Dagur - 02.05.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 02.05.1929, Blaðsíða 1
DAQUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhaims- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. XII. ár Akureyri, 2. Maí 1929. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðsiumanns fyrir 1. des. 19. tbl. • • • • • ♦ - Samábyrgð. fhaldsblöðunum og öðrum, sem sérstaklega hafa fundið hvöt hjá sér til að fjandskapast við Sam- 'dnnufelögin og önnur samtök bænda og annarar alþýðu sér til viðreisnar, hefir oft orðið skraf- djúgt um það, sem þeir hafa nefnt »hina takmarkalausu sam- ábyrgð«. óteljandi eru þær til- raunir, sem gerðar hafa verið, til þess að fæla þá grunnhygnari og ístöðuminni frá allri samtaka- og sjálfbjargarviðleitni með þessu orði, samábyrgö, sem í hetju- munni andstæðinganna hefir hljómað ægilega! óteljandi lygar, ófrægingar og tortryggingartil- raunir gagnvart samtökum bænda hafa verið reistar á orðinu. — Að samvinnufélögin ekki einungis standa, en aukast og eflast ár frá ári, er eitt út af fyrir sig nóg til þess að sýna, að ummæli andstæð- inganna eru staðlausir stafir. Ef nokkur heil brú hefði verið í rök- semdaleiðslum þeirra, mundi allur samvinnufélagsskapur í landinu fýrir löngu vera fallinn um sjálf- an sig í staðinn fyrir að eflast. Enda er samábyrgðin í samvinnu- félögunum siðferðislega séð ekk- ert annað en yfirlýsing um inn- byrðis traust og vilja til að standa saman til raunverulegra fram- kvæmda og aukins efnalegs sjálf- stæðis einnig fyrir þá, sem minna eiga undir sér efnalega. En nú stendur svo á hér á landi, að~ full ástæða væri til að vekja menn til umhugsunar um annars eðlis »samábyrgð«. Hún virðist einkum þrífast í skjóli eins stjórnmálaflokksins — íhalds- flokksins — eins og íhaldsblöðin í seinni tíð bera rækilega vitni um. Þessi »samábyrgð«, sem hér ræð- ir um, getur þó naumast talist til þeirra fyrirbrigða, er til þjóð- þrifa horfa. Hún kemur fram í orðum og gerðum flokksins og flokksmálgagnanna, þegar ein- hver úr þeirra hóp gerir sig sek- an um afglöp, sem vítaverð telj- ast, eða jafnvel í afbrotum og ó- löglegu framferði, sem samkvæmt lögum og siðferðismeðvitund verð- ur að teljast glæpsamlegt. Það er í raun og veru sárgræti- legt að hugsa sér, að ástandið hér á landi skuli vera slíkt, að stjórn- málaflokkur sé til — og hafi kjós- endafylgi — sem hvað eftir annað gerir sig beran að því, að honum þyki sómi að skömmunum, sem lítilsvirðir lög og réttarfar, sem gerir sig samsekan afbrotamönn- um, ef því er að skifta — en svo yfirgripsmikil er »samábyrgð« f- haldsmanna. Þeim, sem kyimi að þykja þetta ofmælt, skal bent á afskifti I- haldsflokksins af áfengismálun- um, hinu ómaklega frumhlaupi blaðanna að dómsmálastjórn landsins út af sýslumanninum í Barðastrandasýslu, hinar raka- lausu og svívirðilegu árásir á dómsmálastjórn og rannsóknar- dómara í Hnífsdalsmálinu ill- ræmda og afstöðu floksins og blaða hans í málinu gegn Jóhann- esi Jóhannessyni, fyrv. bæjarfó- geta í Rvík, og er þá aðeins stikl- að á nokkrum stórum atriðum. öllum göðum og réttsýnum mönnum er það harmsefni, þegar menn. rata í ógæfu líka þeirri, sem hent hefir Jóhannes Jóhann- esson. Menn skyldu því ætla, að flokksmönnum hans og vinum væri þungt í hug og að þeir létu sér ant um, að sem hljóðast væri um nafn hans. En það er síður en svo: Þeir bæta honum skömm of- an á vanvirðu með því að reyna að gera úr honum pólitískan písl- arvott og með öllu móti að reyna til að halda honum fram og hampa honum framan í landslýð- inn, eins og þeir vildu segja:. »Sjáið manninn! Vér finnum enga sök með honum!« — Það er óafvitandi hreinskilni í þessu — en um leið óafvitandi napurt háð- glott, sem flokkurinn beinir að sjálfum sér. — Það er »samá- byrgðin« — samsektin, játningin: »vér viljum ekki þola lög yfir oss«. Þessi orð eru stimpill sá, er í- haldsflokkurinn og- blöð þeirra hafa brennimerkt sig með í aug- pm alþjóðar. Brennimarkið verð- ur ekki afmáð þótt nýjum nafn- seðli kunni nú að verða klístrað ofan á það. ------o----— Nýtt s/úkrahús, til viÖbótar við »Gudm. minni«. Eftir Stgr. Matthíasson héraðslækni. Þörfin fyrir nýtt sjúkrahús hér í bænum fer stöðugt vaxandi. Gamla sjúkrahúsið er löngu orðið of lítið og svarar ekki lengur kröfum tímans. Nú