Dagur - 24.01.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 24.01.1929, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 6rg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Afgreiðslan er hjá Jáni Þ. Þ*r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin vift ára- mót, sé komin til af- greiftslumanns fyrir l. des. XII. ár. Akureyri, 24. Janúar 1929. 4. tbl. íhaldsblöðin og Áfengisverzlunin. Það má nærri geta að íhaldsblöð- unum mun hafa þótt hnífur sinn koma í feitt, er þau báru fregnina um að ólag væri á rekstri Áfengis- verzlunar ríkisins; var jafnvel svo langt gengið, að framkvæmdarstjór- inn, Guðbrandur Magnússon var sakaður um sviksamlegt framferði. — Petta atriði væri auðvitað sorgr legt — ef satt væri. — En ekki var nú að heyra á hljóðinu í blöð- unum, að þeim væri það neitt harmsefni. Er það eitt útaf fyrir sig umhugsunarvert. Pað lítur helzt út fyrir, að sómi lands og þjóðar liggi þeim í svo léttu rúmi, að þaq, mundu fagna yfir hneykslanlegu at- hæfi einstakra manna þjóðfélagsins, ef á einhvern hátt væri hægt að nota það til að sverta þá menn, sem nú fara með stjórn landsins, og flokksmenn þeirra. En nú vill svo vel til, að hér er um ekkert slíkt að ræða, að minsta kosti ekkert, sem íhaldsblöðunum ekki hefði verið fyrir beztu að þegja um og blygðast sín, eins og málefnin eru. Eramkvæmdarstjóri Áfengisverzl- unarinnar hefir þegar frá byrjun orðið fyrir barðinu á málgögnum íhaldsins. Og það hefir gert það að verkum, að hann — í sjálfsvarn- arskyni — hefir verið til neyddur að birta ýmislegt viðvíkjandi rekstri Áfengisverzlunarinnar undir stjórn og eftirliti fyrirrennaranna, íhalds- manna. Er það í raun og veru all- ófögur saga — og svo ömurleg fyrir þá, sem gefið hafa tilefni til hennar, að hverjum almennilegum manni ætti að vera óljúft að minn- ast þess, að slíkt hafi getað átt sér stað á meðal vor — hvert hneykslið rekur þar annað, hvert axarskaftið annað — bezt hefði þvi verið, ef þess hefði verið kostur, að láta söguna liggja í þagnargildi. En á hinn bóginn verður því ekki neitað, að málið er í raun og veru of al- variegt til þess, það er nauðsynlegt að sýna þjóðinni, hver eru heilindi íhalsmálgagnanna í þessu máli og hvernig þeir hafa farið að ráði sínu, sem nú ofsækja aðra og það heldur freklega, og það er einnig nauðsynlegt fyrir saklausan mann að hreinsa sig undan óhróðri og illmæli. Þessa ömurlegu íhaldssögu vilj- um vér þó ekki rekja hér — vilj- um vér benda mönnum á það, sem Guðbrandur Magnússon sjáifur hefir skrifað í »Tímann« -- og auk þess hefir »Verkamaðurinn« nú fyrir skömmu skýrt rétt og rækilega frá málavöxtum. Það hefir því farið hér sem oft- ar, að »oft verður lítið úr því högginu, sem hátt er reitt* — hér hefir það lent á hnakka þeirra sjálfra, er höggva vildu — og getum vér ekki lastað það, ef það gæti orðið þeim til lærdóms og þroska. Af öllum axarsköftum íhaldsins við rekstur Áfengisverzlunarinn- ar hefir núverandi framkvæmd- arstjóra tekist að lagfæra flest — og það má fyllilega sýna honum það traust, að honum sé gefinn tími til að bæta úr því sem eftir kann að vera líka. Það getur eng- inn með sanngirni ætlast til, þar sem um jafn mikla óreiðu er að ræða og hér virðist hafa verið, að úr öllu sé bætt í einni svipan. ------o------ Alþýðuskóli Eyfirðinga Pœttir úr skólasögu Eyjafjarðar um hdlfrar aldar skeið. eftir Jóhann Sveinsson frd Flögu. I ■ ‘ ■ I. í nokkrum héruðum landsins hefir verið hafinn viðbúnaður til stofn- unar alþýðuskóla, og sumstaðar hafa þeir þegar verið reistir. Auk nokkurra eldri skóla hafa, sem kunnugt er, skólar verið reistir í Þingeyjarsýslu og Árnessýslu af al- mennu samskotafé héraðsmanna og fjárstyrk úr ríkissjóði. — Hitt mun ekki eins landfleygt, að nokkur hreyfing hefir verið í Eyjafirði til skólastofnunar þar. Og er það sú skólastofnun eða skólahugmynd, er eg ætla að gera hér að umtalsefni. Frá því skömmu fyrir síðustu aldamót hefir nokkur alda hafist til eflingar alþýðufræðslunni. Hefir hún ýmist risið eða fallið. Hafa sumir einkum borið fyrir brjósti skóla handa fullorðnum mönnum og ungl- ingum, en öðrum hefir barnafræðsl- an verið mjög í mun. Annars hefir hreyfing þessi verið mjög hægfara og allmjög brytt á afskiftaleysi og skílningsleysi, og það engu síður hjá lærðum mönnum en ólærðum. Er það auðsætt, að barnafræðsla og framhaldsnám þurfa að haldast i hendur. Pað virðist og varla orka tvímælis, að almenningur í lýðfrjálsu landi þurfi sæmilegrar fræðslu, ef hann á að reynast nýtur í þarfir