Dagur - 21.02.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 21.02.1929, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Afgreiðslan er hjá J6ni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. ••••••• »»««»»• • • ••••••••••••• Akureyri, 21. Febrúar 1929. • •••••• ,Fátækrastyrkurini),‘ Eimskipafélag íslands hefir tvenns- konar styrk úr ríkissjóði: Strand- ferðastyrk og aukastyrk. Hinn fyr- nefndi styrkur er að upphæð 60 þúsund kr. og er veittur með það fyrir augum, að skip félagsins haldi að nokkru leyti uppi strandferðum, eða hafi viðkomustaði á ýmsum höfnum úti um land, þar sem svo hagar til, að ekki er arðvænlegt að halda uppi samgöngum. Er þetta nauðsynlegt, meðan ríkið sjálft hefir ekki á að skipa nægilega mörgum strandferðabátum, til þess að halda uppi þeirri grein samgangnanna, svo að í lagi sé. Er þetta að vísu óheppilegt fyrirkomulag, þar sem skip Eimskipafélagsins eru of stór og dýr, til þess að annast sam- göngur við hinar minni og óhag- stæðari hafnir víðsvegai um landið. Um leið og þessari kvöð væri létt af skipunum, mætti strandferða- styrkurinn að sjálfsögðu falia niður og ber vitanlega að stefna að því marki. Hinn síðarnefndi styrkur, auka- styrkurinn, er þannig, að ríkisstjórn- inni er heimilað á fjárlögunum, að greiða félaginu 85 þúsund kr. styrk, »ef nauðsyn krefurt. Reynslan er nú sú, að þessi nauðsyn hefir löng- um verið fyrir hendi, hvað sem verður í framtfðinni. í skýrslu þeirri frá Eimskipafé- lagsstjórninni, sem um var rætt í síðasta blaði, gerir hún þenna tvennskonar styrk til félagsins að umræðuefni og telur, sem rétt er, félagið vinna fyrir strandferðastyrk- num með auknum viðkomum skip- anna á ýmsum höfnum úti um land; en öðru máli sé að gegna með aukastyrkinn, hann sé beinlín- is »f á t æ k r a s ty r k u r« til fé- lagsins, þar sem það »1 á t i e k k- e r t á m ó t i« og á honum sé því ekkert að byggja í rekstri félagsins, og meðan hann haldist, sé félagið »þ u r f a I i n g u r«, sem Iifi á náð Alþingis og sé það alt annað en heilbrigður grundvöllur; enda gerir stjórnin ráð fyrir, að þessi styrkur geti orðið tekinn af félaginu þegar minst varir. / Nú eru blöð fhaldsins farin að hampa þessum rökum Eimskipa- félagsstjórnarinnar og flagga með rikisstyrknum sem fátækrastyrk og nefna félagið þurfaling hans vegna. Orðin »fátækrastyrkur< og »þurfa- lingur< láta aldrei vel I eyrum manna. Hugsunin, sem i þeim felst, er vel til þess fallin að vekja ó- hug tii þess, sem þau eru höfð um. Er því rétt að athuga, hvort þau eru heppileg eða viðeigandi I því sambandi, sem þau eru höfð I skýrslu Eimskipafélagsstjórnarinnar og blöðum íhaldsins. iSjaldan eða aldrei hafa íslend- ingar bundist fastari samtökum, en þegar Eimskipafélag fslands var stofnað fyrir 15 árum. Áhugi landsmanna var eindreginn og ó- skiítur. Mönnum var það einkar ljóst, að þar var um svo stórfeit menningarmál að ræða, að aliir yrðu að fylgja því fast eftir. Lífs- nauðsyn og sómi þjóðarinnar heimtaði, að íslendingar tækju eigin samgöngur í eigin hendur, réðu yfir þeim og stjórnuðu þeim að eigin vild og eftir því, sem þeim væri hentast og hagkvæmast. Mál- ið var í senn bæði menningarlegs og fjárhagslegs eðlis. Síðan hefir aldrei verið neinn ágreiningur um það, að starfsemi félagsins væri ein helsta líftaugin í sjálfstæði þjóðarinnar. Eins og kunnugt er, hefir félagið verið að smáfærast í aukana með starfsemi sína eftir eðlilegum þróunarleiðum, t. d. hef- ir það á síðari árum verið að vinna undirsignýsiglingasambönd. En félagið hefir lentímjög harðri samkepni við útlendu keppinaut- ana, útlendu gufuskipafélögin, sem láta einskis ófreistað að koma íslenzka félaginu á kné, svo að þau geti ein og óhindrað sest í mak- indum að kjötkötlunum í íslenzk- um siglingaviðskiftum. Þessi harða samkepni frá hendi útlendu félaganna er að sjálfsögðu meginorsök þess, að Eimskipafé- lag fslands hefir átt og á örðugt uppdráttar fjárhagslega. útlendu félögin standa að ýmsu leyti betur að vígi í samkepninni. Þau hafa meira auðmagn að baki og standa á gömlum merg og þau reka við- skifti sín við íslendinga eingöngu sem gróðafélög í gróðaskyni, án þess að finna sig bundin af nokkr- um þjóðernis- eða siðferðilegum skyldum gagnvart landi og þjóð. Þessvegna leggja þau alt kapp á að fleyta rjómann ofan af við- skiftunum og haga ferðum sínum eftir því. Aftur á móti hefir Eimskipafé- . lagið í einu mikilsverðu atriði svo stórum