Dagur - 27.03.1929, Síða 3
13. tbl.
DAGUR
53
ALÞINGI:
Ingvar Pálmason flytur frum-
varp um breytingu á berklavarn-
arlögunum. Er það flutt í samráði
við stjórnina. Það er fram borið í
sparnaðarskyni. — Þingmenn
Skagfirðinga flytja frumv. um
hafnargerð á Sauðárkróki.
----o----
F réttir.
Ný bóic. — Á laugardaginn var kom
út ný bók hjá Þorsteini M. Jónssyni
bóksala; er það skáldsaga eftir Friðrik
Ásmundsson Brekkan og heitir »SAGA
AF BRÓÐUR YLFINGi. — Þessi
saga hefir komið út á dönsku áður og'
hlaut þá mikla viðurkenningu. — Marg-
ir aðalviðburðir, sem saga þessi lýsir,
eru sannsögulegir og sama er að segja
um flestar eða allar höfuðpersónurnar,
enda liggja nýjari rannsóknir á sögu-
heimildum til grundvallar. Höfuðper-
sónur bókarinnar eru þau Gormflaith
(Kormloð) drotning í Dyflinni og vík-
ingurinn Bróðir, er Njála getur um í
frásögn sinni um Brjánsbardaga á Ir-
landi; er Njáluheimildinni fylgt eins
langt og hún nær, en þá öðrum heimild-
um og ort inn í eftir þörfum — æfisaga
Bróður víkings er sögð, en auk þess
skýrt frá tildrögum Brjánsbardaga, or-
ustunni sjálfri og æfilokum Bróðui-.
Þessi íslenzka útgáfa bókarinnar er
all myndarleg, 324 bls. í nokkuð stóru
áttablaðabroti, letrið er skýrt, en þétt
prentað og drjúgt, svo að talsvert meira
stendur á hverri bls, en venjulegt er á
samskonar bókum hér. Pappírinn er
vandaður og allur frágangur bókarinn-
ar hinn prýðilegasti; að ytra útliti er
hún útgefandanum — og ekki síður
Prentsmiðju Odds Björnssonar, sem
hefir gengið frá henni að öllu leyti —
til sæmdar. Verð bókarinnar er 8.00 kr.
og verður það að teljast ódýrt, þegar
hún er borin saman við aðrar bækur
samskonar, hvort heldur er innlendar
eða erlendar. —
Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu hefst
mánudaginn 8. apríl á venjulegum stað
• og tíma og verður háður þann dag og
næstu daga.
Messur: Skírdag kl. 2 Akureyri.
Föstudaginn langa kl. 2 Ak., kl. 5 Gler-
árþorpi. Páskadag' kl. 12 Lögmannshlíð,
kl. 4 Ak. Annan páskadag kl. 2 Ak.
Stýfing krónunnar. Fram er komið á
Alþingi frv. um stýfing ísl. krónunnar.
Samkvæmt því eiga 3037 kr. að fást úr
hverju kg. gulls, og lækkar gullgildi
krónunnar þannig um 18%. Fór for-
maður gengisnefndarinnar, Ásgeir Ás-
geirsson þm. V.-ísf. utan í sumar með
al annars til þess að afla umsagnar um
gengismál okkar hjá erlendum fjár-
málamönnum. Einn þeirra, er ítarleg-
ast ljet uppi álit sitt um gengismálið á
íslandi, var hinn frægi sænski hag-
fræðingur Gustav Cassel prófessor.
Birtist álit hans á öðrum stað hér í
blaðinu. Ættu menn að lesa álitið vand-
lega.
Kolaskip kom hingað í síðustu víku
nieð kolafarm til Kaupfél. Eyf. og
kolaverzlunar Ragnars ólafssonar. Kol-
in hafa stigið í verði, kosta nú 48 kr.
tonnið við skipnhlið.
Skip. Esja kom hingað í fyrrakvöld
á austurleið og »Drotningin« í gærmorg-
un. Fór Esja aftur í gærkvöld, en
»Drotningin« í morgun.
