Dagur - 18.04.1929, Qupperneq 2
64
DAGUR
16. tbl.
S®
i Linuverk
allar algengustu tegundir,
tjargað og ótjargað.
ÖNGLAR NR. 7 OG 8.
Athugið verðið hjá okkur áður en
þér kaupið annarstaðar.
Kaupfélag Eyfirðinga.
ðiiiiiiiliiiiiiiliiiiiil
Myndastoían
Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga
frá kli 10-6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
Ræðumaður byrjaði með að
benda á, að þegar um þessa lungna-
sjúkdóma væri að ræða, hætti
mönnum við að vaða reyk og
blanda óskyldum sjúkdómum sam-
an. Þá gaf hann yfirlit yfir út-
breiðslu lungnaormaveikinnar, bæði
hér og erlendis, skýrði frá rann-
sóknum, sem gerðar hafa verið á
lífsferli ormanna og áhrifum veik-
innar, lýsti sjúkdómseinkennum ná-
kvæmlega, skýrði frá, hvernig smit-
unin færi fram og talaði um helztu
lækningaaðferðir. Þá fór hann
nokkrum orðum um lungnadrep,
sem er bakteríusjúkdómur, lýsti
einkennum sjúkdómsins og benti á
helztu aðferðir til lækninga og
varna.
Á víðavangi.
Skólamál.
Þingmennirnir Jón í Stóradal og
Erlingur Friðjónsson flytja að und-
irlagi dómsmálaráðherra frumv. um
mentaskóla og gagnfræðaskóla i
Rvík og á Akureyri. Hefir ráðherr-
ann samið frumvarp þetta eftir til-
lögum fræðslumálastjóra og Sig-
urðar Guðmundssonar skólameist-
ara. Aðalefni frumvarpsins er senr
hér segir:
Gagnfræðaskóla á að byggja í
Rvík og leggur ríkið fram % bygg-
ingarkostnaðarins. Gagnfræðaskóli
þessi á að vera með líku sniði og
ungmennaskólinn núverandi enda
á hann að leggjast niður. Skólinn á
að vera í tveimur bekkjum og á
próf upp úr 2. bekk að nefnast
gagnfræðapróf. Þá skal vera 3.
bekkur við skólann og þeir, sem
ekki láta sér nægja með gagnfræða-
prófið, ganga upp í þann bekk.
Próf úr honunr nefnist gagnfræða-
próf hið meira.
Mentaskólinn í Rvík verður fjögra
ára skóli og skiftist eins og nú í
stærðfræðis- og máladeifd. Inntöku-
próf verða þeir að leysa af hendi, er
ganga inn í skólann. Auk þeirra
greina, sem nú eru kendar í menta-
skólanum, skal par kenna þók-
mentafræði, listasögu og vinnu-
brögð. íslenzka á þó að vera aðal-
námsgreinin. Forstöðumaður úr
hópi kennara á að vera við hvern
bekk; hann á að hafa nána viðkynn-
ingu af nemendum og hjálpa þeim í
hvívetna. Tólf manna skólaráð á að
hafa eftirlit með skólanum og
skólasjóði. Er það valið af gömlum
nemendum skólans, bæjarstjórn
Rvíkur, Alþingi og háskólaráði.
Kenslugjöld skulu h^lda áfram og
eiga þau að renna í skólasjóð.
Skólasjóði á að verja til náms-
‘styrkja, ferðalaga nemenda og efl-
ingar skólalífs. Gert er ráð fyrir að
heimavistir verði bráðlega reistar
við skólann.
Utanskólanemendur geta tekið
próf upp í‘ alla bekki skólans, en þó
eru aldurstakmörk sett.
Skólinn á Akureyri á að heita
Gagnfræðaskóli áfram. Verður hann
í tveimur deildum, gagnfræðadeild
og mentadeild. Gagnfræðadeildin
samsvarar Gagnfræðaskóla í Rvík.
Ríkissjóður ber allan kostnað af
henni, nema hún stækki frá því seni
nú er.
Mentadeild Akureyrarskólans
svipar tll Mentaskólans í Reykjavík.
Námsgreinar verða hinar sömu. Þó
er gert ráð fyrir að nám í latínu og
dönsku verði minkað, en aukið í
frönsku og náttúrufræði. Stúdents-
prófinu verður tvískift; verður fyrri
hlutinn tekinn upp úr öðrum bekk.
Kleppsspítalinn nýi.
Hann var vígður á skírdagsmorg-
un að viðstöddum um 100 gestum.
Auk dóinsmálaráðherra fluttu þar
ræður húsameistari ríkisins, Iand-
læknir og dr. Helgi Tómasson,
Iæknir nýja spítalans. Lýsti hann
því meðal annars, hvernig breytni
manna gagnvart vitskertunr mönn-
um hefði snúist til betri vegar vegna
aukins skilnings á því, að vitskert-
ir menn væru sjúkiingar, sem þyrfti
að hjúkra. Með vaxandi þekkingu
á eðli geðsjúkdóma hefði meðferð
geðveikra manna tekið afar miklum
stakkaskiftum og sífelt færst í
mannúðlegra horf. Er nú talið að
90 af hverjum 100 geðveikum sjúkl-
ingum, sem veikjast skyndilega qg
komast í tæka tíð í hæli, fái bata.
Þótti ræða læknisins hin merkileg-
asta.
Spítalinn hefir verið nær 10 ár i
smiðum, en mörg ár liðu svo, að
Árspróf i Iðnskólanum
verður háð í Iðnaðarmannahúsinu dagana 18. —23. þ. m. — Verða allir
iðnnemar i bænum, sem ekki ætla sér að setjast i 1. bekk skólans næsta
vetur, að Ijúka prófi þessu.
