Dagur - 21.02.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 21.02.1929, Blaðsíða 2
30 DAGUR 8. tbl. §• Hfi Sláttuvélar og Rakstrarvélar útvegum við félagsmönnum okkar með mjög hagkvæmum kjörum. Afborgast á 3 og 4 árum, og engir vextir reikn- aðir. Bændur! Sendið pantanir ykkar nú þegar. Kaupfélag Eyfirðinga. HIIIIIIIIIMllIlliIIIIIia Hárgreiðslustofan, Brekkugötu 1, Akureyri. Sími 220. Opin virka daga frá kl. 9 f. h. til kl. 8 e. h. — Hár við ísl. og erl. búninga. Pantanir afgreiddar gegn póstkröfu hvert, sem óskað er. G. Norðf/örð. áhrif á það hvað kýrnar mjólka mikla og góða mjólk. Annars veg- ar er það kynferði eða eðli kýrinn- ar, en hinsvegar meðferðin. Um meðferðina skal eg fátt eiti segja. Þó vil eg benda á það, að fjöldinn allur af okkar kúm geta mjólkað meira en þær gera, ef þær væru betur með farnar og fengju meira fóður. Kúm, sem mjólka 15—16 merk- ur í mál, ætti, að minsta kosti all- staðar þar, sem sæmilegur mark- aður er fyrir mjólkina, að gefa fóðurbætir með töðunni. Þarf þá æfinlega að gefa eggjahvíturíkt fóður og er síldarmjöl og A. fóð- urblanda bezt. Sé kúnni t. d. gef- ið 28 merkur af töðu í mál, þá má ætla, að hún, eftir gæðum töðunn- ar, mjólki 12—16 merkur. Sé þá bætt við hana /2 kg. af síldar- mjöli eða A. fóðurblöndu, á góð kýr að græða sim um 1—V/2 litra af mjólk. Sé kýrin svo eðlisnæm, að hún sé komin nærri því tak- marki sem hún getur * mjólkað mest, græðir hún sig minna, og alls ekki sé hún komin upp á það. Eyfirðingar, sem bæði hafa góðan mjólkurmarkað og greiðan aðgang að því að kaupa fóðurbæt- ir, eiga að prófa, hverju hver ein- stök kýr svarar fyrir fóðurbætir og auka fóðrið eins lengi og þeir sjá að mjólkuraukinn borgar fóð- uraukann. Með þessu er enginn vafi á, að góðu kýrnar þeirra geta sýnt betra gagn en hinar, sem og eru svo lágmjólka í eðli sínu.að undan þeim á hvorki að ala, né halda í þær, þegar hægt er að fá aðrar í staðinn, sem betri eru. Með því að gefa Pálmakökur og Kókoskökur, má liækka feiti mjólkurinnar nokkuð. Þeir, sem eiga mjög feitilágar kýr, geta prófað sig áfram í þessu efni, en mjög er hæpið, hvort það borgar sig með fóðri, að auka fitumagn mjólkurinnar. Á hinn bóginn hef- ir t. d. síldarmjöl áhrif í þá átt, að hækka fitumagnið, og það borgar sig venjulega að gefa kúm með því Pálma- eða Kókoskökur, til að mótverka áhrif síldarmjöls- ins. Víða er meðferð kúnna að haust- inu ábótavant. Afleiðingin verður sú að þær geldast þá og nást ekki upp aftur, þegar þær eru teknar alveg inn, og farið er að gefa þeim vel. Þegar líður á sumarið, og grös fara að falla, þarf, þar sem sum- arhagarnir eru ekki því betra valllendi, að gefa kúm með beit- inni. Til þess er C. fóðurblanda S. í. S. bezt. Sé þessa gætt, og þess jafnframt, að láta kýrnar ekki líða kulda og hrakning þegar haustveðráttan fer að gera vart við sig, þarf kýrin ekki að geld- ast frekar að haustinu en annan tíma árs. Þessar lítilfjörlegu bendingar um meðferðina læt eg nægja, enda ætlaði eg þessari grein' að snúast um annað. Og það sem eg ætlaði að gera að umtalsefni, var kyn- bætur nautgripanna í Eyjafirði séfstaklega. Öruggasta og jafnvel eina leið- in til að kynbæta nautgripina, er að stofna nautgripakynbótafélög, Nýkomið Eldavélar. Ofnar. OfnrÖr. Tömas Björnsson. eða eins og þau hafa verið kölluð hér, nautgriparæktarfélög. Þau eru nú allmörg starfandi í landinu, eða 26 árið 1927. Miklu fleiri hafa þó verið stofnuð, en sofnað aftur, eftir misjafnlega langan ‘starfstíma. Af starfsemi félaganna er víða mjög greinileg- Dyrhólafélagið hafði fyrstu Síðustu (Hækkun á 25 árum 555 Fljótshlíðarfélagið hafði fyrstu 5 árin 2303 Síðustu 5 árin 2531 (Hækkun á 15 árum um 228 Látrastrandarfélagið hafði fyrstu 5 árin 2227 Síðustu 5 árin 2726 Hækkun á 17 árum 499 Hörgdælafélagið hafði 1904 — 09 2291 1914-17 2517 Hækkun 226 ur árangur, sérstaklega hvað mjólkurmagnið snertir. Fitan í mjólkinni hefir hækkað minna, en þó allstaðar í eldri félögum þokast í áttina. Sem dæmi um það, hvað nyt- hæðin hefir hækkað, má nefna það, að: 5 árin 2152 