Dagur - 24.01.1929, Blaðsíða 3

Dagur - 24.01.1929, Blaðsíða 3
4. tbl. DAGUB 15 næst um nokkra danska menn, sem hafa átt þátt í framförum Is- lendinga og sagði að þrátt fyrir alt væru það þó ekki einvörðungu skuggar, sem Danir hefðu varpað á þroskasögu íslands. Að endingu sagði hann: Vér, sem danskir erum, viljum hér í kveld enda með þeirri ósk, að ísland stöðugt geti haldið á- fram að vera hin ríka, milda móðir barna sinna, og að það láti andlit sitt, ungt og tigulegt, skína bjart meðal þjóða Norðurlanda! Eftir ræðu Knud Rasmussens, söng óperusöngvarinn Jóhannes Fönss »Sverrir konungur« (eftir Gr. Th.) og »Þú nafnkunna land- ið« (eftir Bj. Th.), og að síðustu var kvikmyndin sýnd, var henni tekið með einróma aðdáun. Blaðið endar með að óska, að allir mættu fá tækifæri til að sjá hana. — o Ný rit. i. Eimreiðin 4. h. 1928. Með þessu hefti endar 34. árg. Eimreiðarinnar, og er það — eins og venja er til -— bæði sjálegt að hinu ytra og fjöl- breytt að efni. Efnið er sem hér segir: Viktor Rydberg: Dexippos (kvæði), j. Jóh. Smári ísl., Fr. Ás- mundsson Brekkan: Altarið (saga). Rich. Beck: Bókmentaiðja ísl. í Vesturheimi (framh.). Sveinn Sig- urðsson: Lifa látnir? (niðurl.). Björn Þorláksson: Nokkur orð um stöfun. Oddur Oddsson: Viðarkol. Vilhj. Þ. Gíslason: Ríkið og bæk- urnar. — Sérstaklega eftirtektar- verðar eru ritgerð Sv. S. Lifa látn- ir?, sem einnig hefir kornið í undan- förnum heftum, og Ríkið og bæk- urnar, er það gott, að það mál, hvort ríkið eigi að taka að sér bóka- útgáfu landsins að nieiru eða minna leyti, sé athugað sem nákvæmast írá ölluin hliðum. 11. Nýjar Kvöldvökur XXI. árg. 1928. Tuttugasti og fyrsti árgangur Nýrra Kvöldv. er nú kominn allur, og verður ekki annað sagt, en að hann sé all-fjölbreyttur að efni og að ritinu hafi farið fram síðasta ár, eftir að Þorsteinn M. Jónsson tók við útgáfu þess. Það þarf ekki að blaða lengi í þessum árg. til þess að sannfærast um, að ritið leysir ætlunarverk sitt, að vera alþýðlegt rit til skemtunar og fróðleiks, svo af hendi, að ekki verður út á það sett til muna. Þó finst oss sem hlutfallslega sé of mikið af hinum »léttari« smásög- um þýddum, og væri ekki úr vegi að þær fækkuðu og efnismeiri sög- ur eða smáritgerðir um ýms efni, almenningi til fróðleiks, kæmu í staðinn. Ritið er eitthvert hið ódýrasta, sem kostur er á (5.00 kr. árg., 24 arkir — á þessu ári mun hann þó vera 25 arkir), enda hefir útbreiðsla ritsins aukist mikið, og hefir það þó ávalt átt vinsældum að fagna. A'f ritgerðum í þessum árg. mætti benda á: »Hólaskóli hinn forni« eftir Brynleif Tobiasson kennara — mjög fróðleg grein —, »Um jólasiði í Svíþjóð« eftir frú E. F. Brekkan. »Spunastofan í Þýzkalandi« eftir Jón Sigurðsson kennara og bók- mentagreinarnar eftir þá Pálma Hannesson kennara og Brekkan rit- höfund. Þá er einnig hin þýdda rit- gerö »Höfuðborgir« allfróðleg grein. Hvað snertir höfunda kvæðanna, verður ekki sagt að þar sé valið af verri endanum — eru, þar kvæði eftir Pál Árdal, Davíð Stefánsson, Gustav Fröding og ungt og upp- rennandi góðskáld, Jóhann Frí- mann. — Sögurnar eru sumar skenrtilegar og allar alþýðlegar. Af hinum fruntsömdu ntá