÓLPLEIÐSLURÖR, - hné og - beygju. Kaupfél. Eyfirðinga. wáimmmmmmMm Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin aila daga frá kh 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. flokksmenn vorir, sem á A-lista standa, hafi svikið stefnu flokks síns og séu íhaldsmenn undir Framsóknar-nafni — (þótt þetta sé ekki sagt með þessum orðum, þá verða ummæli blaðsins ekki skilin á annan veg). Þetta eru málefnin og geta menn sjálfir séð og dæmt hver eru betri. — Auðvitað veit blaðið vel, að það hér fer með helber ó- sannindi — en »sá seni vill fiskinn, má ekki sjá eftir beitunni«. Beitu- fjörur »Verkam.« eru þó fremur ó- hreinar. Athugi maður nú A-lista og B- lista, dylst engum að þeir eru hvor öðrum Iikir að því leyti, að verka- menn skipa ekki frekar sæti á öðr- um þeirra en hinum. — En á öðrum þeirra eru Framsóknarmenn! Gætið þess á morgun! Hroki »Verkam.« í garð Fram- sóknar byggist ef til vill á þeirri staðreynd, að árið 1927 náði þing- mannsefni Jafnaðarmanna hér á Akureyri kosningu — fyrir fylgi Framsóknar. En blaðið gleymir því, að á Alþingi er það Framsókn- arflokkurinn, sem skipar meirihluta, og að það er sami flokkur, sem hef- ir meirihluta allra kjósenda lands- ins að styðjast við. Á meðan mála- vextirnir eru þessir, verða foringjar Jafnaðarmanna á Akureyri að láta sér lynda, þó vér getum ekki kann- ast við, að þeir eigi að segja oss Framsóknarmönnum fyrir verkuni. -----o------ Samherjar. Aðkoniumenn, sern koma.til Eyja- fjarðar, telja fjárhagslega afkomu betri hér en víðast annarstaðar á landinu. Menningarlega standa Ey- firðingar framarlega. Og þegar spurt er, hverju héraðið eigi fyrst og fremst að þakka viðgang sinn. þá mun svar flestra verða á þá leið.; að það sé að þakka samtökum bænda í sveitum og alþýðumanna á Akureyri, sjálfbjargarsamtökum þeirra í verzlun og viðskiftum — eða með öðrum orðum Kaupfélagi Eyfirðinga. Góður saltfiskur og nokkrar tunnur af fóðursíld til sölu hjá Eggert Einarssyni. í »Verkam.« sl. laugardag er grein, þar sem öðru er þó haldið fram. Þar stendur, að K. E. A. sé í félagi við Kveldúlf og Höepfner með að vinna gegn verkalýðnum. Þetta á víst að vera kosningabeita, enda greinin lík því, að efsti maður- inn á B-listanum hafi skrifað hana. En munu margir bíta á agnið? Ætli það verði margir verkamenn, sem trúa þvi, að K. E. A. sé stofnun, sem vinni þeim til óheilla? Nei, ve’rkamenn eru óefað þroskaðri en greinarhöfundurinn heldur. »Verka- maðurinn« óvirðir alþýðu manna með grein þessari og fleirum órök- studdum æsingagreinum sínum. Ha,nn heldur að almenningur sé svo óþroskaður og hugsunarlaus, að hægt sé að vinna hann til fylgis með slíkum skrifum. En verkamenn munu sjá hvernig á að nota þá. Foringjarnir, sem stjórna blaði þeirra, vilja blinda þá með æsing- um sínum, og treysta því að fá þvi óskiftara fylgi þeirra, eftir því sem þeir hrópa hærra og ábyrgðartil- finningin er minni í ræðum þeirra og ritum. Með slíkum skrifum og ræðum er ekki verið að vinna gagn nein- um hugsjónum, jafnrétti og bræðra- lag fæst ekki með slíkum óti. Sam- vinnumenn trúa á mátt samtakanna, þeir vilja menta fólkið og styðja að því, að hver einstaklingur geti not- ið sín sem bezt í þjóðfélaginu. Kaupfélag Eyfirðinga er höfuð- vígi þeirra í þessu héraði. Að þessu vígi beinir nú »Verkam.« skeytum sínum. Þegar Björn Kristjánsson og hans fylgifiskar sjá sér ekki lengur fært að rægja kaupfélögin, þá tekur »Verkani.« við — og ræðst sann- arlega á garðinn, þar sem hann er ekki lægstur. Ekki er ólíklegt að móður færist nú í Björn karlinn aft- ur, að hann hervæðist á ný, fylki liði sínu og geri áhlaup líka. Þarna finnur hann samherja, sem hann þó líklega hefir ekki átt von á. Lyfja búðin verður, — að öllu forfallalausu, — alfluít í hið nýja hús sitt í Hafnarstræii 104, nœstk. laugardag, þ. 19. þ. m., og fer öll afgreiðsla aðeins þaðan fram, frá morgni þess dags að telja. (©. C* ^Ijurartxxfcxx. Pólitísk ofsókn? nefnist greinarstúfur í Verkamann- inum, sem út kom í gær. Er grein þessi skrifuð í tilefni af því, að »þau tíðindi gerðust« að pakkhúsnianni K. E. A. var fyrir nokkruin dögum sagt upp stöðu sinni ineð 3J4 mán- aðar fyrirvara. Sé eg nú raunar ekki að þetta séu þau stór-tíðindi, sem gefi ástæðu til blaðagreina. 