Dagur - 23.05.1929, Side 3

Dagur - 23.05.1929, Side 3
22 tbl DAGUR 87 hryssa frá Syðra-Laugalandi. — í folahlaupinu fékk jarpur hestur frá Nesi 2. verðlaun (20 kr.) og 3. verðlaun brúnn hestur, sem er eign Þorsteins Þorsteinssonar hér í bæ. — Fyrir skeið fékk rauður hestur, er Kristinn í Litla- Hvammi á, 3. verðlaun. Vorhlýindin eru komin aftur; rignir við og við og tekur því gróðurinn dag- vöxtum. Vélavarð'qrstaðcm við rafveituna var á bæjarstjórnarfundi í gær veitt Júlíusi Júlíussyni Brekkug. 3. Á sama fundi var kosinn í fasteignamatsnefnd Einar Jóhannsson byggingameistari og til vara Halldór Halldórsson byggingafull- trúi. Hlaðafli hefir að undanförnu verið í öllum veiðistöðvum hér við fjörðinn, svo að nálega er talið dæmalaust. Leiðrétting, í greininni »Skólamál Eyfirðinga«, er birtist í Degi fyrir nokkru, var í niðurlagi hennar sú villa, þar sem minst var á »Friðriksgáfu«, að þar stóð örnefni í staðinn fyrir ónefni. Síldareiknasalan. Reikningar hennar fyrir fyrsta starfsárið eru út komnir. Alls hefir Einkasalan selt rúmar 173 þús. tunnur fyrir um 5% milj. kr. og óskiftar eftirstöðvar nema 48 þús. kr. en auk þeirra eftirstöðva er óselt og óafreiknað við reikningslokin samtals 7136 tn. Reikningunum fylgir umsögn endur- skoðenda og endar hún á þessa leið: »Er það skoðun okkar, að niðurstað- an af rekstri Einkasölunnar þetta fyrsta ár hafi reynst útgerðinni hag- kvæm, og yfirleitt hafi hún leyst af höndum það hlutverk, sem henni var ætlað að vinna«. ------o----- Um uppeldismál. Eftir Jón Sigurðsson kennara. (Framh.). I Þessar tvær að- efnu ivorf. | ^ uppeldisstefnur, Montessori og Dal- tons, hafa valdið miklu róti í uppeldis- málum heimsins. Ýmsir uppeldisfræð- ingar hafa tekið hugsjónir þeirra í þjónustu sína, en sniðið þeim á marg- an hátt sérstakt form. Pó ber þar mest á þvi, hve reynt er að tengja skóla- námið við sjálft lifið og hversdags- leg viðfangsefni þess. Belgiski uppeldisfræð- ingurinn Decroly snfður skóla sinn í þessu formi og gjörir hann eftirlík-. 'ing af lífinu. Skóli hans miðast við það eitt, að gjöra göngu barnsins út i lifið að hamingjuleið, með þvi að sveigja vilja þess og hvatir til göf- ugrar úrlausnar á vandamálum lifs- ins. Decroly segir, að fyrsta spor barns- ins eigi að vera, að athuga lífið og læra að þekkja það í öllum myndum. Hann lætur börnin sjálf safna mestum áhöldum, sem hann notar við kefisl- una: steinum, jurtum, dýraleifum o. s. frv. Börnin fara með kennaranum í smiðjur, brauðgerðarhús og niður í skip; skrifa síðan ritgjörð eða lýsingu á því sem séð var, og gjöra teikningar af því sem þau geta. Decroly segist byggja aðferð sína á þeirri höfuðreglu, að það eitt geti þroskað barnið, sem það skynji og skilji. Decroly- skólar. • *•••• • •-*-• • • • • • • • • • • « Aðferð þessi er enn aðallega notuð í prívatskólum, t. d. í Danmörku, og þar heimsótti eg í haust tvo siíka skóla og var hrifinn af, hve nemendur höfðu glöggar og sjálfstæðar skoðanir á lífinu. ... , ! Vinnuskólarnir Vinnuskolar. I , , , | þýzku eru fyrst og fremst afrek hins mikla hugsjónamanns og skólafrömuðar próf. Georg Kerchensteiner í Múnchen og má segja að skólastefna þessi sé nú ráðandi í skólum allra þýzkumæl- andi þjóða. Svíar steypa upp úr þess- um hugmyndum frjálslegt skólafyrir- komulag, sem þó ber mest svip þýzkra skóla t. d. framhaldsskólar Svía, sem festir voru í lög skólakerfisins sænska 1918. Eins og nafnið vinnuskóli bendir til, leggur próf. Kerchensteiner mest upp úr vinnunni. Hann telur vinnuna undirstöðu alls náms og segir, að bæk- ur séu ekki lyftistengur þroska og göfgi manna heldur sé það