Dagur - 27.03.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 27.03.1929, Blaðsíða 1
DAGUR kamur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Akureyri, 27. Marz 1929. Afgreiðslan er hjá J&ni Þ. Þ&r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. ► ••»••••••• Þeim svíður. Á meðan á togaraverkfallinu stóð, þreyttust blöð íhaldsflokksins ekki á því að útmála sem átakanlegast þann ofboðslega skaða, sem verk- fall þetta hefði í för með sér. í umræðum um málið gerðust blöð þessi jafnvel svo óskammfeilin að halda þeirri kenningu að lesendum sínum, að ríkisstjórnin stæði að baki verkfallirtu og kynti undir það. Var þetta einhver sú fólskulegasta lygi, sem enn hefir sést í málgögn- um þessum og hefir þar þó verið um talsvert auðugan garð að gresja f þeim efnum. Nú fór það svo, eins og kunnugt er, að sömu stjórninni, sem fyrir þessum brigzl- yrðum varð, tókst að lokum með miklum erfiðismunum að koma sættum á milli kaupdeiluaðila og létta verkfallinu af, og datt þá um leið botninn úr álygum blaðanna í þá átt, sem hér hefir verið getið. En nú eru bæði jafnaðarmenn og íhaldsblöðin byrjuð að vega að stjórninni, út af þessu máli, á nýj- um grundvelli. Pví er haldið fram, að hún hafi unnið það til samkomu- lags »að kasta úr ríkissjóðic, eins og það er orðað, stórfé, og er þá átt við þá tilkynningu stjórnarinnar að heimildarlögin um 25% skattvið- aukann skuli ekki koma til fram- kvæmda. Út af þessu er nú nöldrað f báðum andstöðuflokkum Fram- sóknarflokksins, en það nöldur byggist þó á ólíkum ástæðum í hvorum flokknum fyrir sig. Jafnað- armönnum er sárt um heimildarlög þessi, vegna þess að þau miði að því að ná hærri sköttum frá tog- araeigendum og öðrum peninga- mönnum. Peim svíður það, að togaraeigendur muni f raun og veru engu tapa við hið hækkaða kaup hásetanna, því þeir muni vinna það upp í minni skattgreiðslu en ella. Peir eru með öðrum orðum hræddir um, að útgerðarmenn fari ekki eins illa út úr verkfallsmálinu eins og þeim finst þeir eiga skilið. Pess ber nú að gæta, að eins og heimildarlög þessi voru úr garði gerð, ná þau mjög til fleiri en hátekjumanna einna, þar sem þau eru miðuð við kostnaðartekjur en ekki hreinar tekjur. í reyndinni hefði það því orðið svo, að margir efnalitlir menn hefðu orðið fyrir barðinu á lögum þessum og má að því leyti hrósa happi yfir því, að þau þurftu ekki að koma til framkvæmda. Hafði einmitt á þessu þingi komið til tals að breyta lög- unurn vegna þessa ágaila og gera þau nokkuð mannúðlegri og rétt- látari með þvi að miða skattviðauk- ann við 4000 kr. hreinar tekjur. Hagur ríkissjóðs mun heldur ekki vera svo, að nokkur nauður hafi rekið eftir með að beita heimildar- lögum þessum, þar sem tekjur ríkissjóðs fóru á siðasta ári 1% milj. kr. fram úr gjöldunum. Umrót Ihaldsblaðanna í þessu sambandi er af alt öðrum toga spunnið. Pað er á allra vitorði, sem til þekkja, að íhaldsmönnum er sfður en svo ant um að halda í heimildarlögin eða láta þau k«ma Xi\ framkvæmda og forkólfum þeirra er heldur ekki sérstaklega ant um hag ríkissjóðsins, á meðan and- stæðingar þeirra eru við völdin. Meira að segja gættu blöð íhaldsins sína ekki betur en það, að þau töluðu í fyrstu hlýlega um þá ráð- stöfun stjórnarinnar, að láta lög- in ekki koma til framkvæmda. En brátt áttuðu þau sig þó á því, að þarna hefðu þau gert pólitískt glappaskot. Þau hafa því snúið við blaðinu og tala nú um »fórn« ríkissjóðs til handa jafnaðar- mönnum. Og til þess að gera þessa fórn ennþá átakanlegri, eru þau að smábæta við upphæðina, sem ríkissjóður tapi við þessa ráðstöfun, og er hún nú komin úr 200 þúsundum upp í y2 miljón! Hvernig stendur nú á þessum sinnaskiftum íhaldsblaðanna? Þau eru ofurauðskilin. íhaldsmönnum svíður það, að Framsóknarstjórn- inni skyldi takast að leiða verk- fallið til lykta. Þeir eru hræddir um, að við það styrkist hún í sessi, og til þess hafá þeir líka gilda ástæðu. Þess vegna láta þeir blöð sín leika pólitískan loddara- leik í þessúm málum. Þess vegna láta þau svo, að sér hafi verið einkar ant um skattviðaukann vegna ríkissjóðsins, þó þau í hjarta sínu fagni yfir því að hans er ekki krafist. Það, sem rekur þau til þess að leika þetta lodd- arabragð frammi fyrir allri þjóð- inni, er ekkert anna'ð en margul öfundin og gremjan yfir því, að andstæðingar þeirra hafa völdin og að þeim tókst að koma sættum á í kaupdeilumálinu. Þess vegna reyna þau að telja almenningi trú um, að ríkissjóður beri mikið fjárhagslegt tap, þar sem skatt- viðaukans sé ekki krafist.En hver hefði útkoma