'En þar sem í þessari »Vni.«-grein er rangt skýrt frá og fyllilega gefið i skyn, að eg hafi sagt pakkhúsinanninum upp vegna þess, að hann er 3. maður á lista Alþýðuflokksins viö í hönd farandi bæjarstjórnarkjör, þá er eg knúð- ur til að skýra frá ástæðum fyrir uppsögninni: Laust fyrir sl. nýár spurði eg uin- ræddan pakkhúsmann, eins og aðra starfsmenn K. E. A., hvort hann vildi halda áfrain starfa sínum við félagið næsta ár ineð óbreyttum launum. Kvaðst hann þá telja laun sín sl. ár, sem voru 3000 krónur, of lág, borið sanian við tekjur verkamanna hér í bæ, og fór því fram á að fá 300 kr. uppbót fyrir liðið ár eða 300 kr. kauphækkun ■framvegis. — Mál þetta varð ekki útkljáð í það skifti. — En að athug- uðu máli sá eg mér ekki fært að ganga inn á neina kauphækkun af þeim ástæðum, að við það hefði raskast eðlilegt samræmi í launa- greiðslum félagsins, og að á hinn bóginn hefi eg ekki verið ánægður með hvernig pakkhúsmaður þessi hefir leyst störf sín af hendi undan- farið. Sagði eg honum því upp stöðu hans frá 1. niaí n. k., en gaf honum jafnframt 300 kr. uppbót fyrir' liðið ár. Þykir mér leitt, mannsins vegna, að þurfa að lýsa því yfir hér opin- berlega að eg hafi verið óánægður með hvernig hann leysti störf sín af hendi, en ranghermi »Vni.«- greinarinnar neyðir mig til þess. Aðdróttun »Vm.« um það, að á- stæða uppsagnarinnar hafi verið sú, að pakkhúsmaðurinn er á lista Al- þýðuflokksins, lýsi eg hér með yfir aö er neð. öllu tilhæfulaus. 16. jan. 1929. Vilhjálmur Þór. & ------0------- Kosningafnndurinn. Fundur sá, er Jafnaðarmenn boðuðu til, var haldinn í samkomuhúsinu á mið- vikudagskvöldið eins og til stóð. Eftir fundarboðinu var það flokksfundur Jafnaðarmanna, sem höfðu boðið fram- bjóðendum A-lieta og C-lista til að taka þátt í umræðunum. En fundinn sóttu margir aðrir, en þeir, sem sérstaklega voru boðaðir, og voru fundarboðendur svo frjálslyndir að láta sér það vel líka. Má því svo að orði kveða, að þetta væri almennur borgarafundur. Auðvitað snerust allar umræðumar um bæjarstjórnarkosningarnar, og gafst ínönnum kostur á að heyra hina ýmsu frambjóðendur allra lista láta skoðan- ir sínar í ljósi. Mun mörgum hafa þótt það fróðlegt. Enda fengu þeir góða á- heyrn og entust umræðurnar langt fram á nótt. Steinþór Guðmundsson kennari setti fundinn, lýsti tilgangi hans og sagði upp fundarsköp. Halldór Friðjónsson var kosinn fundarstjóri, og því næst hófust hinar eiginlegu umræður. Fyrsti í-æðumaður var efsti maður B-iista, Erlingur Friðjónsson alþm. Lýsti hann framförum bæjarins, sem orðið hafa hin síðustu 15 árin. Einnig gerði hann grein fyrir hækkun útgjalda bæjarins. Þá talaði Brynleifur Tobias- son kennari og hélt snjalla ræðu um afstöðu Framsóknarmanna til bæjar- málanna. Ólafur Jónsson Ræktunarfé- lagsstjóri var næsii ræðumaður, lýsti hann afstöðu sinni og dvaldi einkum við jarðræktarmálin. Var þá framsöguræð- um fulltrúaefnanna lokið, og öðrum fulltrúaefnum og borgurum, sem við- staddir voru gefinn kostur á að taka þátt í umræðunum, og láta skoðanir sín- ar í ljósi. Töluðu þá ýmsir, og voru um- ræðurnar bæði langar og fjörugar, enda mæltist sumum ræðumönnum vel, eink- um þótti kveða að Brynleifi Tobiassyni. Fundurinn fór skipulega fram, bar ekki á neinum æsingum, þótt hver og einn héldi fast á sínum málstað. Mega borgarar bæjarins kunna fund- arboðendum þakkir fyrir, ef málin nú verða skýrari fyrir þeim, er að kjör- degi kemur. — Mál manna er, að fylgi A-lista muni eigi hafa rýrnað við þenn- an fund. -------0----— Simskeyti. (Frá Fréttastofu Islands). Rvík 16. jan. London: Afghanska sendisveitin tilkynnir, að Amanullah konungur hafi afsalað sér konungdómi. Inaya- tullah bróðir hans tekur við. París: Morgan og Young banka- stjórar verða fulltrúar Bandaríkj- anna í skaðabótanefnd, sem tekur hernaðarskaðabætur .Þjóðverja til umræðu. — Foch, yfirhershöfðingi Frakka í heimsstyrjöldinni, er veik- ur af hjartasjúkdómi pg sagður hætt kominn. Rvík: Útflutningur í desember nemgr samtals 4,681,260 kr. Alls

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.