Dagur - 07.03.1929, Side 1

Dagur - 07.03.1929, Side 1
DAGUR^ * kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- \ mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XII. ár. Akureyri, 7. Marz 1929. 10. tbl. • » • ♦ • - Siidareinkasalan. Pess var getið í síðasta blaði, að skýrsla um framkvæmdir á fyrsta reikningsári Síldareinkasöiu íslands, eftir einn framkvæmdastjóra hennar, hr. P. A. Ólafsson, væri nýlega út komin. Skal nú hér á eftir vikið að helztu atriðunum f skýrslugerð þessari. Höfundurinn skýrír fyrst frá til- drögum þess, að einkasalan komst á. Árið 1915 og aftur 1920 gerðist hann hvatamaður að fyrstu tilraun til stofnunar síldarsamlags meðal framleiðenda, bygðu á samvinnu- grundvelli. En 'hugmyndin komst aldrei nema á pappírinn. Fram- kvæmdirnar strönduðu á framtaks- leysi og tortrygni framleiðenda hvers til annars. Næsta stig málsins var það, að síldarframleiðendur fengu á þinginu 1926 samþykt lög, sem heimiluðu stjórninni að veita félagi, er minst 20 síldarframleiðendur stofnuðu, einkasölu á síld. Eri svo liðu bæði árin 1926 og 1927, að engar urðu framkvæmdirnar. Og þegar sýnt var, að framleiðendur sjálfir hvorki hefðu dug né vilja til að koma á neinu skipulagi, þá tók Framsóknar- flokkurinn sig til með fylgi jafnaðar- manna og bar fram frumvarp á Alþingi 1928 um einkasölu á sild og sem varð að lögum 15. apríl síðastl. Með þessum lögum voru framkvæmdirnar að nokkru leyti teknar úr höndum framleiðenda, þar sem stjórn fyrirtækisins er nú í höndum fimm manna — þrír kosnir af Alþingi, einn af Verklýðs- sambandi Norðurlands og einn af síidarframleiðendum — >Mega síld- arframleiðendur sjálfum sér um kenna, ef þeir þykjast harðrétti beittir með núverandi fyrirkomulagit segir höf. skýrslunnar. Nú var ekki látið sitja við orðin tóm eins og áður. Síldareinkasöl- unni var hrundið í framkvæmd á síðastl. vori og hefir starfað síðan. En ýmislegt hefir á það skort, að framkvæmdirnar á þessu fyrsta ári hafi getað orðið fullkomnar, þar sem undirbúningstíminn var svo stuttur. En þetta stendur alt til bóta, ef ekki tortrygni, togdráttur um völdin og pólitík hamla Einka- sölunni frá að starfa að umbótum í friði. — »En það er síður en svo hafi verið á þessu fyrsta ári. — Sum íhaldsblöðin hafa aldrei lint á því að hella úr skálum reiði sinnar yfir því, að Síldareinkasalan komst í framkvæmd, og látið sér sæma að bera út hinar fáránlegustu fregnir um fyrirtækið og stjórnend- ur þess, um sölumöguleika, ef Einkasalan ekki hefði starfað og margt þessu líkt, sem bókstaflega hefir ekki haft við nein rök að styðjastc. Höf. segir, að tilgangur- inn með þessu sé þó ekki sá að ganga af fyrirtækinu dauðu, heldur að tortryggja í augum almennings þá stjórnmálaandstæðinga, sem höfðu manndáð og framsýni til að koma þessu þjóðþrifafyrirtæki í framkvæmd. Er þetta þungur dómur yfii íhaldsblöðunum, en því miður sannur. Síðan er vikið að framkvæmd- unum fyrsta árið og skýrt frá utan- för þeirra Ingvars Guðjónssonar og Einars Olgeirssonar, til þess að undirbúa fyrirframsölu á síldinni, útvega umboðsmenn o. fl. Var Ingvar utan 5 vikna tíma, en Einar um 6 mán. Árangur. af þessari sendiferð var fyrirframsala á 22 þús. tunnum af kryddsíld og 18 þús. tn. af saltsíld. Kryddsíldin var seld fob. á kr. 26.25 með höfði og kr. 29.00 höfuðskorin, án tillagna, því kaupendur lögðu sjálfir til tunnur og annað. Saltsíldin var seld á kr. 27.00 — 29.25 fob. — Umboóssölu- samningar voru gerðir við Johnson & Englehardt í Göteborg, Th. Wesslau í Stockholm og hinir mikið umræddu sölu-umboðssamningar við Brödrene Levy í Khöfn, sem upphaflega var ætlast til að næðu yfir Norðurlönd. Pessi ráðstöfun var gerð án vitundar útflutnings- nefndar. Brátt kom í Ijós óánægja frá Svíum yfir því, að útlendingur væri settur sem umboðsmaður fyrir Svíþjóð. En þegar Br. L. urðu þess- arar óánægju varir, buðust þeir til að upphefja samninginn án nokk- urra skaðabóta og var það gert í júní. Sjálfir hafa þeir keypt af Einkasölunni um 10 þús. tn. af síld og á hverjum tima boðið hæsta markaðsverð, aldrei gert nein- ar aðfinslur, greitt andvirðið jafn- óðum og í hvívetna reynst ábyggi- legir, áreiðanlegir og greiðviknir. — »Eg get þess hér vegna póli- tískra, ómaklegra og strákslegra aðkasta að þessu firma í sumum íslenzku blaðanna*, segir skýrslu- höfundurinn. Meðan Einar Olgeirsson var ytra, hafði hann aðalsetur í Khöfn, en var á stöðugu ferðalagi, mest