einkum benda á »Vökunótt« eftir Sigurjón Frið- jónsson og »Fermingarbarnið« eft- ir Fr. Á. Br. Og meðal hinna þýddu á »Mísgripin« eftir Shakespeare. »Upp úr gröfinni« eftir Johan Bo- jer og »Augu ntannanna« eftir J. Anker Larsen. — Skáldsaga sú — »La Mafia« eftir Rex Beach — sem er að koma í ritinu, og sem Jónas Jónasson frá Flatey þýðir, virðist vera allskemtileg aflestrar og mjög »spennandi«. — Yfirleitt þyrfti að vanda málið á þýðingunum betur en gert hefir verið. ------o------ F r éttir. Bœjarstjórnarkosningin hér í bse 18. þ. m. fór *em hér segir: A-listi (Framsókn) hlaut 303 atkvæði B-listi (Jafnaðarmenn) — 456 — C-listi (>BorgaraIisti«) — 563 — 27 seðlar voru ógildir og 4 seðlar auðir. Sanikvæmt þessu hlutu kosningu: Af A-lista Brynleifur Tobiasson. Af B-lista Erlingur Friðjónsson og Einar Olgeirsson. Af C-lista Ólafur jónsson og Tómas Björnsson. Fylgi við Framsóknarlistann var nálega hið sama og við bæjarstjórnarkosningar 1927. Ýmsir höfðu búist við, að atkvæða- tala Jafnaðarmannalistans yrði hæst, en eins og að ofan greinir skaut hinn svo- nefndi >BorgaraIisti« honum allmjög aftur fyrir sig. Munu jafnaðarmenn ekki vera allskostar ánægðir með úrslitin. Aftur á móti eru íhaldsmenn sagðir vera kampa- kátir og hafa þó ekki yfir miklu að státa, þar sem þeir neyddust til að seilast út fyrir flokkinn eftir mönnum á lista sinn. Um eiginlegan íhaldssigur er hér því ekki að ræða. Ddnardœgur. Hinn 11. þ. m. andaðist að heimili sínu Qlerárgötu 3 hér i bæ húsfrú Þórunn Friðjónsdóttir, kona Jóns Jónatanssonar járnsmiðs og systir þeirra Sandsbræðra. Frú Þórunn sál. var merk kona og gáfuð, en var mjög biluð á heilsu á siðari árum. Hún var hálf fimtug að aldri. Jarðarför hennar fór fram i dag. Fyrir skömmu andaðist hér á sjúkrahús- iau Haraldur Helgason frá Espihóli, bróðir Jóseps bónda þar. Haraldur sál. var aldr- aður maður og mjög farinn að heilsu. Þá er og nýlega látin á Kristneshæli frú Jóna Jóhanna Jónsdóttir, kona Friðjóns bakara hér í bæ. • /ón H. Þorbergsson bóndi á Laxamýri flytur í kvöld fyrirlestur í bæjarstjórnar- salnum um nýbýlarœkt. Ágóðinn rennur tll félagsins >Lsndnám«. K. A. K. A. AÐALFUNDUR Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn í húsi verslunarmannafélagsins Sunnudaginn 27. þ. m. kl. 1 e. h. Stjórnin. Býlið Sólheimar í Glerárþorpi, er til sölu eða leigu og laust til ábúðar 14. maí í vor. Semja ber við undirritaðan fyrir 10. febrúar n. k. Sólheimum, 24. janúar 1929. Helgi Steinarr. Goða/oss kom hingað á Sunnudags- morguninn og fór aftur á Þriðjudag vestur um leið til Rvíkur. Síra Rögnvaldur Pétursson frá Winnipeg er kominn til Rvíkur og dvelur þar um tima. Bæjarstjórnarkosningar, sem eins og kunnugt er hafa verið háðar í þessum mán. á Siglufirði, ísafirði og í Vestmanna- eyjum hafa fengið eftirfarandi úrslit: A Siglufirði fékk listi jafnaðarm. 341 atkv. og komu 3 mönnum að. Listi íhaldsm. fékk 166 atkv og kom einum manni að. Framsóknarlistinn fékk 101 atkv. A ísafirði fékk listi Jafnaðarm. 