Dagur - 24.01.1929, Blaðsíða 4

Dagur - 24.01.1929, Blaðsíða 4
16 DAQUR 4. tbl. Simskeyti. (Frá Fréttastofu íslands). Rvík 22. Jan. Ríkisstjórnin hefir fyrirskipað rannsókn á embættisrekstri jóhann- esar Jóhannessonar bæjarfógeta og falið Bergi sýslumanni Jónssyni að framkvæma hana. — Ritstjórnar- grein í »Alþýðublaðinu« í dag skýrir svo frá, að aðalástæðan fyrir rann- sókn þessari sé meðferð Jóh. Jóh. á dánarbúum. í gærkveldi slitnaði upp úr samn- ingatilraunum milli stjórna Eimskipa- félags fslands og Sjómannafélagsins. Skipin eru því stöðvuð fyrst um sinn. Frá hálfu Eimskipafélagsins hefir í undangengnum samningsum- leitunum verið gert það tilboð, að ráðningakjör háseta og kyndara á skipum félagsins yrðu þau sömu og nú eru gildandij samkvæmt samningum milli útgerðarmanna og sjómanna á dönskum skipum. En sá samningur var nýlega framlengd- ur til 1. Apríl 1930. Pó haldist fastakaup það óbreytt, sem hér er nú hærra en á dönskum skipum. Heildarkaup háseta og kyndara hjá Eimskipafélaginu var að meðaltali árið sem leið: Kyndara 64 kr. á viku og háseta 72 kr., þegar fasta- kaup og yfirvinnukaup var lagt saman. Úrslitakröfur sjómannavoru þær, að fastakaup kyndara hækki úr 212 kr. á mán. í 250 kr. og fastakaup háseta 191 kr. í 215 kr. Yfirvinnukaup hækki úr 59 aurum fyrir hálftímann upp f 70 aura, eins og Eimskipafél. bauð. Stjórn Eim- skipafélagsins teist svo til, að hækkun þessi nemi 15,3% á heildarupphæð fastakaups og yfirvinnu. — Samn- ingatilraunum sáttasemjara mun lokið að svo stöddu. Seyðisfirði: Úrslit bæjarstjórnar- kosninganna urðu þau, að verka- mannalisti fékk 210 atkv. og kom 2 að. íhaldslistinn fékk 160 atkv. og kom 1 að. o Á rétíing. Eg hefi komist að því að grein mín um »Fordson«-dráttarvélina hefir valdið nokkrum misskilningi, þar sem sumir hafa álitið eftir greininni að ekki mundi kosta nema kr. 34.33 að fullvinna 1 ]/2 dagsl. Þetta er algerlega rangt, og þarf ekki skarpskygnan mann til að sjá að svo er, einmitt eftir fyrnefndri grein. Eg tók það fram að hún mundi geta tætt þetta á dag (10 tíinum), en annað sem þarf að nota vél á þetta svo sem að saxa áburð- inn saman við moldina og valta, á- lit eg að þurfi um 6 tíma til, en þá tel eg líka fullunnið; síðan bætast ýmsir póstar við kofimaðarhliðina svo sem olíuflutningar, milliferðir, vélar og verkfæra, skerping verk- færanna, hreinsun og smurning vél- ar og verkfæra, eftirlit og hreinsun vélarinnar í það minsta einu sinni á ári, framda af þar til hæfum manni, einnig málning vélarinnar, verk- færabilanir o. fl.; einnig hlýtur mað- urinn altaf að hafa fleiri vinnudaga en vélin, sem líka jafnast niður á Tilboð óskast um að mála efri- hæð, þak og útiveggi Samkomu- og Skólahúss Svalbarðsstrandar- hrepps. Peir sem vilja taka þetta verk í ákvæðisvinnu gefi sig fram, við undirritaðan, fyrir 15. febr. n. k. Veigastöðum, 22. jan. 1929. Þorl Mðrteinsson. „Ronoleke’ Oúmmí-baksturspokarnir eru nú aftur komnir. Kaupfélag Eyfirðinga. Barnalýsi nýkomið. Kaupfélag Eyfirðinga. 1 vinnuna. Um þetta get eg ekki gef- ið fullnægjandi skýrslu, þessvegna gaf eg aðeins skýrslu um eyðslu vél- arinnar og álit um hverju hún mundi geta afkastað; þá mintist eg heldur ekki á fyrningu verkfæra né vélar. En það þykist eg geta séð, að alt þetta geti ekki farið fram úr því, að öll áhöldin ásamt manni til að vinna með þeim leigist fyrir kr.. 5,25 um klukkutímann, og hafi þá vél og verkfæri kr. 15.00 á dag (en þó á- lít eg enn sem fyr, að 10 kr. muni hrökkva í flestum tilfellum sem rentur og afborgun, sé nóg verkefni fyrir vélina). Fæði »skaffaði« sá, sem unnið var hjá, svo að eftir þessu kostar dagsláttan hann, borgi hann 1 tíma í milliferðir, alls kr. 