Á sunnudaginn var, flutti Davíð skáld
Stefánsson fyrirlestur í Samkomuhúsi
bæjarins fyrir Alþýðufræðslu Stúdenta-
félagsins. Efnið var: Rússlandsför nor-
rænna stúdenta 1928. Var Davíð með í
þeirri för og gat sagt frá eftir eigin
sjón og reynd. — Þessa mjög fróðlega
og í alla staði merka erindis verður
nánar getið í næsta blaði.
'Heildarlög en ekki heimildarlög. Mis-
prontast hefir í greininni Alþýðuskólar
í síðasta blaði á tveim stöðum heimild-
arlög fyrir heildarlög.
Konungaheimsókn. »ísl.« skýrir frá
því, og hefir það eftir framkvæmda-
stjóra Alþingishátíðarnefndarinnar, að
heyrst hafi að auk konungs vors ætli
konungar Svía og Norðmanna og prins-
inn af Wales að heimsækja ísland sum-
arið 1930 á Alþingishátíðinni.
Náinsskeið í síldarmatreiðslu. Ungfrú
Björg Sigurðardóttir hefir að undan-
förnu dvalið vestur í sýslum og haftþar
námsskeið í síldarmatreiðslu. Nú sem
stendur heldur hún námsskeið í Húsa-
vík, en að því loknu kemur hún hingað
til Akureyrar og hefst námsskeið henn-
ar hér 2. Apríl, eða strax upp úr pásk-
um (Sjá augl. hér í blaðinu). Ættu
sem flestar konur að notfæra sér þetta
tækifæri, því mikils er um vert að gera
síldina að almennri neyzluvöru hér á
landi.
------o------
Útlent.
Kirkjuríkið nýja.
Samningar þeir er fram hafa
farið milli Mussolini og páfans
um endurreisn páfaríkisins, eða
kirkjuríkisins, í ítalíu þykja nú
alimiklum tíðindum sæta. Fyr á
öldum eignuðust páfarnir Róma-
borg með nágrenni hennar og
gerðust þá veraldlegir þjóðhöfð-
ingjar, og einna voldugastir af
höfðingjum ítalíu, þegar henni
var skift í smáríki. Þetta kirkju-
ríki .undir yfirráðum páfanna
stóð þangað til að Cavour, Gari-
baldi og fleiri merkir menn hóf-
ust handa og söfnuðu ítalíu undir
einn þjóðhöfðingja á árunum
kringum 1860. En með hjálp
Frakklands og Napoleons III.
hélt þó páfinn Róm þangað til
1870. Þegar Viktor Emanuel 1.
konungur hélt innreið sína í
Rómaborg litlu síðar (1871) og
gerði hana að höfuðborg hins
nýja ítalska ríkis var yfirráðum
páfanna lokið, en þeir hafa þó
aldrei viljað viðurkenna rétt
ítalska ríkisins til Rómaborgar,
og hafa jafnan síðan setið inni-
lokaðir í hinni miklu páfahöll
»Vatikaninu« en hún og Péturs-
kirkjan hefir verið það sem eftir
var af veraldlegu veldi páfans,
hafa páfarnir því oft nefnt sig
»fangann í Vatikaninu«.
En nu hefir Mussolini endur-
reist kirkjuríkið, Þó er það harla
lítið — ekki nema páfahöllin,
Verzlun Péturs H. Lárussonar
Munið, að það eru ekki allir
hvítbotnaðir gummiskór
frá CONVERSE verksmiðjunni.
Beztu reyktóbakstegundirnar:
Dunhill’s Mixtúrur,
Royal Crown Mix-
ture og
Dill’s Best.