vinnan, og að án hennar sé enginn sönn mentun til. Einn aðalþáttur barnaskólanáms á að vera vinna, stjórnað og leiðbeint af þar til hæfum kennara. Þó telur hann ekki, að sjálf vinnan veiti gott upp- eldi, heldur það hversu unnið sé. Véla- menningin drepi persónuleikann líkt og andleg störf, séu þau unnin eftir skipun eða af kúgun. Vinnuskólinn grundvallast á löngun og áhuga þeim, sem leiði börnin til þroska eftir því eðli, sem þeim er inngefið; en hann vill losa um stundakenslu og lexíunám sem unt er. Handavinna veitir ágætt uppeldi í nákvæmni. Með þessari vinnu finnur barnið, að það hefur skapað sjálft og það fyllist unaði yfir sigraðri þraut sem það getur sjálft dæmt um, hversn tekist hefur. Smíðaður hlutur leiðir í Ijós veilur og galla smíðisins. En þó að barn semji ritgerð um smíði á hlut, getur það engan dóm felt um verkið. A vinnuskólum þessum er alt hugsanlegt smíðað í smámyndum af lífinu, frá einfaldasta kassa til heils bóndabæjar með húsum og áhöldum, dýrum og landslagi, eða þá sporvagna- lfnum með sporvögnum á o. s. frv. Ýmist er unnið saman eða á eigin spýtur. Uppeldisstefna þessi dregur fram nýtt viðhorf skóla til barns. Hér er ekki lengur námsgreinin við- fangsefnið heldur barnið sjálft. Starf kennarans er hér að læra að þekkja barnið og það, sem i þvi býr. Tak- markið er ekki lengur einkani' fyrir lœrdóm og kunnáttu, heldur þroski barnsins. Skylt þessu er átthaga- fræðsla skólanna. Hver skóli keppist um að eiga vel útbúinn bónda- bæ með öllum búsáhöldum, úti í sveit. Þangað er svo farið með bekkina, einn og einn í senn og dvalið þar vlku eða hálfan mánuð árlega, eða þangað til börnin hafa lært öll algeng störf og kynst öllu. Úr þessum fróðleik eru þau svo látin vinna með ýmsu móti. Margir kennarar fara með börnin í lengri ferðir, til annara héraða eða landshluta. Þetta segja þeir nauðsyn- legt til að skapa með börnum þjóð- fræði og ættjarðarást, en kenni líka bezt um lífið sjálft. Eg hef nú rakið stefn- ur nýrra skólahugmynda og bent á, hvernig þær yrðu framkvæmdar, þó að eg hafi orðið að hlaupa á flestu. En er þá Átthaga- frœðsla. gagn fyrir okkur að kynnast þessum nýungum? Jú, viðkynning við nýjar kenningar og viðleitni er frjósöm, hún örvar og hvetur til að bæta það eldra og hafna því ónýta og ógagnlega. Fyrst er að vita og þekkja, og síðan að velja og hafna. Eg hef þó ekki trú á því, að hér á landi þurfi byltingu í skólamálum. En við þurfum að vinna úr nýjum skólahugmyndum það bezta og samlaga það okkar staðháttum, og okkur er brýn þörf kröftugra umbóta. Sérstaklega verður að taka upp al- gjörlega nýjar og bætandi aðferðir í frumkenslunni, lestri og skrift, en í þessari grein er ekki kostur að fara nákvæmlega út í breytingar á aðferðum. -------o------ Landbúnadur. Fyrirspurnir og svör. Hvaða ráð er gott til þess, að verjast bruna á harðvelli og höla- túnum ? Það er tæplega hægt að gefa nokkurt örugt ráð, til þess að verj- ast bruna á harðbalatúnum. Brun- inn stafar af því eð jurtirnar skort- ir vatn. Jarðvegurinn er of þunnur og gljúpur til þess að geyma forða af vatni svo endist jurtunum yfir vaxtartímann. Helztu ráðin til þess að draga úr brunahættunni eru: 1. Að bera á hólana, svo snemma sem við verður komið, auðleystan áburð, sem auðveldlega kemst nið- ur í jarðveginn, svo sem: Þvag eða eða annan foraráburð, saltpétur eða annan auðleystan tilbúinn áburð. Það sem mestu máli skiftir, er að fá grasið til þess að spretta sem fyrst og á sem styztum tíma, því bæði ver gróðurinn uppgufun og svo eru líkurnar meiri til þess að jarð- rakinn endist, því skemri sem vaxt- artíminn er. 2. Að herfa hólana með Hankmó- herfi eða öðru herfi, sem sker ofan í jarðveginn, og mylja síðan áburð ofan í stungurnar, strax eftir að herfað hefur verið. Tilgangurinn sá sami, að fá hólana til þess að spretta sem fyrst og stuðla að því, að á burðurinn komi að sem beztum notum. 