348 atkv. og kom 2 mönnum að. íhaldsm. komu að 1 manni með 239 atkv. Á ísafirði fór einnig fram atkvæðagreiðsla um sérstakan bæjarstjóra fyrir fsafjörð, voru 313 já og 272 nei, 50 seðlar voru auðir og ógildir. Meiri hluti kjörstjórnar úrskurðaði að skip- un sérstaks bæjarstjóra fyrir kaupstaðinn væri þar með samþykt, en minni hlutinn áfrýjar úrskurðinum. I Vestmannaeyjum fékk listi fhaldsm. 691 atkv. og kom 2 mönnum að. Listi Jafnaðarm, fékk 390 atkv. og kom 1 manni að. --------o------- Austan úr Fljótshlíd. t 55. tbl. »Tímans« (20. nóv. f. á.), skrifar Ragnar Ásgeirsson ráðunautur grein. Vegna þess að aldrei verður um of leiðbeint á þeim sviðum, sem greinin ræðir um og eins af hinu, að menn hafa lítið heyrt opinberlega um hið merki- lega fyrirtæki Búnaðarfélagsins, kom- yikjuna og grasfræræktina á Sáms- stöðum í Fljótshlíð, viljum vér birta greinina hér. Miðvikudaginn 14. þ. m. brá eg mér austur í Fljótshlíð, til þess m. a. að fá upplýsingar um kartöflu- ujipskeru þar í sveitinni í haust. Allstaðar þar hafa kartöflur sprott- ið ágætlega, svo að á flestum bæj- um hafa menn mun meira af kart- öflum, en þurfa þykir til heimilis- þarfa. Enda hefir kartöfluuppskera verið með mesta móti á Suðurlandi í haust. Víðast hér sunnanlands er garðá- vöxtur ekki veginn nákvæmlega og er þessvegna ekki gott að fá altaf réttar upplýsingar um uppskeru á bæjum, eða hve mikið sé notað af kartöflum á mann yfir árið. En, eg hefi sterkan grun um það, að víða mætti auka notkunina að mun, til drýginda fyrir búin og aukinnar vellíðanar fyrir mannfólkið. Og leið- in til þess hygg eg að væri að koma á námsskeiðum í sveitunum, þar sem kend yrði fjölbreyttari mat- «Dyngja", íslenska fægiduftið, þurfa allar húsmæður að eiga í eldhúsi sínu. — Fæst í 50 — aura pökkum, í Kaupfélagi Eyfirðinga, Kaupfél. Verkamanna og í Versl. Eyjafjörður. Dagur er bezta auglýsingablaðið. reiðsla kartaflna heldur en nú tíðk- ast alment. Myndi kartöflunotkun heimilanna þá aukast, ef húsmæð- urnar lærðu að tilreiða ýmsa lyst- uga rétti úr kartöflum. Vonlegt er að sumurn þyki leiðigjarnt að neyta soðinna kartaflna tvisvar eða þrisv- ar á dag, enda þótt flestir láti sér það vel lynda. En það sýnir glögt hve vinsæl fæða kartaflan er, enda eiga bændur ótrúlega mikið undir því að kartöfluræktin hepnist vel. Eg mun innan skamms gera nán- ari grein fyrir tillögum mínum um tilhögun slíkra nánisskeiða og vænti góðs árangurs af þeim ef þau kæm- ust á, enda er hér ekki um neinn hé- góma að ræða, þar sem er aukin notkun og fjölbreyttari matreiðsla kartaflna; heldur gæti það orðið til þjóðþrifa. Eg er nú ekki þannig gerður, að eg geti komið í eina fegurstu sveit þessa lands án þess að hugsa um eða líta á annað en kartöflur. Og þrent var það, sem einkum vakti furðu mína í þetta sinn austur í Fljótshlíð. Hið fyrsta voru rafmagnsstöðv- arnar, sein senn eru fullgerðar á öllum bæjum nema einum í Innhlíð- inni. Ekki þarf annað en að koma á raflýsta og rafhitaða sveitabæi til þess að ganga úr skugga um hve merka nýjung hér er um að ræða fyrir íslenskan landbúnað og lífið í sveitunum. Það er ólíkt að koma á lnnhlíðar-bæina nú, eða þegar kuld- inn sat þar að völdum. Og manni dettur í hug hin margvíslega hag- nýting rafmagnsins. (Framh.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.