Dagur - 02.05.1929, Blaðsíða 2
74
DAGUR
19. tbl.
/
•••••••♦•••^
^0 •Ml
mí Málnmgavörur s
SM ^ MK
Zinkhvita, mislit málning allskonar. JJjj
W Málning, á járn og pappa. Fernis, HR.
18^ Terpentína, þakjárn. Lökk alskonar og JS
M9 emaillering. Kítti, krit, rifin zinkhvíta ofl. yjjj
S* NÝKOMIÐ. HS
Kaupfélag Eyfirðinga. S
ao um »osKyia exm«. Urða pau
það meðal annars svo, að hann
hafi »vaðið úr einu í annað«. Nú
ber þess að geta, að íhaldsmenn
skiftu með sér verkum: Einn tók
fyrir þetta ádeiluatriði, annar
hitt o. s. frv. Þannig töluðu þeir
sjálfir um óskyld efni. í x-æðu
sinni svaraði ráðherrann mörgum
í senn, og þar sem þeir höfðu tal-
að um óskyld efni, hlaut hann
einnig að gera það. En það er
auðskilið hvað felst ftð baki þess-
ari umkvörtun blaðanna. Þau
hefðu heldur kosið, að ráðherrann
hefði aðeins svarað einni ræðu og
látið þar við sitja. En að hann
skyldi tæta þær allar í sundur, svo
að ekki stóð þar steinn yfir steini,
það finst þeim óbærilegt.
Myndastofan
Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga
frá kh 10-ó.
öuðr. Funch-Rasmussen.
hafi verið og eg hefi, eins og
fleiri, lengi haft beig af því og
óskað þess að allir berklasjúkling-
ar gætu verið út af fyrir sig.
Á síðasta spítalanefndarfundi
var rætt fram og aftur um það,
hver ráð væri til að bæta úr pláss-
leysinu á spítalanum, -því bæði
vantar pláss fyrir sjúklinga og
fyrir geymslu á eldivið, matvæl-
um og öðru. Kom nefndinni sam-
an um að lítt væri gerlegt og að-
eins bráðabirgðakák að fara enn
að stækka kjallarann eða bæta við
gömlu bygginguna.
■»Þessvegna vill nefndin leggja
til, að bæjarstjóm og sýslunefnd.
toki til yfi'rvegunar, hvort ekki
mmni heppilegast aö bær og sýsla
gangist fyrir því, aö reist verði
hið brdðasta vandað sjúkrahús yf-
ir 30 sjúklinga, sem þó megi
stækka ef þörf krefur. Og nefnd-
inni sýnist að sú leið væri heppi-
leg að ríkið taki algerlega að sér
núverandi sjúkrahús og notaði
það eingöngu fyrir berlclaveika«.
(Meira).
-----o----
Á víðavangi.
Bæjarfógetamálið.
Svo er venjulega kallað mál það,
er höfðað var af réttvísinnar
hendi gegn Jóh. Jóhannessyni
fyrv. bæjarfógeta út af meðferð
hans á fé dánar- og þrotabúa. Mál
þetta var tekið fyrir í Hæstarétti
síðasta vetrardag. Krafðist verj-
andi Jóhannesar, Magnús Guð-
’mundsson, þess, að málinu yrði
vísað fra vegna formgalla, sem
hann taldi á vera, og í því var
fólginn að hinn reglulegi dómari
hefði ekki formlega vikið sæti
fyrir setudómaranum. Hæstirétt-
ur kvað upp úrskurð sinn tveim-
ur dögum síðar og varð við frá-
vísunarkröf xmni.
Hér við er tvent að athuga. í
fyrsta lagi líta sumir lögfræðing-
ar svo á, að ekki sé nauðsynlegt
frá lagalegu sjónarmiði að reglu-
legur dómari víki formlega dóm-
arasæti fyrir setudómara, og í
öðru lagi, og það skiftir mestu
máli, þykir krafa Magnúsar Guð-
mundssonar benda á, að hann hafi
verið hrædáur við að láta efnis-
dóm falla í málinu, því ólíklegt er
að hann hafi viljað koma í veg
fyrir það að Jóhannes yrði sýkn-
aður með dómi Hæstaréttar. Sagt
er að vísu, að Jóhannes hafi æskt
efnisdóms í málinu, en auðvitað
er það ekki annað en leikaraskap-
ur, því að sjálfsögðu hafa þeir
verið búnir að koma sér saman
um frávísunarkröfuná, Jóhannes
og Magnús. »Frestur er á illu
beztur«, hafa þeir hugsað.