ríkissjóðsins orðið, ef alger stöðvun hefði orðið á sjávarframleiðslunni og togararn- ir alls ekki gerðir út alt árið? Og hvernig hefði hagur einstakling- anna orðið? Því eiga þessi illa lyntu málgögn etftir að svara. í stað þess að yfirvega deiluat- riðin með rólegri skapfestu, hafa blöð Jafnaðannanna annarsvegar og íhaldsmanna hinsvegar staðið með steytta hnefana hvert gegn öðru í umræðum sínum um kaup- deilumálið, og þegar friður loks er fenginn fyrir atbeina lands- stjórnarinnar, halda þau deilun- um áfram um það, hver hafi bor- ið sigur úr býtum! Er það háttur lítt siðaðra unglinga að fara svona að, en er ekki við hæfi gæt- inna manna með ríka ábyrgðartil- finning. Hefir jafnframt við úr- slit deilumálsins sannast hin brýna nauðsyn óhlutdrægs mið- flokks, sem ekki er háður öfga- stefnum til beggja handa. -----o---- Umsögn próf. G. Cassels um gengismál íslands. Frekari dráttur á því, að verðfesta gjaldeyti íslands, virðist ekki eiga að koma til mála, þvi nú er svo komið að svo að segja öll meiri háttar ríki hafa komið gjaldeyri sínum, sem vegna ófriðarins komst á ringulreið, á fastan gullfót. Papp- írsgjaldeyrir, sem ekki hefir fast verð, getur ekki með neinu móti til 'lengdar verið grundvöllur at- vinnu- og viðskiftalífsins. Festing á kaupmætti papptrsgjaldeyrisins gagnvart vörum, væri að vísu frá vísindalegu sjónarmiðt ágæt úrlausn. En það kemur vart tii álita, að fs- land geti eitt útaf fyrir sig farið þá leiðina. Pað verður að álítast mjög þýðingarmikið, að gjaldeyri landsins sé haldið þann veg í horfinu, að hægt sé að halda föstu gengi hans gagnvart gjaldaurum anqara landa, sem það helzt hefir viðskifti við, — að ógleymdum þeim smábreyt- ingum, sem aldrei er unt að kom- ast alveg hjá. Og þar sem nú allir þessir gjaldaurar eru miðaðir við gull, þá er fyrir ísland ekki um annað að ræða, en að gjöra slíkt hið sama. Sú staðreynd, að ísland hefir nú í nærfelt þrjú ár haldið gjaldeyri sínum í föstu gengi gagnvart gull- gjaldaurum, er jafnframt öflug á- stæða fyrir því, að halda beri föstu þessu gengi og festa það með lög- um og hinu, að þessi ráðstöfun er gerð nú þegar. Frá sjónarmiði þess, • ••••••• t 13. tbl. hvaða hlutverk peningarnir hafa, er festing gjaldeyrisins höfuðatriði. Sjálft það gildi, sem peningaein- ingu landsins er gefið, er algert aukaatriði. Sé þessi meginregla heimfærð til ástandsins á íslandi, þá kemur vart til mála, að þar verði í framtíðinni kept eftir að ná annari mynteiningu en þeirri, sem nú raunverulega gildir. Sá áhugi, sem í ýmsum löndum hefir komið í ljós, á því að ná aftur áður gildandi hærra verðgildi á gjaldeyrinum, styðst við önnur rök en hin hreint »peningalegu« (monetera). Menn hafa látið tillitið til kröfuhafa og skuldunauta og af- stöðu þeirra hvers til annars ráða og krafist hækkunar á vérðgildi mynteiningarinnar — ekki vegna þess að það væri nytsamlegt með tilliti til gjaldeyrisins sjálfs — held- ur eingöngu f þeim tilgangi, að gæta með því hagsmuna eldri kröfu- hafa. Pessir hagsmunir hafa samt oft verið mjög einhliða. Pegar bet- ur er að gáð, kemur í Ijós, að þær skuldbindingar, sem menn hafa tekist á herðar meðan gengið var lágt, verðskulda og að tillit sé tek- ið til þeirra. Öll hækkun á verð- gildi mynteiningarinnar, hlýtur að auka skuldabyrðina og íþyngja þessum skludunautum að ástæðu- lausu. Ástæðurnar á móti slíku framferði fara bersýnilega vaxandi þegar tímar líða og hinar nýju skuldbindingar verða yfirgnæfandi. Hafi gjaldeyririnn hækkað og mynt- einingin þannig skrúfast nokkuð upp fyrir lágmarkið, þá hefir að vísu nokkuð réttlæti fallið í skaut kröfuhafa, sem eiga enn hærri kröf- ur frá því fyrir ófriðinn, en jafn- framt hefir nýtt ranglæti verið bak- að skuldunautum seinni tíma. Pað er bersýnilegt, að méð þessu móti verða engin reikninsskil gerð þegn- um þjóðarinnar. Par sem nú engu »réttlæti« er hægt að ná á þennan hátt, þá verða hinir yfirgnæfandi hagsmunir þjóðfélagsins af því að leysa gengismálið á þann hátt, sem hagfeldastur er fyrir viðreisn at- vinnu- og viðskiftalífsins, að ráða úrslitum. Um atvinnu- og viðskifta- líf verður stjórnmálastefnan jafnan að vita mót framtíðinni í þeim til- gangi að skapa framleiðslunni svo góð skilyrði sem unt er, og auka þannig velmegun þjóðarinnar. Og þegar um er að ræða skipun gjald- eyris-málanna, er í þessu sambandi ekkert betra hægt að gera en að festa gjaldeyririnm Áframhald á verð- gildi gjaldeyrisins og hækkun á vöruverði, sem þar með fylgir, hlýÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.