Samkvæmt lögum um iðnaðarnám, fá engir iðnnemar sveinsbréf nema
þeir einir, sem standast burtfararpróf frá iðnskóla.
Uppdrættir nemenda verða til sýnis í dráttlistarsalnum Sunnudaginn
21. þ. m. kl. 3-7.
Skóianefndin.
ekki var snert á verkinu. Kostnað-
urinn hefir orðið minni en á sains-
konar spítulum erlendis og er spít-
alinn þó sniðinn eftir beztu ei^tendu
fyrirmyndum.
Nýi spítalinn er mikið hús, tvílyft
rn.eð risi og kvistum og stendur á
háuin kjahara. Hann er allur úr
steinsteypu, nema þakið, sem er úr
timbri og bárujárni. Sjúkrahúsið
rúmar um 100 sjúklinga.
Áhyggiur Jslendingsu.
f síðasta tbl. »íslendings« er all
löng grein, sem lýsir áhyggjum
blaðsins út af Alþingi — og þá auð-
vitað stjórninni líka. — Æ-i-já,
mörg er »ritstjóra-raunin«. Er það
nú ekki von að aumingja blaðið sé'
í beyglum út af öðru eins — og sár-
giætilegt er líka til þess að vita, að
föðurlandið skuli vera í slíkri nið-
urlægingu! Hvorki þing né stjórn
fær um að »repræsentera< fyrir göf-
ugum útlendingum«, eins og blaðið
kemst að orði. — Það eru sem sé
útlendingarnir, er kannske geta
komið til landsins 1930, sem blaðið
ber fyrir brjósti.
Þeim, sem þessar línur ritar, hef-
ir ekki orðið svefnsamt síðan »ís-
lendingur« kom út síðast. Hefir
hann hugsað málin bæði dag og
nótt, — og nú hefir honum hug-
kvæmst, kæri »íslendingur«, að
spyrja þig, hvort þú vildir ekki nota
þín miklu og inargþættu áhrif í
landi þessu og beita þér fyrir eftir-
farandi réttarbótuin til handa þeim
göfugu útlendingum, sem kunna að
koma til landsins næsta ár:
1. Að þeim sé veittur réttur til að
mynda stjórn í landinu, á meðan
þeir eru hér; með því væri girt fyr-
ir, að þéim yrði misboðið, eða þeir
móðgaðir af fávizku íslenzkrar
stjórnar, og það veit ég, að flokkur
jn'nn hefir jafnan látið sér ant um
réttindi útlendra manna hér á Iandi.
2. Að þú stingir því að þingmönn-
um flokks þíns, hvort þeir vilji nú
ekki gera föðurlandinu þann greiða
að sitja heima og mæta ekki á þingi
næsta ár, með því gæfu þeir gott
dæmi, og þar að auki hefi eg heyrt
sagt, að sumir þeirra væru engin
þingprýði og sízt af öllu færir uin
að »repræsentera«, en á því ríður
mest, eins og allir hljóta að skilja.
Með þessu tvennu væri nú all-
mikið unnið, en þá vantar þó »það
sem við á að éta«. Hverjir eiga að
»repræsentera?« Með þetta mundi
eg hafa komist i standandi vand-
ræði, ef ekki hefði .viljað svo vel til,
að þú, »Islendingur« minn, í söinu
grein nefnir ýmsa framliðna merk-
ismenn, seiu þú auðsjáanlega óskar
að fela þann starfa á hendur, ef
hægt væri. — En væri það nú svo
ómögulegt í þessu landi, þar sem
framfarirnar á andlega sviðinu eru
svo stórfeldar, að helzt lítur út fyr-
ir, að annarhvor maður standi í
sambandi við framliðna? Málinu
mundi vera vel borgið í þeirra
höndum, og þeir mundu naumast
fara að fara í mál við ríkið um
launakröfur, þegar þeir yrðu að láta
af starfinu.
Föðurlandsvinur.
ATH. Enda þótt vér vel’ skiljum á-
hyggj ur j>lslendings«'— og metum þær
að verðleikum — getum vér ómögulega
verið s>Föðurlandsvini« samdóma, eða
mælt með tillögum hans. Sérílagi finst
oss tillaga nr. 2 ómannúðleg og ástæðu-
laus. Vér erum þess fullvissir, að út-
lendingar, sem hingað kunna að koma
næsta ár, muni meta meira að skoða
náttúru landsins en þingmenn Ihalds-
flokksins. Getum vér því eigi séð neina
ástæðu fyrir þá til að neita sér um að
koma á þingið og tefja þingstörfin
næsta ár eins og öll önnur ár.
Knattsj)yi~nufélag Akureyrwr hélt
kvöldskemtun á sunnudagskvöldið; var
þar kvartett-söngur, danssýning, sjón-
leikur (»Litla dóttirin«) og dans. Það
var þannig talsvert að skemta sér við,
enda mun engan hafa iðrað, sem fór
þangað. — Kvartett-söngurinn einn út
af fyrir sig hefði gert meira en að
borga ferðina, því hann var hreinasta
snild. Söngvararnir voru þeir Gunnar
Magnússon, Sigurður 0. Bjömsson,
Þcrsteinn Þorsteinsson og Stefán Krist-
jánsson, en Sveinn Bjarman lék undir á
piano.
Málningarvöru
VEGGFÓÐDR, PENSLA
er hyggilegast að kaupa hjá
Tómasi Björnssyni.