Dagur - 21.02.1929, Blaðsíða 5

Dagur - 21.02.1929, Blaðsíða 5
* GENERAL MOTORS hefir enn á ný stórendurbætt CHEVROLET. Sex cylinder mótorvéí er komin í hann, mikið kraftmeiri og ennþá gangþíðari en gamla vélin, en eyðir þó lítið sem engu meira benzíni, en áður var. Fjölda margar endurbætur aðrar hafa verið gerðar, vagninn stækkaður og útbúnaður allur bættur. — Verð fólksbifreiðanna hefir þó ekkert hækkað þrátt fyrir þessar stórendurbætur. Pykir GENERAL MOTORS hafa leyst hér þrekvirki mikið og er talið að þetta sé tvímælalaust stærsti viðburður í bílasögu heimsins, því GENERAL MOTORS selur nú sex cylinder bifreiðar fyrir sama verð og jafnvel LÆGRA, en keppinautarnir selja fjögra cylinder bifreiðar. Pað er engin tilviljun að Seneral Moíors gerir þetta, því síðastliðin 4 ár hefir fjöldi úrvals verkfræðinga unnið að endurbótum þessum. — Árið 1928 framleiddi Seneral Motors helming af öllum bifreiðum, sem framleiddar voru í veröldinni. Salan hefir stórkostlega aukist enn eftir að farið var að selja nýju gerðirnar. Svo á nýbyrjaða árinu hefir GENERAL MOTORS sett ný og stærri met, en nokkru sinni áður, með framleiðslu sinni. — Sýning á nýju CHEVROLET-gQrö'mm byrjaði í Ameríku 15. Des. en salan sjálf byrjaði ekki fyr en l.Jan. Sem dæmi upp á, með hve mikilli hrifning bílakaupendur hafa tekið á móti hinum nýja CHEVROLET, er það, að 36 dögum eftir að byrjað var að selja bílana, var búið að panta áfjórða hundrað þúsund Chevrolet bifreiðar samtals; til þess að geta fullnægt slíkri eftirspurn, er nú unnið samfleytt bæði dag og nótt á öllum hinum 65 tröllauknu verksmið/um CHEVROLET. — Fólksbifreiðagerðirnar eru sem hér segir: 2 dyra lokuð bifreið, verð kr. 4.400. — 4 dyra lokuð bifreið, verð kr. 4.900. 4 dyra lokuð bifreið, Landau, verð kr. 5.100. — 2 tegundir af opnum bifreiðum. * \ • • | BIFREIÐANOTENDUR! CHEVROLET er sú tegund bifreíða, af ódýrari tegund- um, sem langsamlega mestri útbreiðslu hafa ndð og mesta hylli hlotið hér d landi, sem annarstaðar. — Eftir hinar störkostlegu endurbœtur er engin bifreiðategund keppinautanna fœr um að etja kappi við Chevrolet. Þegar þér þvi veljið yður bifreið, þd munið þetia: CHEVROLET er búinn til af félagi, sem aðstöðu sinnar vegna getur og hefur eytt ógrynni fjdr til tilrauna, til að finna það sem bezt er og sterkast. Dag og nótt eru stöðuglega farn- ar reynsluferðir um misjafna og mjög vonda vegi til þess að leita eftir göllum, sem þd strax eru endurbættir. — Þessvegna eru Chevrolet öllum bifreiðum keppinautanna betur fallin fyrir okkar lélegu vegi. — CHEVROLET er nú kraftmeiri, rúmbetri, gangþýðari og fallegri en nokkur önnur bifreið, sem fdanleg er fyrir svipað verð. — CHEVROLET eins og allar aðrar bifreiðar General Motors, fdst með mjög hagkvœmum afborgunarskilmdlum og er þvi leikur einn fyrir alla að eignast bifreið. Aðalumboðsmaður d Islandi fyrir General Motors: Jóh. Ólafsson & Co., Reykjavik. Umboð á Akureyri Vilhjálmur Þór.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.