um langan tíma hefir hvað eftir annað orðið að synja sjúklingum um pláss og láta þá bíða heima eða á gistihús- um dag. eftir dag, þar til rúm losnaði. Allar stofur eru fullar og reyndar fleiri rúm í sumum en góðu hófi gegnir. Það kemur sér ekki einasta illa þegar þungt haldnir sjúklingar eru á stofu og halda vöku fyrir öðrum, eða þeg- ar um næma sjúkdóma er að ræða — að ekki eru sérstakar stofur, þar sem hægt sé að einangra einn sjúkling eða fleiri — heldur er það einnig bagalegt þegar eins og um þetta leyti þarf að ræsta her- bergi og mála sum eða dytta þar að ýmsu. Sóttvarnahúsið, sem aðallega er ætlað bráðum, næmum sóttum, hefir lengi verið fullskipað af berklasjúklingum, og þá einkum þeim, sem smithætta stafar af. Kæmi.upp næm sótt í bænum eða héraðinu, yrði að útskrifa ýmsa af þeim sjúklingum sem eru á ferli. En að sjálfsögðu væri það vandkvæðum bundið, að finna skjólshús fyrir þá í bænum enda hart að vísa þeim á dyr, meðan þeir eru ekki sjálfbjarga. Síðastl. ár var sjúklingafjöld- inn meirhen nokkru sinni áður, þ. e. 357 alls. og dvöldu þeir í sam- tals 19071 legudaga. Af sjúkling- unum voru 129 berklasjúklingar, en 228 með aðra sjúkdóma, en munurinn á þessum tvennskonar sjúklingum var sá, að þar sem liinir síðartöldu dvöldu aðeins einn eða fáa daga eða viku hver, dvöldu berklasjúklingarnir flestir mánuðum saman og margir alt árið. Legudagafjöldi berklasjúkl- inganna var samtals 14015, en legudagar hinna aðeins 5056. Þetta er nú svipað hlutfall eins og veríð hefir í mörg undanfarin ár. Það er aðsókn berklasjúklinga, sem gerir allan muninn og fyllir sjúkrahúsið fram úr hófi, og þetta orsakast aftur af því, að berklaveikin er orðin algengasta alvarlega sóttin í landinu og þar næst því, að vér íslendingar höf- um/ þau lög í landi, sem heimila öllum berklasjúklingum, sem ekki eru sérlega vel efnum búnir ó- keypis læknishjálp og sjúkrahús- dvöl svo lengi, sem lífið endist eða þar til bati fæst. Ýmsir halda að við læknar eig- um nokkuð sök á ösinni í sjúkra- húsunum. Við látum þangað koma lítið veika eða jafnvel fríska menn til að lifa á landsjóðnum. Og þeir sömu halda, að ef við værum nógu strangir, mætti synja mörgum um spítalavist og senda marga heim longu fyr en stundum tíðkast. Það er hægra um að tala en í að komast. Eg segi fyrir mitt leyti að eg hefi oft reynt að vera strangur og oft reynt að stemma stigu fyrir að alt fyltist jafnóðum og tæmast stofurnar, en eg hefi venjulega gefist upp við þá harð- ýðgi — og ekki séð neinn veg fær- an, nema að veita þeim viðtöku sem hægt var að hýsa, þegar eg sá hvernig sjúkdómi hvers eins var háttað. — Menn gera það ekki að gamni sínu að leita sér sjúkrahúsvistar. »Einhvers stað- ar verða vondir að vera« — og það er nú einu sinni orðið lýðum ljóst að berklasjúklingar fá hvergi aðbúð jafngóða né lækn- ingu jafnábyggilega og á sjúkra- húsi eða hæli. Þó nú sjúkrahúsið okkar hér á Akureyri hafi um margra ára skeið haft mikla aðsókn berkla- sjúklinga víðsvegar að og hafi átt miklum vinsældum að fagna fyrir það, hve margir slíkir sjúklingar sæktu þangað heilsubót, og þó að eg sjálfur hafi smám saman feng- ið meiri æfingu en margir aðrir læknar í því að líkna þesskonar sjúklingum, þá hefi eg lengi fund- ið til þess hve erfitt er að sam- eina það að hafa marga smitandi berklasjúklinga undir sama þaki og aðra sjúklinga,sem oftogtíðum eru hræddir um að þeir smitist af berklum meðan þeir dvelja á sjúkrahúsinu. Enda hefir ekki vantað að þeim orðrómi væri haldið á lofti, að sjúkrahúsið »Gudmanns minni« væri hættu- legt berklabæli, þar sem hvað eft- ir annað kæmi fyrir að berkla- smitun ætti sér stað. Þó að eg að vísu hafi ætíð reynt eftir beztu föngum að greina sundur smitandi sjúklinga frá öðrum, þá skal eg játa, að stund- um hefir það ekki verið hægt. Og stundum er það þannig, að við læknar vitum ekki hverjir eru smitandi og hverjir ekki. Sem betur fer mun berklasmit- un á sjúkrahúsum afar sjaldan eiga sér stað og þá ekki fremur á sjúkrahúsi voru en öðrum. Og eg skal taka það fram, að þó eg hafi gert mér far um að komast nærri því hvort slík smitun hafi átt sér stað á sjúkrahúsinu, þá hefi eg aldrei séð áreiðanlegt dæmi þess. Eigi að síður er mögulegt að svo \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.