betri aðstöðu en keppi- nautar þess, að algerlega ætti úr að skera í samkepninni. Sú að- staða felst í ræktarsemi íslendinga sjálfra til síns eigin félags. Það er með öðrum orðum fullkomlega á valdi íslendinga sjálfra að ráða því, hver ofan á verður í sam- kepninni. Sú eina hætta, sem get- ur orðið þess valdandi, að Eim- skipafélagið lúti í lægra haldi, veslist upp og deyi, er fólgin í voru eigin i’æktarleysi gagnvart félaginu. Sumir menn munu líta á þessa hörðu samkepni eins og þungt böl. Vafasamt er hvort þetta er rétt skoðun. Samkepnin leiðir meðal annars til lækkandi far- og farm- gjalda. Lágu gjöldin eru til hags fyrir almenning, en vitanlega baka þau ein út af fyrir sig Eim- skipafélaginu fjárhagslega örðug- leika. En þá ber þess að gæta að Eimskipafélagið er ekki stofnað sjálfs sín vegna, heldur til hags- bóta fyrir alla þjóðina. Þessvegna hefir ríkið skyldum að gegna við félagið. Það er brýn nauðsyn og siðferðileg skylda ríkisins að styðja félagið eftir þörfum og sjá um að það standist í samkepninni. Það væri blátt áfram fjárhagslegt þjóðartjón að leyfa útlendu keppi- nautunum að lama það eða ganga af því dauðu. Þetta hefir líka þing og landstjórn skilið og því hefir sá háttur verið upp tekinn að láta félagið njóta ríkisstyrks. Sá styrk- ur er því ekki veittur sem ölmusa eða fátækrastyrkur, heldur sem borgun fyrir það þjóðnytjastarf, er það innir af höndum. Það er því rangmæli og með öllu óviðeig- andi að nefna aukastyrkinn til fé- lagsins fátækrastyrk og vera að smeygja þeirri hugsun að mönn- um, að félagið láti ekkert koma á móti þeim styrk; í því felast eftir- tölur, sem stjórn Eimskipafélags- ins ætti síst af öllunj að vera að halda á lofti. Eimskipafélag fs- lands er oft nefnt óskabarn þjóð- arinnar . Hver mundi hafa skap til þess að kalla óskabam sitt þurfaling, vegna þess sem látið er af hendi rakna því til eflingar og þroska? Stjórn Eimskipafélagsins segir, að ríkisstyrkurinn geti ekki talist ábyggilegur tekjustofn og gefur þar með í skyn, að félagið muni verða svift honum, þó að nauðsyn krefji að hann sé veittur. Ekki bendir nýskeð framkoma núver- andi valdhafa á, að hætta sé á ferðum í þessu efni. Eigi þessi ummæli félagsstjórnarinnar aftur á móti að skoðast sem vantraust til íhaldsflokksins, ef hann kæm- ist til valda aftur, þá verður að ó- reyndu að telja það vantraust á engum rökum bygt. Hvaða flokk- ur, sem að völdum situr, mun telja það skyldu sína að sjá Eira- skipafélaginu borgið, »ef nauðsyn krefur«. Að sjálfsögðu óska allir, að sú nauðsyn mætti hverfa, og til þess er aðeins einn vegur. Hann er sá, að landsmenn láti félagið njóta sívaxandi viðskifta í fram- tíðinni. ...» ' ■ Nautgriparœkt. Eftir Pál Zójjhóniasson. Eyfirðingar urðu fyrstir til þess, að stofna samlagsmjólkurbú, með nýtísku tækjum. Á þessu sviði hafa þeir riðið á vaðið og brotið ísinn fyrir aðra. Um leið og bændur þannig vinna fyrsta flokks vörur úr mjólkinni, verður þeim Ijóst, hvers virði hún er og hvers virði það er bóndan- um, að eiga góðar kýr. Að kýrnar okkar eru misjafnar, vita allir. Hitt er mörgum ekki eins ljóst, hve munurinn er geypi- mikill. Til eru kýr, sem aldrei á æfi sinni ná því, að mjólka 1000 kg. ársnyt. Aðrar mjólka aftur yfir 4000 kg. og einstaka yfir 5000. Lægsta kýrnyt er 560, en sú hæsta 5400, hvoru tveggja úr heilbrigðum, fullorðnum kúm. Á bæi, sem á eru nokkrar kýr, veljast sjaldan tómar slæmar né tómar góðar. Þó eru bæir, þar sem meðalnytin er ekki nema 1700 kg. og þó 5 kýr á bæ, og bæir, sem meðalnytin er 3500 kg. á, og þó 5 —8 kýr. Mismunur á fitumagni mjólk- urinnar er líka mikill. Sumar kýr hafa ekki 3% fitu í mjólkinni, en aðrar yfir 6%. Margir halda, að það geti ekki farið saman, að kýrin mjólki mikið og háfi þó feita mjólk. En þetta er misskilningur, það er ekkert í veginum fyrir því, að nythæstu kýrnar hafi feitasta mjólk, og.mýmörg dæmi sanna, að þetta getur vel farið saman. En vitanlega þarf sú kýrin, sem mjólkar feitari mjólkina meira fóður en hin, sem mjólkar jafn mikið, en hefir magrari mjólk. Þó vex verðmæii mjólvurinnar mikið meira en sem munar fóðuraukan•• um, svo þær kýrriar eru altaf arð- mestar, sem feitasta hafa mjólk- ina, að minsta kosti þegar mjólk- in er feit, af því það er eðli kýr- innar að gefa feita mjólk, en ekki feit af því að hún er gerð það með sérstöku fóðri. Tvent er það einkura, sem fiefir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.