Dagur - 27.03.1929, Síða 2

Dagur - 27.03.1929, Síða 2
52 DAGUR 13. tbl. 8P® Vafnsleiðslurör og fengisfykki allar venjulegar tegundir. Verðið lægra en áður. Kaupfélag Eyfirðinga mmmmmm&mmm Gráskinna II. komin út. Bókav. Porsí. M. Jónssonar. ur að lama framtakssemi, þrýsta framleiðslunni niður fyrir það, sem gæti verið, og gera þjóðinni í heild sinni þar með fátækari en hún þyrfti að vera. Þetta er sú ástæða, sem úrslitum á að ráða um að festa nú þegar gjaldeyririnn í því verði, sem hann hefir. Þessi röksemdaleiðsla á sérstak- lega vel við um núverandi ástand á íslandi. Oengið hefir raunverulega staðið óbreytt svo lengi, að þjóð- arbúskapurinn hlýtur að miklu leyti að hafa lagað sig eftir núgildandi mynteiningu. Hækkun á þessari mynteiningu myndi því augljóslega valda miklu tjóni. Réttlát jöfnun milli kröfuhafa og skuldunauta mundi vissulega ekki nást með slíkri hækkun, því skuldbindingar, sem myndast hafa hvað af öðru við lægra gengi, hljóta að vera orðnar yfirgnæfandi. Sú gengis- hækkun, sem átt hefir sér stað frá því gengið stóð lægst, hefir þegar íþyngt skuldunautum síðari ára svo, að það virðist alveg óverjandi að halda áfram á þessari braut, ein- göngu til hasgmuna fyrir vissa eldri kröfuhafa. Svo er fyrir að þakka að fara má með þetta skuldamál sem algert innanríkismál íslands. Erlendar skuldir landsins eru svo gott sem allar miðaðar við erlenda gjaldaura, og kemur verðfesting íslenzks gjald- eyris þeim því ekki við. Þessar á- stæður gera vitanlega léttara fyrir um festinguna, því erlendis geta menn ekki sagt, að ísland hafi þar með fært niður skuldbindingar sín- ar út á við á svo einræðislegan hátt. Auk þess hefir gjaldeyrir ver- ið verðfestur í svo mörgum mikils- háttar löndum, að óhugsandi er að álit íslands meðal annara þjóða bíði hnekki við, að fylgt sé því eftirdæmi. Ef ráðist væri í að hækka gildi hinnar íslenzku krónu, þá mundi það vitanlega vera gert til að end- urreisa krónuna til jafngildis -við krónur Norðurlanda. Svo mikil hækkun á peningagildinu mundi óefað valda þungbærum fjárhags- legum truflunum, svo maður ekki segi alvarlegri kreppu. Því hefir oft verið haldið fram, að komast megi hjá slíkum erfiðleikum, ef hækkun- in er _ framkvæmd á löngum tíma og gjaldeyririnn fengi þannig sitt gamla gildi án þess að verulega yrði vart við. En þetta er rangt. Reynslan hefir sýnt, að það er ekki mögulegt að framkvæma hækkun á þennan hátt. Ef ríki hefir á ann- að borð afráðið að hækka peninga- gildið, og njóti stjórn ríkisins yfir leitt nokkurs trausts, þá lendir gjald- eyrir þess þegar í klóm alþjóðlegs gengisbrasks, sem fljótlega setur gjaldeyririnn í hið fyrirhugaða gildi og tekur til sín allan ágóðann af hækkuninní á kostnað þess ríkis, sem þannig hefir mist tökin á sín- um eigin gjaldeyri. Það er þvi viss- ara að þessi yrði niðurstaðan, þeg- ar um er að ræða lítið ríki, því gjaldeyrir þess mundi verða leik- soppur í hendi spákaupmanna. Ef því verður að falla frá umhugsun- inni um langvarandi hækkun og veija verður á milli skjótrar hækk- unar á gjaldeyrinum til þess gildis, sem var fyrir ófrið, og festingar á núverandi verðgildi gjaldeyrisins, sem fast hefir staðið um nokkur ár, þá virðist síðari möguiegleikinn vera hið eina, sem í alvöru getur komið til mála. (Prh.). -----o------ Danska •stjörnin farin frá völdum. Fréttir hafa borist hingað um að ráðuneyti Madsen-Mygdals hafi sagt af sér. — Var orsökin sú, að fjár- lög stjórnarinnar voru feld. Stuðn- ingsflokkur stjórnarinnar, hægri- menn, og róttæki vinstriflokkurinn (Radikale) greiddu fjárlögunum ekki atkvæði, og var jafnaðarmönnum þá í iófa lagið að fella þau með atkvæðamagni sínu, er þeir eru 52 móti 45 vínstrimönnum í þinginu. Hægrimenn hafa stutt vinstri- flokkinn til valda þessi síðustu ár, en löngum hefir þó verið grunt á því góða milli flokkanna, hafa töll- málin og að nokkru leyti hermálin einkum borið á milli, Vinstri er bændaflokkur og því andstæður öll- um tollum, sem mundu verða út- flutningi landbúnaðarafurðanna til einbers tjóns. Hægri þar á móti styðst við stóriðnaðarrekendur borganna, en þeir heimta ýmsa vemdartolla. — Eftir fregnunum að dæma hafa það þó verið hermálin, sem í þetta sinn aðallega bar á milli um. Frumvarp hægrim. um aukningu á útgjöldum til hersins var felt, sökum þess að stjórnarflokkurinn var því andvígur, og nú hafa hægrim. hefnt sín með því að fella stjórnina. Eins og ástæðurnar eru í danska þinginu, þar