um Sviþjóð, en fór einnig til Finnlands og Rússlands. Engir samningar tókust þó um sölu til Rússlands, en fyrir milligöngu hans og Ingvars Guðjónssonar, seldust um 6000 tn. sykursöltuð sild til Finnlands og fyrir milligöngu Einars seldist tölu- vert af saltsíld og kryddsíid til Dan- merkur og Svíþjóðar. Einkasalan hefir fullan huga á, að fá ýmsum ákvæðum breytt fyrir næstu framleiðslu, en það er hæg- ara sagt en gert, að fá upphafin rótgróin söluskilyrði, þar sem leita verður á annarsvegar og samkepn- in frá Norðmönnum hins vegar. Saltaðar voru á árinu 129.500 tn. venjulag saltsíld; 4 225 tn. millisíld; 8.020 tn. af magadr. saltsíld; 907 tn. af hreinsaðri saltsíld; 27.163 tn. af kryddsíld og 15.441 tn. af syk- ursaltaðri sild; samtals 185.256 tn. —af því reknetasíld um 35 þús. tn. Af síld þessari hefir verið verk- að á Siglufirði um 128.500, á Akur- eyri 28.000, á Svalbarðseyri 10.200, í Hrísey 9.500, á Austfjörðurn 3.500, á Vestfjörðum 5.200, annarstaðar 300 tn. — í bræðslu hafa farið um 508 þús. hektolítrar. Veiði Norðmanan hér við land er talin hafa verið 145 þús. tn. í veiði landsmanna hafa tekið þátt um 170 skip. — Umsóknir komu um söltunarleyfi á 460 þús. tn. »Framangreindar tölur bera ekki með sér, að eins mikill óhugur hafi verið alment til Einkasölunnar, og sum blöðin hafa reynt að telja mönnum trú um«. í byrjun veiðitimans var lítil eftir- spurn og fremur lágt verð á síld, en þegar á leið og lítið aflaðist, óx eftirspurnin. Um áramótin var búið að selja um 174 þús. tn. — Nálega öll síldin var seld fob. Pegar eftirspurnin var bezt, var hæsta fáanlegt verð fyrir saltsíld 37 kr. fob. og lægst 27 kr., að und- antekinni forsölunni. Hæsta krydd- síldarsala, umfram forsamninga, var 46 kr. með öllum tillögnum fob., en síðar á haustinu seld fyrir 42 — 44 kr. Helstu kaupendur voru Ameln með ca. 79 þús. tn., Gabríelson með ca. 15.200., Kooperativa Stqck- holm ca. 11.800, Brödrene Levy ca. 10.000, Finnlendingar ca. 6000 og kryddverksmiðjurnar með 22 þús. tn. Með samningi í byrjun október keypti Ameln allar saltsildareftir- stöðvar hér, um 57 þús. tn. fyrir nto. 29.70 kr. túnnuna fob. Eins og síðar sýndi sig, var þetta mjög góð sala. Úr markaðsleitarsjóði voru veitt- ar um 12 þús. kr. til rannsóknar- ferða til Finnlands, Rússlands, Þýzka iands, Austurríkis, Mið- og Suður- Evrópu. Árangurinn hefir ekki al- staðar orðið mikill, en þó hefir þessu fé ekki verið kastað á glæ, því þegar á þessu ári hefir það endurborgast í sölunni bara til Finnlands og Pýzkalands og búast má við aukinni sölu til þessara landa næsta útgerðartímabil. Matinu á sildinni var talsvert ábótavant, var, þegar á leið, ekki farið eftir fyrirmælum Einkasölunn- ar, síldin hvorki aðgreind né met- in samkvæmt reglugerðinni. Af þessu hlutust vandkvæði mikil. Um þetta farast framkvæmdastjór- anum svo orð: »Eftirlitsleysi yfirmatsmanna og slælegri framgöngu eða vankunn- áttu undirmatsmanna, svo og tregðu saltenda, skipverja og verkafólks, sem að þessu stóð, er um að kenna, hve framkvæmd og stærð- araðgreining matsins var ábótavant, sérstakfóga á Siglufirði*. Nokkrar aðfinslur komu fram á sumri þeirri síld, er flutt var út, t. d. á 5000 tunnum af eftirstöðv- um þeim, er Ameln keypti í haust. Úrskurður dómkvaddra manna leiddi í Ijós réttmæti aðfinslanna. Varð lpks að samkomulagi, að Ameln keypti þessa síld fyrir kr. 17.50 tn. fob. Hallanum var skift niður að ll3 á þá, er áttu þessa sild, en að 2h á alla framleiðsluna. (Frh.). ------o----— Á víðavangi. Bœjarfógetamdlið. Pað er upphaf þessa máls, að dómsmálaráðuneytið fól þeim Birni Steffensen endurskoðanda og Giss- uri Bergsteinssyni lögfræðmgi, að framkvæma skoðun á embættis- færzlu Jóhannesar Jóhannessonar fyrv. bæjarfógeta í Reykjavik. Hafði engin teljandi endurskoðun farið fram hjá honum þau 11 ár, sem hann hefir gegnt embættinu, og er það þó eitt umfangsmesta embætti landsins. Par við bættist og, að embættið var sem slíkt lagt niður frá síðustu áramótum og féllu ýms störf þess undir lögmannsembætt- ið, er stofnað var á sama tíma. Runnu þessar tvær stoðir undir nauðsyn embættisskoðunar þessarar. Pagar að því kom, að skoða bú þau, er bæjarfógeti, sem skiftaráð- andi, hafði haft með höndum, mættu endurskoðendur hindrunum frá hálfu bæjarfógeta og skýrðu þeir ráðuneytinu frá því. Leit það svo á, að þessar hindranir gætu /

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.