kg. meðaltal á kú. 5 árín 2707 - _ - _ — á kú). — meðaltat - — — á kú). meðal - kú að meðaltali. Það er sama hvaða félag er tai- ið, að 2 undanteknum, öll sýna þau töluverða hækkun á meðal kýrnytinni. í Eyjafirði er sérstök aðstaða til að mynda nautgriparæktarfé- lög og þar eiga allir bændur að vera í nautgriparæktarfélagi. Samlagið sýnir betur mun kúnna. Bændur fá enn gleggri tilfinningu fyrir gæðamuninum. í samlaginu ættu allir bændur að geta fengið gerðar fitumælingar úr mjólkinni, og gegnum samlagið ættu að ráð- ast til heildarinnar 1 eða 2 eftir- litsmenn fyrir alt svæðið. Mörgum í Eyjafirði er nú ljóst starf nautgriparæktarfélaganna, en vegna hinna, vil eg fara um það nokkrum orðum. Hvert félag hefir eftirlitsmann, en í Eyjafirði gæti sá sami verið fyrir stórt svæði, ef hann hefði það sem aðalstarf að vetrinum. Starf hans er nokkuð margþætt og skal eg nefna það helzta. 1. Fara um félagssvæðið strax eftir áramót, er honum þá ætlað að hafa með sér fitumælir, gista á hverju heimili,, gera fitumæl- ingar í mjólkinni, vega mjólkina úr hverri kú og fóðrið í þær og athuga skýrslubók bóndans. Jafn- framt er honum ætlað í þessa’i ferð að gera upp bækurnar frá f. ári, og skrifa hjá sér, eða færa strax inn í aðalskýrslu, niðurstöð- urnar. Tæki samlagið að sér að gera fitumælingarnar, sendi hann prufurnar þangað. 2. Á aðalfundi er honum síðan ætlað að mæta, og skýra frá starfi sínu síðastliðið ár. Þá á hann að benda á beztu og bezt ættuðu kýmar, og hlutast til um, að undan þeim séu aldir lífkálfar, hver svo sem á þær. Þar á hann ennfremur að benda á, hvernig nautin hafi reynst, og hvernig framtíðarstarfinu verði bezt kom- ið fyrir. 3. Að vorinu er honum ætlað að . gera aðra fitumælingu, en þá er ekki krafist að hann fari um svæðið, heldur fái mjólkurpruf- urnar sendar heim til sín. Sæi Samlagið um fitumælingarnar, hyrfi þetta í eyfirzkum félögum. 4. Eftir að kýr eru komnar inn að haustinu, er honum enn ætlað að fara um svæðið og gista á hverjum bæ, Mæla mjólk og fóð- - meðal kú. ur, gera fiturannsókn, athuga skýrslubækur og leiðbeina um alt, er lýtur að vetrarfóðrinu. Annars byggist aðalstarfið á því, að bóndinn sjálfur láti viku- lega vega mjólkina og fóðrið og færa inn í skýrslubækur sínar. Þetta eftirlitsstarf í félögunum er mikils virði, sé það vel rækt af þar til hæfum mönnum. Þó er það lítilsvirði eins sjaldan og það er framkvæmt, ef bóndinn sjálfur lætur ekki vega mjólk og fóður vikulega og færa um það greini- lega skýrslu. En á þessu tvennu byggist það, að hægt sé að finna beztu og verstu einstaklingana, og nota þá íyrtöldu til kynbóta, en smá eyða ættum hinna. Annað höfuðstarf nautgripa- ræktarfélaganna,. er að sjá um nautahaldið. Þar leggja þau, eða eiga að leggja aðaláherzluna á að nota eingöngu vel ættuð naut, og riota þau svo lengi, að reynsla fá- ist. fyrir því hvernig þau reynast, áður en þeim er lógað. Að vísu vitum við ekki enn með neinni vissu hvernig þeir erfðavísirar erfast, sem orsaka háa nyt og feita mjólk, en rannsóknir benda ótvírætt í þá átt, að um sé að ræða eiginleika, sem erfast eftir venjulegu Mendelslögmáli. Mörg naut eru þekt, sem hafa stórbætt allar sínar dætur, eins og það líka eru þekt naut, sem hafa or- sakað að allar dætur þeirra hafa orðið verri en mæður þeirra voru. Sem dæmi um góð naut hér á landi má nefna Brand II. og Kópa, sem bæði voru í nautgripa- ræktarfélagi Dyrhólahrepps, og bæði hækkuðu dætur sínar mikið, borið saman við mæður þeirra. Með lögum frá síðasta Alþingi og reglugerð, sem öllum naut- gripakynbótanefndum hefir verið send, eru menn skyldaðir til að standa saman um kynbótanaut hreppanna. Með því er mjög ýtt undir .stofnun nautgripakynbóta- félaga, því aðalkostnaðurinn er við nautahaldið. Fyrirfram er aldrei hægt að fullyrða hvernig eitthvert naut reynist. En eftir ætteminu má gera sér miklar eða litlar vonir. Kynbótanefndir geta því ekki annað en valið nautin eftir ytra útliti og ættemi, og reynt að velja vel, og bxða svo, unz reynslan sker

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.