Dagur - 17.01.1929, Page 4

Dagur - 17.01.1929, Page 4
12 DXQUR 3. tM. Jerðin Þönglabakki í Orýtubakkahreppi, er laus til ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við undirritaðan umráðamann jarðarinnar fyrir 31. marz n. k. Hreppstjórinn í Orýtubakkahreppi. Höfða, 10. janúar 1929. Pórður Gunnarsson. Islandshúsið í Oslo. Eins og getið var um í síðasta blaði, hefir norski rithöfundurinn Knut Liestöl skrifað grein um þetta efni í »Den 17. Mai«. Vegna þess að þetta er mál, sem er eftir- tektarvert fyrir oss íslendinga, finst oss réttast að geta greinar- innar nokkuð nánar. Hún vitnar aðallega um tvent: vinarþel ýmsra góðra Norðmanna í vorn garð og óskina um að hin gömlu menningarsambönd milli þessara tveggja alveg náskyldu þjóða slitni ekki, en aukist og glæðist. Væ'ri og vel ef svo mætti fara, og ef giftusamlega tækist, gæti það orðið oss til mikils gagns og blessunar. Það hefir jafnan sýnt sig, að meðal þeirra menn- ingaráhrifa, sem vér íslendingar höfum sótt’ til útlendinga, hafa þau, er frá frændþjóðum Norður- landa hafa komið, verið þau or bezta uppskeru hafa gefið í ís- lenzkum þjóðarjarðvegi. Vil eg í því sambandi serh dæmi benda á það, sem Steingrímur læknir Matthíasson segir um Laugaskóla í grein sinni í »íslending« á dögunum, þar sem hann seg- ir að þau skólastjórahjónin hafi dregið góðan þátt sænskrar lýð- mentunar með sér heim að Laugum. Eg vildi verða síðastur allra manna til þess að draga úr, að vináttu- og menningarsambönd gætu komist á milli Norðmanna og vor, meiri, betri og innilegri en verið hafa hingað til, því að sannleikurinn er sá, að þeir hafa haft lítið af oss að segja og vér einnig af þeim á menningarsvið- inu, að undanteknum norskum ritum eftir heimsfræga höfunda norska, sem auðvitað hafa auðgað menningu vora og haft áhrif á hugsunarhátt vorn eins og allra annara siðaðra þjóða. Knut Liestöl byrjar grein sína með að benda á, að af 22 íslend- ingum, sem farið hefðu til náms út úr landinu sl. ár, hafi enginn farið til Noregs. Þetta sýnir eng- an sérlegan áhuga íslendinga fyr- ir Noregi og norskri menningu. Og þegar málavextirnir eru slík- ir, sýnir það mikinn stórhug hjá Norðmönnum, að þeim skuli detta í hug að fara að reisa hús í Oslo, aðeins handa íslendingum. Og það ber vott um mikla rausn, að þeir hugsa sér að gefa íslend- ingum húsið sem hátíðargjöf 1930. Hugmyndin er sú, að íslenzkir námsmenn, er sækja vildu há- skólann í Oslo eða aðra mentun, Kálfskinn kaupir mót vörum og peningum Eggert Einarsson. sem þangað er að sækja, gætu fengið ódýran bústað í þessu húsi — og svo auðvitað að það yrði miðstöð alls þess, sem íslenzkt er í Noregi. En hér verður eitthvað að breytast hugsunarháttur og á- hugi manna, ef Norðmenn eiga ekki að vinna fyrir gíg. — Nú er auðvitað ekki sagt að húsið verði reist, en ef til þess kæmi, mundi gefendum þess þykja all ilt, ef það yrði að standa tómt. En svo er önnur hlið málsins sú, hvort það sé holt fyrir þjóð vora, að taka við svo stórmann- legri gjöf sem þessari frá annari þjóð — ef til kemur — án þess að láta neitt af mörkum í staðinn, eða hvort vér undir öllum kring- umstæðum getum tekið við slíkri gjöf. Það eru spurningar, sem ekki er auðvelt að svara að svo stöddu. Þessi rausn Norðmanna ætti að verða íslendingum hvöt til þess, að koma sér upp samastað utan- lands, þar sem þeir sérstaklega þarfnast þess, eins og t. d. í Kaup- mannahöfn, þar sem fjöldi fá- tækra íslendinga — sérstaklega íslenzkra stúlkna — býr einmana og hafa lítil tök á að halda menn- ingarsamböndunum við þjóð sína og ættjörð við líði. Danir hafa ekki talað um að reisa »fslands- hús« í Kaupmannahöfn á sinn kostnað, eins og Norðmenn — enda er síður en svo, að það hafi þurft að hæna íslenzkt fólk að Kaupmannahöfn. En á hinn bóg- inn eru til þeir málsmetandi menn danskir, sem vildu gera það, sem hægt er, til þess að bæta þjóðerniskjör fátækra íslendinga í Kaupmannahöfn, við að styrkja og stuðla að, að íslendingaheimili yrði komið þar á fót. Þeir bíða aðeins eftir því, að fslendingar sjálfir taki höndum saman um máíið, og mundu þá þegar bjóða liðsinni sitt og samvinnu. — Auð- vitað hefi eg ekkert umboð til að tala í nafni þessara manna, en mér er kunnugt um hug þeirra — og mér er líka kunnugt um, að íslenzkt þjóðerni stórtapar árlega vegna deyfðarinnar, sem stöðugt ríkir á meðal vor gagnvart hag þeirra, sem úr landi fara — ekki minst þeirra, er leita sér atvinnu og búa í Kaupmannahöfn. F. Á. B. -------0------ Þeir einstaklingar og félög sem ætla að kaupa hjá okkur tilbúinn áburð á næsta vori ættu að senda okkur pantanir sínar sem allra fyrst. Tegundir þær sem verða til sölu eru: Kalksalpétur með 15 */2°/o köfnunarefni og 28°/o kalki. Nitrophoska I. G. algildur áburður með 16'/2°/o köfnunarefni 16'/2°/o forsforsýru og 20°/o kali. Superfosat með 18°/o forsforsýru. Kaliáburður með 37°/o kali. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. Eimskipafélag íslands Aðalfundur. Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag Islands, verður hald- inn í Kaupþingsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardag- inn 22, júni 1929, og hefst kl. 1 e. h. DAGSKRÁ: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstrarreikninga til 31. desember 1928, og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svör- um stjörnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögunum 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Að- gongumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs- mönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 19. og 20. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn, á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 4. janúar 1929. Stjórnin. . ^ ýlLFA-LAVAL 1878-1928 I 50 ár hafa Alfa-Laval skilvindur verið beztu og vönduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum. ALFA LAVAL verksmiðjurnar hafa altaf verið á undan öðrum verksmiðjum með ný- ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval skilvindurnar hlotið yfir 1300 heiðursverðlaun og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna. Reynslan, sem fengín er við smíði á yfir 3,500,000 Alfa-Laval skilvindum, tryggir það að A L F A-L A V A L verði framvegis öll- um öðrum skilvindum fremri að gerð og gaeðum. Mjólkurbú og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar, til mjólkurvinslu, kaupa hiklaust Alfa-Laval mjaltavélaf, skilvíndur, strokkar, smjörhnoðara og aðrar Alfa-Laval vélar. Samband íslenzkra samvinrjufélaga.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.