Dagur - 23.05.1929, Page 2
86
DAGUR
22. tbl.
s*
§2 Til úígerðarinnar
höfum við fyrirliggjandi:
Línuverk — allskonar.
Tauma og öngla.
Bátakeðjur og anker.
Reknet. — Línubelgi.
Kaupfélag Eyfirðinga.
w
s:
m®
•m
Myndastofan
Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga
frá kh 10-6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
einum getur sýnst þetta, öðrum
hitt, og báðir geta haft mikið til
síns máls. Skipun hátíðanefndarinn-
ar er til þess að fundin verði leið
til að halda hátíðina þannig, að all-
ir — eða sem flestir landsmenn
megi vel við una; og það má bæta
því við, að undirbúningsstarfsemi
hennar gengur öll í þá átt.
Fyrsta skilyrðið fyrir því, að minn-
ingahátíðin takist vel, álítur nefnd-
in — og með fullum rétti — að sé
í því fólgið, að allri alþýðu manna
— háum og lágum — hér á landi
skiljist það, að hún eigi hér hlut
að máli - að hér sé að ræða um
að heiðra helgustu minningar í sögu
þjóðar vorrar í þúsund ár. —Ef há-
tíðin á að fara vel fram, verður hún
því að verða sem allra bezt sótt af
landsmönnum —og þeim íslending-
um, sem saman koma á Þingvelli
1930, verður einnig að vera það
Ijóst, að þeir eru ekki þangað komn-
ir til þess eins, að sækja íþrótta-
mót, fyrirlestrafund, eða neitt þess-
konar í venjulegum skilningi, held-
ur til þess að minnast sameigin-
lega, hrífast og sameiginlega gagn-
takast af helgi staðarins, minning-
anna og sögu þjóðarinnar, sem hér
hefir skapast öld fram af öld í þús-
und ár.
Þess vegna verður einnig undir-
búningsstörfum nefndarinnar hagað
þannig, að hátiðin eigi að vera fyrir
Jslendinga, og að þeir fyrst og fremst
fjölmenni á Þingvöll hátiðisdagana
1930.
Annað viðvíkjandi hátíðinni, sem
orkað getur tvímælis, er afstaða vor
gagnvart útlendingum. Sumir munu
hugsa sem svo, að vér ættum að
nota tækifærið til að láta dálítið
bera á oss úti um heiminn, og að
oss þess vegna beri að gera það,
sem í voru valdi stendur, til þess
að sem flestir útlendir ferðamenn
heimsæki oss, einmitt meðan á þjóð-
hátíðinni stendur. Aðrir munu vera
til, sem eru á alveg gagnstæðri
skoðun, og skal því ekki mótmælt,
að það er hætt við, að margt mundi
lenda í tildri og tilhaldi einusaman
hjá oss, ef vér aðallega hygðumst
að ganga í augu útlendingum með
hátíðahöldunum, en það væri illa
farið, ef tilgangurinn væri ekki dýpri
og þjóðlegri. — En á hinn bóginn
getum vér gengið að því vísu, að
allmarga útlendinga — einkum úr
nágrannalöridunum og meðal frænd-
þjóða vorra — muni fýsa að heim-
sækja oss, og má það oss vel verða
til sæmdar. — Saga Alþingis vors
er einnig í þeirra augum harla
merkileg, og aldur þess hefir gert
það frægt í sögum. Margir líta svo
á—með réttu eða röngu —að Lög-
berg vort sé altari og helgidómur
hinnar fornu norðgermönsku menn-
ingar. — Vér verðum því að búa
oss undir, að taka á móti gestum.
Nefndin hefir því gagnvart út-
lendíngum óefað valið þá réttustu
leið, er hún lítur svo á, að oss beri
ekki að gera neitt sérstakt til að
uppörfa þá til að fjölmenna hingað.