sem flokk- arnir vega salt og enginn skipar hreinan meirihluta, er lang líklegast að þingrof verði og nýjar kosningar. En tæplega er hægt að spá um úrslitin ennþá; þó er ekki sennilegt að nein veruleg röskun verði á núverandi flokkaskipun. Virðist því ekki ósennilegt að geta þess til að jafnaðarmenn myndi hina nýju stjórn, óg að róttæki vinstrifiokkur- inn veiti þeim stuðning. — Það er nefnilega liklegast, eins og flokka- skipunin er í Danmörku, að þar skiftist á vinstrimannastjórnir og jafnaðarmanna enn um hríð. ------0---- Á víðavangi. Slysvamarfélag Iskmds. Félag þetta var stofnað 29. jan. 1928 að undangengnum allmiklum undirbúningi. Stofnendur voru 128, þar af 25 æfifélagar. Stjórn félagsins skipa 5 menn, og er Guðm. Björnsson landlæknir for- seti hennar. Erindreki félagsins er Jón E. Bergsveinsson fyrv. yf- irsíldarmatsmaður. — Nýlega er út komin Árbók félagsins 1928. Flytur hún meðal annars skýrslu yfir störf félagsins á liðna árinu og auk þess margskonar annan fróðleik. Eins og nafn félagsins ber með sér, er tilgangur þess að varna sjóslysum hér við land, eða fækka þeim, útvega' björgunar- tæki og yfirleitt koma björgunar- málinu í betra horf en nú er. Er hér um mikilvægt menningar- og mannúðarmál að ræða, sem allir landsmenn ættu að telja sér skylt að styðja á einhvern hátt. Er raunalegt til þess að vita, að é sama tímabili og dánartala íslend- inga hefir lækkað stórkostlega al- ment, hefir dánartala druknaðra lítið oða ekkert lækkað. Um þetta segir svo í fyrnefndu riti: »Frá því árið 1880 til ársins 1920 hafa druknað um 70 manns að ineðaltali á hverju ári af ís- lendingum. Þetta er gífurlega há tala Hún er hlutfallslega tífalt hærri en tala druknaðra manna hefir verið í Noregi á sama tíma. Þó eru druknanir miklu tíðari þar en í nokkru öðru landi í Evrópu. Hvað veldur þessum mismun? Ekki hafa fslendingar verri eða ófullkomnari skip til fiskiveið- anna en stéttarbræður þeiA-a í Noregi. Ekki munu íslendingar það verri sjómenn yfirleitt en Norð- menn, að það geri mismuninn.- Ýmsar líkur virðast heldur benda til þess, að aðalástæðan sé hinn mikli skortur á bj örgunartækj um, sem verið hefir hér á landi og er enn. Þar stöndum vér langt að baki öðrum menningarþjóðum Norðurálfunnar«. Mikils væri um vert, ef Slys- varnarfélagi íslands tækist að leysa hlutverk sitt svo af hendi, að druknanir yrðu ekki hlutfalls- lega tíðari hér, en hjá öðrum ná- lægum þjóðum, er svipaða atvinnu stunda. Lö.greglumál. Á árinu 1928 hafa komið fram 48 kærur í Akureyrarbæ fyrir brot á lögreglusamþykt kaupstað- arins og bannlögunum. 43 af kær- um þessum eru frá lögregluþjón- um bæjarins, en 5 frá tbllgæzlu- manni ríkisins. Samtals hefir sektaféð numið 5473 kr. og af því hafa fallið í bæjarsjóð aðeins 543 kr. eða tæpur tíundi hluti sektafjárins. Þegar breytingarn- ar á bannlögunum gengu í gildi, var málið fært í það horf, að sektir fyrir ölvun á almannafæri runnu í Menningarsjóð, ásamt sektum fyrir brot á bannlögunum, og var það snjallræði. Dagur hef- ir orðið þeirrar skoðunar var, að sanngjarnt virðist að ríkið kost- aði að einhverju leyti lögreglu bæjarins, þar sem mestur hluti sektafjárins gengi ekki lengur í bæjarsjóð. Er skoðun þessari skotið -fram mönnum til athug- unar. LandsfundMV Ihaldsmanna. Jón Þorláksson hefir fyrir hönd miðstjómar íhaldsflokksins boðað til almenns flokksfundar í Rvík dagana 4.—6. apríl næstk., »þar sem mæta eiga ritstjórar íhalds- blaðanna«, segir eitt íhaldsblaðið. Munu því þeir Gunnl. Tryggvi og Jón Björnsson fá að koma inn í »sæluhúsið« við Kalkofnsveg inn- an skamms, og er fullyrt að þeir muni hlakka mjög til þess að komast í sæluna. Að sjálfsögðu verður alt það, er fram fer á þessu íhaldsþingi, »trúnaðarmál«. -----o----- Sims keyti. (Frá Fréttastofu íslands). Reykjavík 26. marz. If'JRLENT: Eftir að þjóðþingið danska hafði felt fjárlögin og stjómin sagt af sér, hefir konungur fallist á að nýjar kosningar skuli fram fara í apríllok. London: Kosningar til neðri málstofunnar eiga að fara fram 30. maí. Fjórar aukakosningar hafa þegar farið fram. Frjáls- lyndir unnu 8 þingsæti, verka- menn eitt og íhaldsmenn 2. At- kvæðamagn íhaldsmanna hefir minkað mikið. New York: Byrd suðurpólsfari bjargaði þremur týndum leiðang- ursmönnum, sem flugu til Rocke- fellerfjalla til jarðfræðisrann- sókna. Mexico: Aguirra uppreistarfor- ingi hefir verið handtekinn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.