Skrá
yfir niðurjöfnun aukaútsvara í Akureyrarbœ fyrir árið 1929
tiggur frammi — almenningi til sýnis — á skrifstofu bœjarins, •
áagana frá 30. Mars til 12. Apríl n. k., að báðum dögum
meðtöldum. Kœrum yfir niðurjöfnuninni sé skilað til formanns
niðurjöfnunarnefndar innan loka framlagningarfrestsins.
Bœjarstjórinn á Akureyri 26. Mars 1929.
Jón Sveinsson.
svo lítil landræma meðframTiber-
fljótinu, og lítil járnbrautarstöð.
En páfinn er nú aftur viðurkend-
ur sem »þjóðhöfðingi« í þessu
»ríki«. Nokkuð bar þó á milli um
greiðslu skaðabótafjár, sem páf-
inn heimtaði, en talið er þó að
samningar og sættir séu komn-
ar á.
Þetta er af mörgum talið eitt
hið mesta stjórnkænskubragð
Mussolini, og að það muni verða
til þess að afla honum fylgis páfa-
kirkjunnar á ítalíu. En á hinn
bóginn er talið hætt við að vegur
páfans sjálfs minki en vaxi ekki
við »sigurinn«, enda er hætt við
að áhrif hans minki í öðrum
rómverskkatólskum löndum, og að
hann verði talinn undirlægja
Mussolini og ítölsku stjórnarinn-
ar, er hann nú fer að stjórna
»ríki« sínu, sem hann hefir af náð
hennar.
Nýlega hefir hann þó haldið
stóra hátíð í Péturskirkjunni og
blessað yfir þá trúuðu, sem tóku
honum með miklum fagnaðarlát-
um.
Rithöfundurinn Quidam Quidamsson
eða Níls Peter Svensson, eins og
hann hét réttu nafni, dó í Khöfn
þ. 5. jan. í vetur. Quidam Quidams-
son var Svíi, og um eitt skeið tal-
inn einhver skarpasti og gáfaðasti
bókmentagagnrýnandi og ritdómari
meðal yngri manna á Norðurlönd-
um, skrifaði hann þá í helztu blöð
Svía og Dana og hafði mikil áhrif,
einkum áttu margir ungir og gáf-
aðir rithöfundar honum og penna
hans mikið að þakka; hann gerði
sér og mikið far um, að kynna
sænska rithöfunda í Danmörku og
Noregi og norska og danska í Sví-
þjóð. Var það þýðingarmikið starf.
— Pað sem einkum gefur ástæðu
til að minnast Q. Q. hér á íslandi,
er samband hans við Jóhann Sigur-
Swan-lindarpennar
og
fBlackbird-lindarpennar
nýkomnir í miklu úrvali.
Sömuleiðis SWAN-blýantar.
Bókav. Porst. M. fónssonar.
Olíufatnaður
— NORSKUR —
nýkominn.
Kaupfélag Eyfirðinga.
DÖMIJ-”
sumarhattar
Ijómandi fallegir, nýjasti móður,
nýkomnir til
Sigríðar Kristjánsd.
Sími 43.
jónsson. Mun vera óhætt að full-
yrða, að Jóhann hafi átt Q.Q. það
mikið að þakka, að rit hans fengu
svo skjóta viðurkenningu og urðu
þekt í Svíþjóð um Ieið og þau
komu út. Einnig mun Q. Q. hafa
átt mikinn þátt i, að leikrit Jóhanns
svo fljótt voru leikin í Svíþjóð. —
Hann hefir því "starfað að þvi, að
auka þekkingu landa sinna á íslenzk-
um bókmentum. —Síðustu árin hef-
ir verið mjög hljótt um Q. Q. og
að mörgu leyti var líf hans þannig,
að manni gat ekki annað en dottið
í hug gamla máltækið: Pað er sitt
hvað gæfa og gjörvileiki.
INFLÚENSAN.
Eftir því sem erlend blöð
herma, hefir inflúenzan gengið
meira og minna í flestum löndum
heimsins í vetur; sumstaðar hafa
verið mikil brögð að henni, t. d. í
Þýzkalandi, Japan og víðar.