60.00. Sumir hafa haldið því fram, að of grunt yrði saxað, en því trúi eg ekki, mér virtist það vera frá 12 —18 sm., og þar sem er mjög smátt þýfi í óræktarholtum og Ijósleitt leirlag undir, tel eg þetta of djúpt, því það rótaði leirnum upp á yfir- borðið. Jónatan Benediktsson. Eftir að eg hafði sent Áréttingu í Dag, las eg grein um þetta efni eft- ir hr. Ólaf Jónsson, þar sem hann véfengir skýrslu mína, og vill, að ef hún sé röng, sé hún leiðrétt. Eg tel skýrsluna svo rétta sem íramast getur verið, að vélin hafi eytt olíu og benzíni fyrir kr. 17.33, að mannskaupið megi ekki vera minna en kr. 7.00 og að rentur og afborganir fari eftir því að hvað hagkvæmum kjörum menn komast með lán til vélakaupanna og eins hitt að kr. 10 á dag muni í flestum tilfellum hrökkva ef mikið er unnið. Þá er eg enn viss um, að með góð- um herfum má tæta 1 y2 dagsláttu á dag af óbrotnu landi (af meðalseigu landi) en þess utan þarf að valta. í dag skoðaði eg þúfnabanaflag og er ekki fyrir sjálfan mig í nein- um vafa um, að sú vinsla er eg tala um, þoli samanburð. Skýrsla, eins nákvæm og föng eru á, mun brátt fylgja. /. B. •■.— o----- Brekkugata 2. ,, Sími 242. Akureyri. Bílaeigendur! Ef þið viljið fá þægileg og haldgóð sæti í bíla ykkar, þá fáið þau hjá okkur. Búum til sæti, bæði í fólks- og vörubíla. Hafið það hugfast, að góð sæti gera bílinn eftirsóknarverðari. Nærsveitamenn geta sent mál og fengið sætin með fyrstu ferð. Dívanavinnustofa fakobs Einarssonar & Co. FIMM STÚLKUR óskast í ársvist að Kristneshæli frá 14. Maí n. k. að telja. Árs- kaup kr. 500.00. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkona hælisins. Tilbúinn áburður. Eftir samningi við Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, önnumst vér frá 1. Janúar 1929 allan innflutning og heildsölu á tilbúnum áburði. Samkvæmt lögum um tilbúinn áburð, frá 7. Maí 1928, verð- ur áburðurinn ekki seldur öðrum en hrepps- og bæjarfélögum, búnaðarfélögum, samvinnufélögum og kaupfélögum. Áburðurinn verður undantekningarlaust að greiðast við móttöku. Á komandi vori verða aðallega fluttar inn þessar tegundir af tilbúnum áburði: 1. Pýskur kalksaltpétur með 15°/0 köfnunarefni og 28% kalki. 2. Nitrophoska 1. G. Algildur áburður með 16.5% köfnunar- efni, 16.5% fosforsýru og 20% kali. 3. Superfosfat með 18% fosforsýru. 4. Kalidburður með 37% kali. kríðandi er að ofantaldar dburðartegutidir séu pantaðar sem fyrst. Aðrar tegundir af tilbimum dburði verða aðeins útvegaðar eftir pöntunum, enda séu þœr pantanir komnar i vorar hend- ur fyrir 15. Mars 1929. Upplýsingar um val og notkun tilbúins áburðar eru fúslega látnar í té. Samband isl. Samvinnufélaga. ALFA-LAVAL 1878-1928 I 50 ár hafa Alfa-Laval skilvindur verið beztu og vönduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum. ALFA LAVAL verksmiðjurnar hafa altaf verið á undan öðrum verksmiðjum með ný- ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval skilvindurnar hlotiö yfir 1300 heiðursverðiaun og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna. Reynslan, sem fengin er við smíði á yfir 3,500,000 Alfa-Laval skilvindum, tryggir pað að ALF A-L A V A L verði framvegis öll- um öðrum skilvindum fremri að gerð og gæðum. Mjólkurbú og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar, til mjólkurvinslu, kaupa hikiaust Alfa-Laval mjaitavélar, skilvindur, strokkar, smjörhnoðara og aðrar Alfa-Laval vélar. Samband íslenzkra samvinrjufélaga. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Friörik Ásmundsson Brekkatt. Gilsbakkaveg 6. Aðalstrseti 16. ------------------V-------------------------------------------- Prentsmiðja Odds Björassonar. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.