3. Veita á, ef því verður við kom- ið, án þess að vatnið skoli áburði burtu. Hvenœr á helzt að bera tilbúinn áburð á tún, og er óhœtt að bera hann á ár eftir ár, og hvort er betra að dreifa honum í þurk eða rekju? Kalí og Superfosfat skal helzt borið á snemma vors, t. d. í apríl eðs jafnvel að haustinu. Nitrophoska þarf sennilega að bera snemma á t. d. í apríl eða fyrst í maí. Saltpétur skal sennilega bera á svo fljótt sem tíðarfar leyfir, að gras geti farið að spretta nokkurnvegin hindrunarlaust. Síðastliðið vor gaf sá saltpétur, sém borinn var á fyrst í maí, mun betri raun, heldur en sá, sem borinn var á síðast í maí. Sé saltpéturinn borinn tímanlega á, getur það orðið til þess að bjarga gróðri frá því að bíða tjón af vor- kuldum. Gróðurinn verður þroska- meiri og þolir kuldann betur Tilbúinn áburð má bera á sama »-+ # • ♦ # # # # » # # # » # # Eldavél lítið notuð og nýleg er til sölu með mjög lágu verði. — Uppl. á skósmíðaverðstæði G. S. Hafdals, Aðalstr. 10. undirritaður hef ákveð- ið að byrja fastar bíl- ferðir laugardaginn 25. þ. m. milli Þverár i Öxnadal og Akureyrar. Fer þrisvar í viku: Mánudögum, miðvikudögum og laugardögum. Verð hjá Bægisásíma kl. 8 árdegis. Þverá 20. maí 1929. Stefán Jóhannesson. landið ár eftir ár, sé þess gætt, að ekki skorti neitt þeirra þriggja á- burðarefna, sem helzt getur verið skortur á í jarðveginum: Kalí, fos- forsýru og köfnunarefni. Einhliða áburðarnotkun (saltpét- ur), getur verió réttmæt á túnum, sem um langt skeið hefur verið haldið í rækt meó húsdýraáburði, en þó aðeins um takmarkaðan tíma. Tilbúnum áburði má dreifa bæði í þurk og rekju, þó er ilt að dreifa honum í regni og nær ógerlegt þegar um kalksaltpétur er að ræða, því hann sezt þá í föt þess sem dreifir og myndar húð á höndum og handleggjum, og getur valdið slæmum brunasárum. Sá sem dreif- ir saltpétri, verður að hafa heilar hendur, skal ganga með uppbrotn- ar ermar og þvo sér vandlega strax og hann hættir að dreifa. Parf steypa i áburðarhúsum ekki að vera sérstaklega sterk og góð, vegna áhrifa sem áburðurinn kann að hafa á steypuna? Áburðurinn hefur tæplegu nokk- ur teljandi áhrif á steypuna, en steypan þarf altaf að vera lagarþétt, til þess að áburðarlögur tapist ekki. Sérstaklega er þetta áríðandi þegar um þvaggryfjur er að ræða, en auk þess þurfa þær að vera með loft- þéttum þökum. Er hœgt að rækta slétt land, án þess að þess að losa jarðveginn, og þá sérstaklega með tilbúnum áburði? Þetta er vafalaust hægt, séu raka- skilyrði hæfileg og jarðvegur sæmi- lega þykkur og gljúpur, en undir flestum kringumstæðum mun það taka allmörg ár, að koma slíku landi í góða rækt og útheimta all- mikinn áburð. Mun það oft orka tvímælis, hvort ekki borgar sig að plægja landið upp og bera áburð undir strengina, sem siðan er velt aftur í sama farið. Þessi aóferð hef- ur sumstaðar gefið góða raun. Annars er venjulega létt að vinna slíkt land, sem hér er um að ræða, og vafalaust nýtur landið lengi góðs af því, sé það losað rækilega þegar það er tekið til ræktunar. Tilbúinn áburð má vitanlega nota við útgræðslu með engu lakari árangri heldur en húsdýraáburði. Sigurjón Friðjónsson skáld kom með Islandi að sunnan og hefir dvalið hér í bænum undanfarna daga. Söhum rúmleysis verður mikið efni að bíða næstu blaða.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.