þjóðfélagsins. Kemur þessi skortur langharðast niðurá sveitum landsins, sökum strjálbýlis og annara stað- hátta. Nú hygg eg, að sveitirnar séu — og eigi að vera — hornsteinn íslenzks þjóðlífs. Er þá auðsætt, hversu mikilvægt er að efla þær og hve skaðlegt er að fólk streymi úr þeim til sjávarþorpa. En mikilverðan þátt til eflingar sveitalífinu ætla eg það, ef reistir væru góðir alþýðu- skólar um sveitir landsins. Par er grein þessi á við sérstakan skóla, þykir mér ekki hlýða að ræða hér meir um alþýðuskóla alment. II. Vil eg nú fara nokkrum orðum um nauðsyn slíks skóla í Eyjafirði. Á vitanlega margt af því við í öðrum héruðum. Pegar barnaskólunum sleppir, er næsta erfitt að afla sér fræðslu. Pótt allmargir í sveitunum hafi sótt einhverja skóla, geta þeir sjaldan veitt tilsögn, sökum heimil- isanna og annara ástæðna, því að fáment gerist nú á heimilunum. Unga fólkið — einkum kvenþjóðin — fer svo í kaupstaðina Akureyri eða Reykjavík á vetrum, til að leita sér tilsagnar, annaðhvort til munns eða handa. Oftast verður þetta hið mesta kák. Kenslan er þá oftast rándýr stundakensla, mjög í molurn. Má nærri geta hve staðgóð slík kensla er, t. d. þá er um tungumál er að ræða, sem fengin er á fáein- um klukkustundum og síðan ekki haldið við. Fólk þetta verður stund- um fyrir miður góðum áhrifum og flytur oft með sér botndreggjar kaupstaðarmenningarinnar. Hefir það tíðum ekki næga dómgreind eða aðstæður til að vinsa úr það, sem lærdómsríkt kynni að vera. Sum staðar á landinu, þar sem langt er til kaupstaða, ber ekki mjög á þessu; en í sveitum Eyjafjarðar eru samgöngur við Akureyri mjög greiðar. Má þó geta þess, að eg hygg Akureyrarbúa jafn betur að sér um menning, en alment gerist um kaupstaðabúa og þorpa. Sumir kynnu að ætla, að litla nauðsyn bæri til að stofna alþýðuskóla í Eyjafirði, þar er gagnfræðaskóli væri á Akureyri. Um slíkt er það að segja, að Gagnfræðaskóli Akur- eyrar hefir ekki verið, og gat ekki orðið, alþýðuskóli með sama fyrirkomulagi og hann hefir haft. Meðan hann var svo þrælbundinn Mentaskólanum alm. í Rvk., gat hann hvorki veitt nægilega andlega vakningu né verið svo raunhæfur, sem alþýðuskóli þarf að vera. Það virðist t. d. ekki hagkvæmt að kenna stærðfræði í tveimur efri bekkjum skólans um 6 st. á viku, sem ðll er kend »theoretisk«, en engan raunhæfan reikning. III. Málið horfir þá þannig við, að Eyfirðingar eiga engan skóla, hvorki fyrir karla né konur. Eina athvarf mentunarþyrstra unglinga er þá Gagnfræðaskólinn á Akureyri, sem á í té að láta nokkurn hluta af þeirri almennu fræðslu, sem heimtuð er undir stúdentspróf, en er notað- ur allmikið sem unglingaskóli fyrir Akureyringa. Er nú ekki úr vegi að renna huganum 40—50 ár aftur í tímann og athuga hvernig menta- lífinu var þá háttað. Árið 1877 er kvennaskólinn á Laugalandi stofn- aður. Átti hann óefað drjúgan þátt í að auka mentun kvenna í Eyjafirði og víðar um Norðlendingafjórðung. Möðruvallaskóli var stofnaður 1880. Var hann algerður alþýðuskóli, sem átti að veita almenna fræðslu og búa menn undir lífið. Auk þess var þar í fyrstu kend búfræði. Virð- ist árangurinn hafa verið óvenjulega góður. En margir þeírra sem þar hafa hlotið fræðslu óvenju nýtir menn, og eru margir þeirra þegar í hinum ýmsu stéttum þjóðiélagsins orðnir þjóðkunnir. Eftir að skóiinn fluttist til Akureyrar, hverfur af honum frægðarljóminn og honum virðist hnigna. Var honum þó veitt forstaða af nýtum mönnum. Skömmu síðar var hann settur í samband við Mentaskólann almenna, og er hann þá ekki lengur almennur fræðsluskóli. Hefir skóíinn hafist mjög til virðingar undir stjórn hins andríka skólafrömuðs, er nú stendur þar við stýrið. Vert er þá að athuga mentahreyf- ingu nokkuð annars eðlis, sem hefst um líkt leyti í Eyjafirði. Og er það oss Eyfirðingum merkilegt, þar sem hreyfing þessi er þá ný hér á landi óg Eyjafjörður verður vagga henn- ar og um hríð hinn fyrsti gróðurreitur hennar. Verðum vér þá að líta enn lengra til liðna tímans. Árið 1875 sigldi frá ísl. til Noregs sveinn nokkur. Stundaði hann nám við lýðháskólann í Gausdal. Við þann skóla störfuðu þá hinir mestu andans menn og slyngustu skóla- menn Norðmanna. Kennarar voru þá skólafrömuðirnir, Mathias Skar og Kristofér Brún, og skáldið Kristo- fer Jansson. Auk þess hélt Björn- stjerne Björnsson fjöimarga fyrir- lestra við skólann. Sveinn þessi var Guðm. Hjaltason. Má með sanni segja að hann hafi solgið af hinum svölustu og frjóustu mentalindum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.