Þar á móti vill hún gera þær ráð-
stafanir, sem hún getur, til þess að
gera góða ferð þeirra, er kunna að
koma, og til þess að létta undir
með þeim með upplýsingum og
öðru, sem hún getur látið í té. f
því skyni hefir hún hlutast til um,
að út heíir verið gefinn bæklingur
á fjórum tungumálum, sem verður
til sýnis á ræðismanna- og sendi-
sveita-skrifstofum og víðar utan-
lands ; er þar skýrt frá tilefni og til-
gangi hátíðarinnar, gefnar upplýs-
ingar um ferðir hingað til landsins
frá öðrum löndum, um ferðamögu-
leika hér á landi, gististaði og ann-
an aðbúnað, sem erlendir ferða-
menn geta vænst hér, meðan á há-
tíðahöldunum stendur. — Eins og
þegar er getið, er þetta aðeins gert
í þvi skyni, að gera þeim hægra
fyrir, sem á annaó borð vilja sækja
þjóðhátíðina, en alls ekki til þess
að lokka útlenda ferðamenn hingað,
hvoiki af hégómaskap né í hags-
muna skyni.
Pess skal og getið, að kostnað-
urinn við undirbúning hátíðahalds-
ins hefir minkað við þá ráðstöfun
nefndarinnar, að tjöldin, sem nota
þarf á Þmgvelli, verða leigð með
tiltölulega mjög vægum kjörum, —
ef þurft hefði að kaupa þau, mundu
þau hafa kostað um hálfa miljón
krónur, og hefði það orðið stærsti
útgjaldaliðurinn. — Pá er og annar
útgjaldaliður, sem sparast við, að
ekkert þarf að hugsa fyrir konungs-
bústað—hefir konungur vor sjálfur
óskað eftir að búa á skipi sínu,
meðan hann dvelur hér og tekur
þátt í hátíðinni,
1 Verzlun Péturs H. Lárussonar
Sandalar, með leður-, gummi- og hrágummibotnum, á börn og unglinga. Fótboítastígvél frá nr. 37. Gloria Mixture er ódýrt og gott reyktóbak. Reykjarpípur í miklu úrvali. Notið All Bran.
Talsvert kvað hafa verið rætt um,
að haldnar yrðu minni hátíðir víðs-
vegar í héröðum landsins á sama
tíma og allsherjarhátíðin færi fram á
Þmgvelli. — Nefndin telur slíkt fyrir-
komulag óheppilegt, og ræður hún
mönnum eindregið frá því, enda
mundi það aðeins verða til þess að
dreifa kröftunum og draga úr, aó
menn kæmu á þingvöll. Þar á móti
vill hún leggja til, að8háð séu eins-
konar »leiðarþing« heima i héruð-
um á eftir, og séu þá tíðindin sögð
frá hátíðinni á þingvelli.
. . . þúsundárahátíðin á þingvelli
1874 varð mörgum, eða flestum,
sem sóttu hana, ógleymanleg, ein
af beztu endurminningum lífsþeirra.
Og það er eftirtektarvert, að það í
raun og veru var ekkert af því ytra,
sem þar fór fram, er gaf þessari
minningu helgiblæ, heldur hitt, að
þeir höfðu verið með —- þeir höfðu
fundið til þess inst inni, að þeir voru
meðlimir — synir og dætur — þess
þjóðýélags, sem byrjað hafði tilveru
sina fyrir þúsund árum. — Mætti
Alþingishátíðin 1930 færa þessari
kynslóð eitthvað af sömu hrifni!
Mætti hún verða til þess, að sam-
eina alla sundraða krafta þjóðinni
til heilla. En þá þurfa menn að
hafa það hugfast, að hvað sem
annars skilur oss, erum vér þó all-
ir eitt sem þjóð í fortíð og fram-
tið, og að minning sú, er vér ætl-
um að heióra með hátíðinni, á að
vera jafn heilög í hugskoti hvers
íslendings;
-----o-----
Simskeyti.
(Frá Fréttastofu íslands).
Rvík 11. maí.