Málið verður að sjálfsögðu tek-
ið upp að nýju.
Lítilþægni.
Við eldhúsumræðurnar í þing-
inu lögðu þingmenn íhaldsins það
á sig að vaka heila nótt, til þess
að etja kappi við ráðherrana.
Þegar umræðunum lauk kl. 9 um
morguninn, voru flestir Fram-
sóknarþingmenn farnir úr þing-
salnum. Var hvorttveggja að
þeim þótti tímanum illa varið að
hlusta á málþvaður íhaldsmanna,
og að þeir sáu, að nærvera þeirra
var óþörf, þar sem dómsmálaráð-
herra einn hafði í öllum höndum
við andstæðingahópinn og meira
en það. Sannaði einn íhaldsþing-
maður þetta með því að láta sér
þau orð um munn fara, að Magn-
ús Guðmundsson hefði verið sá
eini, sem ögn hefði staðið í dóms-
málaráðherranum, og má nærri
geta að sú játning hefir ekki ver-
ið sársaukalaus.
í öngum sínum er nú einn f-,
haldssnepillinn tekinn að gorta af
því, að allir fhaldsþingmenn hafi
verið uppi standandi að morgni,
eftir næturviðureignina og ekki
flúnir af hólmi fyrir einum! Auð-
sýnilega lítur blaðtetur þetta svo
á, að þingmenn flokks síns hafi
sýnt mikla hreysti með , því að
leggja ekki á flótta fyrir Jónasi
Jónssyni. Er nú lítilþægnin um
frækilega framgöngu þingmanna
íhaldsflokksins farin að ganga
ærið langt, um leið og hér er gerð
óbein játning um yfirburði dóms-
niálaráðherrans.
óskyld efni.
íhaldsblöðin kvarta yfir því, að
Jónas dómsmálaráðherra hafi í 5
klukkutíma eldhúsræðu sinni tal-
Skattfrelsið.
Á aðalfundi Kaupfél. Eyf. var
skýrt frá því, að félagið borgaði
nú 10 þús. kr. útsvar og auk þess
um 5 þús. kr. í skatt. Skömmu síð-
ar flæktist inn á fundinn blaðræf-
ill einn, sem meðal annarar vit-
leysu bullaði um »skattfrelsi
kaupfélaganna« og virti það
Framsóknarflokknum til skamm-
ar. Hentu fundarmenn gaman að
þessu bulli blaðsins.
Bara Jón!
Blaðstjóri einn gaf nýlega
bændum landsins þann vitnisburð,
að þeir væru »óþroskaðasta stétt-
in í stjórnmálaefnum«. Bóndi
einn var spurður, hvernig honum
gætist að þessum vitnisburði og
hvað stéttarbræður hans mundu
segja um hann.
»0, við kippum okkur ekki upp
við þetta«, svaraði bóndi, »það er
bara hann Jón, sem segir það«.
-----o-----
Dánarfregn.
Látin er 22. marzmánaðar Euphe-
mia Halldórsdóttir, húsfreyja á Syðstu-
grund (Róðugrund) í Skagafirði, 59
ára gömul (f. 4. sept. 1809). Bana-
mein hennar var lungnabólga, og
hafði hún átt við vanheilsu að búa
lange hríð. Hún giftist eftirlifandi
manni sínum, Sigurjóni bónda
Gíslasyni, árið 1901. Varð þeim
hjónum eins sonar auðið, en mistu
hann ungan. Tóku þau þá til fóst-
urs systurson Euphemin og ólu
hann upp.
Euphemia átti son, áður en hún
giftist og er hann nú fulltíða, Hall-
dór Vídalín Magnússón. Hann er
sem stendur verzlunarmaður á Sauð-
árkrók. Foreldrar hinnar látnu merk-
is- og myndarkonu, voiu þau Sig-
ríður Jónsdóttir frá Hóltskoti (f. 10.
okt. 1835) og Halldór Einarsson
frá Krossanesi (f. 7. ág. 1841, d. 1920)
Magnússonar prests í Glaumbæ
(d. 28. júlí 1840), en móðir Hall-
dórs var Euphemia (f. 28. júli 1813)
Gísladóttir sagnaritara Konráðsson-
ar. Pau Euphemia og Einar giftust
9. okt. 1935 og orkti Gísli gamli
langt brúðkaupskvæði til þeirra.