Efri deild afgreiddi fjárlögin
eins og Nd. gekk frá þeim. —
Frumv. um póst og síma afgreitt
sem lög. Launakjör yfirsetu-
kvenna samþ. Efri deild með 7
atkv. gegn 6, en forseti úrskurð-
aði atkvæðamagnið ekki nægilegt,
og er frumv. því fallið. — Síldar-
bræðsluverksmiðjan afgreidd sem
lög. — Samþ. þingsályktun um
geymslu á kartöflum. — Endur-
skoðendur landsreikninga kosnir
Pétur í Hjörsey, Gunnar Sigurðs-
son og Magnús Guðmundsson. 1
fulltrúaráð íslandsbanka í stað
Magn. sál. Kristjánssonar kosinn
Halldór Stefánsson. Varamaður í
útflutningsnefnd síldareinkasöl-
unnar var kosinn Ingimar Eydal
í stað Jakobs Karlssonar. — Til-
laga um að halda genginu föstu
var samþ. með 18 atkv. gegn 12 í
Sameinuðu þingi. Hinir fjarver-
andi eða sátu hjá. — Á laugar-
daginn afgreiddi Ed. 12 mál, þar
á meðal voru breyting á lögum um
einkasölu á síld, færsla kjördags-
ins, laganefnd og frumv. um
sauðnaut. — Frumvörpum um
fiskiveiðasjóð og veðlánasjóð
fiskimanna var vísað til stjórnar-
innar. — Samþ. með 7 atkv. gegn
6 áskorun um að hafa dýralækni
í Stykkishólmi. — Neðri deild af-
greiddi lög um kjallaraíbúðir og
breyting á lögum um tilbúinn á-
burð einnig samþykt. Einnig var
samþykt þingsályktun um að gera
ekki gagngerða breytingu á land-
póstferðum að fornspurðum
sýslunefndum og samgöngumála-
nefndum Alþingis. — Þingsálykt-
un um samkomustað Alþingis
náði ekki afgreiðslu. — Þing-
lausnir fóru fram á laugardag.
Dómsmálaráðherra sleit þinginu í
forföllum forsætisráðherra.
Vestmannaeyjum: Þór kom á
hvítasunnudag með tvo þýzka
togara, er hann tók við Ingólfs-
höfða.
-----o-----
Fr éttir.
Dánardægur. Hinn 15. þ. m. andað-
ist Tryggvi Sigui-ðsson á Jóruxmar-
stöðum í Saurbæjarhreppi. Tryggvi sál.
var kominn nokkuð á áttræðisaldur og
var mjög heilsuveill síðustu æfiár sín.
Á meðan hann naut sín, var hann mik-
ill fjör- og skerpumaður. Hann bjó um
áratugi á Jórunnarstöðum og varð þar
á bak að sjá tveimur eiginkonum sín-
um. Börn átti hann mörg og eru þeirra
á meðal Aðalsteinn bóndi á Jórunnar-
stöðum og frú Rósa, kona Sigurðar
Jónssonar skólastjóra í Reykjavík.
Tryggvi var einn af bræðrum Magnús-
ar heitins á Grund.
Island kom að sunnan síðastl. fimtu-
dagskvöld. Með skipinu var fjöldi far-
þega, þeirra á meðal Otto Tulinius með
fjölskyldu sína, Ásgeir Pétursson, Ein-
ar Olgeirsson og Freysteinn Gunnars-
son kennari. — Með skipinu tók sér far
til Reykjavíkur Þórhallur Bjamarson
prentari, alfluttur þangað með fjöl-
skyldu sína.
Esja var hér run hvítasunnuna.
Kappreiðar fóru fram á Þveráreyr-
um 2. dag hvítasiannu undir stjórn og
forystu hestamannafélagsins »Léttir«.
Margt manna var þar saman komið sem
áhorfendur, enda var veður hið bezta.
Verðlaun voru veitt, og hlaut grá
hryssa frá Hvassafelli 2. verðlaun (30
kr.), en 3. verðlaun (15 kr.) rauð