Euphemiasál.Halldórsdóttirdvaldi
dvaldi framan af æfinni um tima í
Reykjavík og lærði þar sauma og
aðrar hannyrðir; var hún talin ein
hin mesta myndarkona sveitar sinnar.
B.
Simskeyti.
(Frá Fréttastofu Islands).
Rvík 30. apríl.
Innlent: Nýja strandvarnarskip-
inu hefir verið hleypt af stokkun-
um í Khöfn. Það hefir verið skýrt
Ægir. Skipið fer í reynsluferð í
júnílok.
Niðurjöfnun útsvara í Hafnar-
íirði er að upphæð kr. 248,330,00
á 989 gjaldendur.
Átta áfengissalar hafa nýlega
verið dæmdir fyrir söluna og aðr-
ai yfirtroðslur bannlaganna í
stórsektir og tveir þeirra að auki
í þriggja mán. fangelsisvist.
Lögreglustjóri Reykjavíkur ‘ hef-
ir kveðið upp dóm yfir tveimur
bifreiðastjórum, sem valdið hafa
slysum vegna ógætilegs aksturs.
Voru þeir báðir sviftir ökuleyfi
æfilangt og annar að auki dæmd-
ur í þriggja mái;. fangelsisvist
Alþingi. Gunnar Sig. og Magn.
Torfason bera fram frumv. um
aukið valdssvið sáttasemjara rík-
isins. — Fjárlögin eru komin til
Efri deildar með allverulegum
tekjuhalla. Stjórninni var heimil-
að að taka 225 þús. kr. lán til
skrifstofubyggingar og 100 þús.
kr. lán til kaupa á Reykjum og 4
öðrum jörðum í ölfusi. Mun ætl-
unin að setjá þar upp hressingar-
hæli fyrir berklaveikt fólk síðar.
Frumv. um rannsóknir í þarfir
atvinnuveganna hefir verið af-
greitt sem lög. — Fær^la kjöi'-
dags til fyrsta laugardags í júlí
var samþykt við aðra umræðu í
Neðri deild gegn atkvæðum þing-
manna Rvíkur, Haralds og Otte-
sens.
Erlent. London: Félög vinnu-
veitenda og verkamanna hafa
samþýkt skipun nefndar til að at-
huga samvinnu sín á milli. Báðir
aðilar eiga sæti í nefndinni.
-----o-----
Fréttir.
Guámundur Kamban hélt fyrirlestur
sinn um Ragnheiði Brynjólfsdóttur og
Daða Halldórsson á laugardagskvöldið
var fyrir troðfullu húsi. Var það vel
farið að svo margir sóttu þennan fyrir-
lestur, því það er skjótast af honum að
segja, að hann var ágætur, snjalt og
vel fluttur, vísindalega nákvæmur og
óvenjulega vel skjalfestur (kannske alt
of vel).
Eins og flestum mun kunnugt er það
aðallega að þakka tveim ritum íslenzk-
nm að minning þeirra Daða og Ragn-
heiðar stöðugt er fersk í hugum alþýðu
manna og hefir ekki fallið í gleymsku,
eins og mörg önnur nöfn, sem þó hafa
eftirlátið sér dýpri spor í sögu þjóðar-
innar, Þessi tvö ritverk eru: »Brynjólf-
ur biskup Sveinsson« eftir Thorfhildi
Hólm og »Eiðurinn« eftir Þorstein Erl-
ingsson. Annars eru þessi ritverk hvort
öðru mjög ólík. Thorfhildur er fremur
hlutdræg í sögu sinni og einkum hallar
hún á Daða, sem í höndum hennar verð-
ur ekki annað en hálfgerður ómennis-
flagari. Þessi skoðun á Daða mun lengi
hafa ríkt hjá alþýðu manna, og Þor-
steini hefir líklega aldrei tekist að
hnekkja henni til fulls með »Eiðnum«,
þrátt fyrir hina innilegu samúð sína